Dagur - 22.12.1956, Blaðsíða 7
Laugardaginn 22. desember 1956
D A G UR
7
KUML OG HÁUGFE
úr heiðnum sið á íslandi
eftir Kristján Eldjárn
Bókaútgáfan Norðri gefur
út. — Prentun annaðist
Prentverk Odds Björns-
sonar h.f. á Akureyri.
Degi hefur verið send þessi
bók til umsagnar, og skal það
með gleði gert. Höfundurinn,
Kristján Eldjárn, sem þjóðkunn-
ur er orðinn á unga aldri, er ætt-
aður frá Tjörn í Svarfaðardal,
Þórarinsson Eldjárns hreppstjóra.
Kristján Eldjárn hefur lengi
unnið fræðimannsstörf, sérstak-
lega fornleifafræði ásamt störfum
þjóðminjavarðar og skrifað stór-
fróðlegar greinar og flutt erindi
um þessi efni. Hann hefur ferðast
mjög um landið og rannsakað
kuml og hauga, og sjálfur unnið
að uppgreftri fornminja.
Vel er, að hinn margþætti
fróðleikur þessa áhugasama vís-
indamanns er nú kominn út í
stórvandaðri bók, þar sem ekkei't
er til sparað í efni og frágangi.
Hitt er þó meira um vert,
hversu höfundi hefur tekizt, og
er þá fyrst frá að segja, að Heim-
spekideild Háskóla íslands hefur
tekið bókina gilda og talið hana
hæfa til varnar við doktorspróf.
Fer vörnin fram'í janúar næstk.
og verða andmælingar próf. Jón
Jóhannesson og Jan Petersen. —
Má segja að myndarlega sé af
stað farið og allmikið kveði að,
þá er fyrsta stófverk liöfundar
hleypur af stökkunum.
Bókin skiptist í þessa kafla,
auk formála: Fundur íslands og
fornleifar, kumlatal, umbúnaður
kumla, haugfé og lausafundir,
norræn stílþróun á söguöld, yfir-
lit og lokaorð, greinargerð um
myndir o. fl.
í formálsorðum segir höfundur
meðal annars:
„Rétt þykir mér að geta þess,
svo sem í skýringar skyni, að bók
þessari er ætlað að þjóna tvennu
markmiði, og ber hún þess
menjar, sem eru ekki allskostar
jákvæðar. Hún á að vera heirn-
ildarrit fornleifafræðinga um ís-
lenzkar víkingaaldarminjar. Að
því leyti er hún fullt svo mikið
miðuð við útlenda menn sem ís-
lenzka, og orðum og efnismeðferð
að ýmsu leyti hagað á þann hátt,
að annað hæfði betur almennum
lesendum. En jafnframt er þess
þó freistað, að bókin geti orðið
fróðleikslestui' fyrir almenna, ís-
lenzka lesendur, sem eiga lítinn
kost rita um þetta efni.... Að
samanlögðu orka þessi tvö sjón-
armið í þá átt, að gera bókina
lengri en orðið hefði, ef ætlunin
hefði verið að skrifa hana strang-
lega fyrir annanhvorn hópinn,
fræðimenn eða almenna lesend-
ur.“
Hér langar mig til að bæta því
við, að höfuðkostur þessarar bók-
ar er einmitt sá, hve vísindin
verða auðveld og aðgengileg til
lesturs almennum lesanda og
hefur af þeim sökum margfalt
gildi. Og það er aðalsmerki þess-
arar bókar.
Bókin Kuml og haugfé er höf-
uðrit íslenzkrar fornleifakönnun-
ar og hin mesta nauðsyn fyrir
framhaldsrannsóknir á þessu
sviði og hreinn happadráttur
fyrir erlenda fræðimenn, og hún
varpar birtu á menningarsögu
þjóðarinnar á víkingaöld.
—o—
Flestir íslendingar, að undan-
skyldu gerfifólki. sem aldrei hef-
ur á grasi gengið, kannast við
kuml og hauga úr sinni heima-
byggð. Kunna líka sögur og sagn-
ir í sambandi við þau, en láta
hugmyndaflugið bæta úr því
sem áfátt er og dugir þó ekki til.
Og á hverju sumri, sérstaklega
hin síðari ár, korna bein og mun-
jörðu .Áhorfendur leiða hugann
aftur í tímann til horfinna kyn-
slóða. Lítill hóll, sem verið hefui'
leikvöllur barna og lamba í
margar aldii', er látinn hverfa
samkvæmt ræktunaráætlunum
bóndans. Jarðýtan brýtur utan af
hóLnum í fyrstu ferð, og er þá
eins og bók sé opnuð með mynd-
um á báðum síðum. Ytan heldur
áfram. Hún er að bylta jörð en
ekki að rannsaka feyskin bein.
