Dagur - 19.10.1955, Page 11

Dagur - 19.10.1955, Page 11
Miðvikudaginn 19. október 1955 D A G U R 11 - Frumvarp tim jafiiyægislánadeild - Úr cilendum blöðum (Framhald af 2. síðu). (Framhald af 1. síðu). veita lán til hafnarbóta, þar sem löndunarskilyrði fyrir stór fiski- skip eru ekki fyrir hendi, enda sé löndun afla úr slíkum skipum að dómi deildarstjórnar nauðsynleg vegna atvinnurekstrar á staðnum. Hér að framan hafa verið rakin meginatriði frumvarpsins og skal að lokum drepið á nokkur atriði úr greinargerð. Jafnvægisleysið. Stöðugur straumur fólks og fjármagns liggi frá bæjum og þorp um á Vestfjörðum, Norourlandi og Austfjörðum til bæja við Faxaflóa. Af opinberri hálfu hafi verið nokk- ur viðleitni að ráða bót á þessu. Megi nefna starfsemi fiskimála- sjóðs, úthlutun atvinnuaukningar- fjár, ríkisábyrgðir vegna fiskiðju- vera, lánadeild. smáibúða, félags- heimilasjóð, endurbætur jarð- ræktarlaga og útvegun fjármagns til hinna eldri lánsstofnana dreif- býlisins. Meiri aðgerða þörf. Hér þurfi þó enn meira átak til. Efling atvinnulífsins sé undir- staða annarra framfara. Staðir, sem búið hafi við árstíðabundið atvinnuleysi’- þurfi að fá nýja möguleika. Sama máli gegni um staði, þar sem bátamið hafa geng- ið úr sér vegna ágangs togara eða af öðrum ástæðum. Úrræðin séu þá að koma upp nýjum atvinnu- tækjum eða skipta um þau að miklu leyti. Fjölga bátum og fá togara. Einkum eigi þetta við um at- vinnutækin á sjónum. í seinni tíð hafi verið komið upp hraðfrysti- húsum, fiskimjölsverksmiðjum og öðru til að hagnýta sjávaraflann. En hin nýju fiskiðjuver og verk- unarstöðvar vantar víða hráefni til vinnslu. Komi þá til greina jöfn- um höndum að fjölga bátum og að fá togara til löndunar, og fari það eftir staðháttum hvaða leið sé farin og að hve miklu leyti. Sums staðar sé aðkallandi að bæta hafnarskilyrði, en erfitt að fá lán til hafnargerða, jafnvel þótt ríkis- ábyrgð sé til staðar. Fjármagti. . Til þess að koma upp atvinnu- tækjum þarf fyrst og fremst fjár- magn. í frumv. sé lagt til að komið verði upp sérstakri lánadeild við Framkvæmdabankann, sem hafi með höndum að veita slíku fjár- magni inn í atvinnulíf þeirra landshluta, sem mesta þörf hafa á að efla atvinnulífið. Lagt er til að þetta fjármagn verði fengið sem óafturkræft framlag úr ríkissjóði, 50 milljónir kr. á næstu 5 árum og lán gegn ríkisábyrgð. Frum- varpið miði að því að flytja til nokkuð af fjármagninu við sjávar- síðuna á næstu árum og beina því þangað, sem þess er mest þörf til aö stuðla að jafnvægi byggðarinn- ar. Fjármagninu sé misjafnlega varið og ekki alltaf á sem heppi- legastan hátt fyrir þróun þjóðfé- lagsins og uppbyggingu landsins. Vejzlun landsmanna virðist óþarf- lega fjárfrek svo og. ýmiss konar 'fjárfesting í höfuðstaðnum, sem ekki verði talin bráðnauðsynleg þjóðinni. En uppbygging atvinnu- lífsins í þeim landshlutum, sem örðugasta aðstöðu hafa þoli enga bið. — Nánar verður sagt frá þessu frumvarpi síðar, er það kemur til umræðu og afgreiðslu í þinginu. - Setning M. A. (Framhald af 1. síðu). af eru 2 nemendur frá fyrsta skólaárinu, báðir komnir yfir ní- rætt, þeir Arni Hólm Magnússon og Þorleifur Jónsson frá Hólum, fyrrverandi alþingismaður. I vetur verða 295 nemendur í skólanum. Þar af 160 í heimavist. Mörgum varð að víst frá heimavist vegna þrengsla. Er þetta 25 