Dagur - 17.12.1955, Page 8

Dagur - 17.12.1955, Page 8
8 D A G U R Laugardaginn 17. desember 1955 DAGUR Ritstjóri: HAUKUR SNORRASON. Afgreiðsla, auglýsingar, innheimta: Erlingur Davíðsson. Skrifstofa í Hafnarstræti 90. — Sími 1166. Árgangurinn kostar kr. 75.00. Blaðið kemur út á hverjum miðvikudegi og á laugardögum þegar ástæða þykir til. Gjalddagi er 1. júlL PRENTVERK ODDS BJÖRNSSONAR H.F. gremju og liefnigirni, sem sprottin er af þeirri staðreynd, að enginn vill með þeint vinna né liafa þá í ráðum með sér. — Hagsntunamál gróðamannanna og milliliðanna, sem leynt og ljóst eru verndaðir og dáðir al Sjálfstæðisflokknum, enda hans styrkasta stoð, var að nota jetta ástand til þess að ná sem mestum gróða á sem stytztum tíma. Þarna fóru því hagsmunir komm- únista og íhaldsins algjörlega sam- an, og var ekki annað sýnna, en að vel færi á með þeim við iðju sína, enda eru þeir gamlir íélagar og Sjúkt efnahagsltf AF ÖLLU ÞVÍ scm nú er til umræðu manna á milli, virðist ástandið í elnahagsmálum þjóðarinnar skipa þar öndvegi. Það er ckki óeðlilegt, að fólk hafi þann áhuga, sem raun ber vitni, á þcitn málum, sem hljóta að einhverju leyti að sncrta hvert einasta mannsbarn meira eða minna. Þcgar þessi mál bcr á góma hjá fólki, eru að sjállsögðu skiptar skoðanir um ástæður, hina raunvcrulegu orsök ástandsins í dag. Blöð Sjálfstæðismanna, sérstaklega Morgunbl., vilja Skella skuldinni á fjármálaráðherra og stjórn hans á fjármálum þjóðarinnar undanfarin ár. Er það ekki að ásæðulausu, að blað þetta, sem er citt harð- svíraðasta afturhaldsblað, setn út cr gefið á íslandi, beini skeytum sínum í þessa átt. — Þeir, sem að því standa, vita ofurvel, hvaðan hættan stafar fyrir skjól- stæðinga þess, og því er um að gera að linna ekki látum við að ófrægja þá, sem þeir vita mesta and- stöðumenn sína. Kommúnistar vilja skella skuldinni á báða stjórnarflokkana, að því er virðist vegna stjórnleysis á öllum sviðum.-Það er þess vegna ekki að ástæðulausu, að þessi mál eru rædd hér, ef vera kynni að leiðrétta mætti þessar missagnir og öfug- mæli á báða bóga. Á ÁR.UNUM eftir sfðustu gengisbreytingu, tók að skapast nokkuð jafnvægi milli kaupgjalds og verð- lags, og fólk fékk aukna trú á gildi íslenzku krón- unnar. Sparnaður fólks jókst, og almenningur tók að safna nokkrum innstæðum í banka. Vegna þess áttu bankarnir hægara um vik að lána til nauðsyn legta framkvæmda, bæði á sviði atvinnumála og einnig til hóflegrar fjárfestingar, svo sent byggingar íbúðarhúsa. A síðasta Alþýðusambandsþingi náðu kommúnistar undir sig verkalýðshreyfingunni illu lieilli, og biðu þá ekki boðanna að notfæra sér þessa aðstöðu í flokksþágu við þá iðju, sem þeim lætur bezt, að korna af stað glundroða og upplausn í efnahags- málum þjóðarinnar, þar sent staðreyndin er sú, að undanfarin ár hefur kommúnisminn þróazt bezt slíku andrúmslofti. — í þessu skyni var stofnað til hinna langvinim og liarðvítugu verkfalla á ofan verðu þessu ári. Að þeiin loknum hækkaði kaup verkafólks nokkuð í krónutali, enda þótt fyrirfram væri sjáanlegt, að sú krónutöluaukning myndi ekki leiða til kjarabóta handa alþýðu manna. — Það er sorglegt, að alþýðan og hagsmunasamtök hennar skuli þannig vera notuð sem pólitískt vopn gegn ríkisvaldinu, sem undanfarið hafði leitazt við að tryggja sem mest mátti samræmi í kaupgjaldi og verðlagi. Afleiðing þessara kauphækkana var hækkun á svo