Dagur


Dagur - 16.06.1956, Qupperneq 5

Dagur - 16.06.1956, Qupperneq 5
Laugardaginn 16. júní 1956 DAGUR 5 frjf *ltlí1i i Þegar ég tók bakteríuna Notaleg kennd fór um mig allan, já fram í fremstu fingurgóma, um leið og svefninn sigraði mig Á meðan vetur konungur fer hamförum um landið og ár og vötn eru ísi lagðar, er örlítil von um að laxveiðimenn tali stundum um eitthvað annað en lax. Laxinn er nú einu sinni þeirra töfraorð, og ef þeir heyra það nefnt, verða allir að eyra. Er það sjúkleiki? Engin hætta er á, að vatnið fari að streyma fram í munninn, eins og á átvöglum. Nei, það er ekki maginn, heldur eitthvað í sálarlíf- inu, sem vaknar, dulinn sjúkleiki, segja sumir, veiðidella, segja aðr- ir, bakteríur, segja enn aðrir, og ofnæmi, segja þeir sem eitthvað þekkja til þeirrar veiki. En hvern- ig sem þetta verður skýrt eða skil- greint, er það alveg víst, að laxinn er stangveiðimönnunum reglulegt töfraorð, sem allt í einu og á ólík- legustu stundum getur orðið upp- haf að langri sögu. Sá kyngikraft- ur og frásagnargleði fylgir, að jafnvel málhaltir menn verða flug- mælskir og áheyrilegir, eins og svolítill, heilagur andi hafi hlaup ið í þá. Þetta getur líka verið góð dægradvöl í skammdeginu og kon an amast síður en svo við mælsku bónda síns um lax, á þessum árs- tíma. Hún veit, að nú er sá fagri fiskur langt undan. hroll setur að manni. Laxinn leitar á æskustöðvarnar. Einhvers staðar í hafdjúpinu eyðir laxinn ævinni, á meðan hörkur og fannalög hylja ár og vötn. Ferðir hans eru Htið rann- sakaðar, en þær eru taldar langar og Hggja víðs fjarri æskustöðvun- um. En þegar kemur fram í mai liggja þær þó til lands. Tvö eða þrjú ár var hann í einhverri lax- ánni, annað hvort borinn þar og barnfæddur eða fluttur þangað í mjólkurbrúsa, glært og hálfgegn sætt grey, enginn lax, en þó laxa- seiði. En í ánni varð hann að ofur- litlum laxi á stærð við litla milli síld, og þá þegar vaknaði útþráin og seiddi hann til hafs. Enn líða 4 ár og laxinn er orð- inn feitur og fallegur fiskur, silfur- gljáandi, sprettharður og kjark- mikill. Bergvatnið lokkar og dregur En í stað þess að njóta víðáttu hafsins, vaknar nú eitthvað nýtt og áður óþekkt með honum, sem knýr hann til lands. Við getum kallað það heimþrá eða forvitni eða einhvers konar löngun að sjá aftur æskustöðvarnar. Hann legg- ur af stað í áttina til heimkynna sinna og fer dýpstu leiðir og allt upp undir árósinn. Þar dvelzt hann um hríð og venur sig við ferskt bergvatnið. Með því berst líka eitt og annað góðmeti, sem ekki er að finna úti á hafi. Þó mun það ekki í fæðuleit, að laxinn velur sér bergvatnsá. Einhveren daginn rennir hann sér svo upp árminnið og lætur þá ekkert aftra sér. Eðl- ishvatir yfirbuga allt hik og hann er aftur kominn á fornar slóðir, heim í ána sína. Það hefur víst ekki oft komið fyrir að merktur lax hafi leitaað í „vitlausa" á. Allir á sömu leið — í leit að ævintýri. Hundruð og þúsundir laxa eru á sömu leið. Allir að „ganga í ána“ og allir óviðbúnir hættum þeim, sem biða þeirra. Stundum er stað- næmst lítils háttar neðarlega í ánni, síðan haldið áfram dag frá degi. Flúðir, þrengsli og grynning- ar verður að yfirstíga og smáfossar eru stokknir. Stundum tekst það ekki í fyrstu atrennu, en þá er reynt aftur og aftur. Ævintýrið heillar. Langt, langt uppi í ánni eru hrygningarsvæðin. Þangað er ferðinni heitið. Þegar laxinn leitar í straum verður veiðimaðurinn viðþolslaus. En þegar fyrstu laxarnir kljúfa tært en straumhart bergvatnið er veiðimaðurinn orðinn viðþolslaus. Einhver ókyrrð hefur líka gripið hann. Hann athugar veiðistöngina sína og alla „útgerðina“ eins og hún leggur sig. Hann er þegar bú- inn að tryggja sér veiðirétt í beztu ánni og sumárfríið er auðvitað