Dagur - 06.07.1955, Qupperneq 7
Miðvikudaginn 6. júlí 1955
D AGUR
7
nnafélaganna, að
annnar og
Ræða Þórarins Björnssoiiar skóla-
meistara á landsmóti ungmemia-
félaganna á Akureyri
Háttvirtu samkomugestir,
ungmfennafélagar og aðrir!
Ég vil taka ]>að frarn í upphafi,
að ég tala hér ekki sem ungmenna-
félagi, heldur úr hópi þeirra, sem
standa utan við félagssamtökin. En
eins og mörgum mun kunnugt, er
ekkert ungmennaféjag starfandi i
Akureyrarbæ, og er það varla vansa-
iaust.
Annars ætla ég að byrja a því að
endurtaka liér mikinn hluta þess,
er ég sagði við stúdentana ungu
við síðustu skólaslit í Menntaskól-
anum á Akureyri. Vera má, að ein-
livcrjum finnist slíkt einkennilegt,
jafnvel óviðeigandi. Sjálfum þykir
mér vænt um, að slíkt skuli liægt.
Ég veit ekki, liversu víða annars
staðar en á íslandi það þælti fært.
Er hér ein sönnun þess, að á þessu
landi eru allir eitt, lærðir senr lcik-
ir. Eg efast um, að vér gerum oss
þess alltaf nægilega grein, hvílík
þjóðargæfa slíkt er.
En nú sný ég mér að því, sem ég
sagði við stúdéhtána.
Uppruni og ættarmetnaður.
Vér stærum oss löngum af því
íslendingar, að vér séum kynbornir
menn, norrænar hetjur af konunga-
kyni, jafnvel goðbornir. Að minnsta
kosti máii' ég ékki 'betur en fróður
maður hafi sagt mér, að rekja mætti
ætt mína til Óðius sjálfs, og það
meir.a að segja .í bginan karllegg.
Þó kvað vera vafi á um einn liðinn!
Nú er það engaii véginn ætltin mín
að rýra gildi þess ættarmetnaðar,
sem fylgja á svo göfugum uppruna
né heldur vefengja kyngöfgi vora,
enda myndum vér fæst kjósa frem-
ur að vera af öðrum kynstofni cn
norrænum. En þar með er ekki sagt,
að sitthvað megi ekki að oss finna.
Víkingarnir, forfeður vorir, þóltu
næsta válegir gestir í suðlægum
löndum á sínum tíma, enda liöfðu
sumir suður þar tekið það upp í
bænir sínar að biðja sér verndar
fyrir siðleysingjunum að norðan.
Og ég er ekkert viss um, að sum
nágrannaríki vor hefðu orðið neitt
öfundsverð, ef íslendingar hefðu
verið 150 milljónir í staðinn fyrir
150 þúsundir. — Jafnvel, að sjálft
Bretaveldi hefði ckki verið óhult
um sig. En hvað sem líður slíkum
bollaleggingum, má telja það víst,
að í hópi hinna vösku forfeðra
vorra hafi verið ýmsir óstýrilátir
ævintýramenn og ribbaldar, menn,
scm lét betur að ráða sér sjálfir en
þjóna öðrum. Et til vill má segja,
að {>etta óstýrilæti hafi verið í senn
bölvun vor og björg á liðnum öld-
um. Það hefir átt sinn þátt í því, að
vér glötuðum frelsi voru, og jáfn-
framt sinn þátt í hinu, að vér varð-
veittum frelsisþrána í niðurlæging
og kúgun. A hinn bóginn uggir
mig, að Islendinga skorti nokkuð á
í þjónustulúhd, og slíkur skortur er
varhugaverður eiginleiki, ekki sízt í
nútímaþjóðíélagi, cins og því er
liáttað.
1‘jónusta við aðra.
Áður fyrr gátu menn að miklu
meira leyti en nú vcrið sjálfum sér
nógir. Þá gátu menn sagt með all-
miklum sanni
Löngum var ég læknir minn,
lögfræðingur, prestur,
smiður, kóngur, kennarinn,
kerra, plógur, hestur.
