Dagur - 24.10.1956, Blaðsíða 1

Dagur - 24.10.1956, Blaðsíða 1
Fylgist með því, sem gerist hér í kringum okkur. Kaupið Dag. — Sími 1166. Dagur DAGUR kemur næst út miðviku- daginn 31. október 1956. XXXIX. árg. Akureyri, miðvikudaginn 24. október 1956 56. tbl. Sigurvegarar í firmakeppni Skíðaskálinn í Hlíðarljalli bætir aðstöðu skíðafélks oy skólaæsku Er aðeins 7 kílómetra frá Akureyri, en í nær 500 metra liæð og við ágætar skíðabrekkur í íirmakeppni í knattspymu ,e rfram fór á Akureyri í haust, sigraði sv.eit frá KEA, sem hér sést á myndinni með liinn myndarlega verðlaunagrip, stýrishjól það er Slippstöðin gaf í fyrra til þessarar keppni. Sveit KEA gerði 21 mark gegn 3. — Var úrslitaleikurinn á milli KEA og Rafveitu Akureyrar. — Ljósmynd: G. P. K. ísframleiðsla hafin í nýja hrað- frysiihúsinu á Ákureyri Merkur áfangi í þróun togaraútgerðar á Ak. Landselur við flug- völlinn Síðastl. miðviltudag mátti sjá marga bíla við vestustu brú Eyjafjarðarár, sunnan flug- vallarins og hóp af fólki, sem skemmti sér við að horfa á óvæntan og óvenjulegan gest. En það var landselur. Svam hann fram og aftur og var mjög gæfur. Kom jafnvel fast upp að árbakkanum, þar sem fólkið stóð, reisti sig þá nokkuð og horfði athugulum augum á landkrabbana. — Ekki er blað- inu kunnugt hvað orðið er af selnum, hvort hann er aftur kominn út á sjó ,fram í á eða í pottinn hjá einhverjum bæjar búurn. Á laugardagskvöldiö um kl. 9 komu fyrstu ískornin úr ísfram- leiðsluvélunum, sem settar hafa verið upp í þeim hluta hins nýja hraðfrystihúss Akureyringa, er á að annast ísframleiðslu fyrir togarana. Var síðan haldið áfram að prófa vélarnar og framleiða ís um helg- ina, og sóttist vel. Einn af togur- um Utgerðarfélags Akureyringa h.f. var í höfn og beið þess að fá ís í veiðiför, en skipið er að hefja veiðar fyrir Þýzkalandsmarkað. Áður þurfti að sækja ís til ann- arra hafna, helzt til Reykjavíkur, og var bæði dýrt og óhentugt. Merkur áfangi. Með þessu er náð merkum áfanga í þróun togaraútgerðar- innar á Akureyri, og lokið fyrsta hluta hraðfx-ystihússbyggingar innar, sem Utgerðarfélag Akur- eyringa er að láta byggja á Odd- eyrartanga. Enn er langt að því marki að fullgera húsið. Skortir nú fé til áframhaldandi framkvæmda. Frá Happdrætti hús- byggingasjóðs Fram- sóknarflokksins Nú eru aðeins fáir söludagar eftir. Dregið verður 1. nóvem- ber um fullgerða þriggja her- bergja íbúð við Bogahlíð Reykjavík. Nokkrir miðar eru enn óseldir. Þeir fást á skrif- stofu Framsóknarflokksins og á afgreiðslu Dags. Freystið gæfunnar og takið þátt í glæsi legasta happdrætti ársins. Mið inn kostar aðeins 10 krónur. — Sölubörn, komið á skrifstofuna og takið miða til sölu. — Góð sölulaun. Stórhýsi það, er liéðan blasir við í Hlíðarfjalli, er skíðaskálinn nýji. Hann er nú kominn undir þak, rafmagn hefur verið leitt þang- að upp eftir og vegur lagður. Þetta mannvirki skortir nú fjármagn, en góðvild og áhugi bæjarbúa, mun ekki láta framkvædir stöðvast. Ungur félagsskapur hér á Ak-| íþróttaflög bæjarins, Barna- og Tunnusmíðin hefst í næsta mánuði Allmikið er nú þegar komið af efni til tunnuverksmiðjunnar og næstu daga er von á viðbót. Er gert ráð fyrir að tunnusmíði hefjist í næsta mánuði. í fyrra framleiddi tunnuverk- smiðjan um 33 þús. tunnur og reyndist það alltof lítið. Tunnusmíðin er mikil atvinnu- bót í bænum og verksmiðjan er búin allgóðum vélakosti. En tunnuskýli vantar tilfinnanlega og verður að ráða bót á því hið fyrsta. Rússneskur sýningar- bíll - Moskvitch Rússneskur sýningarbíll af Moskovitch M 402—gerð er nú kominn hingað og er sýndur hjá Jóhannesi Kristjánssyni h.f., sem hefur umboðið hér fyrir þessa tegund. Miklar breytingar eru á bílnum frá því sem áður var. Skíðaskálinn í Hlíðarf jalli Með