Dagur - 22.12.1956, Blaðsíða 12
12
Daguk
Laugardaginn 22. desember 1956
BORGARBÍÓ
sýnir um jólin stórmyndina Rödd
hiartans. Er myndin tekin í litum
(Technicolor). Handritið gerði
Peg Fenwick eftir skáldsögu
Edna og Harry Lee. Leikstjóri er
Douglas Sirk. Myndin er efnis-
mikil og hrífandi. Aðalhlutverkin
eru leikin af hinum afar vinsælu
ieikurum Jane Wyman og Rock
Hudson.
og finnst að þessi maður passi
ekki fyrir hana. Nú hefst barátta
milli Ron og barna Cary, og hún
verður að lokum að velja á milli
þeirra. Það val verður henni erf-
itt. Rödd hjartans er sterk, en
herini finnst skyldi sín við börnin
enn sterkari, og segir Ron, að allt
verði að vera búið á milli þeirra.
Eftir afar langa og einmanalega
Söguþráðurinn: Cary Scott
(Jane Wyman) er ekkja, mjög
fögur kona á bezta aldri, og á tvö
uppkomin börn, Kay og Ned.
Hún er vel efnuð, en einmana,
því að dóttirin er í skóla og son-
urinn starfar í nærliggjandi borg.
Vinir hennar vilja að hún giftist
aftur og gamall vinur hennar
biður hennar, en hún hikar, vill
ekki giftast aftur nema hún festi
ást á einhverjum. En þá kynnist
hún Ron Kirby (Rock Hudson).
Ron er garðyrkjumaður. Hann á
þarna stóra landareign og garnla
kornmyllu. Cary heimsækir
hann tíðum og fær áhuga fyrir
verkefni hans og ekki síður hon-
um sjálfum. Þeim er orðið ljóst,
að þau unnast hugástum og
ákveða að giftast. En slúðursög-
urnar koma á kreik, og því er
jafnvei haldið fram, að kunnings-
skapur þeirra hafi byrjað áður en
maður Cary dó.
Þegar Kay og Ned, börn henn-
ar, koma heim, skýrir hún þeim
frá því, að hún ætli að giftast, en
þau hafa allt út á þetta að setja
daga fyrir Cary koma þau Ned og
Cary heim í jólafríi og hafa stór
tíðindi að flytja. Kay ætlar bráð-
lega að gifta sig og finnst það
furðulegt að móður hennar skuli
finnast hún of ung. Og Ned er að
fá vinnu í París. Cary setur
hljóða við þetta. Og nú sér hún
loks hversu mjög hún hefur valið
skakkt og fórn hennar verið til
einskis.
En nú er það of seint, eða
Eftir þeim spennandi atburðum
þurfa áhorfendur að bíða þar til
í myndarlolc.
(Þetta er aðeins útdráttur úr
prógrammi myndarinnar.)
Myndin verður sýnd á venju-
Jegu tjaldi bíósins, en ekki mun
þess langt að bíða, að Borgarbíó
geti sýnt á breiðara tjaldi, sem
samsvarar stærð salarins og þeim
kröfum, sem tækni i myndatöku
nútimans krefst, án þess þó að
tjaldið beri salinn ofurliði, og eru
tæki á leiðinni til þess að sýna
myndir bæði í Vista-Vision og
Cinema Scope.
Ýmis tíðindi úr nágrannabyggðum
Ólafsfirðingar fá
Skeiðsfossrafmagn
Ólafsfirði 21. des.
Síðastliðinn laugardag hélt
íþróttafélagið Leiftur upp á 25
ára starfsafmæli sitt með veglegri
samkomu. Þar var sýndur sjón-
leikurinn Geimfarinn, haldnar
ræður, sungið og dansað fram
eftir nóttu.
Á mánudaginn var lokið við að
strengja háspennulínuna frá
Skeiðsfossvirkjun, og var hún
tengd inn á rafveitukerfi kaup-
staðarins á miðvikudaginn. Bætir
þetta úr brýnni þörf bæjarins,
því að rafmagnsskortur hefur
verið að undanförnu.
Verk þetta hófst í júní í sumar,
og var fyrst unnið við að reisa
stauralínuna, og var því verki
lokið um miðjan september. En
þá varð vinnuflokkurinn að fara
inn í Eyjafjörð sökum efnisskorts
hér. Ekki var byrjað að leggja
„loftlínuna" fyrr en 25. okt., og
var síðan unnið sleitulaust af 11
mönnum við það, og féll enginn
dagur út, þótt stundum væru veð
ur ekki hagstæð. Verkstjóri var
Sigfús Sigurðsson, og sá hann
einnig um að leggja stauralínuna.
Búið var að leggja yfir Lágheiði
þegar veður spilltust nú síðast.
Bæirnir í sveitinni eru enn ekki
búnir að fá rafmagn, en verður
vonandi á næsta vori.