miðað við véiðidagana, sem hann hefur í ánni. Eítthvert óskiljanlegt afl dregur laXVeiðimenn hvora að öðrum, og þeir,’ sem ekki eru und- ir sömu sökina seldir, forða sér hið bráðasta í burt. Þeir vita svo sem um hvað talað er, og það er bezt að þeir eigi sinn lax og sínar laxa- sögur. Jafnvel rétt fyrir kosningar gleyma pólitískir andstæðingar hinum fráleitu og ósvifnu stjórn- málaskoðunum hins, og eru sálu- félagar í laxinum. Nauðsynlegt að taka úr sér hrollinn. Sparsamur veiðimaður verður allt í einu dálítið rausnarlegur við sjálfan sig og kaupir veiðistöng af nýjustu gerð, og eitthvert óskiljan- legt afl (eins og hjá laxinum) knýr hann í næstu búð í leit að viðeig- andi hlutum og verðugum, nýrri stöng, og ekki má nestið vanta. Kalt getur orðið á árbakkanum og læknir hvergi nálægur, en lungna- bólgan alltaf á næstu grösum, ef að manni. Og laxveiðimaðurinn verður líka hugulsamur við heimili sitt, þegar hann er að ferðbúast. Hann er til dæmis vís til að minna á hve gott sé að hafa reyktan lax ofan á brauð og eitthvað gagnlegt megi nú kaupa fyrir allan laxinn, sem ekki sé hægt að torga heima, það eru nú líka peningar, og í því sam- bandi eru almennar rökræður til gangslausar. Ef hann er minntur á, að ekkert hafi hann nú fengið í fyrra, veit hann alveg fyrir víst hvers vegna það var, en nú er allt öðru máli að gegna, og loks verð- ur konan fegin að hann fer. Það er nefnilega ekki hægt nema stutta stund að þola laxveiðimanninn í ferðahug og í heimanbúnaði. Hvernig þetta byrjaði. Það greip mig einu sinni þessi skolli, að langa til að veiða lax. Allt kom það til af því, að eg greip i stöngina fyrir vin minn, meðan hann náði í treyjuna sína. Það var nefnilega enginn lax og ekkert gaman og eg var ósnortinn af þess- um ósköpum, sem laxveiðimenn eru haldnir af. En viti menn. Hann er ekki einu sinni kominn í treyj- una, þegar allt ætlar út úr hönd- unum á mér. Eg varð gramur við, og ef einhver annar en vinur minn hefði átt í hlut, mundi eg hafa fleygt stönginni og öllu heila dót- inu, og það á samri stundu. Línan dróst út með ofsa hraða og vinur- inn æpti einhvers konar heróp: „Hann er á! Hann er á! Haltu á móti maður!“ Já, hvort eg vissi að hann var á. Skyldi mér vera það ókunnugt. Vinurinn hljóp eins og stuttir fætur hans orkuðu, og það var mesta furða hvað þeir, jafn- suttir og óvanir hlaupum, gátu borið minn ágæta vin með ístruna og allt það af miklum dugn aði. Enginn skyldi forsmá þyngdarlögmálið. Laxinn var nú búinn með fyrsta sprettinn og eg vatt dálítið inn á hjólið .Eg ætlaði að hafa nóg til að „gefa út“, þegar djöfsi tæki annan sprett. Það var ekki um annað að gera en að standa sig þangað til veiðimaðurinn kæmi og eg leit útundan mér. En hvað haldið þið að eg hafi séð? Vinur- inn var á góðri leið með að láta sig þyngdarlögmálið engu varða. Hann var í háalofti, en kom því miður niður á girðinguna, sem hann ætlaði að stökkva yfir. Sárs- aukablandið gremjuóp kvað við og eitthvað á eftir, sem eg ekki heyrði hvað var. Svo hækkaði hann röddina og kallaði: „MARGS ÞARF BÚIÐ MEÐ.“ Laxveiðimaður atliugár hvort ekkert vanti. Hér sést það lielzta: 3 veiðistengur, hjól, flugur, spænir, hnífur, pundari, maðkabox, goggUfj vöðlur, veiðitöskur og margt fleira. Rot- arann vantar þó sjáahlega; aftur á móti er vasapela ofaukið. kom engu orði upp fyrir mæði, en þreif af mér stöngina, ruddi úr sér skömmum og blótaði kröftuglega. Þetta voru þakkirnar. Smám sam- an skildi eg hváð . hann sagði. Steinninn í ánni og laxinn. Ekki kenndi hann mér um að steinninn var þarna, þó að mér hálfpartinn skyldist það í fyrstu, og; að lþxinn væri hinum megin en ekki hérna megin. Hefði eg svo sem átt að segja laxinum það, hvoru megin hann átti að vera? Og þarna