nem- endum fleira en í fvrra. Frelsi og þroski. Skólameistari gerði síðast að umræðuefni jafnvægisleysi ungs fólks, sem því miður væri alláber- andi og kenndi meðal annars um frelsi én ábyrgðar. Frelsið væri ekki takmark, heldur tæki og væri oft ranglega túlkað og skaðlega. „Frelsi með ábyrgð elur þroska“, sagði skólameistari. Þá minnti hann nemendur sína á að nota tímann vel og breyta honum í gull og vit. Avarp menntamálaráðherra. Næstur tók menntamálaráðherra Bjarni Benediktsson til máls og bar fram árnaðaróskir fyrir hönd ríkisstjórnarinnar og færái *skólan- um að gjöf frá henni málverk af séra Arnljóti Ólafssyni, gert af Ör- lygi Sigurðssyni eftir frummvnd Sigurðar málara. Ráðherrann tal- aði um þróun skólanna á Möðru- völlum og Akureyri. Allt frá því að Þorv. Thoroddsen mældi 22 gráða frost i svefnherbergi sínu á Möðruvöllum og þangað til hið mikla heimavistarhús M. A, reis af grunni. Hann fullyrti, að þessi skóli Norðlendinga hefði ávallt staðið í fremstu röð að skólabrag hið ytra og innra. Hann fór lof- samlegum orðum um Arnljót Ól- afgsson, sem bæði hefði verið vit- ur og snjall stjórnmálamaðui. Og hann ræddi þau þáttaskil í sögu skólans, sem urðu þegar Jónas Jónsson frá Hriflu, þáverandi menntamálaráðherra, færði skól- anum rétt til lærdómsdeildar 1927. Jónas hefði verið valda- mesti stjórnmáiamaður á þeim tíma, og hefði séð lengra fram en flestir eða allir samtíðarmenn, einnig á þessu sviði. Þá gerði ráðherrann visindin og lærdóminn að umræðuefni, en bað menn muna eigi að" síður vel að hafa hjartað á réttum stað. ur búpeningi þeirra, og enda borið á sjúkdómi í kúm af þeim völdum. (Flúor er gaskennt frumefni, sem þó aöeins finnst í samböndum ýmsra bergtegunda og þeirra efna, sem alúm er unnið úr.) Flugferðir og flugfrelsi. í fyrirlestri í „Verzlunarmálafé- lagi Björgvinjar" fyrir skömmu hélt Ludvig G. Braathen, útgerð- armaður, því fram að Noregur ætti að hafa öll skilyrði til þess að annast flugferðir á langtum víðari vettvangi, en nú væri raun á, og mætti rökstyðja þá skoðun með reynslu þeirri, sem fengin væri af siglingum Norðmanna. Hér gæti verið um að ræða margar sjálf- stæðar, norskar flugleiðir með sameiginlegri veltu um 115 millj. króna. Braathen var ekki sammála þeim, sem teldu, að litið land ætti erfitt með að afla sér nauðsyn- legra réttinda á flugleiðum. Hann taldi það þvert á móti mjög lík- legt, að Norðmönnum myndi reynast auðveldara en hinum stóru hlutafélögum að ná slíkum rétt- indum. Hann taldi einnig, að rík- isstjórnum Norðurálfu væri farið að verða ljóst, að hagkvæmt væri að styrkja og ýta undir félög, sem fús væru til að lækka gjöldin. Ríkið sjálft ætti aðeins að reka flug á aðalleiðum (stofnleiðum), og helzt aðeins á alþjóðaleiðum, en aftur á móti ættu sjálfstæð fé- lög að reka innanlandsflug, en einnig fá að fljúga á alþjóðaleiðum utan við stofnleiðirnar. Hér verður að útrýma hömlum á loftleiðum engu síður en í sigl- ignum, sagði Braathen. Og flug- ferðir gætu orðið mikilvægari fyr- ir Noreg heldur en önnur lönd sþjjum aðstöðú Norðmanna í sigl- ingum. Loftferðir verður héðan af að telja sem nokkurs konar arf- taka allmikils hluta siglinganna, og málefnið er svo mikilvægt, að það ætti að hljóta sérstaka deild í „Sambandi útgerðarmanna Nor- egs“. — Sé velta flugferða nú þeg- ar um þriðjugur veltu