Dagur - 06.04.1957, Blaðsíða 5
Laugardaginn 6. apríl 1957
D AGUR
5
Ræf! við þingeyskðn bónda um húskap
og skélamál í sveiium
Þrátt fyrir fólksfæð er tími til að sinna fleiri
hugðarefimm en áður, segir Haukur í Garðshorni
Blaðið-hitti nýlega að máli einn af eldri og merkari bænd-
um Ljósavatnshrepps, Hauk Ingjaldsson, Garðshorni í Köldu-
kinn og spurði frétta úr byggðarlaginu.
Ilversu hefur samgöngum verið
liáttað hjá ykkur að undanförnu
Bílfært er nú frá Húsavík fram
í Kinn og fram í dalina, en snjór
er töluvert mikill ennþá þrátt
fyrif þann hlákublota, sem nú er
(30. f. m.). Tvær til þrjár vikur
lokuðust leiðii' algerlega, og var
þá gripið til snjóbílanna þriggja,
sém til eru austur frá.
Hvernig reynast snjóbílarnir til
vetrarflutninga?
Þeir bæta töluvert úr brýnustu
nauðsynjum, segir Haukur. Auð-
vitað önnuðu þeir ekki nema
hluta af flutningaþörfinni. En
brýnustu lífsnauðsynjar fluttu
þeir til okkar fram í sveitirnar
þennan tíma og á markaðinn
töluvert af mjólk og þó sérstak-
lega rjóma. Ennfremur póst og
farþega. Nýjasti snjóbíllinn er
kanadiskur og reynist bezt. Hann
er þó fyrst og fremst dráttartæki
og fylgja honum 3 sleðar, sem
auðvelda þungaflutningana.
En nú var sveigt að öðru efni,
þar sem vitað er að Haukur bóndi
í Garðshorni er greindur maður
og glöggskyggn og hefur marg-
þætta reynslu að baki, sem
sveitarnaður og bóndi.
Hvernig finnst þér að búa um
þessar mundir?
Öll aðstaða til búskapar hefur
stói'lega batnað frá því sem áður
var og er reyndar leikur einn á
mörgum sviðum, sem áður var
ofraun nema vöskustu mönnum.
Mest hefur aðstaðan breytzt til
ræktunar og heyöflunar, en hvort
tveggja er undirstaða búskapai'-
ins. Draumurinn um að stækka
ræktunarlöndin hefur márgfald-
lega rætzt með tilkomu véla og
meiri þekkingar á ræktunarmál-
um almennt og einnig með notk-
un tilbúins áburðar.
Hvernig er fjárliagurinn?
Um fjárhaginn er það að segja,
að hann er mjög víða alveg sæmi-
legur, og þrátt fyrir skuldirnar,
sem fæstir bændur komast hjá að
kynnast, liggja þær þó léttara á
en áður. Möguleikarnir eru svo
margir til að mæta þeim erfið-
leikum. Og um búskapinn sjálfan,
hin daglegu störf, má fullyrða að
er leikur einn, og er þá einnig
miðað við reynslu eldri manns á
því sviði. Nú er heyskapartíminn,
sem áður var mesti annatími érs-
ins, mörgum léttastur. Við erum
hætir að standa úti við vinnu í
illviðrum, hættir að binda bagga
og láta til klakks, hættir að mestu
að snúa flekk með hrífu og saxa
og ber aföng, og við erum á góðri
leið að hætta að bera upp hey úti.
Börn og unglingar vinna margra
manna störf með vélunum einum
og létta erfiðustu störfunum af
höndum þeirra fullorðnu. Þrátt
fyrir fólksfæð hafa menn meiri
tíma til að sinna öðrum hugðar-
efnum en áður var hægt að veita
sér og njóta betur þess bezta, sem
sveitirnar hafa að bjóða þeim er
þar dvelja, segir Haukur.
Haukur ingjaldsson
í Garðshorni.
Það er óneitanlega ánægjulegt
að heyra þetta álit bóndans úr
Köldukinn. Maður sá hefur þó
unnið hörðum höndum allt til
þessa, en einnig séð góðan árang-
ur starfa sinna í jörð sinni, húsa-
kosti og fjárhagslegri afkomu. —
Haukur hefur um margt verið í
fararbroddi í verkmenningu.
Meðal annars fann hann upp
heyskúííuna á sláttuvélar, sem
notaðar voru um 20 ára skeið, og
einnig hagkvæmar aðferðir við
heimflutning heys.
Hvað viltu segja mér um
skólana og unga fólkið?
