Dagur - 24.10.1956, Blaðsíða 4

Dagur - 24.10.1956, Blaðsíða 4
4 D AGUR Miðvikudaginn 24. október 1956 DAGUR | | Ritstjóri: ERLINGUR DAVÍÐSSON. 1 ?z Afgreiðsla, auglýsingar, innheimta: ?z íí Þorkell Björnsson. | ZZ Skrifstofa í Hafnarstræti 90. — Sími 1166. « » Argangurinn kostar kr. 75.00. >z ZZ Blaðið kemur út á miðvikudögum. zí « Gjalddagi er 1. júlí. <s » PRENTVERK ODDS BJÖRNSSONAR H.F. | Aukning atvinnulífs í dreifbýlinu í mörgum löndurn er búferlaflutningur fólks úr hinrim dreifðu bvggðum til stærri kaupstaða og borga eitt mesta þjóðfélagsvandamálið. Hér á landi var þessi fólksflótti úr dreifbýlinu mjög áberandi fyrir nokkru, svo að viða horfði til vandræða. Hvarvetna í sveitum og smærri kaupst. fór fólkinu fækkandi. með ári hverju, og jafnvel eru dærni til þess, að lieilir lircppar hafi lagzt í auðn. Ýmsir töldu, að orsakanna til fólksfækkunarinnar á þessum stöðum væri að leita í því, að þægindi væru þar minni og félagslíf og skemmtanalíf fábreyttara. Víst mun þetta hafa ráðið einhverju, en fleira mun þó hafa komið til, og sá þátturinn, sem ríkastur hef- ur verið í þessari öfugþróun, er enn þá ótalinn. Á þeim fjiilmörgu stöðum, sem hér eiga hlut að máli, er ástandið í atvinnuháttum þannig, að þegar líða tekur nokkuð á haust, minnkar öll atvinna, og er hún sáralítil eða engin yfir vetrarmánuðina. Er naumast hægt að ætlast til þess, að menn geti unað liag sínum við slíkar aðstæður. Enda lcita menn þá gjarnan í burtu yfir atvinnuleysistímann, til staða, þar sem atvinnulíf er ljörugra og afkomumöguleik- arnir betri. Það mun ekki fátítt, að byrjunin á bú- ferlaflutningunum úr dreifbýlinu sé eitthvað á þessa leið. Og oft vill }>að svó dragast, að menn leiti aftur á fornar slóðir, enda orðnir þeirri reynslu ríkari, að afkomumöguleikarnir eru margfalt betri á öðrum stöðum og við aðra atvinnu. Atvinna var auðíengin í útgerðarbæjunum við Faxaflóa og á Suðurlandi, og margir leituðu til Keflavíkur í vinnu hjá hernum, þar s^m peningarnir voru fljótteknir. Sú vinna og uppgrip, sem þar var að fá, á ekki hvað sízt þátt í því, að fólk streymdi frá heimilum sínum og eignum úti á landi. Á undanförnum árum hefur mikið verið rætt um jafnvægi í byggð landsins og lciðir til að fyrirbyggja stórfellda röskun á jafnvæginu. Til þessa hefur þó ekki tekizt að skapa það jafnvægi, og alltaf hefur heldur sigið á ógæfuhliðina. Ekki liefur verið lögð nógu mikil rækt við það af stjórnarvöldunum, að skapa því fólki, sem í dreifbýlinu vill búa, sambæri- leg lífskjör við J)á, sem búsettir eru í Jréttbýlinu við Faxaflóa. Atvinnutækin hafa vantað. Nú sjá }>eir, sem í dreifbýlinu búa, þó hilla undir það, að úr fari að rætast. Sú breyting hefur orðið á stjórn landsins, að við stjórnartaumunum hafa tekið menn, sem sjá, að ekki dugir að horfa aðgerðarlaust á það, að at- vinnuleysi ríki úti á landi og fólkið flýi lieimabyggð sína þess vegna. Við myndun vinstri stjórnarinnar ákváðu stjórnarflokkarnir að kaupa til landsins nýja togara, sem yrðu notaðir til atvinnujöfnunar á þeim stöðum, sem harðast liafa orðið úti til þessa. Er þetla mikiÖ fagnaðarefni fyrir fólkið i þorpum og kaupstöðum á Vestur-, Norður- og Auslurlandi, og menn vœnla þess fasllega, að i þetta sinn verði ekki látið sitja við orðin tóm. Þegar i þingbyrjun lagði rikisstjórnin fyrir alþingi frumvarþ um heimild fyrir hana lil þessara framkveemda og til að leita