Dagur - 16.06.1956, Síða 8

Dagur - 16.06.1956, Síða 8
8 Baguk Laugardaginn 16. júní 1956 Ljó$ift. E. Sjguvgcirsson. Sutnri fagnað Lengir daginn, dvínar nótt, hækkar sól á himni. Vetur víkur, vorið hlær, heilsar sólhlær sumri. Hitnar hjarta, hlýnar geð, íagnaðsstundum fjölgar. Bjartur heillar hug minn senn fjalla víður faðmur. JÓN BENEDIKTSSON, prentari. Kaupfélag Ingólfs á Hellu og SÍS Magnús Jónsson frá Mel mun á framboðsfundi í Sólgarði hafa sagt frá því, að kaufélag Ingólfs á Hellu hafi ekki fengið inngöngu í SÍS — og talið það ljótt til frá- sagnar. Kauplélag Ingólfs á Hellu Frá félagimi Ísland-Noregnr Eins og að undanförnu stendur ungum mönnum, er því vilja sinna, til boða ókeypis skólavist í Nor- egi á hausti komanda og frá næstu áramótum. Um þessa skóla er að ræða: Bændaskólann í Geirmundarnesi í Rómsdal. — Bændaskólann á Tveit á Rogalandi. — Bændaskól- inn að Steini á Hörðalandi, og Búnaðar- og garðyrkjuskólann í Aurlandi í Sogni. Umsóknir um skólavist sendist til félagsins Island—Noregur,Arna G. Eylands, Sóleyjargötu 35, Reykjavík, er gefur allar nánari upplýsingar. er klofningsfélag. Það er dulbúinn „Rindill“ fráSjálf stæðisflokknum. Það er gert út til J>ess að villa sýn — af jjví að samvinnustefn- an er vinsæl. — Það er sér- hagsmunahyggja Sjálfstæð- isflokksins undir kaupfé- lagsformi að yfirvarpi. Samkv. lögum SIS fær ekkert kaupfélag inngöngu í Sambandið, ef kaupfélag er fyrir á sama fé- lhgsvsæði. A árum innflutningskreppunnar kom það sannarlega ekki kaupfé- lagi Ingólfs á Hellu að sök, þótt það væri ekki í SIS. Heildsalar Sjálfstæðisflokksins birgðu það af annars ófáanlegum varningi, af því að það er áróöurstæki Sjálf- stæðisflokksins í Rangárvalla- sýslu. Að sjálfsögðu hefði samt félag þetta fengið upptöku í SIS, ef ann- að félag hefði ekki verið fyrir á verzlunarsvæðinu og reglur þess við athugun reynst fullnægja sam- vinnulögunum, þó að yfirvarpi væri. Barnflesfa heimili bæjarins stofn- að fyrir 6 árum, en börnin orðin 60 Rebbi slapp Ofeigsstöðum í Kinn. Hér er sólskin en lítil spretta, en úthagi þó orðinn sæmilegur. — Vegna kuldanna var fé víðast á túnum fram til síðustu mánaða- móta. Grenjaleitum er haldið áfram og hefur annað greni verið unnið, en frá hinu var sagt áður. Refur- inn slapp þó að þessu sinni. Talsvert ber á beinaveiki í kúm, en þó er hitt undarlegra að geldneyti, sem vel hafa verið alin á grænni töðu í vetur og í ágætum holdum, hafa snögglega veikzt og er kennt um steinefnaskorti. Ber allrnikið á þessum kvilla. Bændur eru óánægðir yfir því, hve illa gengur að ná i dýralækni þegar á liggur, mun annríki valda. Sauðburður gekk ágætlega, en fyrningar eru minni en á horfðist um tíma, því að vorið var gjafa- frekt vegna kuldanna. Verið er að steypa brú á Rangá hjá Hóli. Er því vegurinn tepptur um skeið. Trúlofanir eru engar. Gegnum auglýsingaáróðurinn og tilkynningafarganið í útvarpinu, sem hvert kvöld dynur í eyrum manns, mátti þó í fyrrakvöld heyra tilkynningar, sem tekið var eftir. Þær voru frá Þjóðvarnar- flokki Islands, margendurteknar. Hann ætlaði að halda aðal kjós- Áhrif glæpamynda Fyrir skömmu kom greinilega í ljós, að nokkrir stálpaðir drengir í Molde í Noregi höfðu verið ærið námfúsir á glæpamyndir í æsi- blöðum þeim, er þar flæða um láð og lög, eins og hér og víðar. Höfðu þeir nærri gengið af smádreng dauðum, er að var komið. Fyrst höfðu þeir reyrt hann svo fast við stólpa, að honum lá við köfnun, og siðan barið hann, svo að blóð rann úr munni og nefi. Síðan skrifuðu þeir nafn drengsins