Dagur - 23.11.1955, Side 8
8
Bagur
Miðvikudaginn 23. nóv. 1955
íþróttafélagið Þór á Akureyri 40 ára
Fáni félagsins og fjöimargir verðlaunaéripir, sem það hefur unnið.
Grein um félaéið biður næsta blaðs.
Gudmund Knutsen
héraðsdýralæknir
á förum
Norski dýralæknirinn Gudmund
Knutsen, sem hér hefur starfað um
hríð sem héraðsdýralæknir, er nú
á förum innan skamms. Mætti
hann á síðasta Bændaklúbbsfundi,
á mánudaginn, og tók þátt í um-
ræðum. A þessum fundi voru hon-
um þökkuð vel unnin störf í emb-
ætti, er þykja með ágætum.
Gudmund Knutsen hefur hvar-
vetna unnið sér traust og virðingu
meðal eyfirzkra bænda. Hæfni
hans og dugnaður er með afbrigð-
um og hispurslaus og hrein fram-
oma í starfi og utan, hafa aflað
honum frábærra vinsælda. Stend-
ur baendastéttin i umdæminu í
mikilli þakkarskuld við læknirinn
og óskar honum brautargengis.
Happdrætti U.M.S.E.
Dregið var 15. nóvl liapp-
drætti UMSE á skrifstofu bæj-
arfógetans á Akureyri. — Upp
kom númer 4788. Vinningurinn
er Chevrolet fólksbifreið 1955,
og er í vörzlu sveitarstjórans í
Dalvík, Valdimars Óskarss.
Ýmis tíðindi úr nágrannahyggðum
Kjörbuð - nafn binna nýju búða
Úrslit í samkeppni þeirri um
nýtt, islenzkt orð yfir „sjálfsaf-
greiðsluverzlanir“, er Samband ís-
lenzkra samvinnufélaga efndi til í
siðastliðnum mánuði, urðu þau að
valið var orðiö kjörbúð. Mælir
dómnefndin með því, að það orð
verði tekið upp í málið yfir allar
slíkar verzlanir.
Með því að 65 manns sendu til-
lögur um þetta sama nafn, var,
eins og tilkynnt var í upphafi,
dregið um 5.000 krónu verðlaunin,
og var það gert hjá fulltrúa borg-
arfógeta í gær. Verðlaunin hlaut:
Aðalbjörn Arngrímsson, Þórshöfn.
Alls bárust tæplega 700 bréf
með 2500—3000 tillögum. — í
dómnefndinni áttu sæti þeir Þor-
kell Jóhannessön, rektor Háskóla
íslands, Halldór Halldórsson, dó-
sent, og Benedikt Gröndal, ritstj.
„Hófel Ákureyri" brennur
(Framhald af 1. síðu).
Töfðu þær furðanlega fyrir eldin-
um, á meðan þær héngu uppi.
Neistaflng norður á Oddeyri.
Neistaflugið var stórhættulegt í
hvassviðrinu. Barst það alla leið
norður á Oddeyri. Og sterka hita-
bylgju lagði af brunanum. Maður
einn er hjólaði suður bæinn, sagði
svo frá, að er hann kom inn á móti
Samkomuhúsinu hefði hitabylgjan
skollið á sig og neistaflugið náð
langt fram á Poll.
Á húsunum, sem næst stóðu
norðan við brunastaðinn, skullu
neistarnir eins og haglél og hrundu
svo af hallandi þökunum. Urðu
smáíkveikjur á nokkrum stöðum,
en slökkvilið og sjálfboðaliðar
landsins í þá daga og lengi siðan.
Byggingin einkenndist af stórhug
og bjartsýni og varð fljótt miðstöð
bæjarins og setti mikinn svip á
hann.
Þá þótti fín't að koma á Hótel
Akureyri og þóttu mörgum fraini
að hafa komið þar.
Margt hefur breytzt.
Þá var aðalbærinn þar inn frá
og Oddeyrin lítið byggð. Var lengi
alger vegleysa á milli bæjarhlut-
anna og illfært. Reynt hafði verið
að koma á símasambandi milli
bæjarhlutanna, en það fyrirtæki
fór út um þúfur. Meðfram fyrir
það, að margir fiktuðu og
skemmdu tækin og fólk kvartaði
undan því að hafa símalínur nærri
Bílaskemma fauk á
\ Ðalvik
Dalvík 21. nóv.