Nú er öldin önnur. Með sí-auk-
inni verkaskiptingu, sem auðkennir
allt nútímaþjóðfélag, verðum vér
stöðugt meira upp á aðra komin,
eigum líðan vora óg jafnvef líf
meira og meira undir öðrum og
annarra ]>jónustu. Og jafnframt
sem vér verðum háðari öðrum, ciga
og aðrir að sama skapi og af sömu
ástæðum meira undir oss, þannig
að starf hvers og eins verður æ
meiri þjónusta við aðra. Allir starfs-
menn ríkisins eru þjónustumenn.
eins og uppruni orðsins embætti
bendir til. Iðnáðarmenit eru og
þjónustumenn, inna af hendi þjón-
ustu við aðra, hvort heldur þeir
Þórarinn Björnsson skólameistari,
í ræðustól s ðastliðinn sunnudag.
skera hár vort eða smíða fyrir oss
húsgögn. Og læknar eru þjónustu-
nienn sjúklinga sinna, og mætti svo
lengi telja. Verzlun er í eðli sínu
fyrst og fremst þjónusta, en ekki
gróðaiðja, eins og henni, af mann-
legum ástæðum, hættir um of til að
verða. Og hvernig lialdið þið svo,
áheyrendur góðir, að þjóðfélagið
verði, ef iill þcssi margvíslega þjón-
usta er ekki veitt af trúnaði og holl-
ustu við þá, sem hennar eiga að
njóta?
Hollusta í starfi.
Því miður óttast ég, að forystu-
menn hinna ýmsu stétta brýni það
ekki nægilega fyrir mönnum sfnum
að vera vandaðir þjónustumenn,
enda sennilega ekki mjög þakklátt
verk, eins og niálum er kornið. Ég
veit, að orðið þjónusta lætur ekki
sérlega vel í eyrum íslendinga. Væn-
legra til árangurs væri ef til vill að
tala um hollustu í starfi. En hvaða
orð sem notað er, veltur mikið á, að
þessi hollustuandi skapist samfara
aukinni verkskiptingu. Annars verð-
ur öll smíð' samfélagsins hrákasmíð
og byggingin ótraust. Nútíma-þegn-
skapur er áreiðanlega mjög fólginn
í þessu hollustuviðhoríi, þessum
trúnaði í verki gagnvart þeim, sem
unnið er fyrir. Slíkan trúnað ætla
ég að ekki hafi verið svo sjaldgæft
að finna áður fyrr hjá hjúum á
sveitaheimilum, ef húsbændur voru
góðir og sýndu nærgætni og skiln-
ing á móti. En hér varð um per-
sónulegt samband að ræða, sem síð-
ur kemur til greina í nútímaþjóðfé-
lagi. Þegar smiður smíðar nú hús-
gagn veit hann oft ekki lyrir hvern
hann smíðar. Hann er að þjóna
nafnlausum manni, og þá fyrst
reynir alvarlega á trúmennskuna.
Opersónubundinn trúnaður er
stórurn mun erfiðari en persónu-
bundinn. Slíkur trúnaður er í raun-
inni trúnaðurinn,við sjálfa oss, til-
finningin fyrir því, að á oss hvíli
ábyrgð, að vér séuð að gera gagn
og verðum því þarfari, því meira
gagn sem vér gerum. En ein af þörf-
um mannssálarinnar er sú, að finna
að maður sé gagnlegur. Það sjáum
vér hvergi betur en lijá litlu börn-
unum, líve glcði þeirra cr einlæg,
þegar þau geta orðið að gagni. I
þeim skilningi erum vér öll börn,
veik og vanmáttug börn, sem gleðj-
umst ylir gagni, sem vér gerunr, af
því að það veitir oss styrkleika-
kcnnd, sem oss alla skortir meira
eða minna. Manni, scm ekki gerir
gagn, getur ekki liðið vel, og því
meira gagn sem vér gerum, því bet-
ur líður oss. Gagnsleysiskenndin er
sennilcga átakanlegasta vanmáttar-
kenndin, scm til er. Uppeldi í sveit
er meðal annars svo gott af þeirri
sök, að þar geta börnin gert meira
gagn en í borgunr og bæjum, og
þannig öðlast þau meira sálarjafn-
vægi og raunar líka meiri þroska,
þvi að ]>aiT eykur ábyrgðarkennd að
vita sig gagnlegan, en ábyrgðar-
kenndin styrkir ekki aðeins skap-
höfnina, lieldur og vitsmunina, því
að ábyrgðin eykur íhyglina. ICæru-
laus maður getur, held ég, aldrei
orðið djúpur.
