Dagur - 10.12.1955, Blaðsíða 5
Laugardaginn 10. desember 1955
D AGUR
5
BENT HENIUS:
Miimisstætt kvöld í
Danskur blaðamaður, sem f ór til Rúss-
lands í sumar, segir frá ýmsu, er
fyrir liann bar
„Viljið þér ekki koma heim með mér, svo að við
getum talað saman undir f jögur augu? Það er að-
eins 10 mínútna gangur heim til mín.“
Rússinn ungi, sem sagði þetta við mig, liorfði
á mig bænaraugum. Ég fann, að hann langaði
ákaft til að segja mér eitthvað, en mér var um og ó.
Spor ræningjans heim að Söria-
tungu í Hörg. munu seint hyljast
Fáheyrt gerræði var framið þar 24. okt. sl.
Við stóðum í mannhafinu eitt
kvöld á aðalgötu Leningrad, Nev-
eky PrOspektet. Það var hann, sem
hafði ávarpað mig að fyrra bragði.
Er maður ferðast um Sovétríkin í
dag, þá gefur jafnvel gamall og
slitinn danskur frakki það til
kynna, að hér sé erlendur maður
á ferð.
Ekki ánægður.
Eg hafði spjallað stundarkorn
við Rússann unga, en það var þó
enginn hægðarleikur, því að hann
kunni lítið annað en rússnesku.
Hann hafði leitt talið að bók-
menntum, og hann lét þau orð
falla um hinar nýju rússnesku bók-
menntir, að mig rak í rogastanz.
Mér skildiist, að hann væri hvergi
nærri ánægður með stefnuna í
þeim bókum, sem nú væru gefnar
út í Sovétríkjunum.
En mér kom í hug, að hann
gæti haft eitthvað iltt i huga
gagnvart mér. Mér fannst dæma-
laus glannaskapur af Rússa að láta
ókunnan útlending hlusta á gagn-
rýni á því opinbera. Ekki gat hann
verið viss um, að eg væri ekki
kommúnisti.
Mikil umferð.
Við stóðum þama, og manngrú-
inn streymdi fram hjá eftir hinni
10 km. löngu aðalgötu. Pétur mikli
hefur verið framsýnn maður, því
að þótt umferðin væri mikil og
hröð, gæti þetta breiða stræti tek-
ið við miklu meiri umferð.
Rússinn leit á mig aftur, og eg
ákvað að fara með honum. Eg
dvaldi um kvöldið á heimili hans
og því kvöldi mun eg aldrei
gleyma.
Ef einhver hefði sagt mér, áður
en eg hélt í þessa Bjarmalandsför,
að eg myndi sitja um kvöld á rúss-
nesku heimili og hlusta á hús-
bóndann segja mér með lágri
röddu frá óvild sinni til kommún-
istastjórnarinnar vegna ástandsins
í landinu, þá hefði eg alls ekki trú-
að því. Mér hafði virzt ástandið
slæmt í Lettlandi, en þetta var
Leningrad, næSt stærsta borg í
Rússlandi.
Eg verð að segja með varúð frá
kvöldi þessu, því að ekki langar
mig til þess, að þessi rússneski
vinur minn, sem eg hitti varla
framar, hljóti svipuð örlög og
sumir félagar hans.
Við sátum í stofunni hans undir
stórri mynd af Lenin. Og þessa
mynd hafði hann ekki á veggnum
í öryggisskyni. Hann dáðist að
Lenin. Það var ekki Lenins sök, að
kommúnisminn var orð,inn að
harðstjórn.
I hjarta sinu var þessi ungi
Rússi hugfanginn af kenningum
kommúnismans, en hann var æst-
ur andstæðingur lögregluríkisins,
sem hann átti heima í.
Við vélbyssuna.
Þegar um líf og dauða var að
tefla fyrir föðurlandiið, þá var
ekkert hik á honum. Þessi ungi
hugsjónamaður varð aldrei föður-
landssvikari. Hann var varla vax-
inn úr grasi, er hann lærði að
skjóta úr vélbyssu, og hann tók
þátt í því að reka Þjóðverja burt
úr landi sínu.