Á fimmtudagsnóttina gerði ofsa
veður af suðvestri. Stór bila-
skemma, sem Útibú KEA á Dal-
vik var að láta gera, fauk. Asbest-
klæðningin eyðilagðist og grindin
skemmdist mikið. Á mörgum bæj-
um fauk hey og skemmdir urðu á
húsþökum.
Fjölmennt og fjörugt hjónaball
var um helgina. Jón Norðfjörð og
Hjálmar Júlíusson lásu upp kvæði
og sögur.
Tónlistarfólk og söngvarar út-
varpsins héldu samkomu hér, er
það var á ferð um Norðurland.
Fjölenni var og góður rómur
gerður að. Héraðsstjórinn, Valdi-
mar Oskarsson í Dalvík, þakkaði
gestum fyrir komuna og ágæta
skemmtun, en Guðmundur Jóns-
son þakkaði móttökurnar.
Dettifoss leggst að
bryggju í Ólafsfirði í
fyrsta sinn
Ólafsfirði 21. nóvemher.
Hér er óvenjulegt blíðviðri.
Hitinn er 10—14 gráður. Hefur
svo verið síðan á mánudaginn var,
er hann gekk til landáttar aftur.
Trillubátar hafa lítið gfitað róið
og afli tregur.
Á þriðjudaginn lestaði Dettifoss
3 þús. kassa af hraðfrystum karfa
og gekk það vel. Er þetta i fyrsta
skiptið að þetta stóra og glæsilega
skip legst hér að bryggju. Sjór var
lágdauður og dýpið yfirdrifið.
Voru 3 metrar undir kjöl með
fjöru. .
Á fimmtudaginn skemmti tón-
listarfólk á vegum Ríkisútvarps-
ins. Listafólkinu var ágætlega tek-
ið og varð það að hafa aðra sýn-
ingu, einnig fyrir fullu húsi. —
Skemmtu menn sér frábærlega
vel.
Togarinn Norðlendingur kom á
fimmtudginn með 180 tonn af
fiski. Fór aflinn að mestu í hrað-
frystihúsið.
Ejölmenn minningar-
guðsþjónusta
Minningarguðsþjónusta fór fram
í Olafsfjarðarkirkju á föstudaginn
um Helga Sigvalda Árnason frá
Syðri-Á í Ólafsfirði, sem drukkn-
aði af togaranum Norðlendingi. —
Sóknarpresturinn minntist hins
látna og kirkjukórinn söng. Jón
Sigurpálsson söng einsöng með
undirleik Guðmundar Jóhannsson-
ar organleikara. Athöfnin, sem
hófst kl. 5 síðdegis, fór mjög vel
og virðulega fram og var fjölmenn.
Alautt er í byggð og vonir
standa til að Lágheiði verði bílfær
innan skamms, ef framhald verður
á þessari ágætu tíð.
Heyskaðar - Eyfirzkt
raet í skurðgreftri
Þverá í Svarfaðardal
21. nóvember.
í suðvestanrokinu aðfaranótt
fimmtudagsins, urðu nokkrir
bændur fyrir tjóni. Hey fuku víða
meira og minna. Til dæmis á
Bakka, Syðra-Hvarfi, Hofsá
og viðar. Á Urðum fauk þak af
þvaggryfju og lentt það siðan á
fjósi og hlöðu til nokkurra
skemmda.
Straum var hleypt á nýju raflín-
una að vestanverðu í dalnum í
gær. Mun þess skammt að bíða að
fyrstu ljósin verði tendruð.
Skurð,grafan er nú hætt störf-
um. Vinnan með henni, hefur
gengið með ágætum í sumar. Búið
er að grafa yfir 70 þús. tenings-
mtra. Eru það mestu afköst hér
um slóðir. Skurðgröfustjóri er Vil-
helm Þórarinsson.
Ræktunarsambandið er að fá
nýja jarðýtu af stærðinni TD9.
Er hún komin til Dalvikur og
biða hennar mikil verkefni næsta
sumar.
Það þykir tíðindum sæta, að
ræktunarsambandið hefur hjóla-
dráttarvél við jarðvinnslu í Svarf-
aðardal á þessum tíma árs.
Verið að reisa raflínu-
staura
Lómatjörn 22. nóvember.
Mótorbáturinn Frosti, sem slitn-
aði upp af legunni og rak á land,
svo sem fyrr getur, er talinn minna
brotinn en fyrst var álitið. Hefur
honum nú verið komið á flot og er
kominn til Akureýrar í viðgerð.
Nokkuð hefur verið róið og er
reytingsafli.
