Dagur - 09.11.1955, Page 4

Dagur - 09.11.1955, Page 4
4 D A G U R Miðvikudagiinn 9. nóvember 1955 manna um land allt kærður lyrir Barátta frönsku stjórnarinnar að vanrækja að tilkynna aSselursskipti Nauðsynlegt að landsmenn kunni skil á laga- ákvæðum um tilkvnn i ngarskyldu og skilji nauð- syn þess að allsherjarspjaldskrá Hag- stofunnai’ sé rétt færð Álagning opinberra gjalda hefur í ár, eins og í fyrra, verið byggð ú vélskram frá allsherjarspjaldskránni, og sama er að segja um kjörskrár, iðgjaldaskrár Tryggingastofnunarinnar og aðrar skrár til opinberra nota. fyrir óáfengum drykkjum Skrár þessar hafa í ár verið réttari hvað snertir staðsetningar manna heldur en skrárnar 1. des- ember 1953, sem notaðar voru 1954, enda voru upplýsingar um aðsetursskipti miklu fyllri síðara árið heldur en það fyrra. Þó skorti enn allmikið á, að framkvæmd akvæðanna um tilkynningar- skyldu væri komin í viðunandi horf, en meðan svo er, er rekstur spjaldskrárinnar miklum vand- ivæðum bundinn og skrár hennar ekki eins góðar og áreiðanlegar og þær þurfa að vera. I ár hefur miðað enn frekar í fétta átt hvað snertir fram- kvæmd tilkynningarskvldunnar, en betur má, ef duga skal. Er því nú fylgt fastar eftir en nokkru sinni fyrr, að fólk tilkynni sig. Af illri, en óhjákvæmilegri, nauðsyn hefur Hagstofan orðið að hefjast handa um kærur fyrir að vanrækja tilkynningarskyldu. Víðast hvar hætt að taka manntal. Vanræksla á að tilkynna aðset- ursskipti torveldar mjög störf ým- assa opinberra aðila, svo sem sveitarstjórna, skattyfirvalda, inn- heimtustofnana o. m. fl., og bakar auk þess hinu opinbera mikil út- gjöid. Sérstaklega á þetta við nú eftir að hætt er að taka manntal. Ekkert manntal verður í Reykja- vík í haust, og ekki annars staðar á landinu, nema í fáeinum kaup- stöðum. Ibúaskrár 1. desember 1955 verða því að langmestu leyti byggðar á aðseturstilkynningum einum, að því er snertir staðsetn- ingar manna, og geta skrárnar ekki orðið réttar, nema spjaldskráin fái tilkynningar um öll aðsetursskipti. Má af þessu ráða, hversu mikil- vægt það er, að allir fullnægi til- kynningarskyldu. Menn eru kærðir fyrir að vanrækja tilkynningarskyldu. — 800 kærur í Reykjavík. Haustið 1954 var tilkynnt marg- sinnis í blöðum og útvarpi, að haf- izt yrði handa um beitingu viður- iega, ef menn. bættu ekki ráð sitt og tilkynntu aðsetursskipti. Því :niður varð lítil’ breyting á til batnaðar og síðastliðið vor hófust særur i stór.um stíl fyrir að van- rækja tilkynningarskyidu. Sakadómarinn í Reykjavík hef- ur til þessa fengið um 800 kærur írá Hagstofunni. Hafa þær svo að segja verið afgreiddar, enda hafa verið gerðar sérstakar ráðstafanir til að flýta afgreiðslu þessara mála. Allir, sem eru ekki, á réttum itað í spjaldskránni 1. desember, sæta sektum. JCærur fyrir að vanrækja til- <ynningarskyldu eru mismunandi víðtækar eftir aðstæðum á hverj- um stað. Ströngust er framkvæmd þeirra í Reykjavík, nágrenni hennar, á Reykjanesskaga og í þeim kaupstöðum, þar sem mest hefur verið að því, að menn van- ræktu tilkynningarskyldu. En alls staðar á landir.u gildir sú regia, að allir, sem eru á röngum stað í spjaldskrénn i 1. desemher, eru látnir sæta ábyrgð lögum samkv. Húsráðendur verða látnir sæta sektum. Húsráðendur eru lögum sam- kvæmt í ábyrgð fyrir því, að til- kynningarskyldu sé fullnægt, — Hingað til hefur verið látið nægja að veita brotlegum húsráðendum áminningu, en innan skamms verða sektarákvæði látin koma til framkvæmda einnig gagnvart þeim. Aðkomumenn eiga að tilkynna brottför úr dvalarsveit jafnt og komu í hana. Fyrir nokkru var sú breyting gerð á tilkynningarákvæðunum, að aðkomumenn voru skyldaðir