„Hugrakkur?“ sagði hann. „Nei,
það get eg því miður ekki sagt um
mig. Því fer nú verr, að eg get
ekki neitað því, að þegar verst
gekk, þá hjálpaði vodkað mér til
þess að reka óttann burt.“
En hann hafði þó fengið orðu
fyrir framgöngu sína í stríðinu.
Hann sýndi mér heiðursmerkið,
skínandi fagurt, og i það var greipt
mynd af Stalin, sem hann hafði
haft skömm á.
Við sátum þarna heima hjá
honum, dreyptum á sætu. víni,
nokkrum ölflöskum og hálfhráum
fiski úr dósúm. Mér fannst fiskur
þessi vondur og skolaði honum
niður með ölinu.
Vasaorðabók.
Þegar Rússinn varð ákafur, og
eg átti bágt með að skilja hann, þá
greip hann rússnesk-franska
vasaorðabók, og með hjálp frönsk-
unnar lét hann á sér skilja andúð-
ina á þróun rússneskra mála.
Hann hafði setið 6 mánuði í
fangelsi fyrir ímyndaðan glæp
gegn ríkinu, en það var ekkert
hægt að sanna á hann, svo að hann
var látinn laus. En svo billega
sluppu sumir vinir hans ekki.
Bezti vinur hans hafði látið andúð
sína í ljós á einum þeirra æðstu,
sem reyndar var það ekki lengur.
Það kostaði hann samt sex ára
þrælkunarvinnu.
Rússinn sagði mér lika frá vís-
indamanni, sem hafði andmælt
einni af hinum „vísindalegu"
kenningum kommúnistaflokksins.
Hann dó í þrælkunarbúðum.
Á meðan Rússinn sagði mér
þetta lækkaði hann róminn. Hann
var ekki einn í íbúðinni ásamt
konu sinni nióður. Það.var all-
Rússlandi
ur varinn beztur vegna leigjandans
í næsta herbergi.
Sjötíu al hvcrjum hundrað?
Eg spurði Rússann, hvort hann
hefði heyrt um nokkra virka and-
stöðu gegn yfirvöldunum. Hann
neitaði þvi. Eftir því, sem hann
vissi bezt, þá væru aldrei unnin
skemmdarverk, og ekki væru
Heldur gefin út ólögleg blöð.
Hræðslu almennings við kærur
kvað hann mikla, enda greiddi
leynilögreglan háa þóknun fyrir
mikilsverðar uppljóstranir. Allir
væru hræddir við alla. En svo
bætti hann við:
„70% af rússnesku þjóðinni eru
í hjarta sínu á móti kommúnism-
anum.“
Þetta fannst mér nú fullhá tala,
en Rússinn hélt fast við sina skoð-
un. Er eg spurði hann nánar, full-
yrti hann, að allir kunningjar sínir
væru andstæðingar harðstjórnar-
innar i landinu. Mér fannst hann
vera að segja satt.
Það var auðfundið, að þessi
sovétborgari elskaði föðurlandið.
Það var varmi í röddinni, þegar
hann talaði um rússneska menn-
ingu, sígildar bækur og hljómlist
þjóðar sinnar. Á hinn bóginn var
röddin kuldaleg, er hann sagði mér
frá þvingunum og ógnum núver-
andi stjórnarfars.
Ú tvarpstruflanir.
Það stóð. útvarpstæki í stöfu-
horninu. Eg spurði hann, hvort
hann hefði nokkurn tíma heyrt til
erlendra stöðva. Hann kvað það
ógerlegt vegna truflanastöðva, sem
alltaf væru í gangi.
