Dagur


Dagur - 05.10.1955, Qupperneq 4

Dagur - 05.10.1955, Qupperneq 4
4 D AGUR Miðvikudaginn 5. október 1955 DAGUR Ritstjóri: HAUKUR SNORRASON. Afgreiðsla, auglýsingar, innheimta: Erlingur Davíðsson. Skrifstofa í Halnarstræti 90. — Sími 1166. Árgangurinn kostar kr. 75.00. Blaðið kemur út á hverjum miðvikudegi og á laugardögum þegar ástæða þykir til. Gjalddagi er 1. júlí. PRENTVERK ODDS BJÖRNSSONAR H.F. J Tvískipt efnahagsaðstaða í HINNI SKÖRULEGU grein Jóhannesar Nor- dals hagfræðings um efnahagsmálin, sem birtist í síðasta hefti tímarits Landsbankans, er svo að orði komizt, að frumskilyrði til þess að stöðva núverandi óheillaþróun í verðlagsmálum og treysta fjárhags- grundvöll þjóðfélagsins, sé að draga úr hinni gífur- legu fjárfestingu og eftirspurn innanlands. Til þess að hefja slíka endurreisn þarf, að áliti hagfræðings- ins, að draga mjög úr útlánum bankanna og bæta afkomu ríkissjóðs. Hér skal ekki að sinni rætt um afkomu ríkissjóðs né möguleika til þess að lifa eftir kenningum hagfræðingsins að því leyti. Aðeins á það minnt, að litlar líkur eru fyrir því, að af- koma ríkissjóðs geti orðið með nokkru móti viðun- andi eins og nú horfir í þróun verðlagsmála. En öll þjóðin stendur undir afkomu ríkissjóðs, og þar verð- ur eitt yfir alla að ganga. Nokkru öðru máli gegnir með útlán bankanna. Sá samdráttur í lánastarfsemi, sem um er rætt í tímariti Landsbankans, er ekki á sama hátt mál allrar þjóðarinnar. Allsherjar sam- dráttur á lánastarfsemi bankanna mundi koma mjög ranglátlega niður. Ef miðað er við ástandið í dag er sú gífurlega fjárfesting og lánastarfsemi, sem hagfræðingar segja að sé að kollsteypá efnahags- kerfi þjóðfélagsins, að lang mestu leyti á einu landshomi. í fjórðungunum fyrir vestan, norðan og austan er ekki um að ræða neina þá fjárfestingu, sem heilbrigðri efnahagsþróun stafar hætta af. Þessir landshlutar hafa verið í svelti að því lánsfé til framkværhda varðar um langt árabil, og úr þeim málum hefur lítið raknað á síðustu tímum. Sumar bankastofnanir reka þannig lagaða peninga- starfsemi úti á landi, að þær safna sparifé fólksins þar og ávaxta það suður í Reykjavík. Frá þeim kemur ekki grænn eyrir til framkvæmda í atvinnu- lífinu. Veðlán þeirra eru helzt til bílakaupa nú um sinn. Útflutningsframleiðsla heyrist þar ekki nefnd innan veggja. Hvernig má nú rétta við þjóðarhag með því að segja slíkum bankastofnunum að draga að sér hendina? ÚTI UM LANDIÐ er hvorki um að ræða mikla fjárfestingu né gífurlega eftirspurn eftir vörum og vinnuafli. Þar ríkir þvert á móti atvinnuleysi suma tíma ársins. Þar er almennur skortur á fé til þess að leggja í atvinnuframkvæmdir og efla útflutnings- framleiðsluna. Þar er alls ekki um að ræða neina möguleika á því að bankar dragi úr útlánastarfsemi. Slíkt mundi stefna rakleitt að því að leggja allt at- vinnulíf þar í rústir og auka enn hinn ískyggilega fólksflótta úr byggðum landsins suður að Faxaflóa- höfnum. Viðreisnarstarfsemi úti á landi hlýtur að byggjast á auknu fé til atvinnulegrar uppbyggingar. Ástandið