Dagur - 06.07.1955, Síða 5
Miðvikudaginn 6. júlí 1955
D AGUR
Ymis tíðindi úr nágrannabyggðum
Landþurrkun í Bárðar-
dal - tvö nýbýli í
byggingu
Bárðardal 30. júní.
Þessa dagana er unnið með
skurðgröfu Vélasjóðs að Mýri í
Bárðardal. Heldur hún síðan áfram
norður dalinn, eftir því sem verk-
efni falla til, en þau virðast æði
mikil en misjöfn á bæjum. Jarðýta
vinnur í Bárðardal, jöfnum hönd-
um að jarðabótum og vegagerð. Fé
hefur verið smalað til rúnings og
verður það síðan rekið á afréttir.
Tvö nýbýli er verið að byggja í
dalnum, annað að Stóruvölluin en
hitt að Halldórsstöðum. I Bárðar-
dal er landrými mikið víðast hvar,
og gott undir bú, enda munu fleiri
hafa í hyggju nýbýlastofnun þar.
A nokkrum stöðum eru byggð úti-
hús, sérstaklega hlöður. Eru þær
allar byggðar með tilliti til súg-
þurrkunar. Töluvert ber á kali í
túnum og sprettan hefur verið
hægfara, þangað til nú. Sláttur er
að hefjast.
Unnið er af kappi við nýju
brúna yfir Skjálfandafljót, hjá
Stóru-Völlum. Hófst sú vinna fyr-
ir hálfum mánuði. Yfirverkfræð-
ingur er Snæbjörn Jónasson, og yf-
irsmiður Jónas Snæbjörnsson.
Framkvæmdir í Húna-
í>
mgi
Blönduósi 4. júlí.
Spretta er orðin í góðu meðal-
lagi og heyskapur almennt hafinn.
Þeir fyrstu byrjuðu í fyrra hluta
síðustu viku.
Nýtt sláturhús er í smíðum á
Blönduósi. Miðast það við það að
hægt verði að veita móttöku um
1200 fjár á dag til slátrunar. —
Frystihúsið er líka verið að er.dur-
bæta og stækka, svo að fullr.ægt
geti geymsluþörf kjötsins að mestu
eða öllu leyti. Verður rúm fyrir 20
þús. skrokka. Þessar byggingafram-
kvæmdir eru á vegum Kaupfélags
Austur-Húnvetninga.
Unnið er við höfnina og er verið
að steypa undir steinker, sem dreg-
ið verður frá Skagaströnd og sökkt
við hafnargarðinn, einhvern næstu
daga.
Þá er verið að stækka og endur-
bæta vatnsveitukerfi staðarins.
5 jarðýtur og 2 skurðgröfur
vinna hjá Búnaðarsambandinu. -—-
Eru öli eldri flög fullunnin og búið
að sá i þau og nýbrct hafið með
hinum afkastamikiu vélum.
Uiidirbúningur að síld-
armóttöku stendur sem
hæst á Raufarhöfn
Raufarhöfn 4. júl'.
Unnið er af kappi að undirbún-
ingi síldarmóttöku. Menn halda
enn í vonina um síld. Tunnufarmur
kom með Tungufossi á föstudaginn
og mun aftur koma fljótlega með
meira og ennfremur Selfoss. Allir
hafa meira en nóg að gera og smiði
vantar.
Gullbrúðkaup áttu 1. júlí hjónin
Halldóra Þorgrímsdóttir og Jðsep
Kristjánsson á Ormalóni i Þistil-
firði. Þau hjónin hafa búið í hálfa
öld á Ormalóni og var þessa af-
mælis veglega minnst að heimili
þeirra. Kom þangað fjölmenni og
færðu afmælisbörnunum gjafir og
þágu rausnarlegar veitingar.
Messaði á 3 kirkjum
s. 1. sunnudag
Fosshóll 4. júl'.
Heyskapur er a)mennt byrjaður
og spretta er orðin sæmileg. Lítið,
sem ekkert er þó búið að hirða
ennþá af töðunni.
Ferming fór fram að Ljósavatni
á sunnudaginn var og voru fermd
2 börn. Séra Stefán Lárusson mess-
aði þann dag á 3 kirkjum eystra,
Ljósavatni, Þóroddsstað og Lund-
arbrekku.
Handfæraveiðar hafnar
á f jarlægum miðum
Hrísey 4. iúlí.
