Dagur - 07.09.1955, Blaðsíða 7

Dagur - 07.09.1955, Blaðsíða 7
MiSvikudaginn 7. september 1955 D A G U R 7 Bræðurnir frá Grímsstöðum á leið út í eyju: Ragnar t. v., Jóhannes t. h. Myndina tók Björn Björns- son frá Norð- firði. Ragnar á Grímsstöðum hefur merkt 14500 fugla á 25 árum, og Iiefur fengið fregnir af 6 af hverj- um hundráð öndum - þær faíía fyrir byssurn veiðiíiíanna í mörgurn löndum I næst síðuslu skáldsögu sinni lætur Hemingway lífsþreytta og veraldárvana söguhetju sína hefja nokkurra daga orlof frá érilsömu hermennskustarfi í Tríeste, með því að fara á anda- veiðar í grennd við Feneyjar. Skotmaður situr í byrgi, á eyju í mýrlendi, Við birtingu einn skammdegisdag. Það er kalt í veðri og skæni á vatni. Andahópar fljúga.yfir, Styrkar hendur sveifla byssu og fuglar falla til jarðar. Ekki getur Hemingway um teg- und, né heldur, hvort fuglarnir hafi verið merktii1.' En hánn hefði ekk- ert þurft að fara út af sviði raun- veruleikans bótt hann hefði skýrt lesendum svo frá, að það hefðu verið skúfendur, sem Cantwell of- fursti lagði að velli, og um fótlegg einnar andamömmunnar hefði ver- ið litill málmhringur, áletraður með nafni Náttúrugripasafns Is- lands og ártali. Mývatnsönd til Feneyja* Sannleikurinn er, að endur, upp- fæddar hér á norðurslóðum, leita suður um höf og álfur er haustar. Skúfönd, sem Ragnar Sigfinnsson á Grímsstöðum við Mývatn merkti sem unga úti í hólma þar á vatrn inu fyrir nokkrum árum, var ein- mitt skotin í Togliamento við Fen- eyjar í desember veturinn eftir. Ekki veit Ragnar, hvort skotmað- urinn var lífsþreyttur colonel úr hernámsliði Bandaríkjamanna í Tríeste eða einhver annar, en þannig gerast þær margar sögurn- ar af íslenzku fuglunum, og engir kunna betur að rekja þær en þeir, sem lengi hafa stundað merkingar fugla hér og tilheyrandi rannsókn- ir á ferðum þeirra og háttalagi. Bræðurnir á Grímsstöðum. Fáir munu sögufróðari af þess- um efnum en bræðurnir á Gríms- stöðum við Mývatn, þeir Jóhannes og Ragnar Sigfinnssynir. Eru þeir báðir landskunnir fyrir fugla-at- huganir sínar og þekkingu á ís- lenzku náttúrulífi. Jóhannes auk þess víðar kunnur fyrir listfengi í meðferð pensils og lita. Prýða myndir hans veggi margra heimila og nú síðast hið glæsilega félags- heimili Mývetninga í Skjólbrekku. — Það var Jóhannes, sem hóf fuglamerkingarnar, sagði Ragnar Sigfinnsson, er Dagur hitti hann að máli á hlaðinu á Grímsstöðum hér á dögunum, en eg fór svo að föndra við merkingarnar um ferm- ingaraaldurinn, og hef haldið því áfram síðan. Ragnar er nú liðlega fertugur, og á þeim aldarfjórðungi, sem liðinn er síðan hann setti fyrsta merkið um fót á fugli, hefur hann merkt 14500 fugla, og þó heldur betur. Þennan morgun, sem við ræddum saman á Grímsstöð- um, hafði hann til dæmis merkt ófleygan gæsarunga úti á Sand- vatni. Ekki hafði gefist tími til þess að skrá hann í bók, né heldur alla merkta fugla nú í sumar. Þeir bræður merktu fugla fyrstu árin fyrir danska fuglafræðinginn Skovgaard, og gerðu slíkt margir íslendingar á árabilinu 1920—30, en eftir að Náttúrugripasafnið ís- lenzka hóf starfsemi á þessu sviði, hafa þeir merkt fugla fyrir það. En fuglamerkingar þess hófust 1932. Skovgaard hinn danski safnaði markverðum upplýsingum um ferðir íslenzkra fugla, og lét hann Náttúrugripasafnið hér hafa gögn sín um það efni fyrir fáum árum. Koma athuganir hans því íslenzkri náttúrukönnun til góða. Engar stórfelldar breytingar. Ragnar á