Dagur - 19.10.1955, Qupperneq 1
12 SÍÐUR
Dagur
XXXVIII. árg.
Akureyri, miðvikudaginn 19. október 1955
49. tbl.
Minnir á gildi kaupfélagsverzlunar
Verðgœzlustjóri birli hinn S. /?. m.
greinargerð um lursla og lœgsla smd-
sö/uverð ú nokkrum vörutegundum i
Reykjávik.
Kcmur þar í ljós, eins og «áður, að
verulegur inunur er á verði ýmissa
algengra matvörutegunda; og minnir
það á, að rík ástacða er fyrir almenn-
ing að íylgjast með verðlagi og láta
þá njóta viðskiptanna, sem þar gæta
liófs.
Molasykur 3.90 4.60 4.10
Strásykur 2.80 3.40 2.65
Púðursykur 3.30 4.50 3.30
Kandís 5.70 5.75 5.50
Rúsínur 12.00 14.40 12.00
Sveskjur, 70/80 15.00 18.00 16.00
Sítrónur 14.00 17.00 14.00
Kaífi, br. og. malað 40.00 40.00
Káffibætir 16.00 13.20
Blaðið hefur aflað sér upplýsinga
um verðlag á þessum sömu vörum
húr hjá KEA, og kemur í Ijós, að sam-
anburðurinn er mjög hagstæður fyrir
fólk hér. Kaupfélagið selur margar
vörutegundir á lægra verði en þekkist
í Reykjavík. Er þó aðstaða til inn-
flutnings og verzlunar orðin erfiðari
úti á landi en syðra. En þetta minnir
á gildi kaupfélagsverzlunarinnar fyrir
almenning.
Tölurnar líta þannig út. í fremsta
dálki er lægsta verð í Rvík, í öðrum
hæsta verð í Rvík og í þeim þriðja
cr verðið hjá KEA. Verðið á við 1 kg
af vörunni, sé annars ekki getið.
Rúgmjöl 2.25 2.55 2.33
Hveiti 2.60 2.80 2.45
Haframjöl 3.10 4.00 3.50
Hrísgrjón 6.00 6.25 5.80
Sagógrjón 5.00 5.85 4.25
Hrísmjöl 3.50 6.65 3.00
ICartöflumjöl 4.65 4.85 4.50
Baunir 4.50 6.70 5.10
Te. i/8 lbs. pk. 3.40 5.00 4.00
Kakaó, /2 Ibs. 8.30 10.25 9.50
Suðusúkkulaði 58.40 64.00 60.00
Búnaðarsamband Eyja-
f jarðar opnar skrif-
stofu
Eins og getið var um í blaðinu
í vetur, var samþ. á síðasta aðal-
fundi Búnaðarsamb. Eyjafjarðar,
að hafa skrifstofu a. m. k. nokk-
urn hluta ársins, þar sem bændur
gætu náð tali af ráðunaut samb.
á ákveðnum tímum og notið ýmiss
konar fyrirgreiðslu. A komandi
vetri mun B. S. E. og S. N. K.
opna skrifstofu í þessu skyni í
verzlunarhúsi KEA við Hafnarstr.
Munu ráðunautar beggja samband
anna hafa þar ákveðinn viðtals-
tíma. Til bráðabirgða verður ráðu-
nautur Búnaðarsamb., Ingi Garð-
ar Sigurðsson til viðtals á Hótel
Goðafoss, Hafnarstræti 95. herb.
nr. 2 á annarri hæð. Viðtalstíminn
er ákveðinn kl. 10—12 og 1—4 á
mánudögum og fimmtudögum.
Séð heim að Möðruvöílum síðastliðinn laugardag. — (Ljósmynd: Vignir Guðmundsson).
Mennfðskólinn á Akureyri setfur að
meSf háfí
Treg rjúpnaveiði enn
sem komið er
Heimilt var að skjóta rjúpur frá
15. okt., og var mannmargt á heið-
um og hraunum um sl. helgi. En
veiðin mun hvarvetna hafa verið
treg þrátt fyrir mikla rjúpnamergð
í sumar. Er talið að rjúpan haldi
sig mest á öræfum og háfjöllum
enn sem komið er.
Frv. Framsóknarmanna um jafnvægis
lánadeild við Framkvæmdabankann
Fái 150 milljón krónur til lánveitinga
til byggðarlaga sem hafa erfið
atvinnuskilyrði
Fram er komið í neðri deilcl Alþingis frumvarp til laga um
jafnvægislánadeild við Frainkvæmdabanka íslands. Flutn-
ingsmenn eru tveir þingmenn Framsóknarflokksins, þeir
Eiríkur Þorsteinsson og Páll Þorsteinsson. Hlutverk hinnar
nýju lánadeildar skal vera að veita lán til aö auka atvinnu-
rekstur í þeim landshlutum, sem erfiðasta aðstöðu liafa sök-
um skorts á atvinnutækjum. Jafnvægislánadeild skal fá frá
ríkissjóði 10 millj. kr. stofnframlag árlega næstu 5 ár og
einnig er gert ráð fyrir að fjármálaráðherra ábyrgist fyrir
liöncl ríkissjóðs allt að 100 millj. kr. lán handa deildinni.
