Dagur - 24.10.1956, Blaðsíða 2

Dagur - 24.10.1956, Blaðsíða 2
2 D A G U R Miðvikudaginn 24. október 1956 - Skíðaskálinn í (Framhald af 1. síðu.) gluggana vantar. Einnig er eftir að steypa forstofu. Neðsta hæðin er öll steypt og loft yfir. Hinar hæðirnar eru úr timbri gamla spítalans og er það enn mjög gott. Líklega mest af því mikið betra efni en nú er kostur á að fá. Gömlu fótstykkin, sem eru úr eik, eru enn svo hörð, að erfitt reyndist að bora göt í þau. Er vel að hinir gömlu kjörviðir sjúkra- hússins skuli enn eiga að þjóna heilbrigði manna og hollum lífs- venjum. Enginn á móti. Enn sem komið er hefur ekki verið leitað hart að almenningi um þessa framkvæmd. Þess hef- ur ekki þurft. Þó kostar bygging- in þegar, ásamt rafmagni og vegi, sennilega allt að 700 þús. krón- um. Líklegt er að enn skorti um hálfa milljón til að ljúka verkinu. Þykir það ef til vill nokkur fjár- hæð. Hér er þó framkvæmd á ferðinni, sem enginn mælir í gegn og á ríkan skilning og vel- vild bæjarbúa. Með það í huga ætti málefninu að vera borgið, því að enginn vill hætta við þetta verk hálfnað. Enda skyldi enginn ímynda sér að þetta sé neitt þrekvirki fyrir 8 þús. manna bæ. Ovenjuleg skíðabrekka. Svo hagar til að frá hinum nýja skíðaskála, sem er aðeins í 7 km. fjarlægð fx-á Ráðhústorgi á Ak- ureyri, ér hægt að renna sér á skíðum, nær óslitið að efri Gler- árbrú. Er þá komið í útjaðar bæjarins og aðeins mismunandi stutt heim að ganga. Óvíða mun á betra kosið í þeim efnum. —o— Geta nienn þegar farið að hug- leiða skíðaferðir í Hlíðarfjalli. — Léttast er að taka far með áætl- unarbílnum upp eftir, vera þar lengur eða skemur á skíðum eða sem áhorfandi. En sjálfsagt er að hafa skíðin með. Konan og börn- in eru auðvitað með. Sjálfsagt er að nota skíðin á heimleiðinni í hinni ágætu brekku. Konan og börnin á undan og húsbóndinn á eftir til að aðstoða þá sem detta eða „tína upp á leiðinni". Ef til vill óskar konan að taka áætlunarbílinn heim og hafa börnin með sér, ef þau eru mjög ung ,og þá þarf húsbóndinn ekki að hugsa um neitt nema sjálfan sig og kannski er það nóg. Hann rennir sér á örfáum mínútum alla leið niður á flatann neðan við bæinn Glerá. Hann er langt á undan bílnum og gefur sér góðan tíma til að líta við og jafna sig. Það er sennilegt að fleiri séu á ferðinni, sem gaman væri að sjá — hvort ekki kútveltust. Og lík- lega kæmi fjölskyldan heim sam- tímis. En hugmyndir má setja upp á margan veg og gerir það hver fyrir sig. En á þeim öllum er nýji skíðaskálinn í Hlíðarfjalli og brekkumar þar, bakgrunnur- inn. Skíðaskálinn sjálfur er nú orð- inn reisulegt mannvirki og ber hátt og skíðalyftan mun í fram- Hlíðarfialli tíðinni auðvelda íþróttamönnum ferðina upp á Mannshrygg. Við allar þær framkvæmdir, sem enn er ólokið, verður fyrsta og ann- að boðorðið að vera: Að vanda allt sem mest og flýta verkinu. Vamá^liðið og Iiá- rningarnir O Fyrra þriðjudag lagði eftirlits- flugvél ameríska sjóhersins, VP —7, upp í aðra herferðina gegn háhyrningum á þessu ári. Um 50 há’nyrningar voru drepnir í þess- háhyrningar voru drepnir í þess- ari ferð, og hafa varnarliðsmenn