Dagur - 24.10.1956, Blaðsíða 8

Dagur - 24.10.1956, Blaðsíða 8
8 Miðvikudaginn 24. október 1956 Baguk Á fyrsta Bændðklúbbsfundinum var rætt m Framsöguraenn voru Bjarni Arason og Árni Jónsson Bændaklúbburinn hefur nú byrjað starf sitt með fróðlegum er- indum Bjarna Arasonar héraðsráðunauts og Árna Jónssonar til- raunastjóra .Var fyrsti fundurinn haldinn að Hótel KEA í fyrra- kvöld og sóttu hann um 50 manns. Bjarni Arason, sem fékk nokkra vikna frí frá störfum í sumar, dvaldiist um tíma í Englandi og víðar og kynnti sér rekstur sæð- ingastöðva búfjárins og búnaðar- háttu þar í landi. Sagði hann ferðasögu sína og frá því mark- verðasta, sem fyrir augu bar. í ræðu Bjarna komu fram þrjú eftirtektarverð atriði, sem voru eins konar niðurstöður í ræðu- lok. Tæknifrjóvgun búfjárins. í fyrsta lagi hin merka nýung á sviði tæknifrjóvgunar búfjár, þar sem farið er að geyma sæði nauta djúpfrosið um langan tíma og að öllu óskemmt. Gefur þetta kynbótamönnum ný og áður óþekkt tækifæri til margháttaðra hluta og gerir tæknilega auðvelt að notfæra erfðakosti úrvals kynbótadýra, löngu eftir að þau eru sjálf dauð. Ennfremur gerir þessi aðferð mögulegt að senda sæðið milli landa og heimsálfa. Nú þegar er opin leið fyrir ís- lenzka bændur að notfæra sér þessa nýjung, með útvegun þeirra frystitækja, sem nauðsyn- leg eru til þessa og þurfa ekki að eiga á hættu smitandi sjúkdóma, sem mjög er óttast um með flutn ingi kynbótadýra milli landa og þegar er ill reynsla fengin af. Ráðunauturinn sagði einnig frá framhaldstilraunum sæðinganna, sem þegar eru nokkuð á veg komnar, þar sem frjóvguð egg eru færð á milli mæðra. Sá hann nokkrar tilraunaær með lömbum, sem svo var ástatt um, að lömbin voru algerlega óskyld mæðrun- um og líktust þeim ekki að neinu. Þau voru sem sagt ekki alin í móðurkviði, heldur í fóstru. Votheysverkun í skurðgryfjum. í öðru lagi kynntist ráðunaut- urinn íotheysverkun, sem all- mjög stingur í stúf við þær að- ferðir er hér er keppt að. Bæði í Englandi og Skotlandi, sagði hann, að hætt væri við turna- byggingar fyrir vothey. Þættu of dýrar og löngu niður lagðar. Áleit hann að síðustu 20 ár hefði enginn votheysturn verið byggð- ur í Englandi, í svipuðum stíl og hér hefur verið gert um skeið. Samt er votheysverkun hreint ekki úr sögunni. En hagkvæmara þykir að verka heyið í eins konar skurðgryfjum. Þá eru veggir hafðir lítið eitt fláandi, eða um 1 :12 og 1% metri að hæð. Lengd skurðgryfjunnar er svo eftir at- vikum. í veggina eru notaðar steyptar plötur eða bárujárn, er liggja þá gjarnan að jarðveginum. Breidd gryfjunnar þarf að vera minnst tvær dráttarvélarbreiddir. Heyið er pressað með vél og æki, sem alltaf er ekið yfir stæðuna við heimflutning. Jarðvegslag var síðan látið yfir, en ekki þykkt. En nú er plastsyfirbreiðsla farin að ryðja sér til rúms. Heyið virtist ágætlega verkað með þessum hætti. Á vetrum var skorið af endanum og urðu þá engar skemmdir, eins og verða vill í gryfjum af venjulegri gerð. Ein aðalástæðan fyrir þessari breyttu aðferð var talin sú, að votheysturnarnir þóttu of orku- frekir í notkun. V erkaskiptingin. Þriðja meginniðurstaðan í er- indi Bjarna Arasonar, og það sem honum þótti einkenna mjög kvikfjárræktina, sérstaklega í Skotlandi, var verkaskipting bænda. Þannig var algengt að bændur í fjallahéruðum, sem lifðu af sauðfjárrækt, kæmu gimbrunum í fóður lambsveturinn, til þeirra bænda, er við meiri veðursæld bjuggu. Ærnar entust víða ekki lengur en 2—3 ár við harðrétti hálendisins, en voru þá seldar bændum, er bjuggu við betri skilyrði, og þar gátu þær gefið mikinn arð í nokkur ár. Svipað gilti í nautgriparækt- inni. Margir bændur keyptu ár- lega ungkálfa og seldu síðan beint til slátrunar eða þriðja að- ila, sem fitaði þá að síðustu til slátrunar. Kaup og sala á gripum fer fram á markaði, þar