Dagur - 06.07.1955, Síða 9
Miðvikudagian 6. júli 1955
D A G U K
9
Tröllin í Tröllafjalli á Glerárdal. Kerling, hæsta fjall á Norðurlandi, í baksýn. (Ljósm.: E. Sigurgeirss.)
Þeir, 'sern' ekld eiga kost á að fara í
langferðir, geta notið fegitrSar og
kyiinst náttúrulífi í nágrenni bæjarins
Hátíðahöld á Akureyri.
Sumardýrð í óbyggðum.
Um það leyti, er almenn hátíða-
höld liófust hér á Akureyri síðdegis
17. júní, lagði eg land undir fót, og
var íerðinni heitið fram á Glerár-
dal. Sú ferð hafði lengi staðið til,
og tilgangurinn sá, að vera einn
dag úti í náttúrunni, einn og ótrufl-
aður, og njóta sumars og sólar.
Ganga um holt og móa, hlusta á
fuglasöng og hyggja að hreiðrum.
Og ennfremur sð sjá kindur og
hross á beit í afréttum.
Kaffiíiaskan stóð unp úr.
Eg gekk hratt eftir götum bæjar-
ins, skemmstu leið tii fjalla, til að'
komast sem fyrst úr augsýn forvit-
ins fólks, sem var undrandi á því
að sjá öðruvísi búinn mann en
spariklæddan, og á annarri leið en
niður á Torg á hátíðahöldin.
Hattir.n minn krypplaði eg ofur-
lítið, til að fá hanr. ,,stæilegri“,
hneppti frá mér skyrtunni í háls-
inn, og stikað: stórum. Nestið hafði
eg í litlum poka, en hann var of
litill. Kaffiflaskan stóð upp úr.
Lokið á henni var glansandi og sól-
in lék sér á því með stsrku geisla-
broti.
Leit aö gulli og heimkynnum
trölla.
A þessum tíma dags voru allir í
óða önn að búa sig i sparifötin.
Kona ein stóð úti á tröpnum og
klæddi stálpaða dóttur sína hröð-
um höndum í buxurnar. Hún
spurði mig, hvort eg væri eitthvað
verri í dag, og hvert ferðinni væri
heitið. Eg sagðist vera að leita að
gulli og heimkynnum trölla í
óbyggðum. Onnur kona tók við
þegar eg var kominn í kallfæri.
Konur sjá alla skapaða hluti út um
eldhúsgluggana.
Nú voru fyrstu hátiðagestirnir
komnir af stað. Karlmaðurinn, sól-
bakaður og hraustlegur náungi, og
konan eða kærasían, vel á sig
komin. Hún var lágvaxin og þrekin
nokkuð. En hún var á mjög háhæl-
uðum skóm. Það er hörmulegt að
sjá hjólbeinóttar konur á hælahá-
um skóm. Göngulagið verður þann-
ig, að maður gstur átt von á þvi,
hvenær sem er, að píslarvotturinn
gliðni suhdur eða hrynji niður. En
hér var enginn tími tíl að hugsa um
skófatnað eða tízkuna
Krían og Faxinn.
Yfir túnunum var strjálingur af
krium. Þær sveimuðu fram og aft-
ur í leit að æti. Stundum héldu
þær sér kyrrum í loftinu, og
skyggndust eftir ormi og flugu. —
Þegar þær komu auga á bráð sína,
renndu þær sér niður, en voru eft-
ir augnablik kcmnar á loft á ný.
Einn Faxinn kom að norð,an og
laskkaði flugið. Allt fram undir
okkar daga ól mannkynið draum
sinn um fiugið. Hann er nú orðinn
að veruieika. En hversu mikinn
þátt eiga ekki fuglarnir í uppfyli-
ingu þessara óska og drauma okk-
ar mannanna? Þeir hafa alltaf ver-
ið fyrirmyndin. Og með smíði
Koftans hefur tekizt að nálgast
listflug kríunnar, sem getur haldið
sér kyrri í Ipftínu.
