Dagur - 16.06.1956, Síða 4
4
D A G U R
Laugardaginn 16. júní 1956
DAGUR
Ritstjóri: ERLINGUR DAVÍÐSSON. |
Afgreiðsla, auglýsingar, innheimta:
Þorkell Björnsson.
Skrifstofa í Hafnarstræti 90. — Sími 1166. 4
Árgangurinn kostar kr. 75.00.
Blaðið kemur út á miðvikudögum.
Gjalddagi er 1. júlí.
PRENTVERK ODDS BJÖRNSSONAR H.F.
Átti að fella niður verklegar
framkvæmdir
ÞEGAR HINAR KUNNU niðurgreiðslutillögur
Ingólfs Jónssonar, viðskiptamálaráðherra, sáu dags-
ins ljós í vetur, var þeim fylgt úr hlaði í Morgun-
blaðinu með miklum gauragangi. Ingólfur hafði sem
sé fundið ráð við verðbóglunni af vísdómi sínum.
Þá þegar var sýnt að kosningar stóðu fyrir dyrum
og átti nýi vísdómurinn að vera haldreipi Ihaldsins
fram yfir kosningarnar.
Með nokkrum tugum milljóna átti að
greiða niður vísitöluna. Fyrsta spurn-
ingin var þá, hvar taka ætti peninga til
slíkra hluta. Svarið var á þá leið, að
fresta mætti ýmsum verklegum fram-
kvæmdum.
Það kostar ríkissjóð 6 milljónir kr. að
greiða niður hvert vísitölustig. Ef öllu
því fé, sem nú er veitt tilnýrra þjóðvega,
brúargerða, hafnargerða og lendingar-
bóta úti á landsbyggðinni, væri varið til
þessara niðurgreiðslna, mundi það svara
til 6 vísitölustiga. Ætti hins vegar að
greiða niður 16 vísitölustig, samsvaraði
það næstum þeirri upphæð, sem nú er
veitt til allra verklegra framkvæmda á
fjárlögum ríkisins. - -
Er af þessu auðsætt, að þessi kosningabrella
Sjálfstæðismanna er ekki eins glæsileg og henni
var ætlað að vera í augum kjósenda, þegar hún er
athuguð örlítið meira en Sjálfstæðismennirnir
gerðu, þegar þeir í ótta við kosningarnar, hentu
henni frá sér og gleymdu að gera sér grein fyrir
hvar peningana ætti að afla.
Raunar segir Islendingur, sem loksins komst ekki
hjá því að taka mál þetta á dagskrá, í síðasta tölu-
blaði, og hefur eftir Ingólfi Jónssyni, að það hljóti
að mega spara á ýmsum útgjöldum. Það liggi í
hlutarins eðli!
Það er að vísu ekkert óeðlilegt, þótt ritstjóra ís-
lendings blöskri alveg þessi bjargráðatillaga Ingólfs
á Hellu. En að hann skuli gera svo opinskátt grín
að henni, var þó sízt að vænta.
-------o-------
Hve lengi kennir hann sig við
sjálfstæði?
EINS OG KUNNUGT ER af blöðum og útvarpi,
reyndu Sjálfstæðismenn í lengstu lög að koma í veg
fyrir að orðsending til Bandaríkjastjórnar, vegna
samþykktar Alþingis um varnarmál, yrði afhent
hlutaðeigandi aðilum, svo sem utanríkisráðherra, dr.
Kristinn Guðmundsson, hafði boðað. Viðræður eiga
að hefjast 1. ágúst í sumar.
Morgunblaðið hefur öðru hvoru verið að impra á
því, hvort utanríkisráðherra ætlaði að frysta sam-
þykktir Alþingis í málinu, en jafnhliða var unnið að
því að ómerkja vilja þings og þjóðar í málinu. Þeg-
ar svo utanríkisráðherra gerði þá ófrávíkjanlegu
embætisskyldu sína, að senda samþykkt Alþingis
um varnarmálin áleiðis til Bandaríkjanna, ætlaði
íhaldið að ærast.
Ólafur Thors gaf út sérálit og
lét birta í útvarpinu. Þar var leit-
ast við að afsaka framferði Sjálf-
stæðisflokksins, sem óum-
deilanlega er orðið hneyksli. —
Aðalkrafa Sjálfstæðismanna í mál-
inu var sú, að orðsendingin væri
alls ekki send og beitt villandi
skýringum í því sambandi á sam-
þykkt þingsins.
