Dagur - 21.09.1955, Side 5

Dagur - 21.09.1955, Side 5
Miðvikudaginn 21. sept. 1955 5 DAGUR K.A. sigraði með yfirburðum Norðuriandsmótinu um helgina ar í góðri framför. Vaeri það því talsverð keppnisreynsla að fást við þá. Með vaxandi áhuga fyrir knatt- spyrnunni hér, þyrfti að koma nýtt líf í Norðurlandsmótin. — Er það til athugunar til naesta árs. - ÚR BÆNUM (Framhald af 2. síðu). er á þessa leið: Iðgjald I. flokks verði 0,60%c, II. flokks \%c, III. fl. 1,80 og IV. fl. 2,50%o. Sériðgjöld lækki um 25% og ágóðahluti bæj- arins verði 25%. Meirihluti bæj- arráðs lagði til að sæta tilboðinu, að því tilskyldu, að Brunabótafé- lagið láni á næstu tveimur árum 1 millj. króna til viðbótar við áður fengið og lofað lán til aukningar á vatnsveitunni. Hannes Sigurðsson dómari óskar fyrirliða KA-liðsins, Ragnari Sig- trygéssyni, til hamingju með sigurinn. í FYRRADAG lauk Norður- landsmótinu í knattspyrnu hér á Akureyri og varð Knattspyrnufé- lag Akureyrar sigurvegari, hlaut 4 Etig, gerði 13 mörk en fékk aðeins 2 á sig. íþróttafélagið Þór varð annað, fékk 2 stig, gerði 7 mörk og fékk 5 á sig, og þriðja varð Knatt- spyrnufélag Siglufjarðar, fékk ekk- ert stig, gerði 3 mörk en fékk 16 mörk á sig. Eru það óvenjuháar tölur. FYRSTI LEIKURINN fór fram á laugardaginn og kepptu KA og KS. Úrslit urðu þau, að KA sigraði með 10 : 1. Dómari var Hannes Sigurðsson úr Reykjavík, og dæmdi hann alla leikina. Annar leikurinn — og úrslitaleikurinn — var á sunnudaginn, í milli KA og Þórs. Sigraði KA með 3:1. Loka- leikurinn var á mánudag, í milli Þórs og KS og sigraði Þór með 6:2. ' ÞAÐ ER skaði, að ekki skyldu fleiri félög taka þátt í mótinu. Siglfirðingar áttu erfitt uppdráttar, en hafa góðan tíma til að aefa sig og undir.búa að jafna metin að ári. En knattspyrnumenn í • öðrum kaupstöðum hér nærlendis,- svo sem Húsavík og Sauðárkróki, aettu að athuga, hvort það er ekki góð æfing fyrir þá að sækja mótin hér. Aðstaða til kappleikja er nú orðin góð hér á staðnum, og Akureyring- Sá knattspyrnumaður hér nyrðra, sem einna mesta athygli hetur vakið í kappleikjum Akureyrar- liðsins, er Einar Helgason mark- vörður. Hlaut hann góða dóma í Reykjavík fyrir frammistöðuna, Hann hlaut sérstakt hrós fyrir spyrnur frá marki og útkast. Tilþrifamikið ávarp Fjallkon- unnar eftir Davíð Stefánsson frá Fagraskógi. I hinum hugljúfu minningum okkar hjónanna úr ferðinni til ætt- jarðarinnar síðastliðið sumar ber, að vonum, hátt minninguna um tíu ára afmæli íslenzka lýðveldisins, sem haldið var hátíðlegt þ. 17. júní 1954 um land allt, og þá sér í lagi sjálfri höfuðborginni Reykjavík. Voru hátíðahöldin þar í borg mjög tilkomumikil, eins og vera ber, en einna minnisstæðastur þáttur þeirra mun þó mörgum verða hin framúrskarandi snjaili upplestur Gerðar leikkonu Hjör- leifsdóttur á fögru og tilþrifamiklu „Ávarpi Fjallkonunnar“, sem Davíð skáld Stefánsson frá Fagra- skógi hafði ort í tilefni af lýðveld- isafmælinu, og Gerður leikkona las upp af svölum