Kristján Eldjárn hefur víða
komið á vettvang við slíkar að-
stæður, áður en næsta blaði var
flett. Með vísindalegri nákvæmni
í rannsókn sögu og minja,, er
fyllri rammi skapaður um þjóð-
líf og sögu í heiðnum sið.
Kurnl og haugfé hefur að
geyma nær 200 myndir, sem
skýra þá heildarmynd, sem höf-
undurinn dregur upp frá þeim
tíma, þegar flestar íslendinga-
sögurnar gerast. Munnmælasagn-
ir og fyrirburðir í sambandi við
fornminjar, lætur höfundur ekki
freista sín, og er þó ærið frá-
sagnarefni.
Að samanlögðu má segja, að
hin nýja bók sé stórvirki og höf-
undi til hins mesta sóma. Var þó
til mikils af honum ætlast.
ir upp á yfirborðið í umróti á
E. D.
Jólasveinar
Nú er orðið klaka-kalt
kringum norðurpólinn,
jarðarhvel er vöggu-valt,
vetur myrkvar norðrið allt,
enda er farið fast að nálgast jólin.
Höfum við, um hátíð þá,
heyrt af ýmsu tagi,
ótal liðnum árrnn frá
— óhikað því trúa má —
og um jólasveina sér í lagi.
Ýmislegt er ort og rætt
um þá merkiskalla,
víða höfðu þeir vinsemd mætt,
þótt væru af miður góðri ætt
og ættu heima óralangt til fjalla.
Lítt þcir fóru á ferðum þá
að fínna gesta háttum,
lágu á gægjurn gluggum á,
gripu cauðaföll af rá,
þvörur sleiktu og þefuðu í gáttum.
En allir vildu þeim athvarf ljá,
og enginn gisting meina,
eða muni og föng að fá,
því fráleitt mönnum virtist þá
að það væru jól án jólasveina.
Margt liið góða og gamla er
í glatkistuna farið,
enginn lengur aska sér
og eldhúsrótin fátt það ber,
sem þessum körlum þótti mest í varið.
Nú eru börnin um það ein
að ætla þá nolckurs virði.
Þeim cldri finnst ei upphefð nein
ef þeim er líkt við jólasvein,
því nafnið á þeim er nánast skammaryrði.
Enginn fær þá framar hýst
né fært þeim góðan beina.
Á nýjabrum þeim naumast lízt,
og nú á dögum hyggja víst
mennina vera mestu „jólasveina“.
DVERGUR.
Walter Lord: SÚ NÓTT GLEYM j
IST ALDREI. Bókin um Titanic- |
slysið. Gísli Jónsson þýddi með
leyfi höf. — Akureyri 1956.
Þegar stórskipið Titanic lagði
af stað í fyrstu för sína frá Eng-
landi vestur um haf, 10. apríl
1912, var mikið um dýrðir. Litið
var á skipið sem stolt og prýði og
furðuverk tækninnar. Sérstak-
lega var það á orði haft, að skip-
ið gæti ekki sokkið. Botninn var
tvöfaldur og hafði í holrúminu
verið komið fyrir 15 vatnsþéttum
skilveggjum, sem talið var að
ætti að tryggja það, að jafnvel
þótt gat brotnaði á skipið, væri
samt hægt að halda lekanum í
skefjum.
En hér sannaðist sem fyrr, að
.... veik er súðin sem oss ber
um svefnþung dauðans höf.
Stóreflis ísjaki, sem straukst
með kinnungnum, braut hann
eins og eggskurn, fletti ;undur
skipshliðinni á svo löngu svæði,
að inn féll sjói' kolblár ineð svo
miklum þunga, að við ekkert
varð ráðið. Eftir fáa klukkutíma
lá þessi mikli Sindri hafsins á
mararbotni. Þetta gerðist
skömmu eftir miðnætti, mánu-
daginn 15. apríl.
Á skipið hafði safnast saman
fjöldi auðkýfinga og fyrirfólks af
enskum ættum, blaðamanna og
listamanna, og þar voru f'irn
hvers konar auðæfa. Eigi uggði
þetta fólk að sér og var í bezta
gengi að skemmta sér, er hinn
válega atburð bar að höndum. —
Sumir voru seinir að fást til að
trúa því, að nú yrði að gera
skyndilega og ófyrirséð leikslok.
En þar kom að öllum varð það
Ijóst, að dauðanum varð ekki
mútað með hlutabréfum eða gim-
steinum:
Mjög var órótt, þá að fór nótt,
dapur er dauðinn kaldi.
Vegna þess að Titanic var talið,
„ósökkvandi", var eigi hirt um að
hafa bjöi'gunarbáta nema fyrir
svo sem helming farþega. Eftir
að þeir höfðu verið hlaðnir, tók
skipið að síga í ölduna meir og
meir, unz það stakk sér í kaf með
um 1500 manns. En auðn og þögn
hins mikla úthafs gleypti á fáum
augnablikum þessa miklu meist-
arasmíð mannlegs anda og slíkt
hið sama angistaróp og dauðavein
þeirra er fórust.