því úti-ýmt samtals 70 háhyrn- ingum á þessu ári. Þetta er þriðja árið í röð, sem varnarliðið tekst á hendur slíkar herferðir að beiðni íslenzku rík- isstjórnarinnar til þess að stöðva ágang háhyrninga. Fréttamaður úr ameríska sjó- hernum hefur skýrt svo frá, að íslenzkir sjóm»nn hafi tilkynnt varnarliðihu um stóra torfu af háhyrningum skammt þaöan, sem þeir voru að véiðum, og er eftir- litsflugvélin var komin á staðinn, hafi skothríðin á torfuna staðið yfir í eina og hálfa klukkustund. í flugvélinni voru Agnar Gttömundsson, skipstjóri, og nokkrir aðrir íslendingar ásamt fjórum varnarliðsmönnum. Voru íslendingarnir leiðsögumenn í ferðinni til þess að hindra það, að drepnir væru hvalir, sem ís- lendingar hafa not af. Flugvélinni stýrði Clyde D. Martin, lautinant. Hefur hann skýrt svo frá, að flugvél frá varnarliðinu og áhöfn geti verið tilbúin að leggja í slíka herferð innnan örfárra mínútna, frá því að íslenzkir sjómenn hafi gert viðvart um háhyrningatorfu. NORÐLENDINGAR! Munið! Þegar þér dvelj- ið í Reykjavík. Dagur fæst í Söluturninum við Arnar- hól. í glösuni. Kjötbúð KEA. Epfamauk í glösum. Kjötbúð KEA Ðaglega Kjötbúð KEA. tíSíSéWL*. ' _ Leiðrétting Viðvíkjandi frétt í síðasta blaði Dags um sund yfir Oddeyrarál, skal það tekið fram, að Sigrún Sigtryggsdóttir frá Breiðabóli, þá kornung, þreytti ekki þetta sund, heldur synti hún frá Veigastaða- bás að Torfunefsbryggju, sem er helmingi lengri leið ,eða um 2 km. Var hún 1 klst. og 10 mínút- ur á leiðinni. Er hún fyrsta og eina konan sem þetta sund hefur þreytt. Ennfremur skal þess getið, að Pétur Eiríksson synti þessa leið nokkrum árum áður. Dömuullarbuxur og skyrtur Skjört, í mjög fjölbr. úrvali Slankbelti, 2 br., bleik og hvít. UNGLINGA sokkabanclabelti (teygja) HRINGSTUNGIN brjóstahöld Yerzlunin DRÍFA Sími 1521. Lifur, hjörtu nýru Kjötbúð KEA. Spilakvöld Léttis Næsta spilakvöld Hestamanna- íólao'sins Léttis verður í Al- o þýðuhúsinu n. k. sunnudags- kvöld, 28. október, kl. 8.30. Góð kvöldverðlaun. Mœtið stundvislega. Skemmtinefndin. rari í heilum pokum. Kjölbúð KEA Hraðfryst Hrefnukjöt í 1 kg pökkum. Kjötbúð KEA. Tek að prjóna krakkasokka og nærföt. SÍMI 2282. Tilky nning Hefi tif sölu IIROSS bæði til lífs og slátrunar. Einnig úr- val af folöldum, af þekktu reiðhestakyni. GESTUR JÓNSSON. Sími 2242. Bíll til sölu Austin 10, 4ra manna, til sýnis og sölu hjá Pdli Magnússyni, Grundargötu 3. Sími 1890. Herbergi óskast lielzt með einhverjum hús- gögnum, sem næst sjúkra- húsinu. - Uppl. í síma 1923 kl. 5—7, daglega. Atvinna! 1—2 karfmenn geta fengið atvinnu í SKÓGERÐ IÐUNNAR. — Unglingar geta komið til greina. Talið við okkur sem fyrst. UPPLÝSINGAR í SÍMA 1938. ÚTSALA SELJUM í DAG OG NÆSTU DAGA POPLINKÁPUR og SKÍÐAÚLPLR með 15—25% afslœtti. Klæðaverzlun Sig. Guðmundssonar h.f. BUTTERICK-SNIÐ Hausttízkan 195 6 NÝKOMIÐ ÚRVAL AF BUTTERICK-SNIÐ- UM FYRIR BARNA- OG KVENFATNAÐ. Auknar vmsældir sniðanna sýna, að konnr um land allt hafa gerl sér Ijóst, hve auðvelt er að hagnýta sér þau. KAUPFÉLAG EYFIRÐINGA VEFN AÐ ARVÖRUDEILD.

x

Dagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.