Dagur - 06.04.1957, Side 1
Fylgist með því, sem gerist
hér í kringum okkur.
Kaupið Dag. — Sími 1166.
Dagur
DAGUR
kemur næst út miðvikií-
daginn 10. apríl.
XXXX. árg.
Akureyri, laugardaginn 6. apríl 1957
15. tbl.
Stórar og hraðskreiðar tiugvélar
í stað þeirra gömlu
r
Flugfélag íslaods endurnýjar flugvélar sínar
Viscount-flugvélar 4 Vi klst. til Kaupm.hafnar
Viscount-flugvélar 4>/2 klst. til
Ka upm ann ah afn ar.
Flugfélag íslands hefur fest
kaup á tveimur nýjum millilanda
flugvélum af Vickers Viscount-
gerð. Flugvélar þessar eru fram-
leiddar af hinum víðkunnu Vick-
ers-Armstrong flugvélaverksmiðj
um í Bretlandi. Kaupverð flug-
vélanna, ásamt miklu magni
varahluta, er um 45 milljónir ís-
Jenzkra króna. Orn O. Johnson,
framkvæmdastjóri Flugfélags ís-
lands, sem nýlega hefur gengið
frá kaupsamningum, veitti flug-
vélunum móttöku í Lundúnum
þann 19. þ. m. Verða þar máluð á
þær einkenni Flugféiags íslands
cg þær útbúnar fullkomnustu
leiðsögutækjum. Allmargir starfs
menn félagsins eru farnir eða á
förum til þjálfunar í Bretlandi, og
búa sig þar undir að taka við
stjórn og viðhaldi hinna nýju
ílugvéla. Er hér um að ræða
flugmenn flugvirkja og flugleið-
sögumenn. Mun námskeið flug-
manna taka 8—9 vikur, en þjálf-
un flugvirkja nokkru lengri tími.
Flugfélag íslands ráðgerir að
taka aðra nýju flugvélina í notk-
un í maíbyrjun og hina í júní.
Viðurkenndar flugvélar.
Vickers Viscount-flugvélarnar
eru þegar viðurkenndar um heim
allan sem einhverjar traustustu
hraðfleygustu og þægilegustu
flugvélar, sem í dag eru notaðar
til farþegaflutninga. Hafa vin-
sældir þeirra aukizt jafnt og' þétt,
siðan þær hófu reglubundið far-
þegaflug í apríl 1953.
Vickers-Armstrong flugvéla-
verksmiðjurnar hafa nú selt yfir
350 Viscountvélar til meira en 30
flugfélaga í öllum heimsálfum, en
meðal kaupenda eru mörg heims-
kunn flugfélög.
523 km. á klukkustund.
Viscount-flugvélarnar, sem
Flugfélag íslands hefur nú fest
kaup á, eru af svonefndri 759
gerð. Þær eru knúðar fjórum
Roll-Royce skrúfuhverfilshreyfl-
um (gastúrbínuhreyflum), og
hefur hver þeirra 1780 hestöfl.
Hreyflar þessir soga inn loft,
þjappa því saman, blanda saman
við það steinolíu og brenna þeir
síðan þessari blöndu. Meðalhraði
Viscount-flugvélanna er 523 km.
á klst., og munu þær því geta
flogið milli Reykjavíkur og
Lundúna á 4 klst. og milli
Reykjavíkur og Kaupmannahafn-
ar á 4% klst.
Sæti fyrir 48 farþega.
Hinar nýju millilandaflugvélar
Flugfélags íslands hafa sæti fyrir
48 farþega. Farþegarýmið er rúm
gott og hið vistlegasta. Það er
með loftþrýstiútbúnaði (pressu-
rized), þannig að sami loftþrýst-
ingur helzt um borð í flugvélinni,
þótt flogið sé t. d. í 25.000 feta
hæð, og er í 5000 fetum yfir sjáv-
avmáli. Er þetta mikill kostur,
þar sem hægt er að fljúga ofar
óveðursskýjum án þess að far-
þegar finni hið minnsta fyrir því.
