Dagur - 06.03.1957, Síða 4

Dagur - 06.03.1957, Síða 4
4 D A G U R Miðvikudaginu 6. marz 1957 DAGUR Ritstjóri: ERLINGUR DAVÍÐSSON Afgreiðsla, auglýsingar, innheimta: Þorkell Björnsson. Skrifstofa í Hafnarstræti 90. — Sími 1166. Árgangurinn kostar kr. 75.00. Blaðið kemur út á miðvikudögum. Galddagi er 1. júlí. Prentverk Odds Björnssonar h.f; Settir skör lægra ÞEGAR N ÁTTÚRUH AMF ARIR loka land- leiðum, brjóta og slíta síma og raflagnir og við er- um sviftir nútíma þægindum um stundarsakir, er sem okkur sé kippt inn í fortíðina, inn í myrkrið, kuldann og einangrunina, sem herjað hefur land okkar á öllum öldum íslandsbýggðör; Hinir tæknilegu hlutir, sem veita okkur mestu Íífsþæg- indi nútímans, lúta í lægra haldi og samgöngu- kerfið, sem er lífæð héraðsins, lokast. Daglegu lífi og framleiðslu er hér svo háttað, að samgöngustöðvun, jafnvel um stuttan tíma, veldur fljótlega neyðarástandi. UM ÞESSI MÁL, og þó sérstaklega vetrarsam- göngurnar, var nýlega rætt á fjölmennum fundi bænda úr héraðinu. Það kom glögglega fram, að norð'enzkir bændur sitja við annað og lakara borð en stéttarbræður þeirra á Suðurlandi, hvað að- stoð ríkisvalasins í samgöngumálum snertir. Eru þessi mál gerð að umtalsefni nú, vegna þess að samanburðurinn er auðveldur á Suður- og Norð- urlandi, þar sem móðir náttúra hefur skipt snjón- um af óvenjumiklum jöfnuði milli þessara lands- hluta. Ríkisvaldið hefur aftur á móti haft annan hátt á, og^kal nú sýnt fram á það með nokkrum rökum í Eyjafjarðarsýslu annast ríkið snjómokstur á tvehn vegarköflum. Liggur annar þeirra frá vegamótunum norðan Brunnár við Akureyri og austur yfir flatlendið að Kaupangi. Hinn liggur frá Akureyri að Þórustaðagili norðan í Moldhaugahálsi. Mun þetta vera um 12—15 kin. leið samtals, lauslega ágizkað. Auk þessa sér hið opinbera um veginn Akureyri—■ Reykjavík og kemur þar Eyfirðingum til góða, vcgurinn fram Öxnadal. Þetta er þó að- eins ávinningur þegar suðurleiðln cr opin til umferðar. Því að þcgar heiðarnar lokast á vetrum, er Öxnadalsvegur ekki á sérstöku áhugasvæði vegamálastjórnar. > Aðalvegir um héraðið, sem mest kapp er lagt á að halda akfærum, eru hreinsaðir. á kostnað við- komandi hreppa að hálfu og að hálfu af því opin- bera og hefur svo verið um langt skeið. En bregðum okkur nú til Suðurlandsins. — Þar kostar ríkið algerlega allan snjómokstur á leiðinni Reykjavík—Vík í Mýrdal. Á þeirri lcið einnig veginn til Eyrarbakka, og í öðru lagi frá Selfossi um Grímsnes til Laugarvatns. Ennfremur vcginn frá Reykjavík til Akraness. Ættu þessi dæmi að vcra allglögg til saman- burðar. Við þann samanburð, sem hér er gerður, bætist svo það, að á hinum örskömmu leiðum hér nyrðra, sem ríkið telur sér skylt að halda opnum, án að- stoðar, er Akureyrarflugvöllur. En litlu sunnar í Eyjaíirði eru tyær opinberar stofnanir: Kristnes- hæli að vestan og Húsmæðraskólinn að austan. Njóta þær stofnanir engrar ofrausnar af ríkis- valdinu, hvað snertir þetta mál og væru báðar innilokaðar í snjóatíð, ef hrepparnir hlypu þar ekki undir bagga. ÞAÐ ÆTTI AÐ VERA skýlaus krafa Eyfirðinga og Þingeyinga, að