Dagur - 05.10.1955, Qupperneq 1
Fylgist með því, sem gerizt
hér í kringum okkur. —
Kaupið Dag. — Sími 1166.
Dagur
DAGUR
kemur næst út miðviku-
daginn 12. október.
XXXVIII. árg.
Akureyri, miðvikudaginn 5. október 1955
47. tbl.
Smábátahöfnin á Oddeyrartanga
I sumar hefur smábátahöfnin á Gleráreyrum verið stækkuð. I>ar
rísa nú upp verbúðir, sein fiskimenn í bænum byggja. Er aðstaða til
smábátaútgerðar nú allt önnur og betri en áður var.
Bömum kennt á fveimur sföðum
ufan barnaskólans vegna þrengsla
Bygging barnaskólá á Oddeyri hefst næsta vor
- Barnaskóli Akureyrar settur sl. laugardag
Hin nýjð verzlunarfækni mun halda
innreið sína hér á Akureyri í haust
Kaupf élag Eyfirðinga mun opna sjálf s-
afgreiðsluverzlun í Brekkug. 1 - þr jár
aðrar sjálfsafgreiðsluverzlanir sam-
vinnumanna tilbúnar á þessu ári
Barnaskóli Akureyrar var sett-
ur í Akureyrarkirkju laugardag-
inn 1. okt. síðastliðinn. Hannes J.
Magnússon skólastj. flutti ræðu
og séra Kristján Róbertsson
stutta bæn. Sungið var á milli,
Skólastjórinn skýrði frá, að í
vetur yrðu 930-940 börn í skólan-
um í 35 deildum. Og sökum vax-
andi þrengsla verður nú kennt á
tveimur stöðum utan skólans,
fundarsalnum í íþróttahúsinu og
tveim stofum í Húsmæðraskólan-
um. Búið er að gera teikningu að
nýju skólahúsi, sem á að standa á
Oddeyri og verður byrjað á þeirri
byggingu í vor.
Breytingar á kennaraliði.
Mikil breyting verður á kenn-
araliði skólans. Steinþór Jóhanns-
son, sem starfað hej'ur við skólann
í 25 ár, lætur nú af starfi. Rósa
r
I stuttu ináli:
Úrslit í bæjarstjórnarkosningun-
um á sunnudaginn í Kópavogi
urðu þessi: Sameinað lið komm-
únista og Þjóðvarnar hlaut meiri-
hluta, 4 fulltrúa, 740 atkv., Fram-
sóknarmenn fengu 273 atkv. og 1
fulltrúa, Sjálfstæðisfl. 349 atkv. og
2 fulltrúa, en Alþýðufl. 115 atkv.
og engan fulltrúa.
—o—
Þýzkur maður, Claus Lever-
mann, sem starfað hafði á Heiðar-
fjalli á Langanesi í sumar, fannst
örendur skammt frá Húsavík sl.
föstudag, Byssa var við hlið hans.
Gögn, er hann skildi eftir, munu
hafa staðfest, að maðurinn hafði
ráðið sér bana.
Mænusótt er komin upp í Rvík.
Er þegar látið 1 barn, og nokkur
tilfelli lömunar staðfest. Barna-
skólum hefur verið frestað að
sinni og rætt er um samkomubann.
Árnadóttir og Ragnheiður Guð-
mundsdóttir hætta einnig störfum
við skólann.
Einar M. Þorvaldsson kemur nú
aftur að skólanum, en hann var
skólastjóri við Barnaskólann í
Hafnarfirði sl. vetur. Þá hefur frú
Bryndís Böðvarsdóttir, sem verið
hefur forfallakennari við skólann,
fengið við hann hálfa stöðu. Enn-
fremur koma að skólanum þrír
nýir kennarar, Sigríður M. Jóns-
dóttir, Jón O. Olafsson og Ásdís
Karlsdóttir. Ásdis verður fastur
stundakennari og kennir stúlkum
leikfimi. Allir þessir þrír nýju
kennarar eru Akureyringar og
hafa áður verið nemendur skólans.
