Dagur - 21.09.1955, Page 2
2
DAGUR
Miðvikudaginn 21. sept. 1955
Sjötugur:
Sigurður Sigurðsson í Helgafelli
Áukin vöruvöndun aðalmá! á fundi
kjöfmafsmanna og sláfurhússfjóra
Hann var sjötugur í gærdag
hann Sigurður í Helgafelli. Hvaða
maður er það nú eiginlega? Hann
er einn hinna kyrrlátu í landinu.
Störf hans og eigindir hefur ejiki
orðið yrkisefni skáldanna. Ekki
verið tekið til meðferðar eða um-
ræðu á málþingum, og persónu
hans ekki verið stafað hrós á blöð-
um neins háttar ritninga eða skáðr-
ar sögu.
Eg ætla að rjúfa þögnia og ýta í
sjónmál þessum gamla fermir.gar-
bróður mínum og lífsholla manni.
Sigurður Sigurðsson er fæddur
í Dæli í Skíðadal þ. 17. sept. 1855.
Foreldrar hans voru þau Sigurður
Guðmundsson og kona hans Soffía
Pálsdóttir hreppstjóra og bónda
síðast í Syðra-Holti Jónssonar
bónda á Uppsölum, Páll í Holti
var fágætur kapps- og atorkumað-
ur, enda búnaðist honum vel,
hreingeðja cg hjálpfús. Sigurður
Guðmundsson — er fáum árum
síðar en hér var komið —- fluttist
að Helgafelli og bjó þar frá 1880
—1922 var Þingeyingur um upp-
runa og ætt. Óvenjulegur maður að
ýmsu leyti. Skyggn og ratvís á leið-
um hamingjunnar. Samhæfur líf-
inu og lögum þess. Var því sem
honum ynnist flest til æskilegrar
niðurstöðu. Hann var maður góð-
leikans og vildarinnar. Komst ætíð
í áfangastað og það sem bezt var
— án þess að ýta einum eða öðr-
um samferðamanna sinna úr vegi.
Fjármunir þeir er Sigurður eignað-
ist, virðingar og vinsældir, var því
allt fengið. Hann hafði gert sig
þess maklegan að eignast og
njóta.
Sigurður Sigurðsson var barn að
aldri þá er hann missti móður sína
Soffíu Pálsdóttur. Ólst upp eftir
það með föður sínum og stjúp-
móður. „Fár sem faðir, enginn sem
móðir,“ segir hið fornkveðna. —
Þetta er sannmæli fremur en
ámæli. Sigurður mun því snemma
hafa vanist vosi margs konar, ein-
förum og sjálfsgát. Hafði lítið af
því að segja að borinn væri hann
á höndum og lyft yfir hverja tor-
færu. Dáður fyrir fríðleik, greind
og aðra atgervi. Og á þann hátt
gerður að nokkurs konar heimilis-
eða fjölskylduguði. Og til þess
kom ekki að hann væri
að svo búnu sendur í skóla,
þar sem lærðir menn — en ef til
vill nokkuð misvitrir — eiga að
annast sálgæsluna. Getur líka ver-
ið þrekraun, jafnvel ofraun all-
hæfum manni að venja þannig
uppfætt ungmenni af taumskekkj-
unni. Það hefur verið sagt að hver
maður fengi tvenns konar uppeldi.
Annað er það sem aðrir veita hon-
um, hitt er það sem hann veitir
sér sjálfur og er vissulega meira
um það vert en hitt.
Mestur hluti þess sem Sigurður
í Helgafelli hefur verið, er árangur
eða framkvæmi sjálfseldis. Við
skulum líta yfir farinn veg í ljósi
þeirrar þekkingar er eg veit
sannasta um sjötugan mann.
Sigurður Sigurðsson kvæntist á
yngri árum Rósu Sigurðardóttur,
ættaðri úr Oxnadal. Manngæða-
konu mikilli. Þau virðast hafa
byrjað búskap á Helgafelli 1922
sama árið er Sigurður Guðmunds-
son hætti að búa. Þau eignðust
saman 4 dætur löngu uppkomnar
og allar enn á lífi. Sambúð hjón-
anna var hin bezta alla stund, svo
að ekki verður á betra kosið. En
svo bar skugga á, þegar sumar
dætranna voru enn í æsku og sú
elzta um fermingaraldur, tók Rósa
sjúkdóm þungan, er henni entist til
dauða. Varð það margra ára böl og
hugraun allri fjölskyldunni. Lá
Rósa húsfreyja um þetta tímabil
að mestu leyti rúmföst, ýmist á
sjúkrahúsi eða á heimili þeirra
hjóna.
Sigurður hélt áfram búi eftir
andlát konu sinnar með aðstoð
eldri dætranna. Þess er vert að
geta að nokkrum árum áður höfðu
þau hjónin tekið til fósturs munað-
arlítið stúlkubarn, sem brátt eftir
komu sína að Helgafelli, varð um
atlot og fóstur meðlimur fjölskyld-
unnar. Þá bar og þar að garði 3—
4 ára gamlan dreng af fátæku for-
eldri og önnuðust og ólu hinar
ungu húsmæður upp dreng þenn-
an, með ljúfu samþykki föður
sins.