siglingaflot- ans, verður þess ekki langt að bíða, að hún verði tveir þriðju hlutar hennar. Það er því mikil- vægt, að frjálsir einstaklingar fái að taka þátt í þeirri þróun. Hvernig myndi t. d. því reiða af, ef allur siglingarekstur vor — Norðurlandasiglingar og á heima- höfunum — ætti allur að vera í höndum aðeins eins félags? spurði Braathen að lokum. Har.n lagði áherzlu á, að það væri algert öfug- mæli, að Noregur, sem á marga vegu væri forgönguland annarra, skyldi halda í öfuga átt gegn allri þróun, þegar um loftferðir væri að ræða. Braathen lauk máli sínu með því að láta í Ijós þá von sína, að Norðurlöndin vildu breyta afstöðu sinni og leyfa sjélfstæðu félögun- um að komast að jafnframt einka- leyfisfélagi Norðurlanda (SAS) í samræmi við þróunina úti í heimi. Saga staðar og skóla. Þá tók Steindór Steindórsson menntaskólakennari til máls og flutti mjög fróðlegt erindi um skóla og stað á Möðruvöllum. Að síðustu sagði skólameistari Þórar- inn Björnsson Menntaskólann á Akureyri settan, og bað að sung- inn væri sálmurinn: Faðir and- anna. Kirkja nvar troðfull, og 75 ára minningarhátíð Möðruvallaskóla var öll hin virðulegasta. Síðar um daginn var nemendum og ýmsum gestum boðið til sam- kvæmis í Menntaskólanum, Þar ílutti Fáll Hermannsson, fyrrv. alþingismaður, einn hinna gömlu Möðruvellinga, aðalræðuna. . m HULD, 591510197 — IV-V — 2 í. O. O. F. 2 — 13710218 Vz Kirkjan. Messað í Akureyrar- kirkju næstk. sunnudag kl. 2 e. h. Vetrarkoman. — Sálrnar: 514 — 518 — 516 — 520 — 675. — K. R. Hjúskapur. Þann 15. október sl. voru gefin saman í Akureyr- arkirkju brúðhjónin Sóley Jóns- dóttir hjúkrunarkona og Jón Hilmar Magnússon skólastjóri. — Heimili þeirra verður á Dalvík. Sunnudagaskóli Akureyrarkirkju er á sunnudaginn kemur kl. 10.30 f. h. — I kapelluna koma 5 og 6 ára börn; í kirkjunni 7—13 ára börn. — Bekkjastjórarnir eiga að mæta kl. 10 í. h. — Æskulýðs- blaðið (fyrsta blaðið á vetrinum kernur út). ©Æskulýðsfélagar! Á sunnudaginn kem- ur verður stofnuð aðaldeiid í féiaginu með þeim félögum, sem nú eru 16 ára og eldri. — Eru þeir því beðnir um að koma í kapeiluna kl. 1.30 á sunnudaginn (23. okt.). Allir þeir, sem á fyrri árum hafa tekið þátt í félagsstarfinu, eru einnig velkomnir, sömuleiðis þeir sem vilja gerast féiagar í þessari deild. Guðsþjónustur í Grundarþinga- prestakalli. Kaupangi, sunnudag- inn 23. október kl. 2 e. h. — Grund sunnudaginn 30. október kl. 1 e. h. (Minnzt verður 50 ára afmælis kirkjunnar.) — Munka- þverá, sunnudaginn 6. nóvember kl. 1.30 e. h. Kvennadeild Slysavarnafélags- ins heldur fund í Alþýðuhúsinu föstud. 2. okt. kl. 9 e. h. Ýmiss skemmtiatriði. Gjörið svo vel og takið með ykkur handavinnu og kaffi. — Stjórnin. Símanúmer leikskólans á Odd- eyri er 2379. Kaþólska kapellan (Evrarl.v. 26). Lágmessa alla sunnudaga kl. 5.30 síðdegis. Slysavarnadeild kvenna á Ak- ureyri þakkar öllum bæjarbúum fyrir rausnariegar gjafir og allan stuðning við hlutaveltuna 16. þ. m. Hjónaefni. Fyrir skömmu op- inberuðu trúlofun sína ungfrú Lára Svansdóttir frá Akureyri og Egill Tryggvason hreppstjóri í Víðikeri, Bárðardal. Hjúskapur. Nýlega voru gefin saman í hjónaband Jakobína Sigurðardóttir skáldkona og Þor- grímur Starri Björgvinsson, bóndi á Garði í Mývatnssveit. — Ennfremur Bjarnfríður Vaidi- marsdóttir frá Arnarfirði, og Haukur Aðalsteinsson, Gríms- stöðum í Mývatnssveit. Happdrætti Landgræðslusjóðs. Nú er hver síðastur að fásérmiða í happdrætt Landgræðslusjóðs. Dregið verður fyrsta vetrardag. Þeir sem vilja styi-kja gott mál- efni og freista gæfunnar ættu að ná sér í miða í dag eða á morgun. Þeir fást hjá stjórn Skógræktar- féi. Eyfirðinga, á bifreiðastöðv- um og bókaverzlunum í bænum . og víðar. Hjúskapur. Laugard. 