Dagur - 16.06.1956, Blaðsíða 7
Laugardaginn 16. júní 1956
DAGUR
i
- „Dórnur reynslunnar”
(Framhald af 1. síðu).
væri dómur rcynslunníir alls ekki
eins bölvaður og mér hafði Irorið
í grun, þegar öllu væri A bötninn
livolft? — Ekki virtist hún t. d. neitt
líklcgt tákn eða ímynd aðstcðjandi
vanda og þrenginga, myndin af
unga manninum þriflega og mynd
arlega — frambjóðanda Sjálfstæðis-
ins á Akureyri — svona hvítleitum
og sléttfelldum, geiglausum og sæl-
legum á svipinn, þarna mitt í him-,
inbláma Sjálfstæðisins!
Og ég þóttist sjá í anda alveg
sams konar bók liggja til reiðu á
forstofugólfi hvers kjósanda í ger-
völlu landinu, jafnvel bæði „til sjós
og lands“, nú um þessar mundir —
allar jafn fagurlrláar á ytra borð-
inu, en aðeins með breyttri ásjónu
frambjóðandans, eftir því í hvaða
kjördæmi ritlinginum skyldi úthlut-
að. — Mér var það ljóst í vantrú
minni, að ekki sízt bæri svo stór
felld og fjárfrek auglýsingastarfsemi
nokkurn vott um cfnahagslegan
vanda — hvorki flokksins né mann-
anna, sem að henni standa!
Eínið líka blátt!
Og ckki spillti innihaldið áhrif-
unum: Dýrðarástandið í landbún-
aði, sjávarútvegi, iðnaði, rafvæð-
ingu, og verzlun, að ógleymdum
menmamálum, félagsmálum, sam-
göngumálum o. s. frv. — allt blasir
þetta þarna við, og er því skilmerki-
lega lýst með lystilegum og falleg-
um teikningum, slagoröum og feit-
letruðum, marglitum upphrópun-
um. Og allt er þctta auðvitað liinu
blessaða íhaldi að þakka frá fyrstu
tíð!
Jafnvel efnahagsmálanna er þar
getið, og ein síðan ber yfirskriftina
„Ulan Reykjavikurog getur þar
að líta mynd. af rennandi vatni úr
allra laglegasta krana (!) og aðra af
snotrum hjónum mcð efnilegan
frumburð á milii sín, og öll stara
þatt hugstola og hrifin heim á
reisulegastá nýbýli, scm Sjálfstæðið
hefur sjálfsagt gefið Jteim af rausn
sinni. — „Gegn ötia — meti afrek-
um“, stendur þar, — og jafnvel ís-
Icnzki fálkinn cr allt í einu orðinn
hcinharður Sjálfstæðisfugl, lirciðir
út vængi sína og sperrir stél, himin-
blár og ægilegur, yfir og í miðju
lesmálinu, sem á þessuin afvikna
satð er þó lielgað fremur Ijótri
skýrslu um konunúnista, scm ekki
skulu, fyrr en eftir kósningar, leidd-
ir til öndvegis í stjórn landsins við
hlið höfðipgjanna, hvcrra ásjónur
prýða ytra borð pésans.
Myndasagan um afrek
annarra!