skíðaskálanum myndast ný og betri aðstaða fyrir skíðaíþróttina. ureyri, svokallað Ferðamálafélag, hefur undir stjórnarforystu Kristjáns Kristjánssonar, Jakobs Frímannssonar, Kristins Jóns- sonar, Hauks Snorrasonar, Karls Friðrikssonar, Hermanns Stef- ánssonar og Einars Kristjánsson- ar og framkvæmdastjórn Her- manns Stefánssonar, ráðist í það stórvirki, að byggja stóran og vandaðan skíðaskála uppi í Hlíð- arfjalli. Hann er nú kóminn und- ir þak og járnklæddur að mestu. Tilgangur Ferðamálafélagsins er sá, að beina hingað ferða- mannastraumi vegna margra ágætra ytri skilyrða, og er bygg- ingin í Hlíðarfjalli einn liðurinn á þeim vettvangi. En vert er að vekja athygli á því, að þessi skíðaskáli eða hótel, svo sem sumir kalla hann, er þó fyrst og fremst fyrir Akureyringa sjálfa. Hann er byggður fyrir æsku þessa bæjar, bæði þá sem nú er hér og einnig fyrir langa framtíð, í trausti þess að nú og síðar verði heilbrigði og gleði sótt til fjalla, svo sem verið hefur í vaxandi mæli, allt frá þeim tíma er tröll og útilegumenn hurfu af hálend inu. Vandfundinn betri staður. Sennilega er ekki auðfundinn staður ,sem hefur betri skilyrði til að uppfylla þær kröfur er gerðar verða til bygginga skíða- skála en einmitt sá, er líta má stórhýsi það, er nú er í smíðum 7 kílómetra frá Akureyri og ætl- að er til eflingar skíðaíþrótt og útivist bæjarbúa, og til að beina hingað ferðamannastraum íþrótta fólks víðs vegar að. Vígsla og milliríkjakeppni á næsta ári. Bjartsýnustu menn vona að á næsta ári verði skíðaskálinn full- búinn og að þá fari fram milli- ríkjakeppni í skíðaíþróttum. Ef svo yrði, mætti segja að vígsla þessa mannvirkis færi ekki fram þegjandi og hljóðalaust og að ekki þyrfti að kvíða, að ekki yrði eftir tekið. En til þess að svo megi verða, þarf að herða róður- inn, sem hingað til hefur verið léttur, vegna þess að enginn hef- ur fyrirfundist, sem hefur beitt sér á móti þessari framkvæmd. Gagnfræðaskóli, eru aðilar að byggingunni og mörg félagasam- tök önnur, sjálft bæjarfélagið og fjölmargir einstaklingar og hið opinbera hefur sýnt máli þessu stuðning fyrir atbeina góðra manna á þingi og í ríkisstjórn. Skólaæskan fær góða aðstöðu. Fyrirhugað er að stórir nem- endahópar Barna- og Gagn- fræðaskóla hafi góð og mikil af- not af skíðaskálanum virka daga, en um helgar íþróttafélögin, og síðari hluta vetrar verði haldin þarna mörg námskeið, skíðavik- ur og skíðamót. Ennfremur er gert ráð fyrir að starfsmanna- hópar fyrirtækja í bænum eigi þess kost að nota hina ágætu að- stöðu er þarna verður fyrir hendi, svo og auðvitað einstakl- ingar þeir er þess óska. Stór þriggja hæða bygging. Skíðaskálinn í Hlíðarfjalli er mjög stór bygging, eða 250 fer- metrar að flatarmáli og þriggja hæða. í kjallara verða skíðageymslur, smíðaverkstæði, snyrtingar, böð og setustofa. Á miðhæð verður veitingasala með tilheyx-andi, bæði eldhúsi, veitingasal, og á þeirri hæð vex’ður einnig bóka- herbergi, dagstofa o. fl. Á efstu hæð verða tveir skálar, að stærð 6y2xl2y2 m. í kvistbyggingum, sem ganga þvert í gegnum húsið til beggja enda. Þar er hægt að hýsa fjölda manns með svipuðu fyrii-komulagi og „farfuglar" nota með góðum ái’angri. Sumir kalla slíka svefnskála pokaskála, og gefur það hugmynd um að svefn- pokinn sé hafður með. Milli svefnskálanna eru mörg gistiher- bergi. Kjörviðir sjúkrahúss á nýjum stað. Sýnt þykir að þessi bygging verði mjög falleg og mjög rúm- góð. Utsýni er hið fegursta og ekki nema steinsnar í ágætar skíðabrekkur langt fram á sum- ar. Vegur er kominn alla æið. Hann þarf raunar lagfæringar og stendur til bóta, og í'afmagn er einnig komið upp eftir. Sjálft er húsið ekki fokhelt ennþá, því að (Framhald á 2. síðu.)

x

Dagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.