Hvað Sjálfstæðisflokkurinn upp
sker af þessu máli, mun fljótlega
koma fram. En grátlega leika nú
örlögin þann flokk, sem kennir sig
við sjálfstæði, en þverbrýtur allar
iýðræðisreglur.
Uppboðsþankar.
Betra að vinna 8 stundir en 12.
É g var staddur á stórbýlinu.
Bóndinn var að bjóða upp búslóð
síiiá. Hjóniii voru þreytt orðin á
búskaparerfiðinu og starfsþrekið
tekið nð bila, þó aldurinn sé ekki
hár. 'Bprnin vildu ekki taka við
starfi foteldranna, }tví að þeim
sýndist.-Tramtíðin bjartari á öðrum
leiðum,-minfia strit og meiri arðs-
von. Vera má, að sumir lái þeim
þetta, en það er ósanngjarnt. Hvers
vegna ættu þau að leggja það á sig
að vinna tólf stunda vinnudag í
sveitinni, þegar hægt er að fá jafn
mikla eða meiri peninga fyrir átta
Stúndir annars staðar? Þetta er líka
leið margra annarra ungmenna, er
vaxið liafar upp í sveitinni, en
liverfa svo þaðan vegna ókyrrðar og
upplausnar í þjóðlífinu, sem stafa
mun af hersctu Bandaríkjamanna í
landinu.
Allmargir bændur vöru þarna
saman komnir. Þeim varð tíðlitið
til fjallanna, sem öðru livoru voru
hulin dimmum hríðaréljum, og þeir
hnepptu yfirhöfnum sínum betur
að sér, þó að hádagur væri.
Ríkissjóður á annan tvílcinbinginn.
Uiuræðurnar snerust um hafísinn,
sem nú scndi breiðfylkingar sínar
að landinu úr norðvestri, og um ný-
afstaðinn sauðburðinn. Fþnu liafði
yfirleitt heilsazt vel og nokkuð
margt verið tvílembt. Ef ær var tví-
Iembd, þá átti bóndinn sennilega
annað lainbið, hitt — það stærra —
var eign rikissjóðs. Svo fengu menn
sér í' nefið og bölvuðu veðurútlit-
inu, sköttunhm, dýrtíðinni og jafn-
vel Stalín óþokkanum, sem tilbeð-
inn var af, íslenzkum kommúnistum,
en þeinv til afsökunar skal þess get-
ið, að þeir mega helzt ekki lnigsa
nein'a luigsun, sem ekki hefur áður
verið hugsuð austur í Moskva, en
hvort þeim tekst nú jafn vel að út-
kasta Stalín úr hugarheimi sínum
og af stofuveggjunum, skal ekki sagt
um liér.
Komu líka til að bjóða í?
Nú renndi fólksbifreið í lilaðið,
og út stigu ekki bændur, lieldur
tveir þingmenn Sjálfstæðisflokksins.
Koma þeirra vakti nokkra undrun,
því að það er næsta fátítt í þessari
sveit, að alþingismenn séu viðstadd-
ir, þegar bændur bjóða upp skran
sitt. Þeir slógúst í hópinn, en voru
þo auðþekktir frá bændunum. Þó
höfðu þeir ekkert Heimdallarfas, en
samkv. blaðafregnum liafa Heim-
dellingar tamið sér framkomu sem
bændum geðjast lítt að, enda fátt,
scm bændur og Heimdellingar eiga
sameiginlegt. Þó setja sumir bænd-
ur kross á kjörseðilinn við sama
flokk og Heimdellingar, í þeirri
góðu trú, að með því leggi þeir
fram sinn skerf til bjargar þjóðfé-
laginu.
Sjaldan lýgur almannarómur.