ríkið tæki á sína arma hreins- un veganna framan við Akureyri, þá er tengja nefndar stofnanir við Akureyri. Ennfremur að ríkið tæki á sína arma sams konar fyrirgreiðslu á vegunum frá Akureyri til Dal- víkur, vestan fjarðarins og veginn til Grenivíkur, austan fjarðarins. Að vestan eru mörg þorp, vax- andi útgerð og verzlun. Má þar fyrst nefna Dalvík og Hrísey, með áætlunarferðir á Litla Ár- skógssand, Hauganes og Hjalt- eyri. — Austan fjarðarins er Svalbarðseyri með verzlun og útgerð og Svalbarðsströnd. Þennan þátt vegamálanna þarf að taka til endurskoðunar þegar í stað og fylgja jafnréttiskröfum þessum fast eftir. Ef Eyfirðingar gera það ekki sjálfir, þá verður það ógert. Gamanleikur Leikfélags M. A. Leikfélag M .A. frumsýndi sl. laugardagskvöld gamanleikinn Enarus Montanus, en það er staðfærð þýðing Lárusar Sigur- björnssonar á hinu kunna og vin- sæla leikrit Holbergs Erasmus Montanus. Holberg hefur oft verið nefnd- ur faðir danskra bókmennta. Einhver sagði, að hann hefði komið til Kaupmannahafnar frá Bergen og hitt dönsku þjóðina bókalausa, sezt niður og skrifað handa henni heilt bókasafn. — Hann hóf danska tungu til vegs og virðingar. Um 1700 er sagt að varla hafi danskt orð heyrzt í húsum betri borgara í Höfn. — Menntaður Dani skrifaði bréf sín á latínu talaði frönsku við döm- urnar, ávarpaði hundana á þýzku og greip ekki til móðurmálsins, nema þegar hann skammaði vinnufólkið. Holberg gerbreytti þessu með snilligáfu sinni. Hann hlóð hillur samborgara sinna með bókum um sagnfræði, lög- fræði, stjórnmál, vísindi, mál- fræði og heimspeki, allt ritað á snjallri dönsku. Hann orti fjölda kvæða á tungu, sem lítt hafði verið reynd til annarra Ijóða en sálma og danskvæða. Og síðast en ekki sízt, skóp hann hið danska leikhús, er síðan hefur dafnað og þroskazt, „ej blot til lyst“, leikhús, sem ætíð síðan hefur verið í fylkingarbrjósti í framsókn danskrar menntar og menningar. Líklega hefur enginn Dani verið þjóð sinni annar eins aflvaki og aflgjafi og þessi Norð- maður, Ludvig Holberg. Erasmus eða Enarus Montanus er eitt af frægustu skopleikritum Holbergs og mjög leikið enn í dag, bæði í heimalandi sínu og annars staðar. Það fjallar um hið eilífa vandamál, eðli og gildi sannrar menntunar. Ef okkur finnst, að latínurausið í leiknum sé okkur fjarlægt og óviðkom- andi, skulum við minnast þess, að latínan var „enska“ Holbergs- tímanna. Svona „snobbar“ eins og Einar á Brekku hafa alltaf verið til, eru til, og verða ef til vill alltaf til. Það er jafn-nauð- synlegt nú og fyrir 200 árum að stinga úr þeim loftið með broddi skopsins, og fáir hafa átt það vopn hvassara eða beitt því fim- legar en Holberg. Hvort sem Einar fer með rétt mál eða rangt, skiptir sannleikurinn hann í' raun inni engu, bara ef hann getur orðið ofan á og hlotið viðurkenn- ingu og notið þess álits, að hann sé „lærður maður“. Hver hefur ekki kynnt einhverju svipuðu í samtíð sinni? Sýning Menntaskólans tókst yfirleitt vel. Leikstjóri er hin kunna leikkona okkar Björg Baldvinsdóttir. Eg hygg, að þetta sé frumraun hennar í leikstjórn, og má hún henni vel