Uppeldisskyldur heimilanna.
Skólastjóri ræddi meðal annars
uppeldisskyldur heimilanna og
þar væri lagður grundvöllur að
framtíð bamsins. Taldi hann það
mikilvægt, að barnið leysti af
höndum með trúmennsku þau
verkefni, sem því væru falin af
skólanum og vanrækti ekkert.
Það væri hollur undirbúningur
daglegrar skyldu síðar.
I eftirleit suður á
fjöllum
Nýlega fóru 4 Eyfirðingar í
eftirleit suður á fjöll, um Vatna-
hjalla suður fyrir Urðarvötn. -—-
Náðu þeir 4 kindum í Fossárdal
og sáu að auki dilk í Hörtnár-
dal, en ekki reyndist unnt að
komast nálægt honum. Er nú
ráðgert að fara aftur og freista
þess að ná honum. I Ieiðangrin-
um voru Magnús Guðmundsson,
lögregluþjónn, Akureyri, Sigurð-
ur Jósefsson, Torfufelli, Hreinn
Gunnarsson, Tjörnum. o£
Tryggvi Aðalsteinsson, Jórunn-
arstöðum. Þeir komust á jeppa
upp á V atnahjalla, um veg
Ferðafélags Akureyrar, en ill-
fær er hann, m]ög grafinti og
grýttur, enda ekki verið við
haldið nú síðustu árin. — Frá
Urðarvötnum gengu þeir suður
á bóginn. 1 Fossármúla gengu
þeir fram á ógrynni af bláberj-
um. Virðist hvarvetna mikið um
ber, þar sem snjór hefur skýlt
lynginu fram á sumar. I Fossár-
dal og Hörtnárdal var og mjög
mikið af rjúpu. Urðarvötn segja
þeir iélagar nú mjög lítil eftir
þurrkana í sumar.
BíII SÍBS kom á merki,
sein selt var á Akureyri
Aðalvinningurinn í því happ-
drætti SIBS, sem bundið var
merkjum dagsins, kom upp á
númer 69, en það merki keypti
frú Kara Briem, Möðruvalla-
stræti 2 hér í bæ. Hlýtur hún
því vinninginn, Morrisbíl af nýj-
ustu gerð, rösklega 40 þús. kr.
virði. Lítil stúlka, Margrét Guð-
mundsdóttir (yfirlæknis Péturs-
sonar) seldi merkið.
SIGURÐUR JÓNASSON
forstjóri Tóbakseinkasölunnar.
Fjármálaráðherra hefur veitt
Sigurði Jónassyni forstjórastöðuna
við Tóbakseinkasölu ríkisins, Sig-
urður gegndi þessu sama starfi á
árunum 1932—1947.
Kaupfélag Eyfirðinga mun
opna sjálfafgreiðsluverzlun með
allar algengar matvörur og
hreinlætisvörur í Brekkugötu 1
hér í bæ seint á þessu hausti.
Verður það fyrsta búðin á
Norðurlandi með því nýja sniði,
sem nú ryður sér mjög til rúms í
Evrópulöndum. En þetta verzlun-
arform er þegar þrautreynt í
Bandaríkjunum og er þaðan komið
til Evrópulanda.
Þrjár aðrar sjálfafgreiðslubúðir
verða opnaðar af hálfu samvinnu-
manna á þessu hausti: Samband
ísl. samvinnufélaga mun opna
mjög glæsilega búð í Austurstræti
í Reykjavík, og kaupfélögin í
Hafnarfirði og á Selfossi eru einn-
ig að undirbúa búðir af þessari
tegund.
Eftir sænskri fyrirmynd.