Alþingishússins í Reykjavík. Eins og getið hefur verið í ís- lenzkum blöðum og tímaritum beggja megin hafsins, hefur ríkis- stjórn Islands sýnt þessu afmælis- ávarpi þjóðskáldsins þann verð- skuldaða sóma að gefa það út í sérstaklega vönduðu riti, prýtt lit- prentuðum teikningum eftir Ásgeir Júlíusson, sem falla ágætlega að efni kvæðaflokksins. Stofndagur hins endurborna ís- lenzka lýöveldis, 17. júní, er orð- inn hinn mikli fagnaðar- og fegins- dagur þjóðar vorrar, dagur hins innra og ytra vors í lífi hennar. í kvæðisbyrjun leggur skáldið Fjall- konunni í munn þessa faguryrtu lýsingu á dýrð og gróðurmætti ís- lenzks vors: Þegar fagnar þjóðin öll, þá er bjart um íslands fjöll. Fornra stöðva vitjar vorið, vermir landið endurborið, svo að klökknar klaki og mjöll. Lofgerð syngur landsins harpa, leika börn í grænum varpa, gróðrarmáttur, gömul vé, glæða lífi blóm og tré. Þó að vetur þorrakaldur, þylji margan svartagaldur, eiga bæði Sól og Saga sina fögru júnídaga. Andi fjallsins frjáls og skyggn, fagnar þeirra dýrð og tign. Síðan lætur höfundur Fjallkon- una renna sjónum yfir farinn feril sinn, ritaðan sorgum og sigrum, og minnir hún börn sín á hina sögu- legu arfleifð þeirra í þessum sterku og markvissu orðum: Enn má heyra aldaþytinn æða gegnum söguritin, heyra íslenzkt brim og bál bylta sér í minni sál. Fjallkonan minnir einnig í skálds- ins orðum, börn sín á hann, sem leiddi þjóðina til sigurs í frelsis- baráttu hennar, og á það með hvaða vopnum hún vann þann sig- ur undir ótrauðri forustu hans: Fullhuga, sem fremstur stóð, fylgdi djörf og stórlát þjóð, skeytti lítt um hríð né hregg, hreystilega féndum varðist. Með viljans stáli, orðsins egg, íslenzk þjóð til sigurs barðist. Kjarkur hennar, kraftur, hreysti, knútinn hjó og viðjar leysti — íslenzkt frelsi endurreisti. Enn lætur skáldið Fjallkonuna minna börn sín á það, fleygum orð- um og kjarnmkilum, hverja upp- sprettulind starfsorku og fram- sóknarhuga er að finna í fjallatign landsins, allri hinni stórbrotnu náttúrufegurð þess: Frelsisþrá og tröllatryggð tengja fjöll og mannabyggð. Náttúrunnar kjarnakynngi kvað sér hljóðs á landsins þingi. Kjarkinn ólu fossaföllin, festuna glæddu hamratröllin. Eldfjöll, lamin köldum kyljum, klettaborg með sprungum þiljum, heiðavangur, greyptur giljum — þetta er forna frelsishöllin. Hér hefur aðeins verið stungið við fæti á nokkrum stöðum í þess- um íturhugsaða og orðsnjalla kvæðaflokki skáldsins, sem menn verða að lesa í samhengi, til þess að njóta hans til fulls. En frá byrj- un til enda er hann samfelld lög- eggjan til dáða um varðveizlu end- urheimts frelsis þjóðarinnar og dýrkeyptra og dýrmætra menning- arerfða hennar. Ber kvæðaflokkur þessi því einnig fagurt vitni, að þjóðskáldinu, sem nú stendur á sextugu, er í engu aftur farið um andríki, vængjaþrótt og sambæri- lega málsnilld. Hann lætur Fjallkonuna ljúka máli sínu með þessum sannleiks- þrungnu orðum, sem eiga erindi til barna hennar hvarvetna, og