eftir erlendum lánum til þcirra. Jafnframt er gert ráð fyrir að kauþa til landsins minni fiskiskiþ lil þeirra staða, sem togaraútgerð þykir ekki henta eða hafa eklii aðstöðu til slilts. Vcrður ekki annað sagt, en að hér sé að unnið af framsýni og dugnaði. Ollum má ljóst vera, livílíkt tjón það er fyrir allt athafnalíf í landinu, ef áfram heldur á þeirri braut sem hingað til, að fólk flytji unnvörpum af landsbyggðinni og setjist að á litlum bletti suður á landi. Efling atvinnulífsins út um land er eina leiðin til að fyrirbyggja þetta. Allt til þessa hefur fólkið í landinu borið trú til landsins og þeirra gæða, sem það hefur upp á að bjóða. Það er ekki fyrr en nú nýlega, að tckið er að læða því inn hjá fólkinu, að við getúm ekki lifað menningarlífi í landinu af gæðunt þess sjálfs. Til þess þurfum við að ieita á náðir erlendrar stórþjóðar um vinnu í hernaðarþágu. Mcð því eina móti sé unnt að liía sæmilegu lífi í þessu landi. Eina verðuga svarið við slíku eymdarvœli er stóraukið framtak af hálfu hins oþinbera, til eflingar at- vinnu i þágu framleiðslunnar. Get- ur þá varla farið lijá þvi, að augu þeirra opnist, sem um sinn hafa látið blindast af óþjóðhollum áróðri óvandaðra þeningasþekúlanta. Bréf frá heilbrigðisfulltrúa um sorphrcinsun. „ÞAÐ ER AFAR þýðingarmik- ið þrifnaðaratriði hjá bæjarfélag- inu, að vel takist til um hreinsun sorps frá húsum og lóðum bæjar- manna og ver bæjarfélagið stórri fjárhæð ár hvert til þess að svo megi verða. Það eina, sem borg- ararnir eiga að sjá um, eru hentug ílát með þéttu loki og höldum undir sorp sitt. Nú skyldi maður ætla, að þess- um skilyrðum bæjarfélagsins’ væri fullnægt út í æsar og það gera margir, sem betur fer. En það er mikill misbrestur á þessu hjá mörgum ,því miður. Við þá vil eg segja þetta: Bæt- ið úr þessu nú þegar, fáið ykkur hentug og góð sorpílát og gangið vel um þau. Það er til dæmis framúrskar- andi sóðaskapur, að hella soði, grautar- og súpuleifum í sorpílát og útata þau þannig umfram alla þörf, af því að öllu slíku má skola niður um vaska eða salerni. Á sumrum eykur slíkur sóðaskapur mjög á maðkhættu, en á vetrum getur það valdið því, að allt sorp- ið í ílátinu frjósi í stump, svo að ómögulegt sé að losa úr því. Á þeim heimilum,þar sem vel erséð fyrir þessum málum, er gengið þannig frá sorpíláti, að það sé aldrei opið, nema þegar í það er látið og úr því losað. Eftir hverja losun eru gömlu blöðin frá vik- unni tekin og breidd innan í sorpílátið, svo að ekki myndist húð innan í það, síðan er ávallt til á hverju heimili bréfpokar og umbúðapappír, svo að hægt er að vefja utan um sorpið, sem til fellst daglega, áður en því er fleygt í sorpílátið. Þessi heimili vinna gott starf í heilbrigðis- og þrifnaðarmálum, bæði fyrir sig sjálf og bæjarfé- lagið, það þarf engar áhyggjur né leiðindi að hafa af sorpílátinu sínu, það maðkar aldrei og frýs ekki heldur og ánægja ríkir á milli húsmæðranna og starfs- manna bæjarins, er annast sorp- hreinsunina, oft við erfiðar að- stæður og lítinn skilning bæjar- búa.