Höfundur þessarar bókar,
Walter Lord, hefur unnið að því
í 28 ár að safna gögnum til henn-
ar, baeði úr opinberum skýrslum,
fi'á fólki sem bjargaðist eða af-
komendum þess. í henni eru
dregin fram í dasljósið ýmis at-
vik, sjóslys, sem eigi hafa áður
verið kunn. Rás viðburðanna
þessa örlaganótt er rakin með
dramatiskum þunga, næstum því
mínútu eftir mínútu, svo að les-
andinn fylgist með von og kvíða
þeirra, sem þai-na háðu sitt
dauðastríð.
Þýðinguna, sem verið hefur
talsvert vandasöm, hefur Gísli
Jónsson menntaskólakennari ann
ast með prýði, og er allur frá-
gangur frá útgefandans hendi
hinn bezti. Fjöldi mynda, er gefa
glögga hugmynd um þau íburð-
armiklu þægindi, er Titanic bjó
farþegum sínum, prýða bókina.
Ármann Kr. Einarsson: UNDRA-
FLUGVÉLIN. Saga handa börn-
um og unglingum. Akureyri 1956.
Þessi nýja barnasaga Ármanns
Einarssonar er framhald af fyrri
sögum hans.
Árni í Hraunkoti hefur eignazt
caforiagi Odds
isonar
nýja flugvél, sem gamli, enski
flugstjórinn hefur sent honum.
Hún er geymd ósamansett í kassa
úti í skemmu í Hraunkoti, meðan
Árni fer til Reykjavíkur til að
fullkomna sig í fluglistinni. Af
því að þetta er þyrilvængja, þarf
hann að taka sérstaka tíma í
meðferð slíkra flugvéla hjá ensk-
um flugmanni í Reykjavík. Allt
gengur þetta eins og í sögu.
í Reykjavík kynnist Árni ungl-
ingspilti, sem kallaður er Olli of-
viti, en hann er flugvélavirki af
guðs náð. Hann fer með Árna
austur í jólafríinu, og byrja þeir
þar á því að setja saman flugvél-
ina, auk þess sem þeir lenda í
ýmsum ævintýrum. Eftir að Árni
hefur tekið flugpróf um vorið, er
unnið ósleitilega að því að búa
þyrilvængjuna til flugs, og ekki
líður á löngu áður en þessi
undraflugvél kemst á loft. Þá
þurfa nú margir að bregða sér
með Árna og ýmisleg' ævintýr
gerast. Meðal annars flýgur Árni
inn yfir jökulinn og finnur þar
nokkra jöklafara í nauðum
stadda. Hann færir þeim vistir og
varahluti.
Sagan er, eins og fyrri bækur
höfundarins, ævintýraleg, og er
án efa skemmtileg fyrir börn og
unglinga á þessari öld flugtækn-
innar. Hún er skrifuð á lipru og
hreinu máli.
Benjamín Kristjánsson.
Okunn afrek
Ævar R. Kvaran tók sam-
an. Bókaútgáfan Norðri.
Ævar R. Kvaran er kunnur
orðinn af útvarpsþáttum sínum,
innlendum og erlendum, er hann
hefur þýtt og endursagt.
í fyrra kom bokin hans, íslenzk
örlög, út og var vel tekið, svo
sem vænta mátti. Hin nýja bók,
Okunnun afrek, er 18 frásagnir,
flestar fjalla þær um afrek á ein-
hvern hátt, sem áður hefur lítt
verið á lofti haldið. Þá eru enn-
fremur dulrænar frásagnir og
fyrirburðir, sem torskírðar eru,
en ærið umhugsunarefni. — Stíll
bókarinnar er mjög geðþekkur og
sums staðar snjall, og er bókin
skemmtileg og víða beinlínis
spennandi aflestrar.
Morgunii
Tímarit um andleg mál. Ritstjóri
Jón Auðuns.
Annað hefti, júlí—des. 1956, er
komið til kaupenda. Hefst það á
ritstjórnargreininni: Úr ýmsum
áttum, Kii'kjurnar og sálarrann-
sóknir, þýtt, Úr.sálrænni reynslu
minni, eftir frú Jean Thompson,
Þjáningar saklausra, eftir rit-
stjórann, J. W. Edmond hæsta-
réttardómari, eftir ritstj., Um
miðilsstarfsemi, eftir Sn. J.,
Kenningar andanna, eftir W. St.
Moses, Dáleiðsla — endurholdg-
un o. m. fl. er í hefti þessu.
Sálarrannsóknarfélag íslands
gefur Morgun út.
Áskriflarsími TÍMANS á
Akureyri er 1166