Sjálfstæðisflokkurinn hcfur nú
tekið þátt í stjórn landsins um langt
árabil og liefur því haft mörg og
góð tækifæri til þess að sanna stjórn
arhæíilcika sína, en samt er það al-
mannarómur, að alltaf hafi sigið á
ógæfuhliðina. Forusta Sjálfstæðis-
flokksins í þjóðmálunum virðist því
þrautreynd, enda ekki líklegt, að
auðkýfingar úr innsta liring flokks-
ins bjargi neinu nema sjálfum sér,
a. m. k. er ekki líklegt, að þar verði
fundin lausn á vandamálum bænda-
stéttarinnar, og má því furðulegt
heita, að nokkur bóndi skuli kasta
atkvæði sínu á flokk heildsala og
annarra fjárgróðamanna, en fyrir-
líta mann úr sinni stétt, sem skilur
til hlítar öll vandamál sveitanna og
er auk þess viðurkenndur ágætis-
maður.
Um erindi þingmannanna er ekki
að fullu kunnugt, — en nokkrum
bændum brugðu þeir á einmæli
suður fyrir fjós, norður fyrir fjós og
austur fyrir fjós. Sennilegt má telja,
að þeir hafi flutt vináttumál frá
æðstu mönnum Sjálfstæðisflokksins,
boðskap um betri stjórnarhætti og
loforð um viðreisn á öllum sviðum.
En viðreisn í höndum Sjálfstæðis-
flokksins mundi sennilega álíka ár-
angursrík og tilraun til að eyða
hríðaréljum og bægja brott hafísn-
um. Nei, viðreisnin keniur annars
staðar frá. Hún kemur frá vinnandi
fólki til sjávar og sveita Það á að
taka höndum saman til þess að
skapa hamingjusamt þjóðfélag.
Hurfu í rykmekki.
Ég renndi augunum yfir sveitina
og sá, að bifreið þingmannanna var
að hverfa yfir liæðirnar í norðri,
umlukt ryki vegarins. Þeir þyrluðu
upp ryki, þegar þeir komu, og þeir
þyrluðu upp ryki, jþégar þeir fóru,
en mestu ryki munu þeir þó liafa
þyrlað upp á meðan þeir stóðu' við
á uppboðinu og áttu tal við vænt-
anlega kjósendur 24. júní n. k.
Þingmennirnir voru horfnir, en
uppboðið hélt áfram. Ég hrökk við,
er ég lieyrði rödd . u'ppboðshaldar-
ans: — Tuttugu og fimm krónur,
annað og þriðja sinn. — Skrifist hjá
---? — Eyfirzkur búskussi.
Frá Bindindisfélagi
íslenzkra kennara
Aðalfundur Bindindisfélags ísl.
kennara var haldinn í Kennara-
skólanum miðvikudaginn 6. júní
sl. Formaður félagsins, Hannes J.
Manússon, flutti skýrslu um störf
síðasta árs. Hafði félagið átt aðild
að bindindissýningunni og tekið
þátt í stofnun Landssambands
gegn áfengisbölinu. Þá efndi félag-
ið til ritgerðarsamkeppni um bind-
indismál meðal 12 ára barna, og
hét verðlaunum fyrir þrjár beztu
ritgerðimar á hverju námsstjóra-
svæði. Ennfremur lagði félagið til
mann í ritstjórn barnablaðsins
Æskan og beitti sér fyrir útgáfu
fræðslurits um bindindismál til
notkunar í barnaskólum, og kemur
það út í sumar.
Fundurinn gerði nokkrar álykt-
anir um framtíðarstarfið, en félag-
ið nýtur styrks frá áfengisvarnar-
ráði til starfsemi sinnar.
Stjórn félagsins skipa: Hannes
J. Magnússon, skólastjóri, Akur-
eyri, Helgi Tryggvason, kennari,
Reykjavík, Jóhannes Oli Sæ-
mundsson, námsstjóri, Akureyri,
Eiríkur Sigurðsson, yfirkennari,
Akureyri, og Kristján Gíslason,
kennari, Reykjavík.
Fjallagrös og matarást
Jón skrifar:
„Eg skrifaði smágrein um daginn í Fokdreifar um
fjallagrösin og ágæti þeirra, og taldi þá um leið, að
aðaluppsprettan að ást karlmannsins væri í magan-
um, og væri því vissasti vegurinn fyrir konuna, ef
hún vildi eiga ást karls sins, að láta hann hafa nógu
gott að borða, svo að maganum liði sem bezt.