Bátar eru nú að hætta tneð línu.
Hefur lítið fiskast á hana að und-
anförnu, en undirbúningur hafinn
að handfæraveiðum. Einn bátur
hefur þegar stundað þær með góð-
um árangri og sótt veiði sína sunn-
an við Langanes og lagt upp á
Þórshöfn. Vinna er nokkur við fisk-
þurrkun. Spretta er góð og sláttur
byrjaður.
Minka leitað við Laxá -
Félagsheimili vígt um
helgina kemur
Reynihlíð.
Refaveiðum er nú lokið í bráð-
ina. Alls hafa unnist 54 dýr, full-
orðin dýr og hyolpar. Sláttur er
sums staðar byrjaður og spretta að
verða sæmileg.
Karlson minkabani kom til Mý-
vatnssveitar fyrir skömmu og vann
þar eitt minkagreni á svipuðum
slóðum og hann varð dýranna var
í vetur. Hélt hann síðan niður með
Laxá og ætlar að leita meðfram
henni, allt til sjávar. Inflúenzufar-
aldurinn er í rénun, en þó ekki lok-
ið. Eru margir nokkuð lengi að ná
sér.
Hið nýja félagsheimili að
Skútustöðum verður vígt á laugar-
daginn kemur og hefst athöfnin kl.
2 e. h., svo sem auglýst hefur verið.
Hefur öllum Mývetnignum verið
boðið til þessa mannfagnaðar,
heimamönnum og burtfluttum
mönnum og konutn og mökum
þeirra.
Ferðamannastraumurinn er að
vaxa og nú er mývargurinn í „sum-
arfríi“, svo að hann angrar ekki
ferðamenn á þessum tíma. Mývarg-
urinn er skæður í júni og svo aftur
í ágúst, en tekur sér „sumarfrí"
yfir júlimánuð.
Silungsveiði hefur verið fremur
treg að undanförnu.
FORÐ PREFECT
í ágætu lagi til sölu. —
Upplýsingar gefur.
Finnbogi S. Jónasson,
K. E. Á.
Herbergi
til leigu í miðbænum.
Simi 1638.
A-180
Kaiser 1953 til sölu. — Til
greina kærnu skipti á eldra
módeli.
Mag n ús Srue björsson,
B. S. O.
Heimasími 1326.
1000 metra flugbraut
í Flatey
Flatey á Skjálfanda.
Nýlega var unnið að
sáningu grasfræs í flugvöllinn nýja.
Flugbrautin er 1000 metra löng og
aðstaða góð. Er því vonast eftir að
þessi nýji grasflugvöllur reynist
vel í framtíðinni. Flateyingar telja
samgönguerfiðleikana við eyna
tefja mjög fyrir eðlilegri þróun at-
vinnuveganna og að þeirra vegna
fýsi færri að hafa þar búsetu en
ella. Hálfsmánaðarlegar ferðii eru
frá Flatey til Húsavíkur. Er til þess
notaður 5 tonna bátur. Með flug-
vellinum opnast möguleikar til
bættra samgangna.
Um 100 manns búa í Flatey, en
þar af eru margir, sem vinna meira
og minna annars staðar. Afkoma
fólksins mun fyllilega vera sam-
bærileg því sem annars staðar
tíðkast. Handfærafiskur hefur ver-
ið góður þar undanfarið. En
Flateyingar stunda manna mest
hrognkelsaveiðar og hafa af því
drjúgar tekjur. Rauðmaginn er
saltaður og reyktur og hefur selzt
vel og grásleppuhrognin söltuð til
útflutnings. En þeirri veiði er nú
lokið í ár.
Jarðýta og dráttarvél, er fluttar
voru út í Flatey í fyrrasumar,
vegna flugvallargerðarinnar, hafa
einnig verið notaðar við iarð-
vinnslu. Er dráttarvélin enn ytra
og hafa jarðræktarmenn hið mesta
gagn af henni og auka nú ræktar-
lönd sín til muna.
Þrettán Flateyingar komu hing-
að til Akureyrar, til að vera við-
staddir hátíðahöldin hér 17. iúní.
Voru þeir svo heppnir að fá sjóferð
hingað með hvalveiðibát Páls
Pálssonar. Létu þeir hið bezta yfir
hátíðahöldunum á Akureyri.