Sigurður sigraði alla þessa örð-
ugleika. Var ætíð sem samstilltur
vilji allra dætranna og föður
þeirra — réði lögum og lofum inn-
an dyra og utan. Menntað hjarta
og mannvit sjálfalda húsbóndans
hafði yfirtökin. Leiddi til lykta á
farsælan hátt uppeldisstarfið og
afkomuþörfina. Sigurður í Helga-
felli er verkmaður mikill og góður
og enn stendur hann að starfi
hvern dag frá morgni til kvölds.
Hann er hagur á smíði til mikilla
muna. Umbótamaður í huga og
hönd. Frábærlega ósérhlífinn,
góðfús og hjálpsamur og svo ódýr
í almennum viðskiptum, að fágætt
mun vera. Hann er jafnvægismað-
ur í skapi og raunhæfur. Fer
ógjarnan með himinskáutum. Og
lífsóð sinn, stefjalausan og heil-
steyptan, hefur hann ort eða skap-
að við handleiðslu virkileikans og
reynslunnar. Hann er gæddur
traustum, öruggur lífsvilja. Hefur
þann hátt á að hugga sig sjálfur
þegar á móti blæs og fundvís á
bölvabætur.
Fyrir allmörglum árum siðan bjó
eg í næsta nágrenni við Sigurð í
Helgafelli. Eg hef aldrei haft betri
nágranna. Hann vitjaði mín ef
hann vissi eða grunaði að eitthvað
amaði að mér eða þröngvaði kosti
mínum. Bauð mér störf sín eða
ánnað liðsinni og lét mér jafn-
heimilt og sjálfum sér gripi sína,
áhöld og verkfæri. Var og kona
hans, Rósa Sigurðardóttir, sam-
hent bónda sínum í góðvildinni.
Svona var hann og svona er
hann Sigurður í Helgafelli. Þessi
óskólaði og próflausi alþýðuinað-
ur. En þess skal geta að hann hef-
ur aldrei borið að vörum sér eða
bergt á menntuðum, viðsjálum
Borghildardrykk.
Runólfui*í Dal.
NÝKOMIÐ:
Fallegir nylonundirkjólar
og mittispils i fjölbreyttu
úrvali.
Náttkjólar úr prjónasilki
og nylon.
Brjóstahöld, fleiri teg.
Teygjubelti og slankbelti.
Anna & Freyja
Til leigu
2 herbergi við miðbæinn.
Uj>pl. i síma 1036.
Ung kýr
snemmbær til söln.
Afgr. vísar á
Trillubátur
4—5 smál., til siilu.
Upplýsingar gefur
Svavar Björnsson,
Norðurgötu 54.
Sími 2174.
Gott herbergi
ásamt eldunarplássi, til
leigu nú jregar, gegn hús-
hjálp eftir samkomulagi.
Uj)pl. i sima 1648.
Tökum upp í dag
nýja scndingu af raf-
magnsvörnm svo sem:
Ljósakrónur
Veggljós
Standlampa
Borðlampa
Ennfremur
Rafmagnsvöfflujárn
Rafofnar
Brauðristar
Véla- og búsáhaldadeild
Armstrong-
strauvélar
Kr. 1640.00
Véla- og búsáhaldadeild.
Barnakerra
til sölu, ódýrt.
A. v. á.
Kona
óskast til að taka að sér lítið
heimili. — Oll þægindi.
a. v. á.
Úrvals-verkfæri
Hulsuborar 5/16” 3/8” ogV2”
Sporjárn ,,Berg og „Stanley"
Tengur „Berg“
Fílklor „Belzer“
Skrúflyklar „Bacho“
Járnsagarblfið „Diston"
Rafmagnslóðboltar
Borsagir fyrir rafmagnsbor-
vélar
Blikkskæri, „Bosr.li"
Rafmagnsborvélar „Stanley“
Véla- og búsáhaldadeild
Nýr silungur
Reyktur silungur
KJÖTBÚÐ K.E.A.
og útibúin
Dagana 15. og 16. þ. m. var á
Akureyri haldinn fundur (nám-
skeið) kjötsmatsmanna og slátur-
hússtjóra af Norður- 04 Austur-
landi, allt frá Hólmavík til Reyð-
arfjarðar. Mættu á fundinum 30
manns.
Slíka fundi ber að halda öðru
hvoru þegar yfirkjötmatsmenn
telja nauðsynlegt. Fundi þessum
stjórnaði Sæmundur Friðriksson i
veikindaforföllum Jónmundar
Olafssonar kjötmatsformanns. —
Fundi þessum var þannig hagað, að
fyrirlestrar og umræður voru
kvölds og morgna, en miðhluta
dagsins var unnið á slátuthúsi K.
E. A., þar sem slátrun stóð yfir.
Fengu fundarmenn þar leiðbein-
ingar í kjötmati og kjötverkun og
fleiri störfum þar að lútandi.
Erindi ráðunauta 04
kjötmatsmanna.