til öllum nauðsynjum, bæði landbúnaðarafurð um og innfluttum vörum. Suntar þessar verðhækk- anir voru rökbundin nauðsyn hækkaðs framleiðslu- kostnaðar, en ekki er ólíklegt, að margir fjármála- menn hafi, í þessari fjármálaupplausn, gengið fcti framar en nauðsynlegt var til þess að jafna þá hækk- un, sem varð á kaupgjaldinu. Gróðamönnum og ó- ráðvöndum milliliðum var því ástand þetta kærkom- in átylla til Jress að hrifsa til sín meira en sinn rétt- láta skerf af tekjuin þjóðfélagsins, og skákuðu í Jrví skjólinu, að ekki ~yrði eftir Jtessu tekið, heldur yrðu verðhækkanirnar kenndar verkföllunum og Jreim kauphækkunum, sem }>au höfðu í för með sér. AÐALÁHUGAMÁL kommúnista var að veikja ríkisvaldið og konta af stað upplausnarástandi á sent allra llestum sviðunt. Þeirra afstaða liefur markazt samstarfsmenn l'rá tíð nýsköpunar- stjórnarinnar. Almenningur í landinu er farinn að sjá í gegnum þennan svikavef, og mun því skrifa upplausnar- ástandið og verðbólgukapphlaupið á reikning beggja öfgaflokkanna. Fólk er farið að sjá, hverjum er lielzt treystandi til Jiess að sporna við áframhaldandi ftir á jiessari ó- heillabraut. Þess vegna mun allt vinnandi fólk til sjávar og sveita taka höndum saman og vcita öfga- flokkunum báðum lausn lrá störf- gm |j 153 fÆ Jón bóndi scndir Fokdreifum cftirfarandi bréf: ,Að vera kornin heiin. Fg dvaldi á Akureyri um sexvikna tíma, vcnjulega hef ég fcngið nóg af tvcggja daga dvöl í þcim góða bæ, og farið l'cgnastur heim. Fn þessi varð raunin í Jtetta sinn. Ég verð Jiess oft var, að ýmsir, scm í kaupstaðnum búa ltalda að það sé þungt böl sem lagt sé á sveita- bóndann, hin sígildi vinnudagur, sem oft nálgast sólarhring um hey- annir og tíðum er svo langur á vor- in cf misjöfn er tíð. Þarna gætir nokkurs misskilnings og heldur ekki nema hálf sögð sagan. Ekki hefði ég trúað Jrví, þó þrá- sinnis sé um |>að rætt, að frændur mínir, sem sjóinn sækja geri J>að fyrst og lrentst af fórnfýsi,, geri J>að vegna nauðsynjar þjóðarinnar að aflað sé fiskjar, geri það vegna gjaldeyris{>arfa landsmanna, að sigla um hinn grænbláa sæ. Ég hef hinsvegar haldið, að sjó- ntenn sæki sjóinn og farmenn ferð- ist milli landa af Jriirl sinni og eigin kvötum, geri J>etla af }>rá og liing- un og af baráttuvilja og æfintýra og margs konar sálarlegum ástæðum. Og J>ó að lang mestu leiti líkast til, að afla sér og sínum persónulegs lífsframfæris á einn og annan hátt. Svona held ég að J>etta sé og eigi að vera, en þegar búið er, — sem að vísu er nú vonlaust verk, — að telja sjómönnum trú um, að þeir sæki sjóinn til )>ess að afla gjaldeyris svo að t. d. bóndinn geti fengið fluttar inn landbúnaðarvélar, og búðar- borð iill svigni undan vöruhlöðum jafnt óþörfum, sent þörfum, J>á held ég að j>eir hætti að fara á sjó. Svona held ég að framleiðslustarf- ið bæði til sjávar og sveita sé per- sónulegt, ef svo má segja, og J>urfi að vera J>að Og aldrei er bóndan- um eins mikill unaður að koma heim til jarðar sinnar, eins og þeg ar hann hefur Iengi dvalizt fjarri henni, og stuttur tími verður lang ur tími í þeim skilningi. Það er bónda og sjómanni sameiginlegt, að snerting þeirra við sjó eða jörð er Jieint sem eins konar opinberun og hafin yfir alla aktaskrift, þó þessi viðskipti séu að mestum sýnilegum og áþreifanlegum liluta í þágu fjár öflunar og efnishyggju. Og J>að er ekkert órofasantband á milli mikill- ar vinnu