í síðustu Fokdreifar skrifar einhver F. K., sem mér
skilst á öllu, að muni vera kona, og er hún hneyksl-
uð mjög á því, að eg skuli orða nokkuð við magann
svo göfuga tilfinningu sem ástina.
Hvar heldur blessuð konan, að ástin eigi upptök
sín? I hausnum kannski, innan um alla skynsemina?
Verða menn ekki stundum blátt áfram eins og hálf-
vitar, þegar þeir eru ástfangnir, og er þá liklegt, að
ástin sé runnan frá aðalstöðvum skynseminnar? Nei,
ást og skynsemi eru stórveldi, sem eiga í köldu
stríði hvort við annað og komast ekki bæði fyrir í
hausnum.
En þá er það hjartað. Er frúin kannski svo gam-
aldags, að hún haldi, að ástin sé runnin frá hjartanu?
Hjartað er vöðvi, og það er líka pumpa, það er allt
og sumt. Heitar tilfinningar koma ekkert við þessari
sístritandi dælu, enda þótt ástfangnir hálfvitar héldu
það fyrr á öldum, af því að þeim fannst hjartað slá
hraðar, þegar þeir hugsuðu um elskuna sina. Þeir at-
huguðu ekki, að hjartað hamaðist líka þegar þeir
urðu hræddir og enn meir, ef þeir hlupu. Þá töluðu
menn um í fávizku sinni að elska af öllu hjarta, en
nú heyrist slíkt ekki lengur.
Heldur frúin kannski, að ástin sé runnin upp í
lungunum, þeim físibelg? Að visu má segja, að oft sé
mikið loft í hamingjusömum elskhuga og hinn
ólukkulegi blási mikið og mæðulega, en ástin á ekk-
ert skylt við strauma loftsins. Til eru konur, sem
mikill gustur stendur af, en ekki virðast þær neitt
kærleiksríkari en aðrar nema siður-sé, og vona eg, að
F. K. sé ekki ein af þeim. Nei, ástin á ekki heima í
lungunum.
Jæja, nú höfum vð svipast um eftir uppsprettu
ástarinnar í manninum. Við byrjuðum efst og erum
komin niður að þind, og ekki er uppsprettan fundin.
En hvað kemur neðan við þindina, elskulega vin-
kona? Er það ekki blessaður maginn?’ Jú; að mér
hejlum og lifandi, það er hann, þetta dásamlega líf-
færi og mikilsverða, og þar er uþþsþretta og heim-
kynni hinnar einu, sönnu ástar. F. K. vill kanriski, áð
leitinni sé haldið áfram lengra niður á vð, en slíkt
tek eg ekk í mál. Mér fyndist það ósamboðið ást-
inni, enda þarf ekki að halda lengra.
Er frúin búin að gleyma því, þegar maður hennar
kom svangur heim úr vinnunni og sá dúkað borð,
hvar á voru baunir og saltket. Getur verið, að hún
muni ekki enn ástarljómann í augunum?
Man frúin ekki enn og alla tíð þau skipti, sem
maður hennar stóð upp frá borðum eftir að hafa
borðað steiktar rjúpur. Hann gekk til hennar, lagði
handlegginn um hálsinn á henni og kyssti hana.
„Þakka þér kærlega fyrir matinn, elskan min,“ sagði
hann, sæll og glaður.
Þannig mætti lengi telja úr lífi hvers og eins, og
öllum vitnum ber saman. Maginn er heimkynni ástar-
innar. Þeim heiður, sem heiður ber.“
Ullin er góð í hita
Margir halda að ullin sé aðeins gott efni í vetrar-
föt. Þetta er þó hinn mesti misskilningur. Auðvitað
þurfum við ekki að klæðast eins hlýjum fötum á
sumrin og ekki eins mörgum. En léttofin ullarefni
eru allra efna bezt í sumarfötin. Þau halda vel líkams
hitanum og eru auk þess svo opin, að þau hindra
ekki eðlilega „loftræstingu".
Margir Suðurlandabúar, sem eiga í stríði við hit-
ann, og klæðast því venjulega ekki miklu, segja að
ullin sé bezta efnið í sumarfötin, vegna þess hve létt
hún er og heppileg í heitu veðri.
Þar að auki þarf ekki að þvo ullarefni eins oft og
önnur efni og það koma ógjarnan brot í þau.