sem off er glatt á hjalla og margir bændur sóttu fast. r Ymis tíðindi úr nágrannabyggðum Bíða enn í Djöflaskál Ófeigsstöðum í gær. Nú eru aðeins eftir 3 kindur í skálinni austan í Ogöngufjalli. Er það tvílembd ær. Er henni enn gefinn frestur til að snúa til baka, en annars verður hún skot- in, þótt aðstaða til slíks sé hin versta. Voru 5 kindur búnar að vera í skálinni, sem nú er kölluð Djöflaskál, um lengri tíma og í algerri sveltu, að því er bezt er vitað. En nú fyrir 2—3 dögum fóru tvær kindur af sjálfsdáðum, og var það dilkær, sem nú er komin í Litlufjörutorfu og eru þar góðir hagar. Komið hefur til tals, að Grím- ur Sigurðsson hreindýraskytta freisti þess að skjóta þær kindur, er enn eru eftir, ef þær ekki af eigin rammleik yfirgefa hinn illa stað og óhugnanlega. Nýr bátur Húsavík í gær. Nokkrir Húsvíkingar eru að láta smíða 55 smálesta bát í Dan- mörku og mun hann verða tilbú- inn til heimferðar að mánuði liðnum. Eigendur eru Maríus, er verður skipstjóri, Jón, Helgi, og Sigurður Héðinssynir, Sig. Jóns- son og Jón Bergmann Gunnarss. Lítið er um rjúpu og er hún tekin verðlaus í verzlanir. Slátrun lokið Svalbarðseyri í gær. Slátrun er lokið og var slátrað 9 þús. fjár, sem er 1500 fleira en í Ársþing Skíðasambands íslands NYTT RIT eftir dr. Jón Dúason: Die koloniale Stellung Grönlands Eftir að birzt hafði í „Degi“ síðast greinarstúfurinn „Hvað sagði Danmörk SÞ um réttarstöðu Grænlands?“ barst mér í hendur nýtt rit á þýzku eftir dr. Jón Dúason, og er það þess vert, að vakin sé almenn athygli á því, enda eigi vanþörf hér með oss. Er rit þetta 60 bls. og vönduð útgáfa: Die koloniale Stellung Grönlands von Jón Dúason. Musterschmidt-Verlag, Göttingen, Berlin, Frankfurt. Rit þetta hefst á mjög athyglisverðum formála eftir útgef- anda, laga-prófessor og forstöðumann Þjóðréttarstofnunar há- skólans i Göttingen: Dr. jur. Georg Erler, Professor der Rechte, Direktor des Instituts fiir Völkerrecht des Univer- sitiit, Göttingen. f þessu nýja riti dr. Jóns er samanþjappaður útdráttur úr hinni traustu röksemdafærslu í ritverki hans: Réttarstaða Grænlands, nýlendu íslands, skiptist ritið í XV kafla, og er hver þeirra rækilega logsoðinu ,með óhrekjandi, fræðileg- um riikum. Virðist svo sem þýzkrr fræðimenn á þessum vett- vangi líti öðrmn augum á mál þetta en ísl. stéttarbræður þeirra. . Helgi Valtýsson. Framhaldshfundur 10. Skíða- þings var haldinn hér á Akureyri sunnudaginn 7. þ. m., en fyrri hluti þingsins var haldinn á ísa- firði 30. marz sl. og þá frestað af- greiðslu fjárhagsáætlunar og kosningum. Þingið sátu 15 fulltrúar frá 5 sambandsfélögum. Auk þess sátu þingið Benedikt G. Waage, forseti í. S. í., Ármann Dalmannsson, form. í. B. A. og úr stjórn Sam- bandsins Einar Kristjánsson, Halldór Helgason og Gísli B. Kristjánsson, auk nokkurra áheyrnarfulltrúa. Fundarstjóri var Jón Sigurðs- son, en fundarritari Halldór Helgason. Miklar umræður urðu um ým- iss hagsmunamál skíðaíþróttar- innar og framtíðarmál þess og samþykktir gerðar. M. a. var ákveðið að reyna að koma á fyr- irtækjakeppnum í stærstu kaup- stöðunum til fjárhagslegs stuðn- ings fyrir sambandið og skíða- ráðin og láta gei-a afreksmerki, sem síðan verði til sölu handa þeim, er til þeirra vinna, en slík merki eru mjög notuð meðal annarra skíðaþjóða og eru þar mjög vinsæl og eftirsótt. Þá var ákveðið að leita til Norðmanna um gagnkvæmar heimsóknir skíðamanna, er þátt tækju meðal annars í Skíðamóti íslands og Holmenkollenmótinu. Samþykkt var að fjölga í stjórn samþandsins þannig, að nú skipa hana sjö manns. Formaður og gjaldkeri sam- bandsins, Einar Kristjánsson, og Halldór Halldórsson, báðust ein- dregið undan endurkosningu, en í stjórn voru kjörnir: Formaður: Hermann Stefáns- son, Akureyri. Meðstjórnendur: Haraldur Sig- urðsson, Akureyri, Björgvin