Nokkrar biðukollur voru á veg-
arkantinum, og í andvaranum
sendu þær frá sér nýja einstak-
linga: hnetur rnað svifhárum. Þess-
ar litlu plöntur þurftu ekki háan
vind til að bera sig um og nema ný
lönd. Og þær falla mjög hægt úr
hendi manns,' og koma mjúklega
niður. Getur hver prófað þetta, og
er þá ekki ólíklegt að önnur mynd
komi í hugann: Fallhlífin.
Hesturimi, sem hraut!
Norðan við Glerá, þar sem enn
voru bæir á alla vegu, voru 3 hest-
ar í lítilli girðingu. Rauður hestur,
stór og föngulegur, með silkigliá-
andi belginn og vellíðan i svip og
hverri línu líkamans, stóð og horfði
á mig ,eins 'og hann vildi segja:
Gott véður ú. dag, eða eitthvað á
þá leið. Hinir lágu og steinsváfu,
og svo sannarlega hraut annar
þeirra. Eg bauð góðan daginn, eins
og gesti ber að gera, og þeir spruttu
á fætur. Það er ailtaf gaman að sjá
hesta rísa á fætur. Jafnvel örgustu
húðarjáíkar Spretta á fætur eius og
stálíjöður. En þeir voru ekki vel
vaknaðir, geispuðu langan, og ann-
ar þeirra teygði frá sér afturfótinn
svo langt, að hann sýndist cðinn
helmingi lengri en hinn.
Krummi og mar uerla í nábýli.
Nú sveigði eg suður að Glerá,
og þræddi kindagöturnar fram
með ánni. Þar eru skjólsælar
brekkur og grasbollar, og þennan
dag var steikjandi hiti á móti góðri
sól. Glerá rennur straumhörð og
gustmikil í þröngum farvegi milii
hárra hamraveggja. Þar er hrika-
legt og fsgurt og þar áttu krummar
land. Tveir gamlir hrafnar ýfðu
stélið og létu ófriðlega. Þeir fóru
ekki dult með eignarrétt sinn á
Glerárgili ,og ungarnir þeirra, sem
orðnir voru fleygir og færir, en
báru þó.öll merki æskunnar, voru
líka að reyna að bera sig „manna-
lega“. Hrafnar henda smásteinum,
ef maour nálgast hreiður þeirra.
Ekki eru þeir hittnir, en þó getur
smásteinn lent í kollinum á manni,
ef staðið er neðan við klettastall,
þvi að þá lætur krummi rigna yfir
mánn öllu lauslegu, er hann finnur
og ræður við, og því fylgir ljótur
munnsöfnuður.
En þarna átti líka maríuerlan
varplcnd. Það var auðséð á öllu,
þótt ekkert fyndi eg hreiðrið Hún
er alger andstæða krumma í sjón
og öllu látbragði, og hún er ekkert
nema vinsemdin, þótt hreiður
liennar sé athugað, enda velur hún
sér oft fjölfarna staði cg mannvirki
til hreiðurgerðar. Hún flaug með
hiaðk í nefinu. ferð eftir ferð, og
hvarf með þessi föng sín inn undir
bergið. Alls staðar er sama annrík-
ið. þar sem þarf að sjá um uppeldi
æskunnar.
Heita vatnið á Glerárdal
og gamíá leið&Ian.
Mig hafði lengi langað til að sjá
heitu uppspretturnar á Gleráidal.
En mig hafði aldrei grunað, hve
aðstaðan þar er erfið, og mikil
vinna hefur verið lögð í að sam-
eina vatnið úr mörgum uppsprett-
um og leiða þaö alla leið til Akur-
eyrar. Tæplega hefur það verið
áhlaupaverk, eins og þar hagar til,
og lítið leggst nú fyrir Akureyrar-
bæ, með S þúsund íbúaý að geta
ekki einu sinni haldið við einangr-
uninni á þessari gömlu leiðslu. —
Þessi leiðsla hefur þó öll þessi ár
flutt heitt vatn í sundlaugina, og
haft ómetanlega þýðingu, og spar-
að bæjarfélaginu gífurlegar fjár-
hæðir í upphitunarkostnaði. Þetta
vatn getur þó gert meira gagn, en
nú er, með fremur auðveldri við-
gerð á einangrun leiðslunnar. —
Freistandi er að álíta, að frammi á
Glerárdal sé meira af heitu vatni.
