Dagur - 22.12.1956, Blaðsíða 6

Dagur - 22.12.1956, Blaðsíða 6
6 D A GUR Laugardaginn 22. desember 1956 -5*5S*5*Í*5*55*Í*5*5*5*ÍÍSÍ*5*55*5$*5*5*5SÍÍ*55*K*? / D A G U R Ritstjóri: ERLINGUR DAVÍÐSSON Afgreiðsla, auglýsingar, innheimta:. Þorkell Björnsson. Skrifstofa í Hafnarstræti 90. — Sírni 1166. Árgangurinn kostar kr. 75.00. Blaðið kemur út á miðvikudögum. Galddagi er 1. júlí. Prentverk Odds Björnssonar hf. W$5$5ÍS*5$5S5*5SS$$SÍ$5SÍ3$S5$$S5$*5$S5*S$SSS$*5Í$* Þau fyrirheit munu rætast TILLAGNA RíKISSTJÓRNARINNAR í efna- hagsmálum hefur lengi verið beðið með talsverðri eftirvæntingu. Meðan beðið var eftir hinum lang- 'þráðu úrræðum, notuðu margir tímann til þess að leggja það niður fyrir sér hvaða leið myndi verða farin til úróbta. Andstæðingar ríkisstjórnariunar héldu því mjög á lofti, að engin ný stefna yrði tekin, hvergi bólaði á neinu nýju, sem ekki hefði verið reynt áður og slógu því föstu, að ríkis- stjórnin sæi engin önnur ráð en gengisfellingu. Nú er komið á daginn, að allar bollaleggingar í þá átt eru marklausar sögusagnir, sem ekkert eiga skylt við veruleikann, Efnahagsmál þjóðarinnar eru orðin flókin og margbrotin. Það má því öllum vera ljóst, að gerð slíkra tillagna, sem nú hafa verið birtar, er ekk- ert áhlaupayerk. Þar kemur að sjálfsögðu margt til álita, og í mörg horn er að líta, áður en hafizt er handa á Alþingi. Verkanir þeirra ráðstafana, sem fyrir dyrum standa, grípa yfir geysi víðfemt svið og innbyrðis sundurleitt. Þess vegna er ekki unnt að kasta hendinni að slíku verki. Við það bætist svo, að sá nýi háttur í vinnuaðferðum, sem núverandi ríkisstjórn hefur tekið upp, að hafa náið samband og samvinnu við framleiðslu- og launþegasamtökin, hlýtur alltaf að taka mikinn tíma. En þeim tíma, sem varið er til þess að tryggja samstöðuna við hin ýmsu hagsmunasam- tök í landinu, er ekki á glæ kastað. Reynslan sýn- ir, að hver sú ráðstöfun, sem gerð hefur verið um undanfarin áramót, hefur reynzt bráðabirgða- lækning, vegna þess að áður hafði ekki verið tryggt, að hagsmunasamtökin gætu sætt sig við þá lausn. Þar er að nokkru leyti að finna orsök- ina fyrir þeirri óheillaþróun, sem efnahagsmálin hafa tekið á síðustu árum. Launþegasamtökin hafa yfirleitt talið ráðstafanirnar andstæðar hagsmun- um sínum og snúizt gegn þeim. Er ráðuneyti Hermanns Jónassonar hafði starf- að í nokkrar vikur kom fyrsti árangurinn af þeirri breyttu stefnu, sem stjórnarflokkarnir hugsuðu sér að taka upp. í samráði við hagsmunasamtökin í landinu var að því ráði horfið, að festa verðlagið og kaupgjaldið. Þetta var byrjunin, og ef það spor hefði aldrei verið stigið, hefði verðbólgan haldið áfram að vaxa og grafa enn meir um sig. Viðreisnin hefði þá orðið öi'ðugri en nú hefur reynzt. Ollum er því ljóst, að verðbólgustöðvunin var gerð af framsýni og fyrirhyggju. SÚ ÞRÓUN, sem orðið hefur í íslenzkum stjórn- málum síðustu mánuðina, þjappar meginþorra þjóðarinnar saman til átaka í efnahags- og fram- leiðslumálum. Sjálf myndun hinnar nýju ríkis- stjórnar í sumar, með þátttöku allra íhaldsand- stæðinga, spáði góðu. Heift stjórnarandstöðunnar talaði skýru máli til vinnandi manna