í gær var Helgafell hér og tók
2600 tunnur síldar og gærur. —
Annars er atvinna mjög lítil, því
að togarar hafá ekki lagt upp afla
sinn nýlega. — Fiskur er lítill og
ógæftir miklar.
TOGARARNIR
Sléttbakur er á heimleið frá
Englandi. Seldi þar 153 smáiestir
fyrir 10690 pund. Verður senni-
lega í heimahöfn um jólin og sá
eini af togurunm Utgerðarfélags
Akureyringa h.f. — Kaldbakur
er á veiðum, mun hafa íengið
tundurdufl í vörpuna og leitað
aðstoðar sérfræðings við að gera
þáð óvirkt. — Svalbakur er á
veiðum. Harð,bakur fór á veið-
ír íf’ íýninótt. — Norðlendingur
0 í ■■■
ilaildáði j Húsavík í fyrradag. —
Jörundur er á veiðum.
Undir suður krossinum
heitir mynd, sem Borgarbíó er
nýbúið að fá til sýningar, og
verður hún sennilega sýnd kl. 5
einhverja dagana milli jóla og
nýórs, fyrir börn og fullorðna, en
á lægra verði, eða kr. 5.00 fyrir
börn og kr. 7.00 fyrir fullorðna
(ónúmeruð sæti).
Myndin er tekin í hinum litt
þekktu óbyggðum Ástralíu af
þeim hjónum, Armand Denis og
Michaleu konu hans. Hún er tek-
in í litum og þeir eru sérstaklega
skærir og litbrigðin mörg í þessu
einkennilega landi. Dýrin og
skorkvikindin, sem sjást, eru hin
furðulegustu og skrautleg mjög,
önnur óhugnanleg og margt ber
fyrir augað, sem eigi hefur áður
sézt í myndum hér á tjaldinu.
Einnig sjást þar mannlegar verur,
mjög sérkennilegar og sumar lík-
ari öpum en mönnum. Krókó-
dílaveiðar eru þó mest spennandi
í myndinni og yngstu börnin
verða ef til vill hrædd, en mynd-
in er þó eigi bönnum, enda ekk-
ert það að sjá, sem gefi tilefni til
þess.
Þar sem bíóið hefur umráð yfir
myndinni aðeins þar til allra
fyrstu daga í janúar, er hyggilegt
að fresta eigi að sjá hana, og hún
er hin fróðlegasta fyrir eldri sem
yngri, og skólafólk ætti ekki að
láta hana fara fram hjá sér.
I»aö er gamall siður á Norðurlandi og skemmtilegur að gera laufa-
brauð. Mörgurn finnst laufabrauðið eins sjálfsagt á hverjum jólum
og kerti og spil. Húsmæður, sem á annað borð viðhalda þessari
fornu venju, hafa þegar lokið þessum þætti jólaundirbúningsins. —
Ilúsmóðirin hnoðar deigið, og ekki ætti það að vera húsbóndanum
oívaxið að handleika keflið þennan dag. Það er nefnilega dálítið
erfitt að breiða út. Deigið er seigt og kippir sér saman, en konuin
I líkar ekki nema kökurnar séu næfurþvinnar. — Börnin bíða með
óþreyju eftir fyrstu kökunum til að skera í þær, og er það skurð-
urinn, sem einkennir laufabrauðið, auk þess að laufabrauð geymist
cndalaust og að laufabrauð er gott þegar aðalkræsingunum hafa
verið gerð þau skil, sem venja er á jólum. — Sums staðar má sjá
snilldarhandbragð ó laufabrauðsskurði. — Ljósmyndari blaðsins.
skrapp í tvö hús á sunnudaginn, þar sem ilmurinn sagði til um hvað
verið var að gera, og eru þessar myndir teknar þar.
(Framhald af 1. síðu.)
skrefið í rétta átt til þess að koma
í veg fyrir vöxt verðbólgunnar.
Það lá ljóst fyrir, eins og margoft
var sýnt fram á í kosningabarátt-
unni, sem fór fram á miðju síð-
astl. sumri, og eg hef áður tekið
fram, að stórfelldar ráðstafanir
þurfti að gera við þessi áramót til
þess að koma í veg fyrir stöðvun
framleiðslunnar. Þær tekjur, sem
aflað var í byrjun þessa árs, voru
fyrirsjáanlega alls ekki nægilegar
til þess að halda framleiðslunni á
floti árið út. Verðbólgan jókst og
þess vegna varð ekki hjá því
komizt að hækka uppbæturnar.