Er eg sagði honum ýmislegt af
þjóðfélagsástandinu í Danmörku,
átti hann bágt með að trúa. Hann
sagði mér frá erfiðleikum eins
kunningja síns, sem hefði þurft að
fá sér heyrnartæki. Það hefði tek-
ið óratíma að útvega það, tækið
hefði verið lélegt og mjög dýrt.
Sjúkrasamlag kom þar hvergi
nærrL
Eg sýndi honum. passann minn
með stimplun margra landa. Augu
hans Ijómuðu, og hann kvað það
sína heitustu ósk að fá að ferðast
til Vesturlanda. Eg er hræddur
um, að honum verði aldrei að ósk
sinni.
Eg spurði hann áður en við
skildum, hvers konar stjórnarfar
hann myndi kjósa sér í stað hins
núverandi, ef hann ætti frjálst val.
Hann var ekki i neinum vafa og
svaraði strax: „Lýðræði.“
Einn af 6 milljónum.
Er við fórum út úr ibúðinni á
leið til sporvagnsins, gaf hann mér
mynd af sér og konunni, og ef
heimurinn væri öðruvísi en raun
ber vitni, hefði myndin verið birt
með þessari grein.
Við sögðum ekki margt á þess-
ari naqturgöngu um stórborgina.
Eg var að hugsa um þessa undar-
Iegu tilviljun, að áf 6 milljónum
borgarbúa skyldi eg einmitt hafa
rekizt á þennan mann. Var hann
Vorið 1952, þegar eg flutti bú-
ferlum í Skriðuhrepp, var mér
ekki kunnugt um, að Sjúkrasamlag
væri starfandi í hreppnum. Og
enga tilkynningu fékk eg þar um
né reikning yfir gjöld til samlags-
ins.
En er eg hafði búið ffálft annað
ár í Skriðuhreppi, var eg fyrst
krafinn með „lögtaksúrskurði“ um
gjöld til sjúkrasamlags hreppsins.
„Úrskurðinum" mótmælti eg og
neitaði að greiða gjöldin á þeim
forsendum, að það stríddi gegn
minni lífsskoðun, að menn ættu að
beygja sig „kúgunarlögum", en það
hafa sjúkrasamlagslögin verið
kölluð af mörgum.
Enn liðu tvö ár. Og á þeim ár-
um fékk eg engan reikning frá
gjaldkera samlagsins, var eg held-
ur aldrei krafinn af honum á
drengilegan og eðlilegan hátt.
Á sl. hausti, seint í september,
var mér svo í annað sinn birtur
„lögtaksúrskurður“ vegna svo-
nefndra „sjúkrasamlagsgjalda“. Þá
var kunnugt orðið i Skriðuhreppi
og víðar, að eg og fjölskylda min
höfðum afráðið að flytja burt frá
Sörlatungu fyrir miöjan október.
Það var því auðsætt og útilokað,
eins og málum okkar var þá kom-
ið, að við ættum þess nokk-
urn kost að njóta sjúkrasamlags-
réttinda í Skriðuhreppi fratnvegis
frekar en að undanförnu, enda var
það aldrei tilætlun gjaldkera sam-
lagsins, að við fengjum nokkur
fríðindi á móti þeim kr. 1350.00
er hann hafði af ásettu ráði látið
safnast saman, og dró því af hags-
munalegum ástæðum að taka upp-
hæðina lögtaki þar til eftir burtför
okkar úr hreppnum.
Eftir atvikum hefði það kann-
ske geta talizt mannlegt að fram-
kvæma lögtakið, á meðan við vor-
um búandi á staðnum, þar eð okk-
ur hefði þá að sjálfsögðu gefist
kostur á að framvísa einhverju
verðmæit að venjulegurn hætti
undir þeim kririgumstæðum, og
svara til saka að öðru leyti.
En gjaldkeri Sjúkrasamlags
Skriðuhrepps, Pál Olafsson í Dag-
verðartungu, skorti karlmennsku
og drengskap til þess að sækja
einn af fjölmörgum eða undan-
tekning? Eg veit það ekki. Er við
kvöddumst, létum við báðir í ljós
ósk um endurfundi, en við vissum,
að við myndum aldrei sjást fram-
ar.