Haukur hugsar sig um og segir
síðan: Mér er næst skapi að
ákæra skólana okkar. Þeir taka
við börnum og unglingum og ala
þau upp að miklu leyti, of miklu
leyti. Þar lærir unga fólkið mörg
fræði, mismunandi gagnleg, en
það lærir ekki að vinna og nám-
ið miðast ekki, að mér finnst, við
þarfir þjóðarinnar og er ekki í
tengslum við atvinnuvegina. —
Fimmti hver íslendingur er nú í
skóla og finnst mér það heldur
mikið. Margþætt sérmenntun er
og nauðsynleg og vísindaleg
þekking. En fyrirbyggja þyrfti að
þeir menntamenn, sem ríkið hef-
ur kostað ærnu fé til, fari af landi
burt í atvinnuleit og séu þjóðinni
,tapaður sauður og týndur pen-
ingur.
Þeir sem vinna að staðaldri á
unga aldri telja vinnuna sjálf-
sagða og skilja að hún er nauð-
synleg. Hins vegar finnst mér
áberandi að margt skólafólk
vei'ður fráhverft hversdagslegum
störfum og telur þau illa nauðsyn
eða jafnvel böl.
Að ýmsu leyti eru námskeið
mjög áhrifarík. Þau slíta fólkið
ekki úr tengslum við heimili sín
eða umhverfi og þar nær hinn
mikli vágestur, námsleiðinn,
engri fófestu.
Til dæmis get eg nefnt það, að
eg var eina viku á búnaðarnám-
skeiði þegar eg var 23 ára. Það
var árið 1915. Kennai'i var hinn
ágæti fræðimaður Jakob Líndal
og fyrirlesarai" ýmsir þekktir
bændur sýslunnar. Að þessari
einu skólaviku við búfræðinám
bý eg enn, enda eina búfræðin
sem ég hef lært, þegar skóli
reynslunnar er frá derginn.11
Hvernig búið þið að æskunni í
skólamálum ykkar?
„Við erum enn í gamal tímanum
og höfum farskóla .Það þykir víst
ekki mikið til þess koma, en hef-
ur þó sína kosti. Heimavistar-
skólarnir hafa þann ókost að þeii'
fjarlægja börnin frá heimilunum
og stöðug skólaganga allan vet-
urinn sýnir minni árangur en
^vænta mætti. Þegar börnum er
jkennt stutta tíma í einu, t. d.
. mánaðartíma, hafa þau yridi af
|því og leggja sig vel fram við
námið, ef þau á annað borð geta
(eitthvað lært. Samt er það svo, að
þau telja dagana þegar komið er
á fjórðu vikuna, rétt eins og fyrir
jólin, en hlakka svo aftui' til þeg-
ar röðin kemur að þeim á nýjan
leik. Farkennslufyrirkomulagið
er ekki skemmtilegt fyrir kenn-
ara. En þeirra starf á að miðast
við böfnin.
En ekki er að neita því, að nú
er hugsunarhátturinn orðinn
breyttur á heimilunum. Hús-
mæður vilja ógjarna leggja á sig
mikið erfiði fyrir skólahald og
stofurnar eru að verða of fínar til
skólahaldsins, þótt húsrými
nægilegt.“
Dregur þú árangur skólakerfis
okkar í efa?
„Móðir Stephans G. Stephans-
sonar skálds var þá mest raun að
fátækt sinni, þegar sonur hennar
horfði grátandi á eftir ungum
námsmönnum á leið í skóla. Þessi
móðir er enn í dag samnefnari
mæðranna. En hafa ber þá
einnig í huga orð skáldsins sjálfs
í endurmiriningum þess.Þarharm
ad Stephan ekki, að leið hans lá
annan veg til þroska. En sem eins
konar niðurstöðu mætti segja
fáum orðum, að með virðingu
fyrir skólamenntun, æðri sem
lægri, verður að krefjast þess, að
í skólunum sé heiðarleiki og
háttvísi hinn sterki þáttur þess
hluta uppeldisins, sem skólarnir
eru búnir að taka í sínar hendur
Ennfremur að nám og starf
skólanum sé fyrst og fremst mið-
að við þjóðarnauðsyn á hverjum
tíma og þess vandlegar gætt
framtíðinni, en til þessa, að fólkið
slitni ekki úr tengslum við
aðalatvinnuvegi þjóðarinnar,“seg
ir Haukur Ingjaldsson að lokum,
Um leið og blaðið þakkar við-
talið, vill það af heilum hug taka
undir þau orð bóndans, að hinar
fornu dygðir, heiðarleiki og hátt-
vísi, verði ekki þynntar meira út
en orðið er hjá uppalendum þjóð-
arinnar.
E. D.
Þessi iiunclur íieitir Bosi og ei skagtirzkur. llann er ættlaðirinn á
liundakynbótabúi vestur í Kaliforníu, þar sem verið er að hrein-
rækta íslenzka hunda. Bósi er orðinn 11 ára, en ber engin merki
ellinnar. Nýlega voru þó dregnar úr honum 3 tennur, sem voru
lítilsháttar skemmdar.