“ Nýsiárfegf námskeið fyrir konur Þessa dagana stendur yfir nokkuð óvenjulegt námskeið fyr- ir konur, þar sem kennt er að sníða föt með nýrri aðferð. Þetta námskeið og önnur hlið- stæð, er haldin hafa verið víða annars staðar á landinu við feikna aðsókn, er á vegum Mete- forlaget Ella í Osló og kennarinn er Arne Andersen, sem hefur verið búsettur hér á landi mörg undanfarin ár. Það var austurrískur prófessor, sem með aðstoð klæðskerameist- ara, fann upp hina nýju að- ferð og hefur hún verið reynd á 150 þúsund manns af ólíku þjóð- erni og fólki á öllum aldri, kon- um sem körlum, og hún hefur með aðeins örfáum undantekn- ingum staðist þetta próf og er nú að ryðja sér t lirúms, svo að þess má vænta, að brátt verði erlend tízkublöð, sem konur kaupa svo mjög, miðuð við þetta nýja kerfi. En það auðveldar konum að not- færa sér hin ýmsu snið. Margir eru vantrúaðir á þessa nýjung. Sjálfur var Arne Ander- sen það í upphafi. En nú fullyrðir hann, samkvæmt langri reynslu, að aðeins tvö mál mannslíkam- ans, sem rétt eru tekin, segi til um alla aðra hluta líkamans, er máli skiptir viðkomandi fata- saum. Þessi mál eru brjóstvídd og lendavídd. Hinir vísindalegu útreikningar frá þessum tveimur málum, sem iþó í notkun eru svo auðveldir, að meðalgreind kona lærir að notfæra sér þá á einni klukkustund með aðstoð kenn- ara, munu að margra áliti koll- varp öðrum kunnum aðferðum við fatasnið og gildir það um öll föt fjölskyldunnai'. Námskeið það er nú stendur yfir að minnsta kosti fram að næstu helgi, var í fyrstu illa sótt hér, en aðsókn fer ört vaxandi og hefur blaðinu verið tjáð af kon- um, er þar hafa verið, að þær hafi orðið mjög undrandi og hrifnar, svo að óhætt má mæla með því að þessu sé gaumur gef- inn. Sundmót 11. nóvember Þann 11. nóvember fer fram mikið sundmót hér á Akureyri. Karlar keppa í 100 metra skrið- og bringusundi og konur í 50 metra skrið- og bringusundi. — Þátttakendur eldri en 16 ára. Þá verður keppni fyrir ungl- inga á aldrinum 12—16 ára á 50 metra vegalengd, bæði í bringu- sundi og skriðsundi. Ennfremur keppir 10 kvenna sveit úr Menntaskólanum við stúlkur úr íþróttafélögum bæjarins í boð- sundi, og 50 manna sveit pilta úr M. A. keppir við sömu aðila. Undirbúningsnefnd fyrir íþrótta félög bæjarins skipa: Gísli Guð- mann, Karl Jónsson og Magnús Olafsson. Björn Hermannson LÖGFRÆÐISKRIFSTOFA Hajnarslr. 95. — Sitni 1443. Sá, er þennan þátt skrifar, hefur stundum áður birt lítils hattar orðadállta í Degi. En á því lielur nú orðið nokkurt hlé af ýmsum orsökum. I samráði við ritstjóra Dags er nú svipaður þráður tekinn upp altur af sama höfundi undir komanda vetur. Hér verður byrjað með því að dvelja við nokkur orð, sem liöfundi dálksins þykja illa fara í íslenzku máli. Krabbameinsfélag. Undarlegt má það virðast, hve ýmsum lærðum mönn- um, og þá líklega menntamönnum, tekst stundum ó- höndulega að mynda eða setja sarnan íslenzk orð, þegar þeir geta ekki sætt sig við þau orð eða samsetn- ingarhætti, sem fyrir eru í málínu yfir hugmynd þeirra. Eitt all-ljóst dæmi um slíkt er orðið krabbameinsfélag. — Fyrir nokkrum árum var stofnað félag í Rvík til þess að varna krabbameini eða afstýra því, og var það ó- neitanlega virðingarverður tilgangur, sem getur vissu- lega orðið þjóðinni til gagns og blessunar. En ekki gat stofnendunum auðnazt að kjósa þessum göfugu sam- tökum haglegra nafn en Krabbameinsfélag. — Nú er það’flestum að líkindum ljóst, að önnur samsett félags- heiti í íslenzkri tungu eru oftast kennd við þá hug- mynd, sem þau eiga að efla og styðja, en ekki þá hug- mynd, sem þau eiga að varna eða útrýma. Félög til að varna ofdrykkju eru réttilega nefnd bindindisfélög. En eftir þeim hætti samsetningar, sem hér er deilt á, ættu þau