Þessi trúnaður í starfi, ]>essi þjón-
ustulund, sem liinu verkskipta þjóð-
félagi nútímans er svo mikil nauð-
syn á, er í ætt við góðvildina. Og
góðvildin eða kærleikurinn eru
vitsmunir hjartans. En gáfaðir
menn, sem svo eru kallaðir, gcta
þvf nriður stundum verið hjarta-
heimskir — og þá ekki vitrir.
Þjónustan eykur manngildið.
En hvað verður um sálina í allri
þessari elskulegu þjónustusemi?
munu einhverjir spyrja. Gerir hún
oss ekki alla að þrælum? Því miður
er sú hætta til. Vandinn er hér, scm
oftast, að samþýða tvær andstæður.
Vér þurfum í senn að gefa oss og
eiga oss sjálfa. Vér verðum að vera
þjónar, en megum ekki verða þræl-
ar. Sannleikurinn er sá, að vér þurf-
um allir, sjálfra vor vegna, að þjóna
einhverju, sem er utan og ofan við
oss sjálfa. Það víkkar oss, gerir oss
að meiri mönnum. Það er ein af
þörfum mannssálarinnar, fórnar-
eðlið, sem alræðisstefnurnar liafa
kunnað svo ískyggilega vcl og mis-
kunnarlaust að nota sér. Hins veg-
ar megum vér ekki verða þrælar
neins, jafnvel ekki þess, sem í sjálfu
sér er gott. Um leið og vér erum
orðnir ]>rælar hvers sem cr, hvort
hcldur er vorra eigin skoðana eða
annars, er hinu andlega frclsi glat-
að, vér hættum að sjá rétt og leið-
umst þá auðveldlega á glapstigu í
áróðursmoldviðri nútímans. Til
þess að svo fari ekki, er tvennt
nauðsynlegt. Annars vegar verður
helzt hver maður, að minnsta kosti
hver menntaður maður, að eiga sér
eitthvcrt menningarlegt athvarf, ó-
háð liinni hversdagslegu skyldu
þjónustu. Það getur vcrið lestur
góðra bóka, samræður við þroskað-
Allf er orðið breytf að kallar
nema nátfúran sjálf
Séra Sigtryggur á Núpi heimsækir bernsku
stöðvar í Eyjafirði 93 ára gamall
Þessa dagana hefur gist bæ og
hérað virðulegur öldungur með
sítt, grátt skegg, furðu kvikur á
fæti þrátt fyrir 93 ára aldur. Gest-
urinn er séra Sigtryggur Guð-
laugsson á Núpi í Dýrafirði, hhm
þjóðkunni uppeldisfrömuður,
skólastjóri og kennimaður.
Bernskustöðvar í Kaupangssveit.
Hingað kom hann til þess að
heimsækja bernskustöðvar sínar í
Kaupangssveit og til að afhenda
Ulugastaðakirkju í Fnjóskadal að
gjöf vandað orgel, til minningar
um fyrri konu sína. Ólöfu Sig-
tryggsdóttur frá Steinkirkju. Fór
afhendingin fram að Illugastöðum
sl. sunnudag. Hinn nýi sóknar-
prestur í Hálsprestakalli, séra Sig.
Haukur Guðjónsson, messaði, og
veitti gjöfinni viðtöku, en Jónas
Tómasson organisti og tónskáld,
afhenti gjöfina, f. h. séra Sigtryggs,
og lék á orgelið við messugjörðina.
Ýmsir bændur úr sókninni töluðu
að lokinni messu og þökkuðu séra
Sigtryggi tryggð hans og ræktar-
semi við fornar slóðir, og fólkið
þar. En hann mælti að síðustu
nokkur orð sjálfur. Var athöfn
þessi öll hátíðleg og eftirminnileg.
Byggingar og ræktun hið nýja
svipmót.
Blaðið hitti séra Sigtrygg að
máli stundarkorn, nú eftir helgina,
á heimili Björns Sigmundssonar
deildarstjóra hér í bæ. Nú eru 18
ár, síðan eg hef komið hingað, sagði
séra Sigtryggur, og breytingin er
mikil á þeim tíma, svo að maður
líti nú ekki lengra aftur í timannn.
Einkum eru það byggingarnar og
hin stórfellda ræktun, sem mótar
hið nýja andlit bæjar og héraðs.
Allt er nú orðið breytt að kalla
— nema nátúran sjálf — síðan
séra Sigtryggur ólst upp á Þremi í
Garðsárdal, en þar er hann fæddur
árið 1862 og átti þar heima Iram
um tvítugsaldur.
í Garðsárdal.
