Dagur - 21.09.1955, Page 7
Miðvikudaginn 21. sept. 1955
DAGUR
7
Drengjapeysur
nýir litir og gerðir.
D.
Dömupeysur
stutt- og langerma,
margir litir.
D.
Barnapeysur
í fjölbreyttu úrvali.
Verzlunin DRÍFA
Simi1521
Lítil íbúð
óskast til leigu sem fyrst.
Afgr. vísar á.
Ráðskonu vantar
á heimili í sveit nú þegar.
Fátt í heimili. Upplýsingar
f síma 1748 eða á Hálsi í
Kinn.
rii söiu
nokkrar ungar ær.
Valdimar Baldvirisson,
Byggðaveg 103.
Sími 1608.
Stúlkur
óskast til að taka upp
kartöflur nokkra daga.
Upplýsingar í síma.
Krist i n n Sigmun dsson,
Arnarhóli.
Til sölu
nokkrar ungar ær, bólusett-
ar sreíín garnaveiki.
o o O
Þór Jóhannesson,
Þórsmörk.
Eldri kona
getur fengið stofu með
ljósi og hita gegn lítilshátt-
ar húshjálp. — Engin börn.
Uppl. í síma 1118 eftir kl.
8 í kvöld.
Nýkomið!
Veggteppi
fjölbreytt úrual.
Útvarpsborð
tvœr stœrðir.
Blómaborð
Stofuskápar
tvœr slœrðir.
Bólstruð húsgögn h.f,
Hafnarstræti 88. Sími 1491
SENDISVEINA
vantar á Landsímastöðina
á Akureyri frá 1. okt. n. k.
SÍMASTJÓRINN.
Tvenn drengjaföt
á 12 -13 ára til sölu í Norð-
urgötu 42.
2ja—3ja herbergja íbúð
óskast til leigu sem fyrst.
Afgr. vísar á.
Stórir timburflekar
TIL SÖLU.
Afgr. vísar á
Skemmtilegt herbergi
með snyrtingu, til leigu við
miðbæinn. — Ódýr barna-
vagn til sölu.
Uppl. i síma 2294.
Tvær stúlkur
áreiðanlegar og þrifnar,
óskast til verzlunarstarfa.
Afgr. vísar á.
Barnarúm
(rimlarúm) til sölu í Norð-
urgötu 31 (niðri).
Unglingsstúlku
vantar okkur sem fyrst.
Möiuneytið Hafnarstr. 100
Sími 1324.
Unglingsstúlka
óskast í vetur. — Aðeins
tvennt í heimili.
Laufey Pálsdóilir
(Hamborg)
Atvinna
Ábyggileg og dugleg stúlka
(unglingsstúlka) óskast til
afgreiðslustarfa í búð. Um-
sóknir merktar: Afgreiðslu-
stúlka, leggist inn á afgr.
Dags fyrir n. k. laugardag.
Stúlka eða eldri kona
óskast til að annast heimili
þar sem húsmóðirin vinn-
ur úti. Sérherbergi, hátt
kaup, öll kvöld frí.
Uppl. i sima IISS.
Barnavagn
til sölu í Aðalstr. 24 (niðri).
Simi 2030.
Trillubátur
til sölu ódýrt. Upplýsingar
í síma 1365, eftir kl. 5 e. h.
. FOKDREIFAR
(Framhald af 4. síSu).
sögunni hafa eins mörg blöð né út-
breidd verið gefin út og í dag. Og
hér á íslandi hefur útbreiðsla blaða
aldreti verið neitt nándar nærri
eins mikil og nú siðustu árin. Og
fer vaxandi. Og þótt oft sé vikið
ómildum orðum að blöðunum,
munu þó flestir sanngjarnir menn
viðurkenna, að þau gegna mikil-
vægu hlutverki, sem eflist og eykst
með ári hverju.
Góð ódýr handklæði
á kr. 15.25
kornin aftur.
Hannyrðaverzlun
Ragnheiðar O. Björnsson
NÝKOMIN:
amerísk gluggatjöld
og
gluggatjaldaefni
Hannyrðaverzlun
Ragnheiðar O. Bjömsson
Gylltar snúrur,
leggingar og skúfar
á gluggatjöld, skerma og
púða.