Auðvitað cr Jtcssi fallega, bláa
bók fvrst og frcmst myndasaga á
borð við hinn eilífa Markús Morg-
unblaðsins — en ekkcrt sagnfræði-
rit. Það væri jtví kannske ósann-
gjarnt að ætlast til þess, að Jaar sé
þess að nokkru getið — jafnvel ckki
einu sinni með sauðsvörtu og alveg
óbreyttu smáletri í einhverju horni
neðanmáls — að flokkurinn og
mennirnir, sem lagt hafa í allan
kostnaðinn og fyrirhöfnina við út-
gáftiiog dreifingu Jressarar dýrlegu,
himinbláu skýrslu, hafa upphaflega
slaðið öndverðir gegn nœstum
hverju þvi mdli, hverri þeirri fram-
kvcemd, scm þarna er verið að
guma af! Sú saga hcfur vcriö svo
oft rakin, skiímcrkiléga og óvéfengj-
anlega, að Jress gerist engin Jtörf að
gcra hana að nánara uttitálsefni í
Jretta sinn. — Þó skal j>að fúslega
játað, að cin markverð undantekn-
ing að minnstn kosti cr J>ó á þessari
mcginreglu: Sjálfstæðiö ' hefur ntt
nýskeð sýnt mjög athyglisvcrt.fram-
tak í smáíbúðabyggingum fvrir
smælingja: Þegar ]>að fékk með
engu móti leyfi fyrir áframhaldi
Morgunbláðshallarinnar í P.eykja-
vík, vegna lögskipaðra takmarkana
á byggingu slíkra stórliýsa, leysti
J>að snarlega allan vanda mcð því
að breyta öllum efri hæðum þessa
veglega slots — hvort þær verða nii
8 eða 10 talsins — í smáfbúðir handa
húsnæðislausum fátæklingum, og
varði til þess fjárhæð, sem annars
var kannske meiningin upphaflega
að gengi til kaupa á fiskflútninga-
skipi Sambands Islenzkra fiskfram-
leiðenda. — Aðalfundur S í F 1952
hafði nefnilega samþykkt að selja
* niðursuðuverksmiðju fyrirtækisins í
J>essu skyni — auðvitað fyrir óskiip
sanngjarnt verð, j>ví að liún hafði
illa borið sig, og auk J>ess voru
kaupendurnir ekki fjársterkir, J>ótt
J>eir vildu nú taka á sig J>ennan
taprekstur vegna almennings! Þeir
voru Iíka allir úr stjórn Varðarfé-
lagsins, og því alls góðs maklegir í
hvfvetna! — En J>egar til kom, töldu
Thorsararnir, sem ráða S í F, að
fiskflutningaskipið gæti að skað-
lausu beðið betri tíma, svo að hús-
næðisvandræði smælingjanna yrðu
leyst og Morgunblaðshöllinni kom-
ið undir J>ak.
Því var það, að skipinu var í
skyndi breytt í smáíbúðahöll, og nú
eru fyrstu leigjendurnir, bláfátæk
þrastahjón, flutt þar á þakskeggið,
og Mogginn hefur þegar birt mynd
af þessum sögulega viðburði, ásamt
tilheyrandi greinargerð!
En nú spyrja þeir fávísu: Því er
þessi mynd og skýrsla ekki birt á
viðeigandi stað í „Bláu bókinni'
um „dóm reynslunnar"? — Hún
mundi þó sannarlega skarta ]>ar vel
undir eða ofan við teikninguna
góðu af „undirstöðu lífshamingj-
unnar“ — heimilinu, J>ar sem hinn
sjálfstæði, réttvísandi Iieimilisfaðir
les hátt úr heimilisblaði millilið-
anna og auðborgaranna fyrir eigin-
konii sína og börn — Heimdellinga
framtíðarinnar — í nýtfzku íbétð,
með svelljjykk. teppi á gölfum og
kannske mcð útidyrahurð, sem kost-
ar smáíbúðarverð og lyftist af fít-
onskrafti fótósellunnar, J>egar lnis-
bóndinn ekur kádiljáknum í hlað?
Hitt er auðvitað fyllsta vorkunn,
þótt ekki sé í „Bláu bókinni" ljirt
nein mynd eða teikning af „Pólun-
um“ né heldur braggahverfi liöfuð-
borgarinnar. Slíkar myndir myndu
auðvitað alls ekki sóma sér í lit
himinblámans, né heldur í því um
hverfi og andrúmslofti, sem svífur
yfir vötnunum eða síðum þessa
„dönts reynslunnar", þar sem allt
er annars svo slétt og fellt og í stak-
asta lagi! — Verst og sorglegast væri
[>að J>é> fyrir þessa fórnfúsu auglýs-
endur, ef dóminum yrði verulega
breytt, eða hann jafnvel ómerktur
með öllu, þegar honum verður
skotið til hæstaréttar kjósendanna
við kjörborðið annan sunnudag!
r
6.A. í Knaffspyrnumóti Sslands
- Sjálfsfæðisfi. gengur
skrefi of langf
(Framhald af 1. síðu).
hiíti hann sjálfan, þar sem
hann geröi sig sekan um það
einstaka athæfi, að birta at-
hugasemdir og yfiílýsingar
við orðsendingu utanríkisráð-
herra til erlends sendiherra.