una. Stöð- urnar voru yfirleitt góðar, og vafasamt að aðrir reyndari hefðu náð meiri árangri eftir stuttan æfingartíma með óvönu fólki. — Vandvirkni leikstjórans leyndi sér ekki, bæði í heildarsvip sýn- ingarinnar og rækt við smáatriði hennar. Ef til vill hefði unga fólkið þó mátt ærslast svolítið meira. Margir leikaranna fara vel með hlutverk sín og enginn illa. — *Hörður Einarsson leikur Einar á Brekku. Hann er myndarlegur, já, næstum fallegur á sviðinu. Málrómur hans er ágætur og framsögnin góð. Það er talsverður vandi að leika þennan kímnis- snauða „snobb" („snobbar“ eru ætíð sneyddir allri kímnigáfu) svo að skemmtilegt sé, en Hörður kemst vel frá því. Foreldra Ein- ars leika þau Björn Olafsson og Anna Katrín Emilsdóttir. Björn er talsverður leikari, þótt ungl- ingurinn skíni dálítið gegnum gervið. Nilla er skemmtileg og sönn. Drésa fógeta leikur Tryggvi Gíslason. Framsögn hans mætti stundum vera skýrari, en fjör hans og þróttur, leikgleði hans og blæbrigðaauðgi lyfta sýningunni allri. Hann er holbergastur allra leikaranna. Jón Sio urðsson leikur O djáknann, að vísu nokkuð öðru- vísi en eg hefði hugsað mér hann, en látbragð og framsögn var víða gott. Þegar Gunnar Sólnes kom fyrst inn í gervi Jakobs, bróður Einars, fannst mér hann lélegur og klaufalegur. En þetta var mis- skilningur. Þessi sveitadrengur, fulltrúi heilbrigðrar hversdags- skynsemi, var Avo sannur hjá Gunnari, að eg veit ekki hvort mér þótti nokkur hinna leikar- anna gera betur en hann. Oflangt mál yrði að telja upp fleiri hlutverkanna en öllum eru þeim gerð hin sæmilegustu skil, þegar tekið er tillit til þess að hinir ungu leikarar fgra nú á fjalirnar í fyrsta skipti. Leiktjöldin hefur Kristinn Jó- hannsson málari, gert. Þau eru í einu orði sagt ágæt. Það var reglulega óblandin ánægja að sjá dirfsku, smekk og kunnáttu Kristins. Það er full ástæða til þess að óska honum og Akureyr- ingum sérstaklega til hamingju með þetta atriði sýningarinnar. Við þökkum svo Menntaskól- anum fyrir góða skemmtun og vonum, að sem flestir Akureyr- ingar veiti sér þá ánægju að sjá Enarus Mohtanus, þótt sýningar geti víst ekki orðið nema fáar vegna , áfmælissýningar Leikfé- lags Akureyrar, sem nú mun í undirbúningi. Leikhúsgestur. BRÉF TIL KENNARA Stefán Jónsson námsstjóri hefur góðfúslega tekið saman ýmis atriði um skólamál til birtingar hér í blaðinu, auk þess sem námsstjórinn hefur sent barnakennurum í umdæmi sínu þessar athuganir. Birtist hér fyrsti hlutinn. „Á kennarafundum í haust og í viðtölum við kennara hef eg rætt ýmis atriði, er snerta dagleg störf í barnaskólunum. — Eg vil í bréfi þessu rifja upp sumt af því, sem eg hef áður sagt, og bæta við ýmsu sern eg helzt vildi vekja athygli á. — Bréf þetta getur svo verið eins og minnisblað til athug- unar er fundum ber saman, þegar eg heimsæki skólana. Fyrst vil eg ræða um kennsluaðferðir í eftirtöld- um námsgreinum: I. LESTRARNÁMIÐ. Þótt öll börn landsins séu skólaskyld 7 ára, sam- kvæmt gildandi skólalöggjöf, hafa þó mörg skóla- hverfi strjábýlisins fengið undanþágu frá skóla- skyldu þar til börnin eru 9 og 10 