Glerá geymir óhemju orku.
Hvernig er það annars með
Glerá? Var hún ekki nægilega öfl-
ug til að framleiða ljós og hita
handa Akureyringum og í ná-
grenni bæjarins? En ekki tjáir
leikmanni að deila við verklærða
menn. En orkuna geymir Glerá
þangað til hún verður notuð fyrr
eða siðar, og vonandi eru þeir tím-
ar skammt undan, að Glerá gegni
veglegra hlutverki en nú er, og
hefði það fyrir auka-iðju, sem nú
er hennar aðalstarf, að stækka
land á Oddeyri og á Gleráreyrum.
Benzínföt og blikkdunkar.
Nú eru öll byggð ból að baki.
Aðeins Selhæðin er framundan, og
þar getur maður ótruflaður byggt
yfir stóra hópa af skíðafólki, og
öðrum ferðaflokkum — í hugan-
um. Benzíntunnur eru við veginn.
Þeim þyrfti, held eg, að fara að
skila, og blikkdunkarnir, þau
ágætu ílát, stinga illa í stúf við
vaxandi gróður og sumarfegurð,
sem hvarvetna blasir við augum.
Gamla brúin.
En hvað haldið þið að maður
rekist á lengst fram á dal? Það er
gömul trébrú, ætluð fyrir hesta og
kindur. Hún er enn nokkuð traust-
leg en þó engri skepnu fær, nema
með viðgerð. Þó kynnu stroku-
hestar, sem engar tálmanir láta
aftra sér að komast leiðar sinnar.
Aftur á móti kom brúin sér vel
fyrir mig. Þar komst eg austur yfir,
án þess að vaða. Litlu neðar eru
eyrar við ána, og þar lágu í einum
hóp 10 ær með 16 lömb. Liklega
nokkuð rétt mjmd af frjósemi fjár-
ins nú. Allar völdu ærnar sér ,.for-
sæla“ staði, en sum lömbin dott-
uðu í sólskininu.
Enn var sólin hátt á lofti og ilm-
ur af ferskum, kröftugum og fjöl-
breyttum gróðri varð sterkari eftir
þvi sem framar dró. Hrossagaukur
renndi sér skáhallt niður og
hneggjaði. Hljóðið kemur úr flug-
fjöðrunum, þegar hann flýgur; seg-
ir í skólabókum. Eg gæti trúað að
til þess þyrfti þó nokkra æfingu.
En ástfangnir fuglar gera marga
ótrúlega hluti eins og allir aðrir,
sem ástfangnir eru. Þarna fann eg
líklega hreiðrið, með 2 eggjum, og
eins og ævinlega, þegar maður
finnur hrossagaukshreiður, varð
mér dauðillt við þegar fuglinn
flaug upp við fætur mér. Þegar eg
beygði mig niður, til að sjá hreiðr-
ið, rann kaffiflaskan upp úr tösk-
unni, sem vissulega var of lítil frá
upphafi, og glerið fór í þúsund
mola. Þar fór hún, en sem betur
fór, ekki í hreiðrið.
Sólbað í nærveru kvenna.
Köngulær á hlaupum.
Afram var haldið, og eftir því
sem lengra kom fram á dalinn, var
hitinn meiri. Eg kastaði af mér
klæðum, og batt í bagga, og var
orðinn næsta fáklæddur. Þá tók eg
eftir því, mér til mestu raunar, að
kindurnar voru miklu styggari en
áður, og tóku á sprett þegar þær
sáu mig. Þær kunnu ekki við mig
svona, blessaðar skepnurnar.
En nú kom eg á ljómandi stað.
Það var skeifulagaður grasbolli.
Litill lækur rann fyrir neðan. Hér
var tilvalinn staður að leggjast í
sólbað, og það gerði eg Ekki
hafði eg lengi legið, þegar eg tók
eftir þvi, að eg var ekki einn á
þessum góða stað. Þvílíka mergð
af köngulóm hef eg aldrei séð á
ævi minni. Flestar voru þær dökk-
ar að lit, og báru sig hratt yfir.
Margar voru með poka aftur úr
sér. Nú tók eg puntstrá og losaði
eina köngulóna við pokann sin.