ísl. fjárhundar nema nýtf land
Merkileg saga um erlendan áhugamaen
Vestur á Kyrrahafsströnd
Bandaríkjanna geltir hraðvax-
andi hópur sviphýrra fjárhunda
á íslenzku. Sennilega er þar
forsöngvari Bósi frá Höskulds-
stöðum eða þá Vaskur frá Þor-
valdsstöðum, og eru báðir tald-
ir af hreinu, bláu blóði, þ. e.
a. s. hundablóði. Og það mun
einnig Konni frá Lindarbakka.
Og ekki eru þau óefnileg systkin-
in Glói og Grýla, fyrstu banda-
rísku borgararnir í þessum fall-
ega hóp, misserisgömul rétt fyrir
jólin. Bera þau hreinan ættsvip
foreldra sinna, Bósa og Brönu frá
Hvanná. Hafa þau sennilega þeg-
ar tekið undir — á móðurmálinu.
Því að ekki er enn töluð enska á
Jökuldal. — Og ekki heldur í
Hlíðinni, geltir Auli frá Sleð-
brjót í Jökulsárhlíð.
iuf Tsrnmsi! :]isii
Hundahælið að Wensum.
I Nicasíó í Californinu býr
maður, Mark Watson að nafni.
Þar elur hann nú upp íslenzka
hunda á hundahæli sínu, Wens-
um Kennels. Er hann áhugamað
ur hinn mesti og feikna fjölfróð-
ur a. m. k. um allt, sem að hund
um lýtur.
Mark Watson var hér á ferð
sumurin 1955 og 56, fór víða um
land og leitaði uppi hreinkynjaða
(kynhreina) ísl. hunda. Keypti
hann þá 8 hunda alls, fernar sam-
stæður. Var hann vandur að vali
og fór að öllu gætilega. Flesta
kynhreina hunda fann hann íi
Breiðdal eystra, og keypti hann
þar 4 hunda, og einn í Fossárdal
í Berufirði. Síðan 1 á Jökuldal, 1
í Jökulsárhlíð og 1 í Blönduhlíð
í Skagafirði.
Nú hafa þrennar hvolpamæður
aukið kyn sitt vestra, og voru
yngstu hvolparnir 4 vikna rétt
fyrir jólin.
Stórmerkileg bók.
Frá öllu þessu er sagt í óvenju
vandaðri bók og fallegri, sem mr.
Watson gaf út rétt fyrir jólin. Er
þetta að nokkru leyti saga ísl. -
liundsins frá 874—1956.
Aðaltitill bókar þessarar er:
ÍSLANDS-HUNDUR 874—1856.
Rannsókn á íslands hundimim
(sem einnig er nefndur íslenzki
fjárhundurinn). — Eru margar
ágætar myndir í bókinni, landa-
bréf og riss-teikningar o. fl. Bók-
in er í stóru broti, prentuð á
þykkan myndapappír, um 5 arkir
að stærð, og frágangur allur
prýðilegur og vandaður.
Höfundur rekur heimildir um
ísl. hundinn í réttri tímaröð frá
landnámi íslands til vorra daga.
Eru heimildir sóttar víða að um
margar aldir og á ýmsum þjóð-
tungum. Tilfærir höf. ummæli
margra merkra manna, og sum
allrækilega. Er hér um geysi-
mikinn fróðleik að ræða, og er
sumt áf því allnýstárlegt, jafnvel
fyrir okkur íslendinga, sem ann-
ars ættum að vera „söguhetjun-
um“ vel kunnugir. — En sann-
leikurinn er sá, að við höfum
vanrækt hunda vora og vanmetið,
svo að nu virðast bæði fjármenn
og fjárhundar vera að hverfa úr
sögunni — jafnvel sögu sveit-
anna.
Enn er þó von um, að hreinu
ísl. hundakyni verði borgið með
hunda-eldis-stöðinni í Wensum,
þar sem Mark Watson kostar
kapps um að stöðla ísl. hunda-
kynið — með ærnum kostnaði.
Eiga íslendingar þar hauk í horni,
éf í nauðir rekur. — En helzt ætti
að reynast leiðin löng — út í það
hornið!
Helgi Valtýsson.
Þann 27. sept. til 6. okt. þ. á.
verður haldin mikil fiskveiðasýn-
ing í Forum í Kaupmannahöfn.
Til þessa hafa 13 þjóðir tilkynnt
þátttöku, þar á meðal Japanir. —
Verða þar sýnd skipalíkön, vélar,
veiðarfæri, fiskiðnaðarframleiðsla
alls konar o. s. frv. — Verðum.
við íslendingar með?