Sigtryggur brá sér fram að
Garðsá, að líta yfir fornar slóðir,
an mann, iðkun einhverrar listar,
ræktun moldarinnar eða enn ann-
að. 1 slíku eigum vér að taka oss
eins konar sálarbað. Og ]>etta á að
hjálpa oss til við hitt, sem er enn
vandasamara og um leið mikilvæg-
ara. En það er þctta: Mitt í trún-
aði vorum við sjálfa oss og aðra
verðum vér stundum að geta eins
og horfið úr sjállum oss, ef svo má
(Framhald á 11. síðu).
og naut þess í rikum mæli. Saknaði
þess þó, að ekki var unnt að aka
að Þremi, og hestar ekki tiltækir.
— Ef eg hefði verið dálítið
yngri, sagði hann við fréttamann.
blaðsins, hefði eg kosið að fara rið-
andi fram Garðsárdal, og austur yf-
ir Gönguskörð allt að Reykjum í
Fnjóskadal. Á þeirri leið þekkti
maður sig á yngri árum, er geld-
féð var rekið á afrétt. Á þeirri tið
voru götuslóðar miklir á bökkum
Fnjóskár, í Bleiksmýrardal, og
minnti það á munnmæli um að dal-
urinn hafi verið byggður til forna.
— Nei, ekki gat orðið af þessari
ferð, en eg kom samt í Fnjóskadal-
inn mér til mikillar ánægju, sagði
séra Sigtryggur.
Skólafrömuður á Vestfjörðum.
Héðan heldur hann suður til
Reykjavíkur og þaðan heim að
Núpi, þar sem hann hefur dvalið
óslitið sxðan 1905 Hér nyrðra
brauzt hann til mennta, fyrst hjá
séra Jónasi á Hrafnagili, síðan í
Iatinuskóla og prestaskóla. Vann
um stund að barnakennslu, og tók
ástfóstri við kennslu- og uopeldis-
störf. Stundaði þau um tíma í
Reykjavík, en gerðist síðan prestur
að Svalbarði í Þistilifirði, og á Þór-
oddsstað í Kinn, unz hann fékk
Dýrafjarðarþing árið 1904, og
fluttist vestur 1905. Kristinn bróð-
ir hans var þá fluttur vestur og
tekinn að gegna forustustarfi í
ræktunarmálum á Vestfjörðum. -—
Vestra hóf séra Sigtryggur . að
hjálpa ungmennum til mennta, og
var Núpsskólinn stofnaður vetur-
inn 1906—1907. Vann séra Sig-
tryggur mikið og þjóðkunnugt starf
fyrir æskuna á Vestfjörðum, og
þjóðina í heild með skólastarfi
sinu.
Skrúður er skólagarður.
Hann stofnaði hinn þjóðkunna
garð Skrúð árið 1909, og varð
brautryðjandi í trjá- og blómar.ækt
á Vestfjörðum.
Raunar átti Skrúður að gegna
hlutverki skólagarðs, sagði séra
Sigtryggur, er blaðið vildi fræðast
um starf hans á þessu sviði. Hann
var stofnaður til að veita nemend-
um tækifæri til að kynnast mat-
jurtarækt, blómarækt og trjárækt,
í einum garði. Nú ei orðið erfitt að
halda garðinum við, því að umönn-
un kostar mikið starf, og vinna er
dýr. Aldur varnar séra Sigtryggi
að vinna sjálfur í garðinum, en
seinni kona hans, Hjaltlína Guð-
jónsdóttir, annast nú garðinn að
mestu.
Gaman að heilsa upp á bæinn!
Séra Sigtryggur hefur haft mikla
ánægju af þessari ferð hingað. Hef-
ur m. a. haft gaman af að heilsa
upp á bæinn hér að nýju. Hér hófst
hans fyrsta menntaganga, ef svo
má kalla. Hann fékk að vera áhey-
andi og áhorfandi að kennslu í
barnaskólanum hér í 3 daga. er
hann var unglingur! Það var öll
hans skólavist, unz latínuskólanám-
ið hófst 1888. Fáir menn hafa lika
betur skilið nauðsyn þess, að
greiða sem flestu æskufólki veg til
menntunar og þroska. Ævistarf
séra Sigtryggs er orðið mikið.
Margir djörfustu draumar hans um
menntun ungu kynslóðarinnar hafa
rætst. Hlýjar kveðjur úr Eyjafirði
fylgja þessum 93 ára gagnmerka
Eyfirðingi, er hann heldur heim að
Núpi.