Dagur - 17.04.1957, Page 5

Dagur - 17.04.1957, Page 5
MiðviJtudaginn 17. apríl 1957 DAGUR 5 Skyggnist §nn i iorflðina og leik í lelur - Þingeyingaskrá Vilhjálmssonar miðar vel Stutt viðtal við höfundimi Konráð Viliijálmsson skáld og fræðimaður á Akureyri hefur um árabii unnið að umfangsmiklu og einstæðu verki, er blaðinu lék forvitni á að fá fregnir af. Var tækifærið gripið fyrir fáum dögum, lægar hann var á sinni daglegu göngu á Amtsbókasafnið og bornar fram nokkrar spurningar er hann svaraði góðfúslega á eftirfar- andi hátt. rir fróð- Konráðs Hvaða fræðisíörf hefur {aú einkum unnið? Konráð segir að það séu fyrst og fremst tvö verk, sem komi til með að liggja eftir sig. í fyrra lagi mannanafnaregistur yfir sýslumannaævirnar. Var hann í'áðinn til þeirra starfa af dr. Jóni Þorkelssyni, sem þá var forseti Bókmenntafélagsins, og þó með ráði dr. Hannesar Þorsteeinsson- ar. Hvar vannstu að því verki? Eg vann það í hjáverkum heima á Hafralæk í Aðaldal, seg- ir Konráð, og tók það mig 4 vet- ur .Og ef þig langar til að vita, hváð eg fékk fyrir það, bætir hann við, fékk eg 300 kr. fyrir livert bindi eða 1200 krónur sam- tals og þættu lítil ritlaun nú. Svo fékk eg að lokum 400 kr. auka- þóknun í viðurkenningarskyni og þótti mér það bezta greiðslan. Utgáfan lagði til pappír og var hann að mestu sundurskornar, gamlar póstskrár. Konráð tók öll nöfnin upp á seðla og fyllti sá seðlabunki stóra ferðatösku, þegar hann skilaði handritinu suður. Því má skjóta hér inn í, að dr. Hannes Þorsteinsson skrifar í formála að Sýslumannaævurh, að Konráð Vilhjálmsson hóndi að Hafralæk, hinn góði og glöggi fræðimaður, hafi verið í’áðinn til að skrásetja á seðla öll mannanöfn í öllum 4 bindum Sýslumannaævanna og hafi hann lokið því verki á 4—5 árum og hefði það verið rösklega gert. En hvert er svo síðara fræði- mannsstarf þitt? Annað aðalverkið, sem orð er á gerandi, er í-itverk það er eg kalla Þingeyingaskrá. En það er greinargerð um alla Suður- Þingeyinga á 19. öld, karla og konur, unga og gamla. Hefst hún 1. janúar 1801 og nær til 31. des- ember árið 1900. Hvað verða það á að gizka mörg nöfn? Og lzvernig vinnur þú að þessu? Eitthvað um 15000 þús. nöfn. Hvern einstakling hef eg sér á blaði og eru blöðin því jafnmörg og mennirnir og er verkið í spjaldskrárformi. Hefur siík slvi'á áður verið samin hér á landi? Nei, ekki veit eg til að nokkur maður hafi reynt það í nokkru héraðí. Þetta mun ekki vera áhlaupaverk, á skrifborði Kon- ráðs, heima hjá honum, eru nú 61 bindi (möppur), sem hann gerir þó ráð fyrir að megi þjappa saman í 15 bindi í prentun, með því þó að nota kvartbrot, tví- dálka með smáletri. Hvaða npplýsingar eru um livern einstakling? í fyrsta lagi nafn og föðurnafn, í öðru lagi fæðingar- og dánar- dagur og fæðingar- og dánar- staður, í þriðja lagi maki við- komanda, sem oftast er þó líka skráður annars staðar, í fjórða lagi foreldrar og í fimmta lagi staðlegur ferill frá vöggu til grafar. ' Hvenær hófstu þetta fræði- starf? Það eru 10 ár síðan, og hafði eg áður athugað þetta mál gaumgæfilega og freistaði það mín því meira sem eg velti því lengur fyrir mér. Var eg þúinn að leggja