til að tilkynna sveitarstjórn dvalarsveit- ar brottför sína úr henni jafnt og komu sína í hana, svo framarlega sem þeir eru tilkynningarskyldir (t. d. skólafólk er ekki tilkynning- arskylt í dvalarsveit). Aðkomu- maður, sem heldur lögheimili ann- ars staðar, verður þannig að til- kynna brottför sína úr dvalar- sveitir.ni, ef hann á sínum tíma átti að tilkynna komu sína í hana. Breyting á skyldum húsráðenda. Sú breyting hefur líka verið gerð á tilkynningarákvæðunum, að húsráðendum er gert að skyldu að tilkynna þá, sem setjast að í því, enda sé um tilkynningar- skylda einstaklinga að ræða. Hús- ráðanda á brottfararstað ber þann- ig að tilkynna alla þá, sem flytja í annað hús í umdæminu, og sömuleiðis alla aðkomumenn, sem hverfa á brott úr bænum. Með þessu eru auknar skyldur lagðar á herðar húsráðenda, en þar á móti kemur nýtt ákvæði um, að til- kynningarskylda húsráðanda falli niður, eí sá, sem flytur, sýnir hon- um, áður en tilkynningarhesti lýk- ur (þ. e. innan 7 daga), kvittun fyrir því, að tilkyrming hafi verið látin í té. Er svo til ætlazt, að hús- ráðandi — bæði á brottfararstað og innflutningsstað — gangi eftir því við hann, sem flytur, að hann tilkynni sig, þannig, að yfirleitt sé ekki látin í té nema ein tilkynning fyrir hver aðsetursskipti. Allir eru einhvers staðar á skrá, Áður var algengt, að menn væru hvergi á manntali og reyndu sumir að komast hjá opinberum gjöld- um á þann hátt. Með tilkomu alls- herjarspjaldskrárinnar getur það ekki átt sér stað, að einstaklingur sé hvergi skráður, nema hann hafi aldrei korr.ið á skrá og ekki hafi enn náðst til hans einhverra hluta vegna. Nú eru menn annað hvort á réttum stað í spjaldskránni eða á 'röngum stað í henni á hinum ár- lega viðmiðunartíma, 1. des'mber. Og sé einhver rangt staðsettur 1. desember, vegna vanrækslu á að tilkynna sig, þá kemur það í ljós fyrr eða síðar og er hann þá lát- inn sæta ábyrgð án tafar. Vetrarstarfsemi Æsku- lýðsheimilis templara Undanfarna tvo vetur hefur Góð- tempiarareglan á Akureyri rekið Æskulýðsheimili í húsakynnum sín- um í Varöborg. Eins og mörgum er kunnugt, er starfsemi þessi aðallega tvenns konar, þar seni annar hLuti hennar fer fram í námskeiðum en hinn í leikstarfsemi við leikáhöld og dægradvalir. Námskeiðin, sem aðallega hafa verið verkleg, hafa verið nijög fjöl- breytt, og þar liefur farið fram ker.nsla í nivndskurði, leirmótun, módelsrníði, föndri, bast- og tága- vinnu og dansi, svo að eitthvað sé nefnt. Námskcið þessi hafa náð miklum vinsældum, sérstaklega meðal ung- linga, og hafa þau ávallt verið vel sótt, enda er þar leitazt við að þeir, sem þau sækja, geti fundið verkefni við sitt hæfi, og að hinar ýmsu námsgreinar svari áfiugamálum þeirra. Margur unglingurinn hefur á undanförnum námskeiðum búið til fallega muni, svo sem hiliur, körfur, jólaskraut, myndastyttur, og hver veit nema að við þessa iðju hafi hann lagt hornstein að sínu eigin framtíðarstarfi. Með fjölbreyttum námskeiðum og skemmtilegum við- fangsefnum ættu unglingar að geta unað sér vel innan veggja, þar sem unnið er að slíkum menningarmál- um. Um leikstofurnar í Æskulýðs- heimili templara í Varðborg þarf lítið að fjölyrða. Margur ungling- urinn hefur kynnzt þeim a£ eigin raun, og hafa þær orðið sérstaklega, vinsælar meðal ýngstu gestanna. Þær taka til starfa þann 10. nóv- ember og verða opnar þann dag A milli kl. 8 og 10 e. h. Skemmtiklúbburiun „ALLIR EITT“ DANSLEIKUR í Alþýðu- lutsinu laugardaginn 12. nóv. kr. 21. Stjórnin. Til sölu: Haglabyssa nr. 12. Útvarpstæki. Dívan. Afgr. vísar á. HLUTAVELTA Kvenfélagið V O R Ö L D í Öngulsstaðalireppi efnir til lilntaveltu í þinghúsinu að Þverá