Hið árlega stofnframlag ríkis-
sjóðs skal vera stofnfé deildarinn-
ar. í 1. gr. er tekið fram að jafn-
vægislánadeild skuli vera undir
umsjón þriggja manna, sem annast
lánveitingar. Stjórnina skipi skrif-
stofustjórarnir í félagsmálaráðu-
neytinu, atvinnumálaráðuneytinu
og fjármálaráðuneytinu og skal
skrifstofustjóri félagsmálaráðu-
neytisins vera formaður.
100 milljón kr. lán.
í 3. grein segir: „fjármálaráð-
herra ábyrgist fyrir hönd ríkissjóðs
allt að 100 millj. kr. lán, sem
jafnvægislánadeild tekur til starf-
semi sinnar. Ríkisstjórn og Fram-
kvæmdabankinn hafa forgöngu um
útvegun lánsfjárins.“
Tvenns konar lán.
Jafnvægislánadeild veitir tvenns
konar lán: A-lán gegn 1. veðrétti í
botnvörpuskipum og iðnfyrirtækj-
um, sem ekki geta fengið lán úr
Fiskveiðasjóði eða Ræktunarsjóði.
B-lán af stofnfé, gegn síðari veð-
rétti í fiskibátum og skipum, iðn-
aðarfyrirtækjum og félagsmann-
virkjum. Vextir af A-lánum skulu
vera jafnir almennum útlánsvöxt-
um í bönkum á hverjum tíma.
Vextir af B-lánum skulu miðast
við að bera kostnað af starfsemi
deildarinnar, en þó ekki vera
hærri en 4%. Stjórn deildarinnar
ákveður lánstíma.
Lánsskilyrði.
Lán úr deildinni verða því að-
eins veitt að færð séu rök fyrir
þvi, að skortur sé á atvinnutækj-
um í sveitarfélaginu, atvinnutæki,
sem sótt er um lán til bæti úr
þeim skorti að verulegu leyti og
ekki sé um aðra heppilegri lausn
að ræða.
Lán til hafnarbóta.
í 6. gr. segir, að heimilt sé að
(Framhald á 11. síðu).
egum
Miimzt 75 ára afmælis Möðruvalla-
skóla og þróunar alþýðuskólans til
|>ess að verða aðalmenntasetur Norð-
urlands og arftaki Hólaskóla
Síðastl. laugardag var Menntaskólinn á Akureyri settur a>>
Möðruvöllum í Hörgárdal. Tilefni þess að skólasetningin fór
fram að Möðruvöllum, er 75 ára afmæli hins foma Möðru-
vallaskóla, fyrirrennara Akureyrarskólans. — Kl. 2 síðdegis
var gengið í kirkju, og þar hófst athöfnin með messugjörð
prófastsins, séra Sigurðar Stefánssonar.
Fluti hann stutta en snjalla pre-
dikun. Að guðsþjónustu lokinni
flutti skólameistarinn, Þórarinn
Björnsson, skólasetningarræðu
sína. Var hún hin ágætasta. Fjall-
aði hún öðrum þræði um sögu
skólans frá upphafi til þessa dags
og ýmsa sögulega atburði, sem
tengdir eru Möðruvöllum. Hann
minntist séra Arnljóts prests að
Bægisá Olafssonar, er talinn er
vera faðir Möðruvallaskóla og
hann fór með hluta úr fyrstu
skólasetningarræðunni, er flutt
var 1. október 1880 af Jóni A.
Hjaltalín skólameistara.
Þrír þættir.
Skólameistari skipti sögu skól-
ans i 3 meginþætti: Fyrsta tíma-
hálið var gamli Möðruvallaskóli,
sem var tveggja vetra alþýðuskóli
undir stjórn Jóns A. Hjaltalíns.
Annað tímabilið var Gagnfræða-
skólainn á Akureyri, sem tengdur
er nafni Stefáns Stefánssonar
skólameistara. Og þriöja tímabilið,
sem kennt mun verða við Sigurð
Guðmundsson skólameistara, er
Menntaskólinn á Akureyri eins og
hann er nú. En menntaskólarétt-
indin hlaut skólinn 29. október
1927. Þáverandi menntamálaráð-
iierra, Jónas Jónsson, kom sjálfur
til Akureyrar og mætti „á sal“
með þennan fagnaðarboðskap. Frá
þeim degi hafði skólinn heimild til
lærdómsdeildar.
Fjöldi nemenda og kennara.
Fra Menntaskólanum á Akur-
eyri hafa 988 stúdentar verið
brautskráðir og 2453 gagnfræð-
ingar. En í Möðruvallaskóla voru
samtals 372 nemendur. Þar störf-
uðu 10 kennarar, en við Akureyr-
arskóla 100 kennarar. Jónas Snæ-
björnsson hefur starfað lengst
allra kennara, eða 41 ár. Þá gat
skólameistari þess að Ottó Jóns-
son M. A. hyrfi frá skólanum í
haust en fastur kennari í hans stað
yrði Jón Arni Jónsson.
Þórarinn Björnsson ávarpar nem-
endur í Möðruvallakirkju.
Möðruvellingar.
Af nemendum Möðruvallaskóla
eru 65 enn á lífi cg voru allmargir
þeirra mættir á þessari hátið. Þar
(Framhald á 11. síðu).
DAGUR
kemur næst út miðviku-
daginn 26. október.
Fylgist með því, sem gerizt
hér í kringum okkur. —
Kaupið Dag. — Sími 1166.