Dagur - 07.09.1955, Page 4

Dagur - 07.09.1955, Page 4
4 D A G U R Miðvikudaginn 7. september 1955 BREF: Erum við' svo blindaðir í kapphlaupi um pen- inga, að við sjáum ekki fegiirð uema í sam- baodi við SJÖTUGUR í ÚTVARPSÞÆTTINUM Nátt- úrlegir h!utir, var nýlega drepið á eftirtektarvert atrið.i. Þáttinn flutti í þaS sinn Sigurður gerlafræðing- ur Péturssori. Kvað hann þáttinn sveigjast of mjög inn á þá braut, að spyrjendur leituðu upplýsinga um ýmis hagnýt ráð, en miklu sjaldgæfara væri hitt, að menn óskuðu skýringa á torskildum hlutum í náttúrunnar ríki. Þetta sagði flytjandi þáttarins ekki óeðlilegt á þeirri Mammons- öld, sem við lifðum á. Mammonsöld. Það var einmitt rétta orðið. Kannske er það eitt af óhugnanlegustu fyrirbærum í nú- tímalífi, hversu mjög menn for- dæma alla þekkingu, ef hún mið- ar ekki að því að veita fjárhags- legan ágóða í aðra hönd. Menn ieita æ minna þekkingar vegna þekkingarinnar sjálfrar. Nú stunda menn ekki náttúruvísindi af lotn- jngu fyrir dásemdum náttúrunnar, .tieldur til þess að gera sér og öðr- um léttara að raka saman fjármun- jnum. HINIR MIKLU hugsuðir og /ísindamenn fyrri alda, sem sökktu sér niður í að athuga hreyf- Ingar himintungla, aðdráttarafl jarðar o. s. frv., gerðu það ekki í von um að slikt fævði þeim eða öðrum f járhagslegan ávinning. Nei. Þeir voru knúðir áfram af hinni sönnu þekkingarþrá, af brennandi löngun eftir sannleikan- um. Og þvx meiri þekkingu, sem þeir öðluðust, því betur fundu þeir sína eigin smæð frammi fyrir stjórn alheimsins. Og eftirtektarvert er það. að ýmsir hinna ágætustu vísinda- manna lifðu og dóu í sárustu fá- tækt, jafnvel örbirgð En nú eru ótal stofnanir og heil þjóðfélög með stórar fjárfúlgur til að styðja og styrkja þá, sem við náttúruvís- indi fást, en þau verða þá auðvit- að að stefna að því að gefa mikla möguleika til aukinnar fjáröflunar. Fer þá oft á þá leið, að ávextir þeirrar vísindamennsku eru morð- tól og eiturlyf, en framleiðsla þeirra „gæða“ gefur ríkulegan arð, og þá þykir allt í lagi. Ef til vill er þetta ekki undar- legt. Nú er linnulaust í ræðum og gróðavon? ritum reynt að sannfæra mann- kynið um að hin eínislegu verð- mæti séu öllum gæðum æðri. „Efnahagsmálin eru mál málanna,“ kveður við sí og æ. Og nú er svo komið, að margir eru orðnir svo blindaðir í kapp- hlaupinu um peningana, að þeir sjá enga náttúrufegurð, ef henni eru ekki samfara skilyrði til bættr- ar lífsafkomu. Einu sinni kom gömul kona á fagran stað hér á landi að vetrar- lagi. Hafði hún orð á því, að sér þætti fallegt þarna. Svaraði þá maður einn: „Það er nú ekki mik- ið núna, en það er heldur á sumrin, þegar útlendingarnir eru komnir. Þá er maður ekki lengi að komast yfir krónu.“ Maður þessi var al- mennt talinn hálfgert fífl og var skopast að svarinu. Nú á dögum hefði hann kannske verið talinn efni í fjármálaráðherra. NYLEGA var ungur maður spurður, hvernig honum hefði lið- ið í sumar. Hann svaraði strax með því að nefna þá krónutölu, sem hann var búinn að vinna sér inn. Og ljóst dæmi þess, hvernig bömin dreklca í sig þennan pen- ingahugsunarhátt svo að segja með móðurmjólkinni, er það, að nú er ailtítt, ef þau eru að lesa úr háum tölum, að þau segja: „Eg vildi að eg ætti svona margar krónur.