á stólpann úr blóði hans og hengdu hann þar næst á höndunum upp í tré. En þá var komið að þeim, og drengnum bjargað úr höndum þeirra. Fyrirferðalitil en þörf stofnun í þessu bæjarfélagi er Barnaheimil- ið Pálmholt við Akureyri. Konur í Kvenfélaginu Hlif stofnuðu heimilið og sýndu með því fram- úrskarandi dugnað og atorku, eins og konum er oft lagið, þegar þær bindast samtökum um menningar- mál. A mánudaginn átti stofnun þessi 6 ára afmæli og er raunar ekki komin á þann aldur ennþá, að afmælisgreinar séu skráðar. En vissulega er þó vert að minna á starfið að Pálmholti og hlut þess í bæjarfélaginu. Kvenfélagið Hlif, undir forystu frú Elinborgar Jónsdóttur, hóf framkvæmdir 1948. Fésterkt var það ekki, en eignaðist þó hús og húsmuni og hóf starf 1950 og hef- ur notið ofurlítils styrks frá bæn- um árlega. endafund sinn í Reykjavík og fundarstaðurinn var Listamanna- skálinn. Hann var þá ekki dauður eftir allt saman. Klukkan tíu minútur yfir 9 voru áheyrendur taldir í Listamanna- skálanum í miðri ræðu Bergs Sigurbjörnssonar. Reyndust þeir 82 í sætum og nokkrir fram við dyr, sem komu og fóru. Alls tekur salurinn 700 manns. Er þetta fá- mennasti, opinber kjósendafundur, sem haldinn hefur verið í höfuð- borginni um áratugi. Eina von Þjóðvarnarflokksins byggist á kjörfylgi í Reykjavík. — Bókaútgefandi og nokkrir menn aðrir í Reykjavík, er móðurskip flokksins og eina athvarf, en hrað- boðar fengust þó víða umlandmeð milligöngu Sjálfstæðisflokksins. Allt útlit er fyrir að móðurskip Þjóðvarnarflokksins sé að síga í sæ, en ekki er vitað hvort Sjálf- stæðisflokkurinn ætlar að kasta björgunarbelti til áhafnarinnar, i þakkarskyni fyrir hjálpina í kosn- íngunum. Pálmholt er alltaf fullskipað. — Það tekur, eftir viðbótina í fyrra, um 60 börn. Börnin eru flutt á morgnana um kl. 9 og heim aftur á kvöldin rétt fyrir kl. 6. • Ekki er það neitt þegjandalegur hópur, sem að garði ber á morgni hverjum að Pálmholti, og mundi sumum finnast nóg um, að minnsta kosti þeim, er ekki vilja sjá annarra manna börn og frá- leitt skjóta skjólshúsi yfir hjón, sem sú óhamingja hefur hent að eignast erfingja, en það er önnur saga. Börnin byrja daginn með söng, og þótt undarlegt sé, kallar söng- urinn fram kyrrláta gleði í stað ærsla. Að Pálmholti er allt undir veðr- inu komið. Úti við eru bátar og bílar, rólur, sölt og sandkassar og dagurinn er fljótur að líða við leiki. Heimleiðis halda börnin laust fyrir klukkan 6 síðdegis og hafa þá verið þvegin og greidd. Forstöðukona heimilisins er frú Þórný Þórarinsdóttir, og með henni 3 fóstrur, og ráðskonan, frú Sigurlaug Pétursdóttir, og hjálpar- stúlka, annast að sínum hluta hin vandasömu störf. Mánaðargjald fyrir börnin er kr. 300,00, en heimilið starfar frá 1. júní til 15. september. Dval&estirnir eru 3ja til 5 ára og kemur það æ betur í ljós, hve þýð- ingarmikið það er mörgum efna- litlum heimilum að geta komið börnunum fyrir á daginn, meðal annars veitir það húsmóðurinni oft tækifæri til að vinna utan heimilis og ennfremur að gera húsmæðrum á barnbörgum heim- ilum kleyft að annast heimilis- störfin að öðru leyti. Sjöunda starfsár Barnaheimilis- ins Pálmholts er hafið. Aðsóknin er mjög mikil og vitnar um góða reynslu undanfarinna ára. Ungir borgarar þessa bæjar munu vera í góðri umsjá þessarar stofnunar og sækja heilbrigði og hreysti lítið eitt utan við ys og þys bæjarlífs- Er móðurskipíð að sökkva? Rarnaheimilið Pálmholt. Ungir sægarpar sækja á miðin.

x

Dagur

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.