í sveit og við sjó. Þegar verðbólgan var stöðvuð hlaut sú ráð- stöfun viðurkenningu alþjóðar og var stórt átak og hreinlega til verks gengið. Allir stjórnmála- flokkar höfðu talað um dýrtíðina sem hið mesta böl þjóðarinnar, En dýrtíðai'hjólið hélt áfram að snúast og sífellt á ógæfuhlið. Með bi'áðabirgða- stöðvuninni, sem nú hefur staðið nær 4 mánuði, efldist enn trú fólksins á að raunhæfar aðgerðir til frambúðar, fylgdu í kjölfarið. Hið nýja frumvarp ríkisstjórn- arinnar, sem þessa dagana er til umræðu á Alþingi, er framhald á fyrirheitum um gjörbreytta og batnandi stjórnarháttu. Þau fyr- irheit munu rætast með sam- vinnu ríkisstjórnar og fjölmenn- ustu stéttasamtaka landsins, og aðeins í samvinnu við þau. Full ástæða er til að horfa með vax- andi trú á lausn efnahags- og at- vinnumála landsíns. Kamma Svensson: Vesalings fæfurnir okkar Það er sagt um hinn egypzka faraó Psammetiko, að hann hafi kvænzt ambátt nokkurri vegna þess, að örlítill fótur hennar hafi verið mátulegui' í örsmáa iljaskó, sem örn nokkur hafði komið með fljúgandi og látið falla í kjöltu honum. Auðséð er, að faraóinn hefur verið hrifinn af fætinum og skónum vegna smæðarinnar, en af þessu getum við þó ekki dreg- ið þá ályktun, að smáir fætur hafi verið í tízku í Egyptalandi hinu forna. Því fór víðs fjarri. Fætur og tær karla og kvenna fengu að stækka og þroskast á eðlilegan hátt í rúmum iljaskóm eða þá alls engum skóm. Hrifning faraós þess, sem áður er getið, á smáum skóm og fót- um, getur hafa verið einstakt dæmi um andspyrnu gegn hinni ríkjandi tízku, hinum langa og granna fæti. Eða ef til vill er þessi eldgamla Oskubuskusaga um litla skóinn, sem mátulegur var á fót ambáttarinnar, búinn til í því augnamiði að réttlæta ást faraósins á stúlku, sem hafði smærri fætur en fallegt þótti á þeim tímum. f Indiandi hinu forna var geng- ið skör lengra. Þar fengu kvennafætur yfirstéttarinnar ekki aðeins leyfi til þess að vaxa og þroskast alveg að vild, heldur voru þeir snyrtir eins og hend- urnar og skreyttir hringum. — Auðvitað var ekki að búast við því, að dekrað væri eins við fæt- ur fátæklinganna. Skinnið á ilj — um þeirra varð þykkt eins og leður, en þeir píndust aldrei af þrimlum og líkþornum, þessu sérstaka fyrirbrigði Vesturlanda. í Gamlatestamentinu er sagt frá ungum Gyðingastúlkum, sem stunduðu hættulegan hégóma og stórhneyksluðu spámennina. Þær gengu með glamrandi hringa um .öklana eða með keðjur á milli þeirra, sem neyddi þær til að trítla, en vafalaust hafa stuttu skrefin og það vaggandi göngu- lag, er þær tömdu sér, haft tæl- andi áhrif á karlmennina. Hinn bölsýni spámaður Esajas áfellist líka Zíonsdætur og segir að þær séu „dramblátar, ganga með reigða hálsa, depla augunum, tifa í söngunni og hafa látæðisfullan fótaburð.