nú um sinn er með þeim hætti, að nauð- synlegustu atvinnuframkvæmdum heldur við að stöðvast vegna fjárskorts, enda þótt ekki sé um að ræða stærri fjárhæðir en þarf til að reisa hálfa aðra villu á Laugarásnum í Reykjavík. ÞEGAR RÆTT ER UM að stöðva núverandi þróun í verðlagsmálum og traustari grundvöll efna- hagskerfisins, verður að hafa í huga, að mjög ólík aðstaða ríkir í landinu. Við Faxaflóa keyrir fjár- festing úr hófi. Frelsið, sem ríkisvaldið veitti í því efni, af helzt til mikilli bjartsýni á mannlega nátt- úru, hefur verið herfilega misnot- að. Hlutfallið x milli þess fjár- magns, sem bundið er í útflutn- ingsatvinnuvegunum annars vegar og byggingum og verzlun hins vegar, mun allt úr skorðum. Hlut- fallið í milli fjárfestingar úti á landi og í Reykjavík og grennd mun heldur aldrei hafa verið óhag stæðára fyrir þjóðfélagið en nú. Fram hjá því verður naumast gengið lengur, að efnahagsaðstað- an í þjóðfélaginu er orðin tvískipt. I umræðum um nýjar ráðstafanir og endurreisn þarf að taka tillit til þeirrar örlagaríku staðreyndar. „Bóndi í Þingó og kaupakona í Mývatnssveitó . . . .“. UNGA KYNSLÓÐIN þekkir nú naumast lengur þau góðu gömlu lög og ljóð, sem voru á hvers manns vörum fyrir fáum áratug- um. Ljóðin, sem nú eru sungin eru af öðrum toga. Hér kemur eitt hið nýjasta, kyrjað í útvarp og úr öðr- um hverjum grammófón þessa síð- ustu daga. Það heitir Hæ Mambó, og hljóðar þannig: „Sem unglamb heim eg aftur sný úr orlofsferð til Napolí, fríðari hvergi karl leit kvennafans, þótt kynni eg hvorki þeirra dans né sönginn hæ mambó, mambó, Italianó, hæ mambó, mambó Italianó. Sí, sí, sí, þú ert Sikileyingur? Gettu betur góða, gamall bóndi úr Þingó. Hæ mambó. Þar er nú líf í landi. Hæ mambó. Og skáldin óteljandi. Hæ mambó. Yrkja ótal vísó, ást og lof og prísó, til okkar daladísó svo ástar heitó er ekki nema í Mývatnssveitó. Og heyrðu, mig vantar kaupakonó, kannske hef eg vonó? Ef þú heldur heim með mér, heila drápu kveð eg þér.... Hæ mambó, mambó Italianó, hæ mambó. Mambó Italianó. Hó, hó, hó, . . . í haust er hættir sláttó dátt og kátt í réttó, dans við stígum, sæl og þéttó.... Mambó Italianó." Nemurðu spekina? spurði Þór- bergur um árið. Skilja menn þetta tungutak? Varla verða skáldin í Mývatnssveitó né annars staðar i Þingó ofboð ástar heitó eða uppi með mikið prísó, ef þau nema þessa speki á annað borð. En þetta er íslenzka dagsins, annó 1955. Athugasemd frá Ferðaskrifstofu ríkisins. Þorleifur Þórðarson, forstjóri Ferðaskrifstofu ríkisins, hefur skrifað blaðinu eftirfarandi: „í BLAÐI yðar hinn 24. ágúst sl. látið þér í „Fokdreifum" stór orð fjúka í garð Ferðaskrifstofu ríkisins. Þér teljið, að F. r. eigi sök á því, að skemmtiferðaskip hafa ekki lagt leið sína til Akur- eyrar á seinni árum. Þér gefið í skyn, að hún misbeitii aðstöðu sinni og að lokum komist þér að þeirri niðurstöðu í grein yðar, að hún mismuni landshlutum í starf- semi sinni og eigi því ekki rétt á sér og þurfi að hverfa. I tilefni þessa vildi eg mega gera nokkrar athugasemdir og leiðréttingar