“ Er hér ekki alvarleg hætta á ferðum? Hvert stefnir mannlífið, ef menn finna enga ánægju í neinu og hafa ekki áhuga á neinu, nema því sem snertir efnahagsmál á einhvern hátt? Verða menn ekki með tímanum kaldir steinar, kær- leikslausir og heimskir og reiðu- búnir að selja sál sína og sannfær- ingu, hvenær sem þeir eygja gróðavon? Var það ekki einhver sem sagði: „Að hverju gagni kæmi það mann- inum, þótt hann eignaðist allan heiminn, ef hann biði tjón á sálu sinni?*‘ Ef til vill erum við nútímamenn vitrari og framsýnni en höfundur þessara orða? Framtíðin leiðir það í ljós Friðfinnur Sigurðsson Kauðuskriðu 90 ára. Eg kem og hylli okkar elzta manti, sem áratugi níu hefur lifað. Hann sinni fóstru og móðir ætíð ann. undir beggja velferð hefur skrifað. Fóstran honum opnum örmum tók, ungur þegar vék á hennar slóðir, hún efni hans og allan frama jók, eins og væri’ hún drengsins bezta móðir. Hér hann reyndi bæði skíir og skin, skuggahliðar lífs og bjarta daga: öreigarnir áttu hann að vin, allra þarfir vildi bæta og laga. Fóstran átti margan snjallan mög, en mannaforráð veitti hún hög og gætin; þannig eru óskráð sveitalög og allir fá ei hlotið tignarsætin. Hún fóstursoninn setti í fremstu röð, sveinsins miklu kosta vildi njóta, en lagði jafnframt hans á herðar kvöð, sem hann sér hvergi mátti undan skjóta. Hann framsókn dáði, í farbroddi var, en fyllstu gætni sýndi í hverju verki. Um langan aldur þyngsta byrði bar, er bændur sóttu fram að reistu merki. Sveitin hefur ætíð þeirra þörf, er þjóna henni af allri getu sinni; við færum þakkir fyrir unnin störf, sem fóru jafnan vel úr hendi þinni. Þegar yfir grúfðu skúra ský og skuggar harma lögðust þétt að ranni, fjöldi vina þakkar handtök hlý, sem hafa yljað deigum ferðamanni. Allra heilla og blessunar eg bið og bjartar verði aftanstundir þínar. Frændur, vinir, fjölmennt skyldulið þér flytja af hjarta beztu óskir sínar. Þórállur Jónssort, Hraunkoti. Tvö herbergi og eldhús óskast frá 1. október. Afgr. vísar á. Stórt herbergi og eldhús eða aðgangur að eldunarplássi, óskast nú þegar. ■ > Uppl. í síma 1938. AGA-eldavél í mjög gúðu lagi. Varahlutir fylgja. — Uppl. gefur Zophónias Árnason, símar 1205 og 1805. Til sölii ódýrt Chevrolet-hifreið, smíðaár 1938. — Upplýsingar hjá Einari Sigurðssyni, Laxagötu 1. Guðlaugur Jónsson, Lækjargötu 3, Akureyri, varð 80 ára 25. ágúst síðastliðinn. Hann er kominn af góðum, eyfrizkum bændaættum, sonur hjónanna Jóns Jónssonar, sem þá bjó í Hólshúsum — Stef- ánssonar frá Hrísum, og konu hans Þórunnar Sigurðardóttur frá Vatnsenda í Saurbæjarhreppi. Ungur fór Guðlaugur í fóstur til frænda síns, Jóns Jónssonar á Munkaþverá og konu hans Þóreyj- ar Guðlaugsdóttur og dvaldi Guð- laugur þar unz hann fór á búnað- arskólann í Ólafsdal 21 árs gamall og útskrifaðist þaðan eftir 2 ár með ágætis vitnisburði. Hef eg, sem þétta rita, áreiðanlegar sagn- ir um að Torfa skólastjóra hafi líkað mjög vel við hann og vænzt mikils af honum. Fyrstu árin eftir skólaveruna dvaldi hann heima hjá fósturforeldrum sínum, vann mikið að jarðabótastörfum og stundaði barnakennslu á vetrum jafnframt, því að hann kom sér upp dálitlum bústofni, stundaði einnig smíðar, því að hann var hinn mesti hag- leiksmaður og mátti segja að hvert verk léki í höndum