þá ekki sízt niðurlagsorðin: Ógnum stríðs og stormabylja storka þeir, sem orð mín skilja. Þeim er líf í blóðið borið, bjargföst trú á landið, vorið. Blessuð séu börn mín öll, blessuð þeirra frelsishöll. Þrýtur hvorki þrótt né vilja þjóð, sem á sín himinfjöll. Richard Beck. BRÉF : Snorri Þórðarson frá Syðri-Bægisá skrifar blaðinu um framtíð þjóðanna Forystumenn þjóðanna fara svo að segja daglega milli landa og heimsálfa til þess að ræða um heimsmálin hvorir við annan og reyna að finna grundvöll er byggja mætti frið á. Eftir fréttum að daéma gengur þetta misjafnlega og veltur á ýmsu um samkomulagið. Tortryggnin er mikil þjóða á milli, sem von er, eftir ægilegar heimsstyrjaldir, sem fyrir stuttu síðan hafa geysað. Því er tæplega eðlilegt að þær gæti komið sér saman um að afvopnast, nema að friðarhugsjónin sé afmörkuð í ákveðnu formi, sem allar þjóðir geti verið sammála um að réttlát sé og best um alla framtíð. Pólitískt og efnahagslegt hlutleysi. Talið er að vér íslendingar höf- um hagnazt á síðustu heimsstyrj- öld. Hvernig getum vér ætlazt til þess að vér getum staðið utan við styrjaldir og lýst hlutlevsi, en grætt efnalega á þeim? Þeir, sem standa hjá í orrustu, ættu öðrum fremur að vera færir um að dæma og leggja hið bezta til málanna án æsinga og hefndar- hugs. Þarna höfum vér Islending- ar því góð skilyrði til forgöngu. Vér erum í Bandalagi Sameinuðu þjóðanna með fullum rétti. . Nýjar hugsjónir og þjóðfélags- form geta allt eins. vel komið fram hjá fámennri þjóð sem fjölmennri. Gætu ekki Islendingar nýtt gáfurn- ar, sem þeir gorta svo mjög af í ræðu og riti, til þess að finna þetta nýja þjóðfélagsform? Verst er að sjálfir standa þeir í innbyrðis deil- um og illindum, sem rekja má til fjár- og valdagráeðgi. Ef Islendingar vilja vera til fyr- irmyndar, og ef þeir ætla að leggja eitthvað gott til heimsmálanna, verða þeir að hætta þessari tog- streitu um völd og fé, því fremur sem það er ljóst, að undanfarnar styrjaldir eiga allar rót sína að rekja til fjár- og valdagræðgi þjóða, bæði innbyrðis og út á við. Þessi togstreita um völd og fé hlýtur í rauninni senn að vera dauðadæmd. Hún hefur sýnt hversu afleiðingar hennar eru al- varlegar og því skjótar leiðir þessi streita til algjörrar glötunar sem vélamenning verður hraðvirkari og mennirnir lærðari að vísindum og þekkingu, aðeins til þess að beita vélum og brögðum þá, sem þeir vilja hafa undir hæl sínum. Þetta hlýtur maður að skilja, og þó helzt þeir, sem með opinber mál fara. Ríki sundrungar stefnir til hruns. Það liggur í augum uppi að taka þarf vopnin úr höndum þeirra sem misbeita þeim. Finna verður því þjóðfélagsform þannig gjört, að völdum fylgi ekki fé og féi fylgi ekki völd — þar sem aðeins hinir verðugu verði fundnir, sem vit hafa og drengskap til þess að fara með völd og ráð. I lýðræðislöndum má ekki vera hægt að halda völdum með sér- réttindabrögðum. Þar verður að vera hægt að treysta þeim mönn- um, sem kosnir eru af meirihluta þjóðarinna til þess að fara með völd og fé. STÚLKUR vantar mig til kartöfluupptöku. JÓN GUÐMANN. Vér erum lýðræðisþjóð — en oft hefur þetta farið ,,á skjön“ hjá oss — þvi miður. Sem þegnar lýð- ræðisþjóðar og sjálfstæðs ríkis megum við ekki vera sundurþykk- ir. Ríki sundurþykkra þegna, „það hrynur“. ~ Nýtt þjóðfélagsform! Vér íslendingar höfum margt til að be.