Dagur - 19.10.1955, Page 4

Dagur - 19.10.1955, Page 4
4 D A G U R Miðvikudaginn 19. október 1955 Heyskapurinn í sumar - æ fleiri bændur hefja siáfl snemma Ýmsar búskaparfréttir úr Húnaþingi S JÖTUGUR: Pálmi Kristjánsson kennari MEÐ OKTÓBER skipti um tíð, stillt og fremur mild haustveðr- átta. Nautpeningur tekur enn mest allt fóður sitt úti. Vegna vanstilltrar tíðar dróst heyhirðing hjá sumum fram undir mánaðarmót. Telja mun mega að heyskapur í héraðinu sé allt að því i meðallagi. Nokkrir einstaklingar hófu slátt upp úr 20. júní, en almennt var ekki byrjað fyrr en í júlí. Mönn- um er smátt og smátt að skiljast naqðsyn þess að hefja sláttinn það snemma, að sem minnst af töð- unni verði of sprottið. Spretta var misjöfn og bar hvort tveggja til, að mikið bar á kali í sumum túnum, og í annan stað tafði jarðklaki mikið sprettu. Jörð var óvenju mikið frosin eftir vet- urinn. Meðalhiti sumarsins mun að vísu hafa verið fullkomlega í með- allagi, en óvenju iítið um sólríka daga. Það gekk því seint að þýða klakann, og á hálendari stöðum olli jarðklakinn mikium upp- skerubresti, t. d. á beitarhúsatún- inu á Guðlaugsstöðum í Blöudu- dal. Tún það gaf af sér um 750 hesta í fyrra (þá að vísu óvenju vel sprottið), en núna fékkst ekki af því nema um 150 hestar. Þetta niun að vísu einsdæmi, en túnið liggur hátt á hálsi uppi og mót austri. Mikið munaði lika á sprettu úthaga austan og vestan verðu í dölum, enda hefur klakinn tafið meira fyrir að vestan verðu. Annað dæmi má nefna um klak- ann. A býli einu hér, sem er tæpa 100 metra fyrir ofan sjávarmál, er klaki enn í steyptu haugstæði við fjósið. -A_ TÍÐARFAR var fremur erfitt til heyskapar. Fyrri partinn voru að vísu ekki mikil úrfelli, en mjög skúrasamt, svo að fáir dagar voru þurrir til enda. Heyskapur gekk því seint og tún spruttu úr sér. Þó var þetta eins og fleira á þessu sumri mjög misjafnt, sumir hirtu tún sín næstum því á venjulegum tíma, og fór þar eftir áræðni manna og árvekni. Áttin jafnan vestlæg og óvenju vindasamt og olli víða töfum og sums staðar töluverðum heysköðum, t. d. í Svínadál, en þar er talið að fokið hafi nálægt 100 hestum á býli meðfraih fjallinu að vestan. Eftir höfuðdag urðu úrfellin meiri og og gekk mjög stirt að þurrka, og áttu margir hey úti í réttum. Byggingavinnsla og jarðabóta- störf eru enn í fullum gangi. Mun meira byggt í héraðinu á þessu sumri, en nokkru sinni fyrr, sér- staklega er mikið um byggingu penlngshúsa. SAUÐFJÁRSLÁTRUN stendur enn sem hæst yfir á Blönduósi, og er gert ráð fyrir að henni verði ekki lokið fyrr en með vetri, Þyk- ir mönnum, sem von er til, seint að verið, en óvenjulegar ástæður valda, sem er endurbygging slát- urhússins, er kom í veg fyrir að slátrun gæti hafizt nógu snemma. Að lokinni sauðfjárslátruninni tekur svo við slátrun hrossa, og verður sláturstörfum ekki lokið fyrr en um næstu mánaðarmót. — Hafa þá sláturstörf staðið óslitið hjá S. A. H. síðan 22. sept. — B. J. Hann deilir við keisarann Róstusamt er nú í Suður Vietnam, og hefur Diem forsætisráðherra (mynd hér að ofan) tekið sér ein- ræðisvald, en Bao Dai keisari, sem heldur til á skemmtistöðum Suður- Frakklands, sett hann af. En keis- arinn nær ekki til Diems frá Riví- eraströndinni, og er ólíkiegt, að ráðherrann láti sig nokkru skipta fyrirskipanir leppkeisarans heldur sitji sem fastast. Pálmi Kristjánsson, kennari, Hleiðargarði, var sjötugur 16. september sl. Hann er búinn að kenna hér í Saurbæjarhreppi um áratugi, eða nánar tiltekið í 40 ár, og hefur verið mjög vinsæll í því starfi. Það sem mér fannst ein- kennandi við kennslu hans var það, hvað hann lagði sig sérstak- lega mikið fram við að kenna þeim börnum, sem voru styzt á veg komin eða tornæmust, án þess þó að vanrækja hin börnin. Þegar Pálmi var sextugur heiðr- uðu hreppsbúar hann og konu hans, Frímanníu Jóhannesdóttur, með því að halda þeim samsæti í samkomuhúsinu að Saurbæ og var þar fjölmennt, bæði eldri og yngri nemendur hans og vinir. Þar voru ræður fluttar og þökkuð störf hans í þágu sveitarfélagsins, að síðustu var afmælisoarnið leyst út með gjöfum. Pálmi tók mikinn þátt í félags- málum á yngri árum sínum, hann var einn af stofnendum Ung- mennaféiags Saurbæjarhrepps og formaður þess um