laugardaginn 12. nóv. n. k. — Margir ágætir drættir. Dans á eftir; góð músík. — Veitingar á staðnum. Franska stjórnin hefur skipu- lagt sérstaka baráttuaðferð til að fjarlægja áfenga drykki úr veit- ingahúsum, en skapa eftirspurn eftir drykkjum, sem hafa minna en 1% af áfengi. Einkum er þetta miðað við unga fólkið. Bernhard Lafay, heilbrigðis- málaráðherra, hefur komið á sér- stakri hreyfingu í þessu skyni, og er merki hennar rauður, hvítur og blár miði, sem límdur er á flösk- urnar. Það er aðalvopnið í barátt- unni. Ráðherrann segir, að hann telji heppilegra til árangurs að segja við fólkið: „Drekkið merkta drykki", heldur en „drekkið ekki áfenga drykki". Hann heitii á blöðin að styðja stjórnina í þessu efni. Þessir flöskumiðar verða sendir öllum verksmiðjum í landinu, sem framleiða þessa drykki. Þeir verða settir bæði á gosdrykki og ávaxta- drykki. Takmarkið er að slá til hljóðs fyrir óáfengum drykkjum, segir ráðherrann.. Hann telur litla von um að ná miklum árangri í þessu efni meðal eldra fólks, en þessu sé einkum beint til æskulýðsins, og hann hvattur til að drekka aðeins óáfenga drykki. Þá ræddi ráðherrann nokkuð um áfengisnautn þjóðarinnar. Hann sagði að neyzlan væri þris- var sinnum meiri en í Bretlandi. Samband milli andlegrar veiklun- ar hjá börnum og áfengisnautnar foreldranna er fullyrt að sé í 50% af slíkum tilfellum, og talin sen’ni- leg 75% af völdum áfengisnautn- ar. Þá er mikið af hjónaskilnuðum af völdum áfengisins. Um 53% af afbrotum unglinga er af sömu or- sök. Af sömu ástæðu eru 42% af öllum slysum í Frakklandi, bæði slys við vinnu, umferðaslys og slys í hernum. Ríkið eyðir 215 mill- jörðum franka árlega vegna áfeng- isins, en skattar á áfengum drykkj- um eru 62 milljarðar franka. Af þessu sést, að þannig er kom- ið í Frakklandi, þar sem frelsið er mest í áfengismálum og þjóðin „kann að drekka“. — Frá skrif- stofu Áfengisvarnanefndar Akur- eyrar. Fædd 2. júlí 1814. — Dúin 21. maí 1955. KVEÐJA FRÁ SYNl OG ÖÐRUM ÁSTVINUM. Við söknum þín, hve sárt er æ að skilja, þá sundur lífsins þráður slitinn er, en allt í heimi lýtur valdi og viija hins volduga sem hæst af öllu ber. Hann blessar trúu börnin hér á jörðu og býður þreyttum ferðamanni skj'ól. Hann vísar leið þá hretin geysa hörðu, hans heimi lýsir bjarta kærleikssól. Hver minning yljar okkar hjartarætúr, þá andar svalt um lífsins þrönga stig. í helgri þögn, því hugann reika lætur hver hjartkær vinur, sem nú tregar þig. Hve þolgóð varstu, barst hið stranga og stuíða með stillingu, sem veitti öðrurn ró. Þitt takmark sett var trú, í bæn að bíða, þá blessun fengist hverjum manni nóg. Þú áttir hjarta ríkt af trú og trvggðum, að treysta þér var hverjum manni gott. Þú fékkst að arfi gnægð af dýrum dyggðum, í dagsins önnum lífið bar þess vott. Þú fórna vildir öllu sem þú áttir til ástvinanna fram að hinztu stund. Að njóta hvíldar vel þú vina máttir. Nú vaxta framtíð skal þitt dýra pund. Þú áttir hönd, sem var svo vinnugefin, og veitul þeim er hjálpar þurftu í neyð. Sér leyndi ei hve oft þinn sæll var sefinn ef sástu aðra feta gæfuleið. Þú varst ei rík af hálum heimsins auði, þinn huga léztu ei binda glys né raf, en fegin vannstu fyrir þínu brauði og færðir vegsemd þeim er lífið gaf. Við finnum það, hve tungu er tregt að mæla og túlka í orðum dýrsta þakkarmál. Það býr í hjörtum þyngsta sorg og sæla og sárþyrst spurning leyndist innst í sál. Hvað ertu líf? Sem leiftur hér í heimi. Við leggja viljum blóm í sporin þín. Já, vertu blessuð, Guð þig ávallt geymi, góða hjartans trygga vina mín. F. K. L:....:, ..... ' ' -.—........... í

x

Dagur

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.