15. okt. voru gefin saman í hjónaband í Akureyrarkirkju ungfrú Ásta Pálína Baldvinsdóitir frá Dæii í Sæmundarhlíð í .Skagafirði og Þorsteinn Marinó Hallfreðsson, Gránufélagsgötu 28, Akur.eyri. — Heimiii þeirra verður að Gránu- féíágsgötu -28; Akureyri. Hjúskapur. 16. okt. voru gefin sama.n í hjónaband ungfrú Petra Antonsdóttir, Dalvík, og Herbert Jónsson, stýrimaður, Akureyri. Barnaverndarfélag -Akureyrar efnir til fjársöfnunar fyrsta vetrar- dag, svo sem verið hefur undan- farin ár. Verða seld merki í bæn- um, en auk þess verða kvikmynda- sýningar í báðum kvikmyndahús- unum. I Nýja-Bíó kl. 5 á laugar- dag, en í Skjaldborgarbíó kl. 3 á sunnudag. — Félagið hefui nú komið á fót leikskóla fyrir börn innan skólaskyldualdurs, og rennur ágóði þessarar fjársöfnunar til hans. Heitir félagið á bæjarbúa að styrkja þessa starfsemi, með því að kaupa merki þess næstk. laug- ardag og sækja kvikmyndasýning- arnar. Einnig verður tekið á móti gjöfum til starfseminnar. Amtsbókasafninu berst bóka- gjöf. Bókaverzlun POB hefur gefið Amtsbókasafninu á Akur- eyri 358 bindi erlendra bóka. — Safnið þakkar þessa gjöf. Ljósastoía Rauðakrossins er tekin til starfa að nýju í Hafnar- stræti 100. Sími 1402. Ættu for- eldrar að láta börn sín njóta ijós- anna eftir þörfum. Áheit á Æskulýðsfélagið. 75.00 kr. F. J. — Kærar þakkir. Gjald- kerinn. I. O. G. T. Stúkan Brynja nr. 99 heldur fund næstk. mánudág í Skjaldborg kl 8.30 e. h. Kosning og innsetning embættismanna. — Hagnefnd skemmtir. Möðruvallakl.prestakall. Mess- að á Bakka í Oxnadal sunnudag- inn 23. okt. kl. 2 e. h. Skákmcistarinn Pilnik, sem væntanlegur var hingað til Ak- ureyrar um næstu helgi, verður að fresta heimsókn sinni' um nokkra daga og verður það augl. síðar. Skákmenn á Norðurlandi eru hvattir til að taka þátt í skákmótinu er hér fer fram í til- efni af komu hins erlenda skák- meistara. Skemmfiklúbbur Iðju Skemmtiklúbbur Iðju byrjar vetrarstarf sitt nú á næstunni. Er gert ráð fyrir að klúbburinn starfi með líku sniði og undanfarna vet- ur: Spiluð félagsvist, skemmti- atriði og dansað á eftir. Félagskort verða seld þeim, sem gerast með- limir á kr. 35.00 og gilda þau að þrem skemmtikvöldum. Góð spila- verðlaun verða veitt hvert sinn, og en aðalverðlaun fyrir flesta sam- anlagða slagi eftir 6 spilakvöld (karlmannafataefni). Félagsskír- má panta á skrifstofu verkalýðsfé- laganna, sími 1503, og trúnaðar- mönnum á vinnustað. Þetta er án efa lang ódýrustu skemmtanir sem almenningur i bænum á völ á, og ættu þeir því ekki að draga að tryggja sér aðgangskort. Athygli skal vakin á því i tíma, að sölu fé- lagsskírteina þarf að vera lokið áður en klúbburinn tekur til starfa. Nefndin. í haust var inér dregin hvít gimbur með mínu marki; miðhlutað í stúf hægra, ómarkað vinstra. — Lamb þetta á ég ekki og getur réttur eigandi vitjað þess til mín. Þorkell Björnsson, Gróðrarstöðinni.

x

Dagur

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.