Deigir eru nú íslendingar
orðnir, ef þeir láta bjóða sér
svo ósæmilega og óíslenzka
framkomu forsætisráðherra
landsins í mikilsverðu milli
rílcjamáli.
Kjósendur í elzta þingræð-
islandi heimsins ganga nú til
kosninga 24. júní næstk. IHa
er þeim afíurfarið, ef þe
itiuna ekki slíka srnán á kjö
Eins og frá var skýrt í síðasta
blaði hófst Islandsmót í knatt-
spyrnu sl. sunnudag. Akureyringar
keppa nú í fyrsta skipti í I. deild,
en í fyrrasumar var í annað skipti
keppt eftir hinni nýju deilda-
skiptingu og unnu Akureyringar
þá II. deild, en Þróttur í Reykja-
vik féll niður úr I. deild.
Ekki er hægt að segja, að byr-
lega blási fyrir nýliðunum í I.
deild. Þeir hafa keppt tvo leiki og
tapað báðum. Fyrri leikurinn var
við Fram, sem vann með 2 : 0 og
var nokkuð sagt frá þeim leik í
síðasta blaði. Lið ÍBA sýndi lítið
af því bezta, sem við höfum séð til
þess, og sigur Fram var verðskuld-
aður. Nokkrir einstaklingar sýndu
þó allgóðan leik, en slíkt verður
varla sagt um liðið í heild. Arn-
grímur var traustur að vanda, og
Haukur og Ragnar gerðu margt
vel. Einar markvörður stóð sig vel
og verður vart sakaður um mörk-
in.
Á þriðjudagskvöldið lék svo
ÍBA við Val og tapaði með 1 : 0
Fyrirliði IBA, Ragnar Sigtryggs-
son, var meiddur eftir leikinn við
Fram, og ltom Hreinn Óskarsson í
hans stað, en að öðru leyti var
liðið óbreytt. En leikur liðsins var
sannarlega ekki óbreyttur, þótt nú
væri við síerkari andstæðinga að
eiga. Dugnaðurinn var óbugandi
allan leikinn og í kjölfar hans kom
betri leikur og meiri hugsun. Enda
réðu þeir meiru um miðbik vallar-
ins og mikill meirihluti leiksins fór
fram á vallarhelmingi Vals. —
Framverðirnir byggðu upp góðar
sóknarlotur og samleikur var oft
með ágætum. En alltaf vantaði
endahnútinn — góð markskot.
Enda var aftasta vörn Vals mjög
traust. Markvörðurinn sýndi af-
burða leik og landsliðsmennirnir,
Einar Halldórsson og Árni Njáls-
son, sýndu sterkan og mjög árang-
ursríkan leik. En vafasamt er, að
hinn dáði miðframvörður íslenzka
landsliðsins hafi bætt miklu við
hróður sinn með þeirri leikaðferð,
sem hann innleiddi í þennan leik í
skjóli hins vanmáttuga dómara.
En það voru ekki aðeins léleg
markskot og traust vörn Vals, sem
voru orsök taps ÍBA. Dómarinn,
Halldór Sigurðsson, átti þar drjúg
an hlut að máli. Markið, sem
Hilmar Magnússon gerði, var
skorað úr rangstöðu. Er knettinum
var spyrnt að marki IBA, voru
tveir leiltmenn Vals rangstæðir.
Þótt knötturinn snerti varnuar-
mann ÍBA áður en Hilmar náði
honum, var rangstaðan hin sama.
Þá náði dómarinn aldrei tökum
á leiknurn, og er það hans sök, að
leikurinn var á köfíum of harð’ur,
og varnarleikmenn Vals, sérstak-
lega Einar Halldórsson, sýndi
stundum óhæíilegan hrottaskap.