«a, sem stuðlað gæti að því að vér tækjum upp nýtt og skyn- samlegt þjóðfélagsform. Vér höf- um yfirlýst hlutleysi, erum fá- mennir og höfum almenna mennt- un framar öðrum þjóðum. Því skyldum vér ekki ríða á vaðið með nýtt þjóðfélagsform með það í huga að öll bandalög þjóða verða að hvíla á grundvelli þjóðfélag- anna og grundvöllur þjóðfélaganna verður því að vera traustur, ef hægt á að vera að gera sér vonir um frið milli þjóðanna? En getum vér fundið nýtt þjóð- félagsform, sem væri öðrum til fyrirmyndar? Eg hef hugsað mér að eitthvert bezta skipulagið væri stéttaskipu- lag. Þjóðin skipaði sér í stéttir og yrði þá hver þegn að vera i þeirri stétt, sem hann hefði mestar tekjur úr. Fjöldi stétta yrði eftir sam- komulagi og þörfum, og hlyti hver stétt nafngift eftir starfi stéttar- innar, t. d. Iðnaðarstétt, Landbún- aðarstétt, Verzlunarstétt o. s. frv. Allar stéttir, hve margar, sem þær eru, verða að vera í jafnvægi, það er að segja, að þær hafi jafþar tekjur að meðaltali á hvern sinn meðlim, þegar öll gjöld hafa verið tekin til hins opinbera. Nú hafa stéttirnar misjafnar tekjur áður en rikið fer að jafna. Sú stétt, sem hefur háar tekjur, borgar hlutfallslega meira en sú stétt, sem hefur lágar tekjur, þar til jöfnuður er köminn á milli stéttanna, en þá er búið að greiða öll gjöld til ríkisins. Komið gæti til mála að tekjuhæstu stéttirnar verði að greiða þeim tekjulægstu uppbætur. Sambúð stéttanna. En þess ber að gæta, að tekjum er ekki jafnað innan stéttanna; þar þiggur hver sín laun eftir getu og hæfni. Nú væri hægt að leyfa stéttun- um að greiða atkvæði um, hvernig þær legðu á meðlimi sína. En yrði ágreiningur, gæti stéttin klofið sig í tvennt eða fleira, og fært sig þannig nær jafnaðarstefnu. Það er að segja, að ef tekjuhá stétt legði á sig þannig, að sá stóri fengi alltaf að vera stærri, þá felldi hún alltaf neðan af sér þá lægstu, þar til að- eins einn væri orðinn eftir í stétt- inni. En þá yrði hann að sæta því að tekjum hans yrði jafnað til jafns á við meðaltal hinna stétt- anna. Sá hagnaður, sem riki maðurinn ætlaði að hafa af því að vera einn í stétt, er þá að engu gerður. Þegar þetta skipulag væri komið á með þjóðinni, væri sama hvort krónan væri há eða lág, þá þyrfti ekki bátagjaldeyri eða kreppulána- sjóð. Þá mundi hvaða íhaldsskipu- lag sem væri troðast undir sínum eigin hæl. Erfiðast mundi að fá góða og réttláta menn til embætta — og allar skýrslur réttar. En tækist það, gæti þá ekki þetta þjóðskipu- lag orðið til fyrirmyndar öðrum þjóðum? — Snorri Þórðarson.

x

Dagur

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.