Loksins er verið að reisa raf-
línustaurana frá Garðsvikk til
Grenivíkur. Verður það undir tíð-
arfarinu komið, hvort áætlun
stenzt í þessum framkvæmdum.
Tveir bátar eyðilögðust
við Flatey
Húsavík 21. nóvember.
Flateyingar rnisstu tvo trillubáta
í norðangarðinum um daginn. Eig-
endur voru þeir Gunnar Guð-
mundsson og Hólmgeir Jónatans-
son. Voru bátarnir báðir óvá-
tryggðir og er því tjón eigendanna
mjög tilfinnanlegt.
Húsavíkurbátarnir reru alla
fyrri viku og öfluðu vel. Þorskur-
inn er saltaður en ýsan fryst.
Jeppi kom yfir Reykjaheiði í
dag. og var aðeins 3 klukkutíma
milli byggða. Snjólaust má kalla,
nema í lægðum, þar með töldum
veginum, sem víða er niðurgraf-
inn.
voru vel á verði, svo að ekki varð
tjón af.
Tuttugu manns
húsnæðislausir.
Góðir nágrannar og vinir skutu
skjólshúsi yfir hið heimilislausa
fólk til bráðabirgða. Það hefur
misst aleigu sína flestallt og sumt
af því, sem fórst í eldinum, verður
ekki bætt. Efalaust munu margir
bæjarbúar verða til þess að rétta
hinum bágstöddustu hjálparhönd.
íbúarnir í Hótel Akureyri voru
þessir:
Þorkell V. Ottesen, kona hans,
Sigfríður Hóseasdóttir, átta manna
fjölskylda, Magnús Sölvason, Mar-
grét Sigfúsdóttir, Bjarni Hóseas-
son, Árni Jóhannesson, Randver
Pétursson, Þorlákur Einarsson,
Gunnar Þorsteinsson, Svavar
Zóphoníasson, Jónas Hallgrímsson,
Marinó Baldvinsson, Ingimar Sig-
urjónsson og Gunnbjörn Arnljóts-
son.
Eigendur hússins voru Jón An-
tonsson og db. Hallgríms Davíðs-
sonar.
Veglegastíi veitingaJiús
landsins.
Hótel Akureyri var byggt eftir
stórbrunann 19. 'des. árið 1900, en.
þa brunnu 7 hús á Akureýri, Iþar
á meðal Veitingahúsið; svöneínda.
Þá var ekkert slökkvilið og enginn
slökkviliðsstjóri og. éngþútæki. |»
að berjast við eldsvaða önnur en
vatnsfötur. Með þessum stórbruna
hófst nokkurs konar brunaöld í
bænum. Rak hver stórbruninn
annan. • v
En á rústunum voru byggð ný
og veglegri hús en áður.Þar á með-
al Hótel Akureyri. Það var talið
veglegasta veitinga- og gistihús
húsum sínum. Það gæti þá ekki
sofið.
Meðan Akureyri var enn svo lít-
ill bær og ófullburða og framfarir
hægfara, var Hótel Akureyri
„staðarins stolt“, að nokkru leyti.
Þar var glaumur og gleði, ys og
þys. Þar hittust menn og meyjar
og þar voru ráðstefnur haldnar
um andleg jafnt sem veraldleg
málefni. Allir þekktu Vigfús vert
Sigfússon og hótelsystur. Enn
bregður fyrir glampa í augum
roskinna manna, er talið berst að
Hótel Akureyri.
Lengi var það rekið með glæsi-
brag, en hafði þó fyrir nokkru
misst sinn forna og fagra svip, er
það brann. Sagan skipaði því líka
á bekk allfjarri miðbænum er
tímar liðu.
Yngri menn kannast við Gamla
Hótel Akureyri af afspurn, en þó
raunar fremur sem hálfgerða þjóð-
sögu. Menn vissu naumast að það
væri ennþá til. En það minnti á
sig á eftirminnilegan hátt, um leið
og það hvarf að fullu í einum stór-
kostlegasta bruna, sem um getur
hin síðari ár.
Hið fomfagra stórhýsi á merka
sögu. Hana þarf að skrá. Hún er
merkur þáttur í sögu bæjarins,
fyrstu tugi þessarar aldar.
~ Stjátn Félags ungra Framsókn-
.armanna í- Kyjafirði vill minna
félaga sína og aðra unga Fram-
sóknarmenn á framhaldsaðalfund
félágsins, sem. haldinn verður að
Hótel KEA næstk. sunnudag kl. 9
e. h. Að fundarstörfum loknutn
mun Haraldur Sigurðsson sýna
kvikmynd,