Meö góðan dómara á vellinum
hefðu úrslitin orðið önnur.
Af liði IBA sýndu tlaukur o
Guðmundur beztan le'ik. Þeir von
mjcg duglegir og byggou vel upp.
Af framherjunum voru beztir Jak-
ob og Tryggvi. Jakob er þegar
orðinn einn af okkar beztu knatt-
spyrnumönnum, og þetta var hans
bezti leikur. Tryggvi stóð sig mjög
vel, og þótt hann ætti í höggi við
miðframvörð landsliðsins, bar
hann góðan hluta frá borði. Bak-
verðirnir, Siguróli og Tryggvi, og
Einar markvörður, áttu góðan leik.
Næst verður haldið á móti hin-
um sigursælu Akurnesingum, en
síðan KR og Víking. — Ef okkar
menn sýna þá eins góða knatt-
spyrnu og á móti Val, og óheppnin
gefst upp við að elta þá,- megum
við vel una við fyrstu lotuna í I.
deild. H.
Innanfélagsmót F.R.A.
Á innanfélagsmóti F.R.A. síðastl.
fimmtudag náðust eftirtaldir ár-
angrar:
100 m. hlaup.
Hálfdan Helgason, KA, 12,3 sek.
Valgarður Sigurðss., Þór, 12,4 sek.
Sigurður Kristinss., KA, 12.5 sek.
Hástökk.
Helgi Valdimarsson, KA, 1.65 m.
Svanbjörn Sigurðss., KA, 1.60 m.
Páll Stefánsson, Þór, 1.55 m.
Stangarstökk.
Valgarður Sigurðss., Þór, 3.33 m.
UR RÆ OG BYGGÐ
□ Rún 59566207 - Frl.:
Kirkjan. Hátíðahöldin 17. júní
heíjast með guosþjónustu í Akur-
eyrarkirkju kl. 11 f. h. og armast
báðir sóknarprestarnir messugerð-
ina. Sálmar: 664, 511, 60, 54 og
þjóðsöngurinn.
Sjötugur. — Jón Guðlaugsson,
sparisjóðsstjóri, er 70 ára í dag.
Brúðkaup. I gær voru gefin
saman í hjónaband ungfrú Sigur-
björg Andrésdóttir og Guðmundur
Kristinn Björnsson, verkam. —
Heimili þeirra er á Kotá við Ak-
ureyri.
Afmæli. 75 ára verður á morg-
un Hjalti Illugason, fyrrv. veit-
ingamaður, Auðbrekku, Húsavík.
Kristniboðshúsið Zíon. — Sam-
koma næstk. sunnudagskvöld kl.
8.30. Kristinn Guðnason frá Cali-
forníu og Olafur Olafsson kristni-
boði tala. Haraldur Olafsson syng-
um einsöng. Allir velkomnir!
Áskriííarsími TÍMÁNS á
Akureyri er 1166
Kirkjan fær trjá-
plöntur
Fyrir nokkru voru kirkj-
unni færðar að gjöf 50 trjáplöntur
til gróðursetninar á kirkjulóðinni.
Gefendur vilja ekki láta sín getið,
en þeim voru færðar þakkir fyrir
gjöýfina við guðsþjónustu síðastl.
sunnudag.
Hin fagra hugulsemi gefendanna
ætti enn að hvetja til lagfæringar
umhverfis kirkjuna. Það er ekki
vanzalaust fyrir bæjarbúa að hafa
lóðina í slíku ástandi lengur.
Svo er akvegurinn heim að
kirkjunni stórhættulegur og hefur
ein bifreið, sem flutti fólk til
messugerðar, oltið út af honum. —
Þörf er á að flytja húsið Stóru-
Velli af kirkjulóðinni, eins og
margbúið er að minnast á. — Það
verður að gerast hið bráðasta, svo
að hægt sé að hefja aðrar nauð-
synlegar framkvæmdir.
HATTAR!
HATTAR!
nýkDnmir, í
Allar stærðir
iMÖrgum litiim.
Vefnaðaryörudeild