“ Stéttaskipting og sárir fætur. Þar sem fæturnir fá að þrosk- ast á eðlilegan hátt vísar stóra- táin beint fram eins og hún gerir á nýfæddum börnum, og þannig myndu allir fætur líta út, ef ekki væri strax hjá börnum þrengt að fótunum með skóm, sem eru of mjóii' að framan. Þessi misþyrm- ing á fótunum fylgir með vest- rænni menningu, og um leið og frumstæðar þjóðir tileinka sér hana, þá fer eins fyrir þeirra fót- um. Hinir fyrstu reglulegu skór hafa verið smíðaðir á háttsettan mann í þjóðfélaginu, og ein- hverra hluta vegna hafa þeir verið hafðir mjóir fram. Og þegar sá háttsetti fékk frammjóan fót og samanklesstar tær, 'þá þótti fínt að hafa slíkan fót, og það hefur þótt fínt allt fram á þennan dag, að undanteknu Endurreisn- artímabilinu, en þá gekk allt út á breiddina, bæði föt og skór. Skórnir, sem þá voru í tízku, voru hollir fyrir fæturna. Á mál- verki Cranachs af Venus og Amoi' sjást stórutærnar á báðum, og þær vísa beint fram. Háu hælarnir, sem kvenþjóðin kvelur sig með í dag, eru frá karlmönnum komnir og ætlaðir til eigin notkunar. Hlutverk þeirra var að halda fætinum fast- ari í ístaðinu, en svo uppgötvaði herra sköpunarverksins, að hann varð hærri og aðsópsmeiri á slík- um hælum, auk þess sem hann varð virðulegri í framgöngu, og þá var ekki að sökum að spyrja. Iláir hælar krefjast bifreiðar eða burðarstóls. Á Rokokó-tímanum gengu bæði karlar og konur á háum hælum, sem oft voru alveg inni undir holilinni, og slíkir skór hafa áreiðanlega ekki verið sérlega þægilegir að ganga á. En hinir umfangsmiklu kjólar kvennanna, lífstykki karlmannanna og púð- urhárkollui' þeirra kröfðust þess, að skórnir yrðu ekki útundan um tilhald. Ef menn gátu ekki geng- ið með góðu móti, þá var burðar- stóllinn alltaf við höndina, og það er meira en við höfum í dag. Þegar við, konur nútímans, trítlum áfram á háum hælum, ekki ósvipað og Zíonsdætur á dögum Esajasar, og erum óstyrk- ar í göngulagi eins og kínversku konurnar með reyrðu fæturna, þá högum við okkur eins og yfir- stéttarverur án þess að vera það. Þessir heimskulega háu og mjóu hælar gera nauðsynlegan þann lúxus, að bíll sé ætíð til reiðu ut- an við dyrnar, en fæstar okkar eiga þess kost. JAPÁNSKT POSTULÍN BOLLAPÖR ásamt lausum diskum. Verzlunin SKEIFAN Strandgötu 19. Sírni 1366. Frá Fjórðuiigsþingi Austíirðinga Blaðið hefur áður getið nokkurra samþykkta og fara hinar hér á eftir. Ályktun um áætlunarferðir. 1) Fjórðungsþing Anustfirðinga, haldið að Egils- stöðum 27. og 28. október 1956, ítrekar tillögur sín- ar, sem sendar voru póststjórninni með bréfi, dags. 15. janúar 1956, um samræmingu og fyrirkomulag áætlunarbílferða um Austui'land. Til viðbótar því, sem þar segir, vei'ði ferðir til Boi'gai'fjarðar, Hoi'na- fjax'ðar og Halloi’msstaðar teknar þar inn í. 2) Fjóx-ðungsþingið leggur áhei'zlu á, að áætlun- arbílferðum, í sambandi við áætlunarflugferðir til Egilsstaða, sé haldið uppi a. m. k. tvisvar í viku, svo lengi fram eftir hausti, sem vegir eru færir. Annast póststjói’nin sjálf þessai' ferðir, ef aðrir fást ekki til þess. 3) Fjórðungsþingið vill benda á, að heppilegt myndi vera, að einhver einn aðili (póststjórnin, flugfélagið?) á Egilsstöðum hefði yfirstjói'n allra þessara mála með höndum, svo að þeir, sem ferð- irnar nota, gætnu snúið sér þangað um alla fyrir- greiðslu. 