Hannyrðaverzlun
Ragnheiðar O. Björnsson
FLAUEL
i miklu úrvali.
H annyrðaverzlun
Ragnheiðar O. Bjömsson
ATVINNA!
Tvær röskar stúíkur vantar
til afgreiðslustarfa. Fæði og
lnisnæði kemur til greina.
Upplýsingar í síma 1977
kl. 6—7 eftir hádegi.
HEY
óskast til kaups.
Gisli Eiriksson.
Sími 1641.
Til sölu:
Nýuppgert ARIEL-mótor-
hjól, 6 'ha. Til sýnis eftir
kl. 7.
Niels Hansen,
Norðurg. 38.
SILKIKLÆÐI
Efni i upphlutssvuntur
og skyrtur.
Svarlir crepe-sokkar
Svartir silki-sokkar
Svartir undirkjólar
Ódýr herðasjöl
Peysufatalifstykki væntanl.
á næstunni.
Anna & Freyja
Kirkjan. Messað í Akureyrar-
kirkju næstk. sunnudag kl. 2 e. h.
Sálmar: 573 — 194 — 226 — 222
og 451. — K. R.
Vallarráð hefur ákveðið að leyfa
ekki notkun grasvallarins á
íþróttaleikvanginum lengur í
sumar. Umferð um grasvöllinn er
einnig bönnuð og er þess vænst,
að íþróttamenn og aðrir bæjarbú-
ar láti sér annt um að verja þenn-
an blett fyrir óþarfa átroðningi.
Hjónaband. 14. sept. voru gefin
saman í hjnaband ungfrú Ásdís
Solveig Jakobsdóttir, Þingvalla-
stræti 35, Akureyri, og Kári Jó-
hannesson sjómaður frá Patreks-
firði. Heimili þeirra er að
Þingvallastræti 35.
MÓÐIR. KONA, MEYJA
(Framhald af 4. síðu).
aði öllum söng, en frú Gertrude
Friðriksson lék á píanó.
Síðdegis var sameiginleg kaffi-
drykkja í Dvergasteini, hinu
myndarlega smíðahúsi Lauga-
skóla. Þar fóru fram frjáls ræðu-
hönd og almennur söngur undir
stjórn Páls H. Jónssonar kenn-
ara. Sérstakir gestir sambands-
ins á hátíðinni voru: Frú Guðrún
Pétursdóttir og frú Aðalbjörg
Sigurðardóttir, Reykjavík, en
þær eru form. og varaform.
Kvenréttindasambands Islands,
ennfremur frk. Halldóra Bjarna-
dóttir, Akureyri, og frú Pálína
Björnsdóttir, forstöðukona,Rvík.
Þá voru 3 af 7 stofnendum Sam-
bandsins, sem enn eru á lífi: Frk.
Jóninna Sigurðardóttir, Akur-
eyri, fyrsti form., frú Þuríður
Jónsdóttir, Sigurðarstöðum í
Bárðardal, og frú Hólmfríður
Pálsdóttir á Þórustöðum í Kaup-
angssveit. Aðrir stofnendur, sem
ekki gátu mætt: Frú Guðný
Gestsdóttir, Knarrarbergi, frk.
Sigríður Þorláksdóttir, Akureyri,
frú Jónína Guðmundsdóttir,
sjúkrahúsinu, Húsavík.
Á STOFNFUNDI félagsins fyrir
50 árum mættu 34 konur. Var það
þá nefnt Kvenfélag Suður-Þingey-
inga. I sambandinu eru nú 14 félög
og 565 félagskonur. Stofnfundur-
inn var haldinn að Ljósavatni 7.
júní árið 1905.
í stjórn Sambandsins í dag eru
þessar konur: Hólmfríður Péturs-
dóttir, formaður, Aðalbjörg
Bjarnadóttir, Hvoli, Dag-
björt Gisladóttir, Laugafelli, Hel-
ena Líndal, Húsavík, og Kristjana
Árnadóttir, Grímshúsum í Aðaldal.