annars vegar og hreysti manna liins vegar, þó að öllu ntegi nú ofbjóða. Þó að lélagsleg átök séu til stórra hluta mikilvægust, held ég, að enn um sinn muni hvorki bóndi né sjómaður stunda sína at- vinríugrein vegna þeirra, sem ekki stunda hana, J>ó að hún sé hins vegar svo mikilvæg, að allir lifi af henni. Ég held ekki, einu sinni, að hinir stéttvísu og félagsbundnu verkamenn stundi vinnu sína nema fyrst og fremst sjálfra sín vegna. Og Sízt dettur mér í hug, að svokölluð verzlunarmannastétt vinni verk sín vegna annarra en sjálfra sín, ]>ó ]>au séu ójtægilega oft kölluð J>jón- usta við landsíólkið. Fjórðit ngssi't k ra h ús ið. Margt er J>að, scm fvrir augu og cyru bcr, þcgar dvalizt er í þcssu stóra húsi. Ríkast var mér.í huga J>ar, hvcrsu báglega þau mörgu heimili væru stödd, sem xttu allt sitt fólk heiuia sem ]>arna dvelur nú og nýtur þcirr ar beztu hjúkrunar, sem völ er á — Og mér verður hugsað til J>css ástands, sem ríkjandi væri, ef ekk væri annað sjúkrahús á Akurcyri nú en gamli spitalinn. Oft hugsa menn lítið um ]>á liluti, sem mcst horfa til menningar og mannúðar og luifa orðið til á allra síðustu árum, og líta á það eins og hvern sjálfsagðan hlut. Svo mun nú mörgum fara um þctta sjúkrahús, þangað til }>eir J>urfa J>angað að leita. Jafnvel nuin það hafa verið til, að menn héldu, að stofnun sjúkrasamlaga leiddi af sér vaxandi vesöld á lólkinu, sent þá án afláts leitaði sér læknishjálpar. Auðvitað er J>etta barnalega álykt- að, ef verra kom ekki til, en hitt er víst, að samhjálpin í ]>eim efnum' gefur rneiri tryggingu en áður hafði þekkzt lyrir því, að lólkið í land- inu og einkum fólkið í sveitunum leiti sér læknis og sjúkrahúshJSIpar nóg og fljótt. Og það ætti líka að auðvelda mjög læknunum að fylgj- ast nteð heilsu fólksins og uppgötva í tíma jafnvel fleiri mein manna heldur en viðkomandi hafa sjálfir áttað sig á að J>á J>jökuðu. Þó að margt sé ]>arna gott eða ágætt, stendur ýmislegt til bóta, og ótrúlegt var, hvað allt breyttist við }>að eitt að losna við bergmálið á ganginum, þar scm límt var upp í á dögunum, en betur má, ef duga skal, ]>ví að sami virtist hljómurinn á öllum hæðum. Þá kemur mér J>að til hugar, að mikið væri ánægjulegt, ef risið gætu upp byggingar yfir starfsfólk stofn- unarinnar, sem sumt á síii skjól út um allan bæ á milli vakta. Það er hrollsamt fyrir hjúkrunarkonu, að hvcrfa út í liríðina og kuldann á vetrarkvölduirí, og leita uppi leigða stolu t. d. norður á Oddeyri, ef til vill í mvrkri og hálku." Mistök Um daginn fór erlendur sendi- ráðsmaður frá Stokkhólmi á elgs- dýraveiðar til Austur-Gotlands ásamt fleirum. Héldu' þeir út í skóginn eldsnemma morguns, og áður en fullbjart var orðið heyrð- ist fyrsta skotið. Þustu þá allir veiðimennirnir á staðinn til þess að sjá fyrsta elgsdýrið. Stóð þá skyttan allvigaleg í rjóðri nokkru en við fætur hennar lá belja í and- arslitrunum. Þetta mun ekki vera einsdæmi, því að fyrir nokkrum árum hengdi bóndi nokkur í Sviþjóð stórt skilti á kýr sínar, en á því stóð: „Eg er KÝR.