Talaði þessi vinur minn í Lenin-
grad fyrir munn hins nafnlausa
fjölda í Sovétríkjunum. Ekkert
skal eg fullyrða um það. Hafi
fleirum, sem eg hitti, verið svipað
innanbrjósts, þá létu þeir ekki á
því bera.
Það er ekki hægt að draga marg-
ar ályktanir, eftir aðeins vikudvöl
í Leningrad, og söguna um Rúss-
ann unga getur lesandinn skýrt og
skilið, hver eftir sínu geði og
stjórnmálaskoðunum.
okkur heim og ganga beint fram-
an að okkur með kröfur sínar. í
stað þess kaus hann heldur, að
hætti illræðismannsins, að vega
aftan að okkur.
Hann áræddi loks 24. október,
þegar, við vorum burt flutt, að
framfylgja „kúgunarlögunum" og
fara með fulltrúa sýslumannsins,
Sigurð M. Helgason, fram að
Sörlatungu og láta hann gera lög-
tak í jörðinni sjálfri, „með öllum
húsum og mannvirkjum", eins og
stendur í lögtaksgerðinni. Og þessi
aðför er viðhöfð til þss að tryggt
verði, að Páll, gjaldkeri, nái kr.
1350.00 að upphæð, sem hann set-
ur metnað sinn í að ræna í nafni
sjúkrasamlags. Og svo örugglega
er gengið frá því á „hærri stöð-
um“, að hin „mikilvæga“ upphæð
verði greidd, að lögtaksgjörningn-
um er þinglýst.
Þann 3. ds. sl. barst mér til-
kynning frá sýslumanni Eyfirð-
inga um það, að nauðungaruppboð
yrði auglýst á jörðinni Sörlatungu,
samkvæmt beiðni sjúkrasamlags-
gjaldkera Skriðuhrepps. Svo langt
gat ósvífnin gengið.
Hins vegar á við i þessu sam-
bandi að láta þess getið, að á jörð
þeirri, sem hér um ræðir, var fyrir
hendi talsvert af lausafjármunum,
t. d. 150 hesta töðuhey, vagnar og
vélar og önnur tæki. Allt mínar
eignir. Einhverjum réttsýnum
manni hefði að líkindum fundizt
gjörlegt að gera fjárnám í þssum
eignum til þess að ná 1350.00 kr.
Það litur helzt út fyrir, að Pál
gjaldkera hafi gripið einhver sjald-
þekkt tegund af gróðalöngun, og
að hann hafi búizt við að geta á
svipstundu eignast stóra vildisjörð
fyrir lítinn pening, velfenginn að
lögum!!!
En auðgunarvonin brást honum
skyndilega, því að fljótgert reynd-
ist að þurrka lögtaksóþverra hans
og fulltrúans af jörðinni. En spor
ræningjans heim að Sörlatungu
munu seint hyljast.
Þess skal getið hér, að hrepp-
stjóri Skriðuhrepps taldi sér aldr-
ei sæmandi að framkvæma það
lögtak, sem eg hér hef gert að um-
talsefni, og mun engum koma það
á óvart, sem þekkir drenglyndi
hans og réttsýni. — Hin illgirnis-
lega og ódrengilega framkoma
Páls Ólafssonar, sem hér um get-
ur, er harðlega vrtt af almenningi.
Og í hans hreppi er hún talin ein-
stæðasta óþokkafyrirbrigðið, sem
þekkzt hefur þar um slóðir, fyrir-
brigði, sem vart mun eiga sér hlið-
stæðu í nokkrum öðrum hreppi
landsins.
G. S. Haídal.
Frá Leikfélagi Akur-
eyrar
Gamanleikurinn Þi’ir eigicmenn
verður sýndur næstk. laugaiw
dags- og sunnudaggkviflA AB-
göngumiðasími 1639. ■ :