Grímsstöðum segir. að fuglalíf við Mývatn hafi ekki tek- ið stórfelldum breytingum síðustu áratugina, og þótt enginn viti, hve margar endur gista Mývatn á sumrin, telur hann þeim ekki hafa fækkað. Nokkrar breytingar hafa (Framhald á 11. síðu). FYRSTI VEIÐITÚRINN. Eg frétti að vænleg veiðiföng þeir færu í Laxá að draga. Svo keypti eg ljómandi laxastöng og leyfi, í átta daga. Veiðimannsklæði feikifín, flugur af ýmsu tagi, klofháar bússur — og brennivín, ef eg blotnaði í meira lagi. Svo leigði eg bíl og léttastrák og leiðsögumann einn traustan. Það dugar víst ekkert droll og kák þá dorgað er fyrir austan. í fyrsta kasti varð kippur stór, — eg kútveltist undan straumi. Nýja stöngin til fjandans fór með fiskinn stóra í taumi. Eg skreið upp á bakkann — bússulaus — bölvaði og hveljur gleypti, rifinn og óhreinn upp á haus, — og óðara á hressing dreypti. Orðinn hreifur eg óðar sá úrræði góð til bóta: Stjórnin verður að styrkja þá, sem stangveiðitapið liljóta. DVERGUR. ÆfEa Frakkar é endurlifa söguna frá Indó-Kína í Norður-Afríku? ,,Það er ekki nema urn tvennt að gera fyrir Frakka, í sambandi við Norður-Afríkuinálin,“ segir ninn kunni blaðamaður Stevvart Alsop í grein er hann ritar blaði sínu frá Casablanca nú á dögunum. „Þeir verða að losa sig við löm- un og meinsemd í stjórnarfari sinu, eða horfa upp á Norður-Afriku fara sömu leiðina og Indó-Kina.“ Þetta þykir blaðamanninum vera sú lexía, sem hinir hörmulegu at- burðir í frönsku nýlendunum hafa kennt umheiminum. Og hann lýsir síðan því, sem gerzt hefur, i stór- um dráttum á þessa leið: — Fyrir tveimur árum tókst franskri hern- aðarklíku, sem þó starfaði án veru- legra tengsla við ríkisstjórnina, að steypaBen Youssef soldáni af stóli. Þeim fannst hann hafa of mikla til- hneigingu til þess að hugsa sjálf- stætt. I stað hans settu þeir á sol- dánsstól meinleysiskarl að nafni Ben Arafa. Samband hans við Frakka verður e. t. v. bezt skýrt með sögunni um matseðilinn, en hún er nú þjóð- fræg suður þar: Skömmu eftir að Ben Arafa var settur í embætti, hélt landstjóri Frakka, sem þá var Guillaume hershöfðingi, opinbera hádegisveizlu til heiðurs soldáni. Þegar gestir voru setztir að borð- um, rétti Guillaume soldáni mat- seðilinn til yfirlits,fyrir kurteisisak ir. Ben Arafa brá skjótt við, seild- ist undir skikkju sína, dró fram innsigli soldánsembættisins og skellti því á matseðilinn. Það hef- ur vissulega þægindi í för með sér, að samband sé svo náið, en svo kom í ljós, að það hefur lika sína galla. Svo fór, að hinn afdankaði sol- dán, Ben Youssef, varð allt í einu það einingartákn, sem Marokkó- menn hafði alla tíð skort. Hann varð ímynd þjóðernis- og sjálf- stæðisbaráttu landsmanna. ALLA TÍÐ síðan Frakkar sendu Ben Youssef í útlegð á Madagas- car hefur ástandið farið hríðversn- andi. Fyrir allmörgum mánuðum varð ljóst, að grípa varð til ein- hverra sérstakra ráðstafana til þess að halda friði í landinu. Edgar Faure forsætisráðherra Frakka sendi þá Gilbert Grandval til Mar- okkó sem landstjóra, og átti hann að gera áætlun um, hvað gera skyldi. Grandval er í senn hugkvæmur og áræðinn. Hann hóf starfsferil sinn með því að kynna sér vand- lega skoðanir landsmanna, og eru þar með taldir forustumenn sjálf- stæðisbaráttunnar, sem hafðir voru i haldi eða sendir höfðu verið í útlegð af fyrirrennurum Giand- vals. Hann komst bráðlega að þeirri niður stöðu, að um tvennt væri að gera: Onnur leiðin var miskunnarlaus og grimmdarleg