ára að aldri. Það, sem eg segi í þessu bréfi um lestur og lestr- arkennslu, miðast því fyrst og fremst við börn á aldrinum 9 til 13 ára. — Þar sem vorskólar, 7 til 9 ára barna, starfa í kauptúnum og kaupstöðum, mun eg ræða sérstaklega við kennara í þeim skólum um kennslu barna á því aldursskeiði. Þótt svo sé til ætlast, að öll börn, sem byrja skólanám 9 til 10 ára, séu nokkurn veginn lesandi, þá vill oft verða misbrestur á því. — Verður því að eyða miklum tíma í venjulegar lesæfingar. — Velt- ur á miklu að nokkur fjölbreytni sé í slíkum lesæf- íngum, annars er hætt við, að þær verði þreytandi. Eg vil hér nefna nokkrar aðferðir, sem margir kennarar nota til að auka fjölbreytni. a) Hvert barn er látið lesa upphátt dálitla grein, hálfa blaðsíðu eða meir. Öll börnin í kennslustund hafa sömu bók og taka við hvert af öðru. Er þetta sú aðferðin, sem mest er notuð. b) Hvert barn les aðeins eina málsgrein — milli punkta — og börnin taka við hvert af öðru í vissri röð án þess að kennarinn nefni nafn barnsins í nvert skipti — Öll börnin hafa sömu bók. — Þegar þessi aðferð er notuð, vcrða öll börnin að fylgja lín- um með athygli og er það mikill kostur. c) Börnin lesa öll upphátt í einu — kórlesa. — Líka má láta 4 börn kórlesa í einu og skiptast þá flokkarnir á. — Lesa skal með hæfilegum hraða og í þægilegri tóntegund. c) Hvert barn, sem les, gengur upp að kennara- borðinu og snýr sér að börnunum og les stutta sögu eða kvæði Hæfilegt er að 4 til 5 börn lesi í einni kennslustund. Börnin geta sjálf valið sér lestrar- efni, eða kennarinn bent þeim á hentugar sögur eða kvæði. Undir þetta skulu börnin æfa sig vel heima. e) Lesið í hljóði. Börnin sitja hvert með sína bók og lesa í hljóði. Þá þurfa ekki öll að hafa sömu bók. 1 lesstofunni á að vera alger kyrrð. Ekki má lesa í hálfum hljóðum. í sambandi við hljóðlestur má hafa ýmsar æfing- ar, t. d. láta leita að vissu orði, greina frá efni þess, sem lesið er o. fl. Þessar aðferðir, sem hér eru nefndar, eru miðað- sr við það, að börnin fleyti sér sæmilega í lestri. Ef eitthvert barn í hópnum er svo stirðlæst, að það getur ekki fylgt hinum börnunum í slíkum æfing- um, er lítil von, að það taki framförum í skólan- um, nema með aukavinnu kennarans. Gott er að tala einslega við barnið og skýra fyrir því, að lest- urinn sé undirstaða alls bóknáms, og stirðlæs nem- andi sé eir.s og verkfæralaus starfsmaður. Líka þarf að skýra það fyrir barninu, að vel geti það haft sæmilegar námsgáfur, þótt því gangi seint að læra að lesa. Geta má þess, að rannsókn á þúsundum barna sýni það að um 200 börn af hverjum 100 hafi lakari leshæfileika en gáfur sýna. — Það eykur kjarkinn að vita það, að þetta sé ekkert einsdæmi. Ef kennaranum tekst að vekja áhuga og vilja öarnsins er mikið unnið. — Með venjulegum lesæf- ingum eða auk þeirra ,er gott að setja barninu fyrir örstutta, létta sögu eða auðvelt kvæði og hvetja það til að æfa þetta vel og lesa svo upp í skólanum. Það gerir ekkert til þótt barnið hálflæri söguna eða (Framhald á 7. síðu.)

x

Dagur

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.