hans. Eitt vor var hann á garðyrkju- námskeiði hjá Einari Helgasyni, og að því loknu kom hann sér upp allstórum matjurtagarði hér á Munkaþverá. Ræktaði hann marg- ar káltegundir og heppnaðist ágæt- lega, en ekki varð hagnaður að því, markaður lítill sem enginn fyrir slíkt á þeim dögum. Lítil atvik ráða oft hvert leið- irnar liggja. Um þetta leyti kom í Búnaðarritinu grein eftir Þórhall Bjarnarson, þáverandi forseta B. í. (síðar biskup); „Ferð um Snæ- fellsnes 1902“. Grein þessi vakti geysimikla athygli. Var þar fögur lýsing á sveitunum á Snæfellsnesi, þar myndi ákjósanlegt fyrii unga dugnaðarmenn að hefja búskap og jarðir fáanlegar til ábúðar. — Guðlaugur bjó ferð sína vestur, skoðaði sig þar um, og leizt mjög vel á sveitirnar, og búskaparskil- yrði. Flutti síðan alfarinn þangað vorið 1905 og reisti þar bú, því að engin fyrirstaða var með jarð- næði. Bjó þar í 4 ár, en stundaöi jafnframt bamakennslu á vetrum, en ekki festi hann þar yndi. Flutti þá að Anabrekku í Mýrarsýslu, og keypti þá jörð. Þar gerði hann miklar jarðabætur og byggði gott íbúðarhús. — Árið 1916 kvæntist hann Margréti Jónsdótt- ur frá Moldbrekku, ágætri konu, og eignuðust þau 5 mannvænleg börn, öll nú uppkomin. Frá Ána- brekku fluttust þau að Kárastöð- um í sömu sveit, sem er hægari jörð, og bjuggu þar í 17 ár. En þar varð hann fyrir því mikla áfalli, að sjónin bilaði, fór hann til augn- læknis en fékk eigi bót. Var þetta þung áfall fyrir jafnmikinn áhuga- mann, með að öðru leyti óbilað starfsþrek, en ekki lét hann hér staðar numið, en hélt búskapnum áfram með aðstoð konu sinnar og eldri barnanna. 1945 fluttist hann til Akureyrar og keypti hluta af húsinu Lækjargata 3. Þar hafa þau hjón búið síðan. Guðlaugur hefur mörgu góðu til leiðar komið um æfina, og get- ur glaður litið yfir farinn veg. Hann segist hafa verið mikill láns- maður alla æfi, og venjulega allt gengið vel fyrir sér, og þótt hann hafi nú verið blindur um það bil 24 ár, er síður en svo að hann sí að kvarta yfir því. Hefur t. d. nú um nokkur ár annast kartöflugarð sinn, að öliu leyti, og lagfært hús sitt dálítið, því að enn er hann fær um að fara með hamar, sög og önnur einföld smíðaáhöld. En það sem mest er um vert í fari hans er, að hann góður drengur, sem öllurn er kynnast honum þykir vænt um. Eg veit, að allir hinir mörgu vinir Guðlaugs bæði hér í Eyjafirði og Borgarfirði og víðar, senda honum sínar alúðarfyllstu árnáðaróskir á þessum tímamótum, með ósk um gott og hamingjuríkt æfikvöld. J. M. J. H. J. Sögiistaður og höfuðból Mynclin er úrsaini ljósmynda aí eyfirzkum sveitabæjum, sem Kaup- iélaé Eyfirðinga er að koma upp o£ éður hefur verið skýrt frá hér í hlaðinu. Sækist verkið vel og mun langt komið að fá myndir af öllum sveitabæjum í Eyjaíirði. Ljósmyndirnar tekur Tryggvi Haraldsson, rtarfsmaður KEA, en umsjón með verkinu hefur Jóhannes Óli Sæ- mundsson fræðslufulttrúi. — Myndin hér að ofan er af Munkaþverá, sögustað og höfuðbóli að tornu og nýju. Haglaskot CaL 12 haglastærðir 0-7 Cal. 16 haglastærðir 2 og Riffilskot Short, Long, Loiigriffle Véla- og búsdhaldadeild Nýkomiu: Sætaákiæði íyrir Chevrolet og fleiri teguudir amerískra bifreiða. Véla- og búsdhaldadeild

x

Dagur

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.