Erindi á fundinum voru þessi:
Halldór Pálsson ráðunautur flutti
erindi um útflutning á dilkakjöti
og markaðshorfur, Sæmundur
Friðriksson um kjötverkun og
kjötmat og Arnlaugur Sigurjónsson
eftirlitsmaður um frystingu og
geymslu á kjöti. Ennfremur fluttu
yfirkjötmatsmennirnir Benedikt
Grímsson, Halldór Asgeirsson og
Sigurður Björnsson skýrslur um
störf sín á undanförnum árum.
Spunnust af erindunum og skýrsl-
um miklar umræður. Voru allir á
einu máli um nauðsyn þess að
vanda sem bezt alla meðferð og
verkun kjötsins bæði fyrir inn-
Iendan og erlendan markað.
Með tilliiti til væntanlegs út-
flutnings á kjöti í pörtum, sýndi
Halldór Pálsson hvernig óskað
væri að skrokkarnir væru teknir
sundur fyrir viðikomandi markaðs-
land, sem til greina kæmi í þessu
sambandi.
Ó4setile4 meðferð fjár.
Eitt af því, sem var til umræðu
á fundinum, var það, hve mikið
ber á mari í kindakjöti. Var rík
áherzla lögð á að úr þessu yrði að
Á bæjarstjórnarfundi í gær voru
m. a. til umræðu þessi atriði skv.
fundargerðum bæjarráðs og
nefnda:
Fjallskilanefnd hefur með bréfi
vakið athygli bæjarráðs á því, að
fjárréttin við Glerá er orðin of lít-
il og dilkar of fáir. Telur nefndin
að úr þessu þurfi að bæta hið
fyrsta. Bæjarráð fól bæjarverk-
fræðingi, í samráði við Júníus
Jónsson, fyrrv. bæjarverkstjóra",
að athuga, hvernig bæta megi að-
stöðu við réttina. Meirihlúti bæj-
arráðs hafnaði tillögu fjáreigenda
um að leggja í kostnað við fjárrétt
austur á Bleiksmýrardal vegna
þeirra fjáreigenda í bænum, sem
ráku fé austur í vor, og skortir að-
stöðu til sundurdráttar á fé.
bæta. Marið kjöt er skemmd vara
og getur lent í lægri verðflokkum.
Kom fundarmönnum saman um að
forðast bæri með öllu að taka í
ullina á kindunum, allt frá því að
réttað er og þar til kindinni hefur
verið lógað. Skrokkarnir á slátur-
húsunum á haustin bera vitni um
ógætilega meðferð fjárins og er
full nauðsyn á að úr verði bætt
hið bráðasta.
Þegar féð er látið á bilana, verð-
ur að gæta varúðar og á leiðinni á
sláturstað verður að gæta þess
sérstaklega að féð troðist ekki
undir. Ekki má heldur hafa of
gisnar fjárgrindur, svo að féð
reyni að troða sér í gegn. Við það
koma marblettir á bógana. Sama
máli gegnir stundum i fjárhúsum,
þar sem garðaböndin valda mari.
Þá eru ótalin hundbit, sem fara
minnkandi og mar ,og rispur eftir
girðingar. Töldu sumir kjötmats-
menn marblettina fara í vöxt, en
allir voru þeir sammála um nauð-
syn þess að koma í veg fyrir þetta
á einn eða annan hátt og forða
kjötinu frá verðfellingu.
Ríkti mikill og undantekningar-
laus áhugi fundarmanna á því að
bæta sem mest alla meðferð og
verkun kjötsins.
Mikið bet á mari.
A sláturhúsi Kaupfélags Eyfirð-
inga bar allmikið á mari í kjöti
umrædda daga og er það til aðvör-
unar fyrir þá, sem eftir eiga að
slátra.
Sums staðar er sláturféð rekið á
bílana og af þeim aftur í slátur-
húsi. Er það til mikilla bóta og
margir eru þeir, er aldrei handleika
skepnur sínar á fruntalegan hátt.
Þá þykir það sannað, að mar
myndast ekki á nýdauðum kind-
um.
Það verður þó að segjast eins og
er, að þar sem ótæpt er drukkið á
réttum, gleymast stundum hiij
réttu handtök og gæti þá komið til
athugunar, hvort ekki væri betra
að geyma sopann þangað til að af-
lokinni sláturtíð.
Bæjarráð samþykkti að láta mal-
bika Geislagötu allt að Gránufé-
lagsgötu svo fljótt sem kostur er.
— Bæjarráð samþykkti að verða
við tilmælum frk. Elísabetar Ei-
ríksdóttur um að hún fái leigt hús
við barnaleikvöllinn á Oddeyri fyr-
ir smábarnaskóla. Barnaverndar-
nefnd hafði mælt með beiðn-
inni.
Fram kom á bæjarráðsfundi 14.
þ. m. tilboð frá Brunabótafélagi
Islands um lækkun núgildandi ið-
gjaldtaxta félagsins af húsum í
bænum, frá 15. okt., enda fái fé-
lagið framlengdan núv. samning
við bæinn um þrjú ár til biðbótar
núverandi samningstima. Tilboðið
(Framhald á 5. síðu).
Ýmis mál, er voru til umræðu á bæjar-
stjórnarfundi í gær