Hin nýja búð KEA í Brekku-
götu 1 verður innréttuð að sænskri
fyrirmynd. Teikningar eru gerðar
erlendis og aðalinnrétting fengin
þaðan. Kristinn Þorsteinsson
deildarstjóri nýlenduvöruverzlunar
KEA hefur að undanförnu dvalið
í Danmörk og Svíþjóð til að kynna
sér þetta verzlunarform. En verzl-
unarstjóri í hinni nýju búð mun
verða Baldur Ágústsson, ungur
starfsmaður félagsins, sem dvalið
hefur í Svíþjóð að undanförnu við
verzlunarnám. M. a. hefur hann
þafr kynnst þessari gerð verzlunar-
búða. Forráðamenn kaupfélagsins
vænta þess, að þessi nýjung hér
gefi góða raun og verði til þæg-
inda fyrir viðskiptamennina. —
Reynslan erlendis stvður þá skoð-
un, að sjálfafgreiðslubúðir séu
hentugasta dreifingarformið á al-
gengum matvörum. Þar fjölgar sí-
fellt þeim vöruflokkum, sem fást í
slíkum búðum. í þessum búðum
eiga öll viðskipti að vera fljótari
og auðveldari en í gömlu búðun-
um. Viðskiptamaðurinn óháðari
afgreiðslufólkinu, en fær þó alla
nauðsynlega fyrirgreiðslu og leið-
beiningu skjótt og vel af hendi
leysta. Fyrirtæki, sem stofna til
slíkrar verzlunar, gera sér á hinn
bóginn von um hraðari umsetn-
ingu vörunnar og auka viðskipta-
veltu. Verður nú fróðlegt að fylgj-
ast með því, hvernig íslenzkum
almenningi geðjast að hinum nýju
verzlunarháttum.
Færir sérfræðingar til
ráðuneytis.
Auk þess sem forstöðumenn
hinna nýju verdana hér hafa
dvalið erlendis til að kynna sér
tæknina, og teikningar hafa verið
gerðar þar, hafa samvinnufélögin
fengið hingað til lands færustu
sérfræðinga frá Danmörk og Sví-
þjóð til ráðuneytis um gerð og
rekstur hinna nýju búða. Auk þess
hafa þau notið leiðbeininga frá
sérfræðingum EPA, er hér hafa
verið á ferð. I maí sl. var hér á
ferð sérfræðingur í þessari nýju
verzlunartækni, hr. A. W.
Swentor, og taldi hann tímabært
fyrir íslenzka verzlunarstétt að
hefjast handa á þessu sviði og
lagði mikla áherzlu á notagildi
búðanna.Kom hann m.a. hingaðtil
Akureyrar og lagði áherzlu á, að
hér væri tímabært að hefjast
handa. Birtist ýtarlegt viðtal við
hann hér í blaðinu 18. maí sl„ og
hvatti hann þar eindregið til ftam-
kvæmda hér.
Leitað að nýyrði.
Samband ísl. samvinnufélaga
hefur auglýst samkeppni um bezta
nýyrði í stað orðsins sjálfaf-
greiðsluverzlun og heitir 5000 kr.
verðlaunum. Hið gamla heiti er
langt og óþjált og væri þörf á
betra orði. Stendur þessi sam-
keppni til 1. nóvember.
Skoðun á lungum úr
fullorðnu
Ákveðið hefur verið af hálfu
Sauðfjársjúkdómanefndar, að skoð
un fari fram nú í haust á öllum
lungum úr fullorðnu fé á fjár-
skiptasvæðum, hvort sem því er
slátrað í sláturhúsum eða heima.
Lungnaskoðun þessi er gerð til
þess að kanna livort um mæði-
veikissýkingu geti verið að ræða.
Bændum er ætlað að senda lungu
til næsta sláturhúss eða frystihúss,
eða beint til tilraunastöðvarinnar
að Keldum.
Hvítt hús á Suðurbrekkunum
Þetta.er heimavistarhús Mcnntaskólans, sem nú gæti heitið hvíta húsið á Suðurbrekkunum. í sumar
hefur verið unnið að því að pússa húsið að utan og hvítta það. — Hefur byggingin tekið miklum
Dtakkaskiptum fyrií þessár aðgerðir. — Má vafalaust tclja þetta glæsilegasta heimvistarhús álandinu.