4) Fjórðungsþingið ítrekai' fyi'ri áskoranir um, að allir áætlunarvagnar, sem um Egilsstaði fara, komi ætíð við heima á Egilsstöðum, þar eð annars staðar er ekki viðunandi dvalai'staður fyrir þá, sem bíða þurfa eftir ferðum. Ályktun um strandferðir. Fjórðungsþing Austfirðinga, haldið að Egilsstöð- um 27. og 28. október 1956, vill benda Skipaútgerð ríkisins á, að vöruflutningar milli Reykjavíkui' og hinna stærri Austfjai'ðahafna um sumartímann, meðan Hekla er í utanlandssiglingum, eru svo strjálar, að stór bagi er að. Beinir þingið þeim tilmælum til Skipaútgei'ðar- innar, að hún leysi úr þessari flutningaþöi'f með því, að leigja bát af hæfilegi'i stæi'ð til að annast þessa flutninga á sama hátt og bátar annast flutn- inga til Vestmannaeyja, Snæfellsneshafna og víðai'. Ályktun um skipun atvinnutækjapefndar. Fjórðungsþing Austfirðinga, haldið að Egilsstöð- um 27. og 28. október 1956, lýsir vanþóknun sinni og furðu yfir því, að Austfii'ðingafjórðungur skuli ekki eiga neinn fulltrúa í hinni svokölluðu atvinnu- tækjanefnd, sem ríkisstjórnin skipaði nýlega, til þess að gera tillögur um stofnun nýrra atvinnu- fyi'irtækja og dreifingu þeirra um Iandið. Vegna þess, að fjórðungsþingið telur, að atvinnu- tækjanefntþna skorti næga þekkingu á þörfum Austurlands í atvinnulegum efnum, og tæpást hægt að bæta úr því með skýrslugerðum og bréfaskrift- um, telui' það nauðsynlegt, að nefndin komi til Austfjarða þegar á þessu hausti til viðræðna við þær sveitarstjórnir, sem hlut eiga að máli. Fjórðungsþing Austfirðinga, haldið að Egilsstöð- um 27. og 28. október 1956, rnælir með því, að leyfður verði innflutningur holdanauta, enda verði gei'ðar í sambandi við þann innflutning nauðsyn- legar varúðarráðstafanir gegn sýkingarhættu. Ályktanir um útvarpsmál. Fjórðungsþing Austfii'ðinga, haldið að Egilsstöð- um 27. og 28. október 1956, skoi’ar á stjói’n Ríkis- útvai-psins, að bæta hlustunarskilyrði á Austur- landi, en þau eru nú algei-lega óviðunandi á vetr- um í miklum hluta fjórðungsins. Ályktun um símamál. Fjórðungsþing Austfii'ðinga, haldið að Egilsstöð- um 27. og 28. október 1956, lýsir ánægju sinni yfir því, að póststjórnin hefur nú tekið upp flutninga með flugvélum á blaðapósti auk bréfapósts. Skorar þingi ðá póststjói-nina, að láta nú ekki lengur drag- ast, að gefa almenningi kost á því, að senda böggla- póst einnig loftleiðis. Þá leggur þingið áherzlu á það, að póststjórnin sjái um, að pósturinn komist greiðara til viðtak- enda innan fjórðungsins frá Egilsstöðum, ávallt þegar fei'ðir falla og eigi sjaldnar en tvisvar í viku. Ályktun um bankamál. Fjóx-ðungsþing Austfii-ðinga, haldið að Egilsstöð- 27. og 28. október 1956, íti-ekar hér með enn ósk sína um, að þegar á næsta ári verði komið upp úti- búi frá Búnaðarbanka íslands hér á Egilsstöðum. Skorar þingið á hæstvirtan landbúnaðarráðherra, og þingmenn Austfirðinga, að hlutast til um það, að stofnun útibúsins komist í fi'amkvæmd. Ályktanir um vcgamál. 1. Fjórðungsþingið skorar enn á vegamálastjórn- ina að láta athuga sem fyrst vegarstæði og vegar- gerð yfir Oxarheiði, milli Skriðdals og Berufjai'ðar. Myndi sá vegur stytta leiðina milli Hornafjarðar og Fljótsdalshéraðs um ca. 60—70 km. 2. Fjói'ðungsþingið skoi'ar á Alþingi, að veita nú (Framhald á 3. síðu.)

x

Dagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.