tók hann eina rokuna enn og vinurinn hélt fast um stöngina og setti fram ístruna og stöngln- svignaði ískyggilega undan átokum riíáttns og fisks. Svo vaf þetta allt í einu búið. Laxinn var farinn með öng- uiinn og vinurinn sagði ekki neitt og tómlegra andlt hef eg aldrei séð. Það var þá steinninn eftir allt saman. Hann var öfugum megin við laxinn. Laxinn vitjaði mín aftur og eg tók bakteríuna. Svona byrjaði það, og mér var svo sem sama. Það var ekki fyrr Misstu hann ekki! „Misstu hann ekki, haltu í við hann, gefðu eftir, lempaðu hann“ og einhver fleiri góð ráð hefur hann víst gefið mér. En hleypur þá ekki skrattinn í hann aftur, nefnilega laxinn, og hvílíkur darra- dans. Hann þurrkaði sig upp út vatninu og skellti sér svo beint undan straumnum í áttina að foss- inum. Það söng og hvein í hjólinu, þegar línan rann út, og þó hljóp eg niður árbakkann, datt, stóð upp aftur og enn var hann á, en hægði nú ferðina. Hann lagðist við stór- an stein, sem stóð upp úr straumn- um. Þarna mundi hann nú víst una sér um stund. Steinninn og laxinn. í sama mund kemur vinurinn hlaupandi, svo að undir tók. Al- blóðugur var hann og treyjan hans hékk ennþá á girðingunni. Hann en um kvöldið, rétt áður en eg festi blund, að laxinn „kom á hjá mér“, sami laxinn. Hann kippti snöggt og þungt í tauminn eins og ótemja, sem lagt er við í fyrsta sinn, og tók svo sprettinn. Hvílík- ur sprettur. Stöngin svignaði í hálfhring og línan rann út með ofsahraða. Laxinn stökk upp úr vatninu, og hinn silfraði og fjaður- magnaði fiskur glampaði í sólskin- inu. Eg stóð sjálfan mig að því í rúminu að taka á móti, mjúkt og ákveðið, gefa eftir, en hálda þó jöfnu átaki á móti, til að þreyta hinn sundfráa andstæðing. Vit- leysa. Var ekki eins gott að hugsa um vin minn í loftstökkinu eða eitthvað annað skemmtilegt? — Það tókst ekki, en laxinn, hinn dásamlegi vatna- og úthafs- fiskur, þreif öngulinn og kippti dá- lítið í um leið, áður en snögg og þung átök hans hófust fyrir al- vöru. Notaleg kennd, engri annarri lík, fór um mig, alla leið fram í fingurgóma, um leið og svefninn lagði blessun sina yfir mig. Eg hafði tekið bakteríuna. Nýr utanríkisráðh. í Sovétríkjunum Hinn nýi utanríkisráðherra Sovét ríkjanna, D. P. Sheþilov, helyr ekki niikla reynslu í utanríkis'málum. Hann var skipaður formaður utan- ríkismálanefndar yEðsta ráðsins fyr- ir tveimur áruth, en síðan hefur hans gastt æ meira við ákvörðun stefnunnar. Shepilov hefur verið ritstjóri „Pfavda", málgagns kommúnista- flokksins, og hefur því nær daglega haft samband.við Krustjov, en hon- um mun hatin eiga embættið að þakka. A 20. flokksþinginu var ekki farið dult með þá ágizkun, að Shepilov myndi taka við af Molotov. Vitað er, að hann er sömu skoðunar og Krustjov, að kommúnista- og „auð- valds“-ríki geti lifað friðsantlega hlið við hlið, og í ræðum, er hann hefur haldið nýlega og gagnrýnt í . utanríkisstéfnu Bandaríkjanna, hef-- ur hann gætt hins mesta hófs. Marg- ir telja þó, að sent utanríkisráðherra muni hann aðeins vcrða málpípa Krustjovs. Það er verk Shepilovs, og það mun hafa átt þátt í útnefningu lians í embættið, að Rússar gerðust athafnasamir í löndunum við hotn Miðjarðarhafs. Það var Shepilov, sem fyrst fór til Kaíró og lagði grundvöllinn að samskiptum Rússa og Egypta, og það var áreiðanlega hann, sem kom í kring vopnasöl- unni, sem styrkt hefur mjög aðstöðU Rússa í löndum Araba. Haft er eítir honurn, að Rússar verði að hætta að láta scr nægja að réiða sig á hina næstu nágranna, héldur þurfi þeir að seilast miklu lengra til myndunar vináttutengsla. Hann er talsmaður þess, að aukin séu verzlunarviðskipti við þjoðir Vestur-Evrópu. — The Timés. _

x

Dagur

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.