kúgun þjóðernis- vakningarinnar með hervaldi. Grandval sagði frónsku stjórninni, að slíkt mætti takast um stundar- sakir, en mundi óhjákvæmilega leiða til ástands, sem mundi í mörgu svipað þvi, sem var i Indó- Kína, er það land var að ganga úr greipum Frakka. Hin leiðin væri, að semja við þjóðernissinna, en þó þannig, að hagsmuna Frakka værj gætt. Grandval lagði eindregið til, að þessi leið yrði valin. En hann benti jafnframt á, að til þess að slík stefna næði tilgangi ■ sínum, yrði að hafa hraðan á og framkvæma hlutina óhikað. Fyrsta skrefið væri að leysa Ben Youssef úr útlegðinni, flytja hann til Frakklands og gera stáss með hann þar. Síðan ætti að setja af Ben Arafa, og koma á laggirnar rikis- ráði, sem Ben Youssef sam- aykkti. Og síðast en ekki sizt, yrði nú að gera stjórnarbætur heima fyrir, sem væru meira en orðin ein. Veruleg völd í innanlandsmálefn- um yrðu fengin í hendur hæfum leiðtogum Marokkómanna sjálfra. Grandval benti frönsku stjórn- inni á, að allt þetta yrði að ákveða, og framkvæma að nokkru leyti, fyrir 20. ágúst í sumar. En á þeim degi yrðu liðin 2 ár síðan Ben Youssef var hrakinn frá völdum. Yrði ekki að gert, mætti ganga að því sem gefnum hlut, að til blóðs- úthellinga kæmi, og að þeim lokn- um, yrðu allir samningar helmingi erfiðari en ella. —o— FAURE forsætisráðherra var Grandval samþykkur. En lengra komust málin heldur ekki í tæka tíð. Þá fór að segja til sín hin al- menna lömun og meinsemd í frönsku stjórnarfari Áhrifamiklir stjórnmála- og fjármálamenn í Marokkó snerust heiftarlega gegn Grandval og fyrir- ætlunum hans. Heima í Frakk- landi snerust mikilsmegandi her- foringjar, eins og Juin marskálkur, og áhrifamenn eins og Georges Bi- dault fyrrum utanríkisráðherra, einnig gegn stefnu Grándvals. 1 lið með þeim gengu síðan nokkrir ráð- herrar í Faure-stjórninni, svo sem König hermálaráðherra og jafnvel Pinay utanríkisráðherra. Og stjórn- arkerfi Frakka er nú einu sinni þannig, að svo áhrifamikil and- staða varð næg til þess að fyrir- byggja, að nokkuð yrði gert. í þess stað var rætt um sýndar- aðgerðir, sem allir Marokkómenn sáu, að voru ekkert nema orðaleik- ur og endurtekning á fyrri fyrir- heitum. Ben Arafa átti að mynda nýja stjórn á „breiðari grundvelli“. Allir vissu, að slíkt var utan og of- an við getu hans. Síðan var leið- togum Marokkómanna boðið á fund með frönskum ráðherrum, í Aix-les-Baines siðast í ágúst, en fyrirfram mátti vera augljóst, að það kæmi ekkert nýtt fram. Allir aðilar þekktu mætavel skoðanir hver annars. OG SVO KOM 20. ágúst, og það sem Grandval spáði, kom allt bók- staflega fram. Enda þótt ábyrgir leiðtogar heimamanna gætu forðað allsherjar uppreist í stórborgunum, þar sem þeir ráða miklu, dró til blóðsúthellinga og hryðjuverka víðs vegar úti á landi, þar sem áhrifa þeirra gætir síður. Árangurinn blasir nú við. Ofga- mennirnir á bæði borð keppast nú um að fá að ráða stefnunni. Hinir hægfara leiðtogar innfæddra, eins og Bobaid og Barka, eiga á hættu að missa leiðsöguna úr hendi sér til æstustu hryðjuverkamannanna, og vafalaust að einhverju leyti í hendur kommúnista. Og bæði með- al Frakka í Marokkó og heima fyr- ir, er aðstaða þeirra, sem krefjast þess að sjálfstæðishreyfingu Mar- okkómanna verði drekkt í blóði, sterkari en fyrr. Síðan 20. ágúst hefur Norður- Afríka þokast verulega nær því marki að verða Indó-Kína númér (Framhald á 9. síðu)|

x

Dagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.