Farþegaklefinn er vel einangrað-
ur og verða farþegar því lítið
varir við hávaðann í hreyflunum.
Titringur í vélum þessum er nær
enginn.
Viscount-flugvélarnar vega
rösklega 28 Vz smálest fullhlaðnar.
Vænghafið er 28,65 m. og lengdin
24,7 m.
(Framhald á 7. síðu.)
Þessi niynd er frá sl. suniri og minnir okkur á kærkkomna sumargcstinn, síldina. — (Ljósm.: E. D.).
Síðasla íslenzka saltsíldin flutt úr landi
eHeildarsöltun Norðurlandssíldar var 264.533 tn.
Skákþing íslendinga
verður háð hér á Akureyri um
páskana, og hefst það á Pálnaa-
sunnudag, 14. apríl, en það hefur
ekki verið haldið hér um 20 ára
skeið. Þegar er vitað, að meðal
þátttakenda í Skákþinginu verða
Friðrik Ólafsson og Eggert
Gilfer.
Flugþernur vinna mikilvæg landkynningarstörf
Þessa dagana stendur yfir fjög-
urra vikna námskeið, sem Loft-
leiðir halda fyrir væntanlegar
flugþernur. Félagið mun hefja
daglegar flugferðir milli Ameríku
og Bretlands og meginlands
Norður-Evrópu með viðkomu á
íslandi frá miðjum maímánuði,
en fyrir þann tíma verður að
auka starfslið, einkum áhafnir
flugvélanna, og er gert ráð fyrir
að í sumar þurfi 32 stúlkur að
vinna að flugþernustörfum á veg-
um félagsins, en þess vegna þarf
nú að ráða 14—15 til viðbótar
þeim, sem fyrir eru.
Loftleiðum bárust rúmlega 80
umsóknir um hinar nýju flug-
þernustöður, og voru úr þeim
hópi valdar 23 stúlkur, sem talið
var að einkum gætu komið til
greina, og byi juðu þær á nám-
skeiðinu 11. f. m.
Kennt er m. a. eftirgreint:
Framreiðsla, veitingar í flugvélum
og undirbúningur hennar, hjálp í
viðlögum, gerð margvíslegra
skipsskjala, er einkum varða toll-
gæzlu, útlendingaeftix-lit o. fl., al-
menn faiþegaafgreiðsla og fyrir-
gi’eiðsla um borð í flugvélum og
á viðkomustöðum, fegrun og
snyi-ting, kynningai-störf nauð-
synlegustu öryggisráðstafanir,
helztu flugreglur, nokkur undir-
stöðuati-iði í veðui’fræði og flug-
eðlisfræði. Þá verða stúlkui-nar
einnig að kynna sér vandlega
handbók, er hefur að geyma
helztu staifsreglur félagsins, eink
um þær, er varða flugið sjálft.
Kennslu annast nokkrir fastir
starfsmenn Loftleiða, en auk
þeirra dr. med. Óli Hjaltested,
Jón Oddgeir Jónsson og Hólm-
fríður Mekkinósdóttir, fyrrver-
andi flugþerna Loftleiða.
Ungu stúlkurnar, sem gerast
flugþernur á íslenzka flugflotan-
um annast meiri landkynningar-
störf en flestir aðrir íslendingar,
að ógleymdu því, að þær keppa
við erlendar stöllur sínax-, sem
valdar eru úr stórum hópum um-
sækjenda, en fyrir því eru kröf-
urnar sívaxandi til menntunar og
hæfni íslenzku flugþei-nanna.
Enda þótt góðir eðlisþættir og
giftudrjúg reynsla í störfum þurfi
að sameinast til þess að ung, ís-
lenzk stúlka verði fyrirtæki sínu
og landi til sóma við flugþernu-
stöi’f.