vel niður fyrir mér, hvernig að skyldi vinna. Hvaða heimildir notar þú? Þetta verk er aðallega þyggt á manntölum presta. En til þess að geta notfært sér þau, þurfti eg einu sinni eða tvisvar á ári hverju til Reykjavíkur og nota Þjóðskjalasafnið um mánaðar- tíma í senn. En síðan allar kirk j ubækurnar komu hingað norður á Amtshókasafnið á mikrofilmum, fyrir 2—3 árum, er vinnan auðveldari og er eg mjög ánægður með filmurnar. Eg vinn að jafnaði 2—3 klukkustundir á safninu dag hvern og hefur mið- að vel að undanförnu, segir Kon- ráð. En svo vinn eg fram á hátta- tíma heima hjá mér. Er þá farið að síga á seinni lilutann? Eg byrjaði á Máná á Tjörnesi og hélt vestur. Nú er eg staddur á Dálksstöðum á Svalbarðs- strönd, og sérðu á þessu, að eg er að verða kominn í síðustu kirkju sóknina. Enn er þó 2ja til 3ja ára starf eftir, þótt hringfez’ðinni sé um það bil að ljúka. Er þetta ekki leiðigjarnt starf? Þeirri spurningu hefði verið óþarft að varpa fram. En fræði- maðurinn tekur henni þó vel og svarar: Eg hef alltaf jafnmikla ánægju af þessu verki, og þó því meiri sem á líður. Og hann getur þess jafnframt, að oft rekist hann á skemmtileg og fræðandi ati’iði. Ga rðy rkju i>vmi; é Konráð Vilhjálmsson. En hvað berðu mikið úr bítum fjárhagslega? Pappírinn, sem eg er búinn að nota, kostar samkvæmt núgild- andi verðlagi, rétt um 2000 krón- ur. Nokkur síðustu ár hefur Menntamálaráð úthlutað mér 2 þús. kr. og sýslusjóður S.-Þing- eyjarsýslu hefur lagt mér til 1 þús. kr. síðustu árin. Og hann bætir við hlæjandi: Þetta er nú ííklega ekki til að vera óánægður yfir. Hann getur þess og að þessi tillög hafi komið sér vel og aldrei hafi sér komið til hugar að van- þakka þau. Hvað svo um útgáfuna? Um útgáfuna er algerlega óráðið ennþá, segir Konráð. En Þingeyingaskráin er nú þegar það bezta heimildarrit, sem eg hef aðgang að um þingeyska ættfræði. Notar þú ekki eimiig heimildir eldra fólks? Yfirleitt er eg hættur að byggja á þeim. En þær leiða oft til rannsókna, og eru því hvers- kyns upplýsingar eldra fólks vel þegnar. Hefur ekki verið erfitt að sýsla með yfirgripsmiklar spjaldskrár í heimahúsum, þar senz rúm hefur verið takmarkað og börn á öllum aldri? Nei, konan mín er mjög hlynn- andi að þingeyskum fræðum mínum, og um börnin er það að segja, að þau hafa vanizt á að snerta ekki á neinu viðkomandi. þessu verki, lærðu að líta á Þingeyingaskrá eins og helgan dóm. Blaðið þakkar viðtalið og hin alúðlegustu kynni af Konráði Vilhjálmssyni fyrr og síðar. Og innan stundar situr hinn aldni fræðaþulur við mikrofilmuna, skyggnist inn í fortíðina og færir fi'óðleik í letur. E. D. Nú er jörðin sem óðast að1 koma upp úr snjónum og garð- yrkjustörfin koma í hugann. Klakinn er mjög lítill að þessu sinni, og ef tíð verður hagstæð, tekur jörð að grænka fyrr en varii'. í heimilisgörðunum bíða vorstörfin, og er þegar kominn tími til að hefja þau. En áður en lengra er haldið, er full ástæða til að fara nokkrum orðum um umgengni almennt á þeim stöðum, sem sérstaklega eiga að prýða umhverfið og sam- félagið hefur skipulagt og fegrað til augnayndis og menningar- auka. Á laugardaginn var hitti eg Jón Rögnvaldsson