“ Laufabrauð Þessa dagana er víða verið að búa til laufabrauðið. Þeim sem eiga ]>að eítir, er betra að byrja frekar fyrr en seinna. Laufabrauðið hefur nefnilega J>ann kost, að ]>að batnar við gymsluna og þolir yfirleitt geymslu í það óendanlega. Enn er laulabrauðstilbúningurinn ofurlítil hátíð, sérstaklega fyrir börnin, og J>á er alveg víst, að jólin lara að koma. En ]>að má enginn úr fjölskyldunni skerast úr leik. Engin hætta.er á ]>ví, að börnin gerí ]>að, því að þau eru ]>ví áfjáðari, sem þau eru yngri, að minnsta kosti við að skcra. Og það borgar sig að lofa þeim að skera laufabrauðið. Auðvitað verður cin og ein kaka ónýt. En eliiið t hvcrja köku er J>á lieldur ekki svo uiikils virði, og vissulega má breiða kökumar út aftur, ef þær liafa ckki hvolazt í incðferðinni. f>að cr annars mesta lurða, hvað börnin gcta skorið yel í laufarbauð, ef þati hala einhvérjar fyrirmyndir og fá að vera mcð. En cinu ]>arf að vara sig á. Eullorðna lólkið má ekki ganga á undan I hroðvirknisiegum skurði. Því tuiður gera sig margir seka um J>að, }>egar tíminn er að verða takmarkaður. Nei, ]>á er bctra að skera alls ekki, }>ví að illa skorið laufabrauð er ekki til að hafa á jólum. Stundum sést hcimilisfaðirinn grípa köku og rista á hana með stórum brauðhníf. Hann lætur þess ]>á jafnan getið, hvað hann hafi verið fljótur, og að hann hafi kannske cinhvern tfma áður íarið með liníf, og kökurnar. hans muni ekki verða vcrri á bragðið en hinna, sem eru að vanda sig við laufaskurðinn. Ég hef séð húsmæður hrífast af svona tali, og jafnframt finna að svipuðum útskurði yngstu barnanna. Laufabrauðsskurðurinn getur vcrið listrænn, og hann er fyrir alla. Einu mcga húsmæðurnar ekki gleyma. Þær mega ekki búa svo inikið til af laufa- kökunt, að allir séu orðnir dauðleiðir, áður en Iokið er. Laufabrauðið er sérlega gott, og í reyndinni fer }>að jafnan svo, að þegar folkið er orðið lcitt á sætu brauði, }>á borðar }>að laufabrauð með beztu lyst. En nú skulum við leita ráða hjá Jóninnu Sigurðar- dóttur. Hún segir svo um Iaufabrauðið: Laufabrauð nr. 1. 500 gr. hveiti, 65 gr. sntjör, 15 gr. sykur, I teskeið lyftiduft (ger), 250 gr. mjólk. Smjörinu og lyftiduftinu er nuddað saman við livcit- ið, sykurinn látinn í og vökvað með mjólkinni, sem bezt er að hafa snarpheita. Þetta er svo hnoðað, }>ar til deigið er orðið sprungulaust. Þá er J>að breitt tit J>unnt og skornar úr J>ví kökur undan diski, með kleinuhjóli. Kökurnar eru látnar vera á köldum stað dálitla stund. Svo cru skorin mcð hníf ýntiss konar lauf, rósir, blöð, stafir o. 11. í hverja köku. Kökurnar eru svo soðnar í vel hertri tólg sama dag og deigið er búið til, þar til þær eru orðnar Ijósbrúnar. Lauta- brauðið hefur verið og er enn þann dag í dag aljrjóð- arréttur á jólum hér á landi rmeð hangikjöti og mag- ál.“ Húsfreyjur skyldu hafa það hugfast, að hafa kök- urnar þunnar, svo J>unnar, að næstum megi lesa á bók í gegnum J>ær óskornar. Þá er gott að skera kök- urnar, og ]>á ná þær sínu óviðjafnanlega góða bragði við geymsluna. K AKÓSNITTUR 150 gr. smjörlíki, 150 gr. púðursykur, 3 egg, 250 gr. hveiti, 2 tesk. lyftidult, 2 matsk. kakaó, \\/2 dl. mjólk, börkur af einni appelsínu. Smjörlíkið er liálíbrætt og hrært saman við sykurinn, þar til freyðir. Svo eru eggin hrærð saman við, eitt í einu. Hveitið cr sigtað og blandað í ]>að lyftidufti og kakóinu, en því næst cr allt hrært saman í mjólkinni, og rifnum berkinum blandað í. Deigið }>arf að vcra ]>ykkt og freyðandi áður en hveitinu er bætt í. Nú er deigið sett í smurt mót og bakað í hálftíma við jafnan hita (180 gr.). Kakan er skorin köld i snittur, sem hægt er að skreyta með þeyttum rjóma eða appelsínu- laufi.

x

Dagur

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.