Á fundinum á Laugum var
ákveðið að gefa 1000 kr. í Menn-
ingarsjóð þingeyskra kvenna, til
minningar um stofnendur félagsins.
ÞESSI HÁTÍÐ á Laugum er
þess verð, að frá henni sé sagt.
Var hinn mesti myndar- og menn-
ingarbragur á öllu, er fram fór.
Fjölmennið á Laugum þennan dag
vottar, hverjum augum þingeyskar
konur líta félagssamtök sín. Megi
samtök þeirra lengi lifa.
Kvikmyndasýning verður í les-
stofu ísl.-ameríska félagsins í
Geislagötu 5 (hús Kr. Kristjáns-
sonar, 3. hæð) á föstudagskvöld-
ið kl. 9. Sýndar myndir til
skemmtunar og fróðleiks. —
Ókeypis aðgangur.
Knattspyrnukappleikur verður
í kvöld kl. 6,15 á Þórsvellinum
milli Gamla Nóa og POB.
Happdrætti Landgræðslusjóðs.
Landgræðslusjsóður hefur nú efnt
til happdrættis, og er vinningur-
inn Mercedes-Benz fólksbifreið af
gerð 220. Gefnir eru út aðeins 6
þús. miðar og verður dregið 22.
okt. — Allir íslendingar þurfa að
sameinast um að efla Land-
græðslusjóð. Hann er stofnaður í
þeim tilgangi að klæða landið,
bæta það og fegra og gera það
byggilegra. — Happdrættismið-
arnir fást hjá stjórn Skógræktar-
félags Eyfirðinga á fólks-bif-
reiðastöðvunum og víðar í bæn-
um.
Skjaldborgarbíó hefur nú ný-
lokið sýningum á ágætri mynd,
Tvíburastysturnar. En vegna mik
illar eftirspumar verður myndin
sennilega sýnd einu sinni enn, um
næstu helgi, og verður það nánar
auglýst i útvarpi.
Blaðið hefur verið beðið að
vekja athygli fullnaðarprófsbarna
frá í vor, sem enn hafa ekki mætt
til skrásetningar í Gagnfræðaskóla
Akureyrar, á því, að það má ekki
dragast að þau eða forráðamenn
þeirra hafi tal af skólastjóranum
sem allra fyrst.
Tónlistarskóli Akurcyrar vill
hér með benda væntanlegum
nemendum á það að réttara er að
draga ekki of lengi að senda um-
sóknir um skólavist og þurfa um-
sóknir að hafa borizt skólastjóra
fyrrr 28. b. m.
Dánardægur
Sunnudaginn 18. þ. m. lézt í
Fjórðungssjúkrahúsinu á Akur-
eyri Kiist'm Kiistjánsdóttii tiá
Birningsstöðum í Ljósavatns-
skarði, tæplega 87 ára að aldri, ein
hinna mörgu Birningsstaðasystkina
(næst-elzt). Hún var fædd 4. okt.
1868, dóttir hjónanna Kristjáns
Jónssonar frá Mjóadal, Jónssonar
frá Mýri í Eárðardal, og Guðrúnar
Bjarnadóttur, Jónssonar prests í
Reykjahlíð. Móðir Kristjáns var
Aðalbjörg Davíðsdóttir frá Stóru-
völlum, en móðir Guðrúnar var
Kristín Kristjánsdóttir frá Illuga-
stöðum.
Kristin var vel gefin og einstak-
lega hagvirk. Ung lærði hún fata-
saum og að sníða eftir máli og var
eftirsótt saumakona. Seinna var
hún lengi ráðskona á ýmsum heim-
ilum, bæði á Akureyri og í sveit-
um, og var alls staðar mikils metin
fyrir dugnað, myndarskap og trú-
mennsku. Síðustu 34 árin sam-
fleytt var hún búsett á Akureyri,
lengst á heimili Guðrúnar systur
sinnar. Hún giftist aldrei. Siðustu
árin var hún mjög þrotin að
heilsu.
Ný lifnr og hjörtu
daglega
KJÖTBÚÐ K.E.A.
og utibúin
Léttsaltað dilkakjöt
KjÖTBÚÐ K.E.A.