Júní usson, Akureyri, Einar B. Ingvarsson, ísafirði, Bragi Magn- ússon, Siglufirði, en fyrir eru í stjórninni: Gísli B. Kristjánsson, Reykjavík, og Georg Lúðvíksson, Reykjavík. Á sunnudagskvöld bauð stjórn sambandsins þingfulltrúum og gestum til kvöldverðar í tilefni 10 ára afmælis sambandsins. Fráfarandi formaður sambands- ins, Einar Kristjánsson rakti þar sögu sambandsins, og ræður fluttu, auk hans, Benedikt G. Waage, Ármann Dalmannsson og hinn nýkjörni formaður Her- mann Stefánsson, sem skýrði frá því, að hin nýja stjórn hefði þeg- ar komið saman og samþykkt að gera Einar Kristjánsson að heið ursfélaga sambandsins fyrir hin miklu og frábæru störf í þágu sambandsins og skíðaíþróttarinn- ar í landinu. fyrra. Meðalvigt var 15,9 kg., en var sl. haust 15,3 kg. Þyngsta dilk átti Hermann Guðnason bóndi í Hvarfi í Bárð- ardal, 27 kg., og þyngstu meðal- vigt Valdimar Kristjánsson, Bakka í Fnjóskadal, 18,7 kg. Helgafell tekur hér gærur næstu daga. Frá Höfðakaupstað 13. okt. ’56. Barnaskólinn var settur éins og venja er 1. okt. sl. I skólanum eru nú 88 börn. Þrír kennarar eru starf- andi við skólann. Hér er gamalt skólahús og þröngt, svo aðstaða er mjög erfið, með svo miirg börn. liyrjað er að byggja nýjan skóla. Byrjað var á býggingunni 7. júní s 1., en nú á að fara að leggja þakið á húsið. Hafa þeir, sem um verkið sjá, staðið mjög vel í starfi. 3. okt. brast hér á norðanstór- hríð eins og annarsstaðar um norð- ur land, en ekki urðti fjárskaðar, svo teljandi sé. 7. okt. var haldinn hér héraðs- fundur prófastsdæmisins. Þar flutti sr. Robert Jack prestur á Tjörn á Vatnsnesi predikun. Sr. Birgir Snæ- björnsson, prestur að Æsustöðum, og sr. Pétur Ingjaldsson, prestur að Höskuldsstöðum, þjónuðu fyrir altari. Prófasturinn, sr. Þorsteinn B. Gíslason, stjórnaði liéraðsfundin- um. Þar flutti sr. Gíslí Kolbeins, prestur á Melstað fróðlegt og gott erindi, sem hatih kallaði „Vinnan í ljósi kristindómsins”. Prestaöld- ungurinn sr. Friðrik Friðriksson sat þennan fund. Hann er nú 88 ára gamall, en er íurðu ern og hress í anda. I lok héraðsjundarins flutti hann bæn. Sóknarnefnd Skagastrandark irkju bauð fundarmönnum öílum til kaffi drykkju, en sóknarpresturinn bauð í matarsveislu að H<>skuldsstöðum um kvöldið. Lokið er nú að leggja sínia á alla bæi hér í Höfða- og Skagahrepp- um, áður var kominn sími á alla bæi í Vindhælishreppi. Er þetta mikil og góð samgöngubót, þar sent Skaginn er ekki í góðu vegasam- bandi við aðalsamgönguleiðir lands- ins. Póstur kemur hér aðeins tvisvar í viku. Enn hefur ekki fengizt betri lausn á því máli. Sauðfjárslátrun er nú lokið hér. Slátrað var um 6 þús. fjár. Dilkar reyndust vænni nú en síðastliðið haust. Þyngsti dilkur vóg 26i/<> kg. Eigandi hans var Sigurður Pálsson, bóndi í Króksseli. Sáuðfjárræktar- félög eru hcr starfandi í hreppun- um, og mikill álmgi fjáreigenda að kynbæta fjárstofn sinn og tryggja sem mestar afurðir af hverri skepnu. Heyskapur var hér góður og mik- ill í sumar. Kauptúnsbúar setja á vetur margt fé. Það er prýðilega vænt og afurðir þess til mikilla iiagsbóta, Ei'ilk stundar jarðrækt og sauðfjárrækt, mest í hjáyerkum, og framleiðir nægilegt kjöt, og fast að því mjólk fyrir þorpið. Hér eru bú- settir yfir 500 manna. Fiskiveiríar. I sumar stunduðu nokkrir smábátar (trillur) hand- færa- og línu-veiðar og iifluðu yfir- leitt vel. Nú eru stærri bátarnir að byrja veiðar með línu. Afli hefur reynzt sæmilegur, 5 eða 6 bátar imimi stunda veiðar héðan í vetur. Fiskurinn er frystur. Hér hefur verið nægileg atvinna í sumar og líðan fólks yfirleitt góð. 10. okt. voru flest skólabiirn hér bólusett með Salk-bóluefni. Fram- kvæmdu þeir bóíusetninguna hér- aðslæknirinn hér í Höfðakaupstað cg héraðslæknirinn á Blönduósi. P. J•

x

Dagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.