á misskilningi, er gætir í umræddri grein. Þér haldið því fram, að skemmtiferðaskip hafi ekki sézt á Akureyrarhöfn siðan Fe'rðaskrif- stofa ríkisins tók til starfa. Þetta er ekki rétt. Ferðaskrifstofa ríkis- ins hóf starfsemi sína 1936 og á hverju sumri þar til styrjöldin brauzt út, komu 2—3 skemmti- ferðaskip til Akureyrar. Það er líka rangt, að Ferðaskrifstofan hafi eitthvert einokunarvald til móttöku ferðamannaskipa. Það gilda sömu lög nú um þessi mál og fyrir stríð. Þeir, sem höfðu ax.nast fyrirgreiðslu erlendra ferðamanna fyrir gildistöku laganan um Ferða- skrifstofu ríkisins geta haldið þéssari starfsemi áfram enn í dag. Má benda á, að ferðaskrifstofan Geir H. Zoega & Son tók á móti skemmtiferðaskipi, sem kom hér 1952. Ennfremur ber að geta þess, að nefnd skrifstofa er m. a. um- boðsmaður eirsnar allra stærstu ferðaskrifstofu í heimi, sem er Thos. Cook & Son. Skýringin á því, að ferðamanna- skip hafa ekki komið til Akureyr- ar eftir stríð, finnst í þeirri stað- reynd, að flest ferðamannaskipin, sem komu til Islands áður fyrr, fórust í síðustu heimsstyrjöld. Enda þótt 10 ár séu liðin frá styrjaldarlokum, hefur enn ekki verið fyllt í skarðið. Þýzka skipa- félög hafa t. d. enn ekki getað haf- ið skemmtiferðasiglingar til norð- laégra hafna og brezk skipafélög hafa aðeins getað sinnt þessum skemmtisiglingum að litlu leyti miðað við það, sem áður var. En það voru fyrst og fremst þýzk og brezk skip, sem viðkomu höíðu á Akureyri. Það er því rangt að halda því fram, að Ferðaskrifstof- an eða lögin um hana eigi sök á þvi, að skemmtiferðaskip hafa ekki komið til Akureyrar undan- farin ár. FERÐASKRIFSTOFA RÍKIS- INS hefur gert ítrekaðar tilraunir til þes sað hafa áhrif á það, að þau skemmtiferðaskip, sem hingað hafa komið undanfarið, stæðu lengur við en þau hafa gert og að þau sigldu til norðlægra hafna En það er ekki í hendi umboðsmanna skipanna, að ékveða neitt um ferðir þessara dýru, fljótandi hó- tela. Hver dagur er dýr og við- komulöndin mörg. Það er þó rétt að geta þess, að á þessu sumri féllust forráðamenn m/s Batory á að láta skipið sigla til Akureyrar með 750 farþega. En til mikilla vonbrigða kom það í ljós, að ekki var hægt að útvega farkost á Ak- ureyri nema fyrir rúmlega 400 manns, en það var sett á oddinn, að allir farþegarnir kæmust á ein- um og sama degi til Mývatns. Til þess að leysa málið, lagði Ferða- skrifstofa ríkisins til, að nokkur hluti farþeganna færi í bifreiðum og flugvélum til Akureyrar. Og væri þessi hópur farþeganna bú- inn að ferðast til Mývatns, þegar skipið kæmi norður, en kostnaðar- ins vegna þótti þessi tillaga ekki framkvæmanleg. FULLYRÐINGAR yðar um, að Ferðaskrifstofa ríkisins mismuni landshlutum í starfi sínu, eru og á algerum misskilningi byggðar. Hún hvetur ferðamenn, eins og vera ber, til þess að ferðast sem víðast um landið, svo sem ferða- áætlanir hennar bera glöggan vott um. Upplýsingarit og leiðbeiningar Ferðaskrifstofunnar, svo og kvik- myndir, sem hún hefur ýmist látið gera eða haft áhrif á að teknar yrðu, gefa það til kynna, að hún rekur enga hreppapólitík í starf- semi sinni.