vitanlega að heita ofdryltkjufélög! — Eða setjunt svo, að íslendingum liugkvæmdist einhvern tíma að mynda samtök til að útrýma til fulls lúsinni úr land- inu, — en til þess lield ég að ekki vanti nema herzlu- muninn. — Heldur þykir mér ólíklegt að þau félags- samtök hlytu í skírninni nafnið Lúsafélag! Berklavarnafélag eða Berklavörn mun enn lifa í landinu við góðan orðstír. Vel hefði stofnendum Krabbameinsfélagsins verið sæmandi að mynda nafn félags síns með sama liætti. Eirikur rauði vildi að Grænland „'ætti iiafn gott“. Félagslyndir menn vilja einnig enn í clag, að félag þeirra eigi nafn gott. Hamingjan má vita, hvort ekki hefur þessi óheppilega nafngift, sént hér var til um- ræðu, aftrað sumurn frá að aðhyllast þennan góða fé- lagsskap. Kuldaúlþa. Ekki vænkast ráð þcirra, er íslenzkri tungu vilja sinna, við það að korna í námunda við auglýsinga- málið nú á dögum í útvarpi og blBðiím. Orðið kulda- úlþa er eitt af þcirn fyrirbrigðum nútíðarmáls, sem hér er átt við. Er það óneitanlega fremur kuldalegt orð eftir gömlum og góðum íslenzkum sinekk, og vel gæti eg skilið, eftir tilfinningálífi hinnar ýngr'i kynslóðar, að hrollur færi um ístöðulítið fólk, er það klæðist í „kuldaúlpuna", því að af henni væri líklegt að legði kulda. Þess háttar flíkur hafa heldur ekki lieitið sliku nafni hér á landi. Þær eru ætlaðar til skfóls fyrir kúlda og heita skjólflíkur, vetrarhemþur, vetrarúlþur. Ekki veit ég um uppruna eða höfund orðsins kuldaúlþa. En ætla mætti, að það væri óheppileg þýðing á einhverju útlendu fatnaðarheiti sörnu eða svipaðrar merkingar, og áliti þýðandinn, að það færi belur í íslenzku máli en viðtekin og aldagömul íslenzk orð. Annars þarf að gjalda hinn mesta varliuga við aug- lýsingamálinu nú á dögum. Það mun oftast skapað af óhæfum mönnum í íþrótt málsins og hefur oft og tíð- um „leitt asnann í lierbúðirnar" viðvíkjandi afvega- leiðslu tunguiinar. Auglýsingar munu það vera, sem mest eru nú lesnar í blöðunum, og mun leitun á rit- stjórum, er hafi eftirlit með auglýsingamáli blaða sinna. Og í auglýsingum Ríkisútvarpsins verður þess lítið vart, að þeim sé breytt þar til betra máls, og eru þar þó þeir menn að starfi, er all-líklegir eru til að geta leiðbeint um orðfæri íslenzkrar tungu, ef þeir helðu tíma og vilja til. Höf. orðadálks þessa mun á komanda vetri eitthvað víkja frekar m. a. að auglýsingamálinu — bæði til lofs og lasts, ef hann finnur ástæður til þess. Dönskusleltur enn. Það er síður en svo, að þeim sé enn útrýmt úr ís- lenzku talmáli. Þvert á móti fitna þær og færast í auk- ana eins og púkar, sem lifa á orðbragði fjöldans og andleysi. Að þessu sinni er ekki rúm eða tími nema fyrir eitt dæmi: Sólskiti er eitt hinna fegurstu orða í íslenzkri tungu. Þetta fagra orð virðist mér vera að afleggjast í íslenzku talmáli, en orðið sól sett í staðinn, sem ekki getur þó þýtt hið sama. — Danir segjast fara „ud i Solen" til að hlýja sér og hressa sig, — eiga þar að sjálfsögðu við sól- skinið. Þetta taka svokallaðir Islendingar eftir þeim: segjast fara „út í sólina“, — að líkindum til þess að komast lijá að hugsa og tala að íslenzkum hætti. — Fleygja fyrir borð íslenzku faguryrði, en taka upp í staðinn danska hugsunarvillu. — Ljótt er, ef salt skyldi vera. En allir dómbærir menn munu sjá og skilja, að þetta er sannleikur. K. V.

x

Dagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.