Húiivetnskar konur
á skemmtiferð
Kaupfélag Austur-Húnvetninga
bauð félagskonum af Blönduósi
og úr nærliggjandi sveitum í
skemmtiferð um síðustu helgi Var
farið suður í Borgarfjörð og Snæ-
fellsnes. Fararstjórar voru þeir
Jón Baldurs kaupfélagsstjóri og
Þorsteinn Jónsson. Ferðin stóð í 2
daga og var gist að Bifröst í Borg-
arfirði. Veður var ágætt og nutu
konurnar ferðarinnar hins bezta.
56 konur tóku þátt í ferð þessari.
Nýlátnir eru á Blönduósi elztu
mennirnir, þeir Pálmi Þóroddsson,
fyrrverandi prestur að Hofsósi, 92
ára að aldri, og Guðmundur Hjálm-
arsson, fyrrum bóndi og verkamað-
ur á Blönduósi, 94 ára gamall.
EYFIRZK SAGA 0G ORNEFNI:
KáEfskinn - Garnir - Sólarfjall
Eftir Ingólf Davíðsson magister
Flestir kannast við kvæði Da-
víðs um Hrærek konung frá Heið-
mörk. Olafur Noregskonungur
sendi hann til íslands og var hon-
um fengin vist í litlum bæ á Kálf-
skinni. Mun Hrærekur eini kon-
ungurinn, sem hvílir í íslenzkri
mold. Mörgum þykir Kálfskinns-
nafnið einkennilegt og hafa leitað
ýmsra skýringa. Fleiri bæir eru að
visu kenndir við kálf, t. d. Kálfs-
staðir (og skinn, t. d. Skinnastaðir
og. Fótaskinn).
Djúpt lækjargil er rétt við Kálf-
skinn og brött brekka niður að
læknum. Hafa sumir getið sér til
að Kálfs-kinn væri hið rétta nafn.
En sterkar líkur benda til annars.
Bæjarnafnið Kálfskinn (Kalv-
skinnet) er líka til í Þrændalögum
í Noregi. I einni bók Hamsuns er
getið um bæ, sem standi, ásamt
fleirum á Kálfskinni (paa Kalv-
skinnet). Kálfskinnsbæirnir á Ar-
skógsströnd hafa lengi verið tveir,
Ytra- og Syðra-Kálfskinn. Gæti
vel í fyrstu hafa verið átt við bæj-
arhverfi eða torfu, sbr. Auðbrekku-
torfan í Hörgárdal. Sérstakt lands-
lag kemur einnig til greina. Kálf-
skinn liggur á hæðarbungu, sem
teygist fram úr Kötlufjalli niður á
flatt mýrlendið. Fram úr aðal-
bungunni liggja smá álmur eða
skæklar og Skógarhólar eru fram-
hald hennar. Bungan með útskot-
unum er „Kállskinni8“ og á því
standa bæirnir. Þegar „Kálfskinn-
ið“ var skógi vaxið hefur það
stungið mjög í stúf við umhverfið
— fjallið fyrir ofan og flata mýra-
flákana fyrir neðan. Landnáms-
menn hafa flutt með sér fjölmörg
örnefni úr Noregi og mun Kálf-
skinn vera eitt þeirra, og þannig
standa á fornum merg.
„Kálfanöfn" eru einnig til í Dan-
mörku. A Sjálandi er vatn sem
Furesö heitir, frægt af kvæðinu
„Svíf þú fugl“; þ. e. „Flyv Fugl
flyv over Furesöen Vave“. Hluti
af vatninu heitir Kálfur (Store
Kalv) og takmarkast með nesi frá
aðalvatninu. „Kálfar“ geta haft
fleiri merkingar. „Þarna kemur
jeppi með kálf,“ heyrði eg sagt
nýlega; var þar átt við jeppakerru.
Um Sildarmannagarð í Grafarvogi
segir að garður mikill hafi verið
byggður út í voginn frá báðum
löndum, en líklega hafður kplfur
í miðju, þar er grjótið í hrúgum
með skörðum í milli.
Yzt á Árskógsströnd er hið eii;.“
kennilega örnefni Carnir. Garnir
eru djúpt gil, sem klýfur yzta hlut
ann frá meginhlíðinni ofan vifi
Hámundarstaði. Þvergil út úr „að
algörninni“ heitir Lokugörn, er,
hinir klettóttu, fráklofnu hlutar
bera nöfnin Carnarhaus og Loku
garnarhaus, en Garnalækur rennu’
í gilinu. Lægðin „Tarm“ úti á Jót
landi virðist vera hliðstætt öj
nefni.