á götunni. Þrátt fyrir að maðurinn var að flýta sér, enda orðinn garðyrkjuráðu- nautur Akureyrarkaupstaðar, vannst tími til viðræðna örlitla stund um almenna umgengni og fyrstu garðyrkjustörfin. Garfðyi'kjuráðunauturinn vildi sérstaklega taka fram og leggja áherzlu á, að menn foi'ðuðu gróðri og grasköntum frá óþarfa yfirtroðslu og hinir eldri væru fyrirmyndÍL' og leiðbeinendur iiinna yngri manna í þessu efni. Bæjarfélagið leggur árlega fram nokkra fjárhæð til fegrunar í bænum og viðhalds þeim stöð- um, sem eiga að vera fagrir stað- ir og friðhelgir. Má þar nefna Lystigarðinn, staííana við kirkju- tröppurnar, Ráðhústorg, Anda- pollinn, Eiðsvöll o. fl. Þessir staðir eru ógirtir og hefur um- gengni reyndar verið mikið betri en ætlað var í fyrstu. Lystigarð- urinn einn er girtur. Nú skyldi enginn ætla, að hin opnu svæði bæru þess engin merki, að þau eru opin almenn- ingi, bæði sumar og vetur. Því miður er það svo, að þegar þlautt er, treðst grassvörðurinn niður í svaðið og flög myndast og er ekki hægt að komast hjá allmikluzn lagfæringum á hverju ári. Fer þá ekki hjá því að veru- legur hluti þeirrar fjárhæðar, sem bærinn leggur til fegrunar, gengur til viðhalds. Þá verður lítið um nýjar framkvæmdir, sem þó væri æskilegt að geta gert einhvefjar á hverju ári. Ábend- ingar um að fólk eyðileggi ekki að óþörfu, það sem því er gert til yndisauka, er hér með komið á framfæri. Fyrstu garðyrkjustörfin má hefja strax og snjórinn hverfur úr görðunum. Og nú vill svo til víðast hvar, að það er hægt og fer þá vel á að tækifærið sé grip- ið nú þegar fyrir helgidagana er í hönd fara. Það á að hreinsa garðana. Fjarlægja feiskjur, sinu og aðskotahluti og raka lóðina alla með garðhrífu. Næst er að hugsa fyrir gul- rótabeðunum. Gulrótum á að sá eins fljótt og mögulegt er, og er gott að fræið hafi legið í bleyti nokkra daga áður. Ennfremur er kominn tími til að setja kartöfl- urnar til spírunar. Þær eiga að spíra á björtum stað og ekki of heitum. Margir munu nú vera búnir að sá blómafræi, til dæmis stjúpum, morgunfrúm, nemesium og flehri fallegum, auðræktuðum plöntum. Óhætt má ráðleggja fólki að reyna að ala sumarblómin sín upp sjálft. Það kostar lítið, en sparar verul. í útlögðum pen., ef vel teksl. Þá er líka frekar vonað plönturnar verði ekki sparaðar um of í blómabeðin í sumar. Fátt er öllu vesældarlegra í görðum, en blómabeð með alltof gisnum plöntum. Blómabeð eiga að mynda samfellt blómskrúð. E. D. Hús til sölu EINBÝLISHÚS VIÐ HELGAMAGRASTRÆTI (6 herbergi) er til sölu, ef viðunandi boð fæst. UPPLÝSINGAR í SÍMA 1799. Næsti bæodaklúbbs- fundur verður mánudaginn 29. apríl. Fruinmælandi verður Ólafur Jónsson og talar um vorstörfin. Fundarstaður og tími liinn sami. ATYINNA! - Stúlka vön jakka- eða kápu- saum, óskast uú þegar. JÓN M. JÓNSSON, klœðskeri. Sími 1599. Oisaið - Útsala - Útsala frá HERRABÚÐINNI verðuf opnuð á þriðjudag eftir páska að GEISLAGÖTU 5, búsi Kristiáns Kristiánsson- ar, III. bæð. Allar vÖrur í verzluninni seklar með 25—90% afslætti. Notið þetta einstaka tækifæri. GLEÐILEGA PÁSKA! Sh&*.BÚÐIN AKUREYRI.

x

Dagur

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.