Það er gerð grein fyrir aukinni
tekjuþörf ríkissjóðs og aukinni
tekjuþörf til þess að halda útflutn
ingsframleiðslunni á floti í grein-
argerðinni fyrir þessu frumvarpi
og hvernig áætlað er að afla
teknanna. Eg geri naumast ráð
fyrir, að þessi tekjuþörf verði í
nokkrum verulegum atriðum vé-
fengd. Þó tel eg rétt og skylt að
gera háttvirtu Alþingi nánari
grein fyrir þessu í samræmi við
nákvæmustu áætlun, sem völ er
á. .. . “
Réttlát tekjuöflun.
„.... Vandamálið var og er
það, að afla þessara tekna þannig,
að sem minnst komi við hag
þeirra stétta, sem ríkisstjórnin
hefur heitið að hafa samráð við
um lausn þessara mála, þær
stéttir, sem einna minnst hafa úr
að spila í þjðfélaginu. Viðræð-
urnar undanfarnar vikur og við-
leitni ríkisstjórnarinnar hefur öll
beinzt í þá átt, að leysa þetta mál
þannig, að í sem mestu samræmi
væri við vilja og hag launþega,
bænda og annarra vinnandi fram
lciðenda, sem hafa mesta sameig-
inlega hagsmuni af því að nauð-
synlegum tekjuþörfum fram-
Ieiðslunnar sé þó borgið. — í
samræmi við þessi sjónarmið
fyrst og fremst hyggst ríkis-
stjórnin gera verulegar breyting-
ar á því fyrirkomulagi tekjuöfl-
unar, sem verið hefur undanfarin
ár í sambandi við stuðning til út-
flutningsframleiðslunnar. Ráðgert
er, að svokallað bátagjaldeyris-
kerfi verði lagt niður. Fram-
leiðslugjald af innflúttum vörum
verði einnig afnumið ásamt sölu-
skatti í smásölu. Það, sem kemur
í þess stað, er innflutningsgjald
á innfluttum vörum og er það
mishátt eftir tegundum. En jafn-
framt er gert ráð fyrir nokkurri
hækkun á núverandi gjöldum af
innlendri þjónustu og iðnaðar-
framleiðslu. Eins og eg áður gerði
grein fyrir, hefur tekjuþörfin
aukizt, og til þess að mæta þess-
ari tekjuþörf eru gjöld hækkuð
af ýmsum vörutegundum, sem
sízt verða taldar til brýnna
nauðsynja, hækkaður ferðakostn-
aður erlendis, gjald tekið af inn-
lendum tollvörutegundum, leyf-
isgjöld af innfluttum bifreiðum
Lagt gjald á sölu farmiða til og
frá útlöndum, ýmsar tegundir
tryggingargjalda og hækkað gjald
af innlendri framleiðslu og þjón-
ustu. Eins og frumvarpið ber
ennfremur með sér, er gert ráð
fyrir því, að gjaldeyrisbankarnir
greiði tiltekinn hluta af yfir-
færsluþóknun.
Engin ný gjöld á brýnar
nauðsynjar.
En fjár þess, sem á vantar, er
aflað með almennu yíirfærslu-
gjaldi, sem bankarnir munu inn-
heimta af seldum gjaldeyri fyrir
vörur og ýmsar duldar greiðslur.
En til þess aö koma í veg
fyrir, að gjald þetta leggist á
allar vörur, liefur jafnhátt
gjahl á ýmsum innflutnings-
vörum ýmist verið fellt niður
eða Iækkað frá því, sem verið
hefur. Engin ný gjöld eru lögð
á innflutning brýnustu nauð-
synja né helztu rekstrarvörur
útflutningsatvinnuveganna. Er
hér um að ræða 421 milljón kr.
cif. miðað við árið 1953 og er
það 36% innflutningsins.
Ríkisstjórnin liefur af fremsta
megni reynt að liaga tekjuöfl-
un þeirri, sem ekki verður með
neinu móti hjó koinizt, þannig,
að sem minnst íþyngi þeim
mönnum I þjóðfélaginu, sem
minnstu hafa úr að spila. Hef-
ur ríkisstjórnin einnig talið sér
skylt að gera auk þessa og nú
samstundis ráðstafanir til þess,
að ekki hljótist ónauðsynlegar
verðhækkanir af þessari lög-
gjöf. í fyrsta lagi að gera ráð-
stafanir til lækkunar á álagn-
ingu hjá milliliðum. Ennfrem-
ur telur ríkisstjórnin, að eins
og efnahagsmálunum er nú
komið, sé óhjákvæmilegt að
lögleiða strangara verðlagseft-
irlit til þess að tryggja neyt-
endur gegn óhóflegu vöruverði
og reyna að koma í veg fyrir
vaxandi verðbólgu.
Frumvarpið lögíest
í nótt
Þær fréttir bárust blaðinu í
gær, að útlit væri fyrir að hið
nýja friunvarp ríkisstjórnar-
innar í efnaliags- og atvinnu-
málum, hlyti fullnaðaraf-
greiðslu í nótt, og er það því
væhtanlega orðið að lögum.