Um þessar mundir er verið að flytja síðustu saltsíldina
irá síðasta sumri um borð í skip til útflutnings. Sildaraflinn
var meiri á síðastliðnu ári, en nokkru sinni fyrr í sögu síld-
veiðanna hér við land.
Undanfarin síldarleysisár, sem
byi-juðu 1945, eru vonandi á enda,
þótt of snemmt sé urn það að spá.
Sumarið í surnar lofar þó góðu að
vissu leyti og hefur gefið sjó-
mönnum aukna bjartsýni.
Síldveiðarnar norðanlands hóf-
ust 26. júní djúpt norð-vestur af
Siglufirði og mátti teljast sæmileg
veiði næstu 4 vikur. Þá hamlaði
veður um hálfsmánaðar skeið og
hættu mörg skipanna, en þó flest
um miðjan ágúst og var þá þeirri
vertíð lokið. 188 skip tóku þátt í
veiðunum. Síldin hélt sig langt
frá landi og var á svæðinu frá
Skagafjaarðai’djúpi og austur
fyrir Langanes.
Yfirleitt ber sjómönmmi saman
um, að mikið síldarmagn hafi
verið í sjónum, að minnsta kosti
mun meii-a en á fyrirfarandi síld-
arvei’tíðum. Síldin var óvenjulega
feit og hófst söltun strax i byi’jun
vertíðarinnar á öllu svæðinu frá
Sauðárkróki til Norðfjarðar.
Yfii’Iit yfir söltun á helztu síld-
arsöltunarstöðvunum fer hér á
eftir og til samanbui’ðar söltunin
ái’ið 1955:
samið um viðbótarsölu á ofur-
litlu magni til Rússlands. Stöðv-
unin á scjltuninni olli nokkurri
óánægju meðal sjómanna. En hún
hafði engin veruleg áhrif á sölt-
unarmagnið vegna þess að veið-
um var í raun og veru að ljúka.
Síldarsöltunin verður auðvitað að
byggjast á síldarsölunni, þar sem
saltsíldin er háð takmörkuðu
geymsluþoli. í verulegum síldar-
árum, sem menn eru af eðlilegum
ástæðum búnir að gleyma, er að-
eins hægt að salta lítinn hluta
aflans. Það er m. a. vei’ksvið
Síldarútvegsnefndar að sjá um að
söltunin sé í samræmi við sölxtna.
Mistök á þessu geta valdið stór-
felldum skaða.
(Framhald á 7. síðu.)
Feimingarskeyti skáta
Eins og að undanförnu hafa
skátarnir í bænum á boðstólum
mjög smekkleg fei-mingarskeyti,
er þeir selja til ágóða fyi’ir starf-
semi sína. Verð skeytanna er
10.00 kr. — Auk þess, sem skát-
arpir sjá um skeytin, taka þeir að
sér að koma smó gjöfum og send-
ingum til fermingarbax-nanna, ef
óskað er.
1956 1955
Siglufjörður . . . 108.519 56.021
Raufarhöfn . .. 66.241 60.063
Húsavík .. 19.696 14.509
Dalvík . . 17.001 12.311
ÓÉafsfjörður . . . 12.395 6,268
Seyðisfjörður .. 8.095 7.196
Þórshöfn . . . .. 5.049 4.880
Vopnafjörður .. 4.861 2.153
Hjalteyri ... .. 4.277 3.064
Norðfjöi’ður . .. 3.674 2.457
Hrísey .. 3.585 3.336
Skagaströnd . . . 3.198 60
Akureyri .. . .. 2.901 777
Skömniu áður en veiðum lauk
var búið að salta í gerða samn-
inga. En slíkt hefur ekki komið
fyrir í fjölda ára. Var þá enn
Friðrik Ólafsson
har sigur aí hólmi í skákeinvígi
þeirra Hermanns Pilniks. —Þeir
tefldu 8 skákir og vann Friðrik 4
og gerði auk þess jafntefli í síð-
ustu skókinni .