skeið, og starf- aði í mörg ár í félaginu, nú fyrir nokkrum árum var hann kosinn heiðursfélagi þess. Hann tók virkan þátt í leik- starfsemi, sem stóð hér með miklum blóma og lék mörg hlut- verk við góðan orðstír. Það er ekki hægt að segja að Elli kerling hafi náð tökum á hon- um ennþá, hann er glaður og reifur og er mjög gaman að ræða við hann um ýmis mál, því að hann er fróður um margt og víðlesinn; enda á Pálmi mikið og gott bóka- safn og er sögumaður mikill. Nú fyrir nokkru síðan tók hann að sér að safna örnefnum hér í hreppnum að mestu leyti einn og var það mikið verk og vel til þess vandað. Pálmi hneigist mjög að dulrænum efnum ,enda búinn að reyna margt um dagana. Eg vil að lokum, fyrir mína hönd og fjölskyldu minnar, þakka þeim hjónum fyrir góða viðkynn- ingu og sanna vináttu, megi Ijós kærleikans lýsa þeim á ókomnum árum. Halldór Friðriksson. Stúlka óskast í vist til KAUPMANNA- HAFNAR 1. eða 15. nóv, n. k. Nánari upplýsingar gefur ísali J. Guðmann, Brekkug. 41. Sími 2021. Brúðkcmpskvœði flutt sunnudaginn 25. sept. 1955, ungfrú Þóru Kristínu Flosa- dóttur og Gunnari Svani Hafdal, búfræðingi, ungfrú Þórunni G. Þorsteinsdóttur og Sigurði Gunnari Flosasyni, kennara. Bvúðhjún keer! n björlum heiðursdegi nú breiðir eeisla hamingjunnar sól, um vonrr ungnr vel svo rcvtnst megi og vöxttir dafna pess, cr lifið ól. — Þið byrjið för d braul, sem fjöldinn gengur, þið bundust heit um samfylgd langan dag. Qg minar óskir vara vetri lengur, nð verði ykkur ferðin öll i hag! Það votlar sagan gegn um dr og aldir, að allofl breyttist skoðun manna og sjón. Þeir einstaklingar tœþast verða taldir, sem tóku saman og reyndust ólík hjón. Ein skorli samhygð, önnur innri þjiðu, og oft varð það, að hjúskapurinn brdst. Það vanlaði skilning, viðmót hlýtt og bliðu, vantaði samúð, kærleika og dsl! Þið, sem hafið d þessum helgidegi, hin þýðingarmestu og dýpslu stigið spor, með göfgum orðslir genguð eeskuvegi og gœfurikt þið lifðuð œvivor. — Gdfur og dygð og mennt sé ykkur mdttur i manndómsstörfum fyrir œttarland. A rdði ykkar riki ce sœmdarhdttur, og rósum skreylist ykkar lijónaband! Iirúðhjón ung! Með bcrn frd vinahjörtum, þær blíðu óskir sliga hér í dag: Að dstin tengist tryggð og kœrleik björtum, svo takist henni að prýða giftuhag! Og hún megi ykkur heilla-leiðir visa, af henni séu tryggusl vigin gjörð. Hún liveikir enn d kyndlum þeim, sém lýsd d kynslóðanna braulum hér d jörð. Þið brúðhjón tvenn, þótt leggið lifs d hafið að liðnu sumri þegar blómskrúð dvín, þd verði ei í vetrar-skuggum grafið það vonqland, sem blasir nú við sýn! Og aldrei skýjin sltyggi d ykkar vegi, en skcvrir geislar lýsi ef þyngist húm. Og auðnuslóðir oþnar vera megi d öllum stundum — gegnum tima og rúm! Svo gefist ykkur sigurmdtttir mesli, það manndómsafl, er skapqr fremd og dug. Gegn örðugleikum ykkur þrek ei bresti, né andans þrótt, sem göfgar sérhvern hug. Ljómi ykkur Idnhlý gleðin sanna, og Ijúfust vinscsld falli i ykkar skaut. Hljótið blessun Guðs og góðra manna. Gangið hugrökk fram d lífsins braut! GUNNAR S. HAFDAL. f 1 t | * I I I I 1 I © 5> & I I I •<- © ■k *' ý- * © s d> t <• © I' í- & I 1 t 1 1 t F © I ■<- I d- I m í I Þórarinn Kr. Eldjárn (FLUTT í SAMSÆTI) Heill þér, sem nú með heiðri stcirf þitt kveður! Hjartgrónar þakkir tjd þér mæður, feður. Börnunurri þeirra gcefuveg þií greiddir, — göfgaðir, leiddir. Stór var þín gifta, göfgi heiðursmaður. Glaðlyndur, söngvinn, bjartsýnn, verkahraður laðaðir börnin, leiddir, frœddir, studdir, — lœrdómsbraut ruddir. Erfitt var starfið: Ónógt hús og tcekin. Engu það breytti samt, því skyldurcekin börnin í skólann brutust, þó að hvessti. Bylurinn hressti. Lifið er starf og starf er lífsins gleði. Starfsvana deyfð mun sízt þér vera’ að geði. Megi þér brenna allt að efstu stundu eldur í hmdu! Vinsœldir áttu allra héraðsbúa. Árna þér heilla, — biðja, vona, trúa: Guð þig að verndi, vaki trúr þér yfir. Vináttan lifir. Allt er á flugi, — ár og dagar fcekka, ellinnar skuggar lengjast, dökkna, stækka. Eitt er þó vafa allan hafið yfir: Orðstír þinn lifir. -v Vald. V. Snævarr. »©-<-»-t-©-f'»-f-©-Hfr-t-©-f-*-t-©-HE-t-©'H!K-©-f-*-t-©-MH'©-H|t-t-©-HlM-©-<HlH'

x

Dagur

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.