“ Fyrst glæparitin - nú ástarsögurnar VIÐ TÖLUM um spennu og þenslu á þessum síðustu og verstu tímum. Þenslan í glæpatímarita- útgáfunni virðist stöðvuð í bili. Markaðurinn ætti því að vera mettur. En þessi glæparit eru samt alls staðar fyrir manni. Börnin koma með þetta heim, segjast hafa fengið það lánað, maður rekst á þetta sér til angurs á biðstofum. Og meðal annarra orða: Þið góðu læknar, og aðrir, sem hafið biðstofur: Því í ósköpunum sjáið þið ekki til þess að eitthvert al- mennilegt lesefni liggi að staðaldri frammi? Útlend blöð frá því á stríðsárunum, og glæparit nýja tím- ans, eru þunn lesning. Segjum þá að „þenslan" í glæparitaútgáf- unni sé stöðvuð í bili a. m. k. En eftir er það verk, að draga úr henni, hrekja þessa starfsemi og ómenn- inguna, sem henni fylgir, á undanhald. Tilraun Al- þingis frá í fyrra, með því að draga útgefendurna fram í dagsljósið, hefur ekki borið sýnilegan árang- ur. EN EF STÖÐNUN er á þessum vettvangi, þá er spenna eða þensla, eða hvað sem hagfræðingar vorir vilja nú nefna það, í hliðarstarfsemi við glæparita- útgáfuna. Það eru éstasögurnar. Nú kemur hvert ritið af öðru með „sannar“ éstarsögur, auðvirðilegustu teg- und af erlendum reifarasögum, úr ritum, sem ætluð eru fólki, sem stendur á öðru og lægra menningar- stigi en þorri íslendinga. Þessi rit taka hinum ekki fram. Þau eru helzt til þess fallin, að rugla dóm- greirid ungmenna á réttu og röngu, á menningu og óménningu. Þau rífa niður það sem heimili og skólar reyna að byggja upp. Þetta flóð af,,sqra, frá erlend- um þjóðum, skapar okkur ný viðfangsefni. Við eig- um ekki að láta þetta afskiptalaust. Um þessi mál á að ræða opinberlega, þau þarf að taka fyrir í skól- um, í blöðum og útvarpi, og á sjálfu Alþingi. Prent- frelsi á að halda í heiðri, en þar fyrir á ekki að slá af kröfunum um siðmennilegt orðbragð og- mann- sæmandi boðskap í prentuðum ritum,. .......... Rit, sem lifa á því að kitla lægsttr iivatir man'rfa, ’ egna upp forvitni um glæpi og ósáemilegt líférni, ættu ekki að eiga griðland með þessari bókaþjóð, ef hún vill halda sæmd sinni. ----0---- \ Kunna börnin að tala í síma? 1 Kunna börnin að tala í síma? Kunnum við það sjálf? — Þessari spurningu verður hver húsmóðir — og raunar h v e r heimilismaður — ,að svara fyrir sig. Kurteis maður býð ur góðan dag, er hann hringir og fær svar, og hann segir ævinlega til nafns síns, áður en hann spyr hvort þessi eða hinn sé viðlátinn. Kurteis maður spyr gjarnan um líðan og ástæður þess, sem hann talar við áður en hann ber upp erindi stit. Hvað ungur nemur, gamall temur. Kurteisi í síma er víða mjög áfátt. Gott er að kenna börnum á unga aldri fastar og almennar kurteisis- venjur, bæði í símtölum og annars staðar. Læri þau venjurnar ung, endist sá lærdómur alla ævina. /. >L> Ú rii i ■ t í -«í ÖH O bO <u >> -4-J o U C/3 0S 03 Q 'j—! bO rri 3 <L) rÖ d ’S O > Gon Maj; rO a h Kali u O c/} 3 S3 CJ

x

Dagur

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.