Hún hljóp þegar burtu, en stanzaði
svo allt í einu, og kom svo til baka,
greip pokann, hljóp svo eins og
fætur toguðu og hvarf inn á milli
stráanna. Þetta segja fróðir menn
að sé eggjapokinn þeirra og þær
láta sér annt um hann. Svo voru
þarna margar bjöllutegundir og
pöddur, sem eg kann engin skil á,
ennfremur maðkur og lirfur og
flugur, heill dýragarður allt saman.
Mitt í þessum athugunum heyri
eg hlátur skammt fyrir ofan, og
það var nú enginn tröllskessuhlát-
ur. Sem eg er lifandi maður þá
vcru þetta 2 stúlkur, og þær hlógu
eins og hálfvitar. Hvað lengi þær
hafa verið búnar að glápa á mig,
veit eg ekki, en eg varð þó hálf-
gramur við þá tilhugsun, að hafa
veitt þeim þessa skemmtun á
minn kostnað. Lengi loðir hégóma-
skapurinn við mann, hugsaði eg,
eða hví skyldi mér ekki vera
sama? Sólbaðinu var lokið, og eg
tindi á mig fötin í mesta flýti og
hraðaði mér burtu.
Ferð mín hafði í einni svipan
tekið á sig annan blæ. Hlátrar
óþekktra kvenna hljómuðu fyrir
eyrum mér, og aldrei þessu vant,
létu þeir illa í eyrum. Framhluti
Glerárdals varð að bíða betri tíma.
Varplönd sólskr.'kjunnar.
Til þess að gera ferð þessa þó
ekki allt of endasleppa, brá eg mér
upp á Súlumýrar í heimleiðinni.
Upp að Fálkafelli er auðfarin og
stutt leið. Þaðan er ekki nama
steinsnar upp á klettaborgirnar,
sem Súlumýrar takmarkast af að
austan. Útsýn er þar hin bezta út
á Eyjafjörð og fram til dala. Þegar
litið er í vestur, blasir Kerling við,
og þangað sýnist manni alltaf jafn-
langt. Þar er enn allmikill snjór,
en neðar og nær eru mýrlendi,
furðu stór. Gróðurinn er dökk-
grænn, og þar er fullt af fé. Þó er
Dað eitt, sem gefur næsta umhverfi
sinn sérstaka svip, öðrU fremur, en
Dað eru sólskrikjurnar. Þarna eru
Deirra varplönd. Söngur þeirra er
mjög frábrugðinn þvi, sem bæjar-
búar heyra á veturna, þegar þessir
litlu vinir okkar koma heim að
húsum í bjargarleit. Hann hljómar
fagurlega og bergmálar á klettum
og sillum. Karlfuglinn er afar lit-
skrúðugur, og klýfur loftið í löng-
um bogum. Kvenfuglinn dregur í
búið, bæði maðka og flugur, og
matar bráðþroska urxgana. Á stuttri
stundu hafði eg uppgötvað hreið-
ur, skammt frá mér. Móðirin fór
margar ferðir með æti í nefinu. og
stakk sér inn á milli steina, og
samstundis heyrðist kliður margra
radda. Það voru ungarnir að heilsa
móður sinni og þakka fyrir matinn.
Á heimleið,inni fór þreytan að
segja til sín. Bara að bíllinn væri
nú kominn- Því var þó ekki að
heilsa. Hann átti að koma með
næsta skipi og hefur átt að gera
það undanfarna mánuði. Eg stökk
yfir læk, en þar sem mér eru mörg
rannsóknarefni kær, fór eg að hug-
leiða, hvers vegna ef stykki alltaf
upp á sama fótinn. Nú skyldi prófa
að taka sig upp af hægra fæti,
gagnstætt venjunni. Stökkið var
heljarmikið, og eg var að verða
montinn áður en eg kom niður, en
vinstri fóturinn bilaði, og eg fór í
hrúgu á lækjarbakkanum.
Heima bezt.
Það var ósköp notalegt að koma
heim um kvöldið. Hálfhaltur var
eg og stirður. En þegar eg heyrði
óminn af fagnaðarlátum mann-
(Framhald á 11. síðu).