. .Sólarfjall hefur að fornu heitif
á Árskógsströnd, allt frá dögun
Helga magra. Helgi bjó að Há
mundarstöðum hinn fyrsta vetui ,
En þar er „snæsamt mjög“, eins og
Guðmundur ríki sagði um Svarfað
ardal. Hefur Helga brugðið við af
koma frá hinu sígræna Irlandi. Un
vorið gekk Helgi upp á Sólarfjal
og sá að rauðara miklu var inn ti .
fjarðarins og flutti þangað byggf
sína. En hvar er hið forna Sólar
fjall? Líklega fjallið ofan vifi
Krossa inn og upp af Hámundai
stöðum. Það er næsta fjallið og
þaðan er útsýn góð af Krossa
hnjúkum. Fjallið er oft mjög
fallega sólroðio á morgnana. Marg
an voi'morgun er það eins og gull
roðið af sólinni, svo að hið fornt
nafn er sannarlega réttnefni. Ætt.i
að taka hið fagra nafn, Sólarfjah,
upp að nýju.
SJOTUGUR:
Gimnar £rá Brettings-
stöðum
Gunnar Tryggvason, Fjólugött.
16, Akureyri, varð sjötugur 30
júní síðastliðinn. Hann er kemidut
við Brettingsstaði á Flateyjardaí,
Þar er hann alinn upp en er fædd
ur að Heiðarhúsum. Tryggvi bjó
alla sína búskapartíð að Brettings
stöðum ásamt konu sinni, Emeld
Sigurðardóttur, og ólu þar upp hii.
mannvænlegustu börn, svo sen.
kunnugt er. Hann bætti jörðina og
byggði upp hús, og hugsaði sér þar
æfina alla. En Flateyjardalur ei
allur í eyði kominn, og varfi
Tryggvi Gunnarsson og mótbýlis-
menn hans á Brettingsstöðiun síð
astir að yfirgefa þessa afskekktr
og harðbýlu sveit. Var það haustit'
1953. Hafði þá verið setið meöai
sætt var.
Ekki ber Gunnar á sér neji
merki einangrunar eða erfiðra lifs
kjara. Var hann og er enn þrek
menni í sjón og raun, glaðlynduí
og margfróður, og hinn vinsælast.
maður, enda hinn ágætasti drengui
íslenzk-sænsk orðabók.
Eftir Gunnar Lejström,
Jón Magnússon og Sven
B. F. Jansson. Koopera-
tiva Förbundets Bokfor-
lag. — Umboð á Islandi:
Bókaútgáfan Norðri.
Árið 1943 kom út í Stokkhólmi
fyrsta íslenzk-sænska orðabókin og
var það merkur áfangi í sögu
sænsk-íslenzkra samskipta. Það
kom á daginn, að fleiri höfðu áhuga
fyrir slíkri bók en ætlað var í
fyrstu, því að þremur árum síðar
var bókin uppseld og ófáanleg.
Snemma á þessu ári kom evo út
önnur útgáfa þessa verks, og er
bókin nú aukin og endurbætt. Hef-
ur Sven B. F. Jansson annast hina
nýju útgáfu og notið til þess að-
stoðar ýmissa kunnáttumanna, m.
a. hefur Helgi P. Briem sendiherra
veitt aðstoð og leiðbeiningar. Til
útgáfunnar kom styrkur frá sænska
ríkinu og frá Sambandi sænskra
samvinnufélaga. Er bókin ágætlega
út gefin, pappír ágætur og prentun
íallega og smekklega gerð.
Hér er ekki tækifæri til þess aí
^ meta þetta verk. Þessum línum ei
aðeins ætlað að vekja athygli les
| enda á því, að þessi orðabók er m
fáanleg í þessari auknu og enaui
bættu útgáfu. Hún er góður fengu;
fyrir þá, sem sænsku nema
gagnleg handbók fyrir alla þá, ei
sænsku skilja. I Sviþjóð stuðla.
hún að íslenzkunámi. Höfundarnii
sænska ríkið og bókaforlag K. F
hafa lagt fram raunhæfan skerf ti.
aukinna kynna og norrænnar san-
vinnu. j