Dagur - 17.04.1957, Blaðsíða 8

Dagur - 17.04.1957, Blaðsíða 8
8 Miðvikudaginjrc 17. apríl 1957 Fyrsfi sfarfsfræðsIifÉprii Æskulýðsheimili Templara gekkst fyrir honum með aðstoð Ólafs Gunnarssonar, sálfræðings Æskulý'ðsheimili templara gekkst fyrir starfsfræðsludegi á Akureyri síðastliðinn sunnudag kl. 2—4 og var hann haldinn í Bamaskólanum. Ólafur Gunn- arsson, sálfræðingur, skipulagði störf dagsins með aðstoð fulltrúa úr stjórn æskulýðsheimilisins. — Veittar voru upplýsingar í 62 starfsgreinum og önnuðust þær 42 menn úr viðkomandi greinum. Ails komu 184 gestir. Mest var spurt eftir ýmsum greinum há- skólanáms, tæknilegum störfum og sjávarútvegi. Um eftirfarandi. starfsgreinar spurðu flestir: Flugmál 60, síma 30, háskólanám í heimspeki 30, sjávarútveg 28, iðnskóla og iðnnámssamninga 26, læknisfræði 35, vélaverkfræði 25, loftskeytafræði 22, hagfræði og viðskiptafræði 21, byggingaverk- i'ræði 20, lögreglu 18, lögfræði 17, blaðamennsku 15, bifreiðastjórn 14, útvarpsvirkjun 14, tannlækn- ingar 14, arkitekt 10, kennslu- störf 10, húsgagnasmíði 10, nátt- Úrufræði 9, landbúnað 8, raf- virkjun 8, múrun 7, hjúkrun 6, tónlist 6. En færri spurðu um aðrar síarfsgreinar. Miklu fleiri piltar komu en stúlkur. Segja má að þessi fyrsta til- raun með starfsfræðsludag á Ak- ureyri hafi heppnast mjög vel. — Og eflaust stuðlar hún að því að vekja unglingana til umhusgunar um það, hvaða starf þeim hæfi bezt. En það er undirstaða undir hamingju í lífinu, að komast þar á rétta hillu. Um aðsóknina er það að segja, að 153 gestir hér svara til að- sóknar þeirrar, sem var á starfs- fræðsludaginn í Reykjavík í vet- ur. Varð hún því hlutfallslega heldur meiri hér. Blaðið náði sem snöggvast tali af Ólafai Gunnarssyni, er hann var að stíga upp í flugvél síðastl. mánudag. Lét hann mjög vel yfir komu sinni hingað ag áhuga fyrir starfsfræðsludeginum. Fara hér á eftir nokkur orð úr ávarpi sál- fræðnigsins, fluttu hér á Akur- eyri við þetta tækifæri: „Okkur er öllum ljóst, að unga fólkið, sem hingað kemur í dag til þess að afla sér fræðslu, stendur á merkum og erfiðum tímamótum á þroskaskeiði sínu. í huga þess er brennandi spurn- ingin: vað vil eg verða, hvað á eg að velja? Vitanlega er ekki öllu ungu fólki jafnljóst, að vel má 'vera að með starfsvali sínu sé unglingurinn að velja sér verk og vinnuumhverfi fyrir næstu 40— 50 árin og þeir, sem hafa það sjónarmið ríkt í huga vilja vitan- lega vanda valið sem allra bezt. Fyrir fáum áratugum var starfsfræðslu sáralítil þörf hér á landi. Starfsgreinarnar voru fáar og tækifærin til þess að kynnast þeim svo mörg og sjálfsögð, að starfsfræðsla í nútímamerkingu þess orðs, hefði verið að mestu eða öllu leyti óþörf. Þegar við, sem alin erum upp til sveita, gát- um skriðið um baðstofugólfið og síðar vappað um hlaðvarpann, höfðum við þegar iðandi vinnulíf heimilisins fyrir augunum, og þeir sem aldir voru upp í litlum sjávarþorpum þurftu heldur ekki langt að fara til þess að kynnast framleiðslustörfunum. í nútíma- borg munu þess hins vegar mörg dæmi, að börn sjái naumast föð- ur sinn vinna, enda tala þau nú um að pabbi fari í vinnuna. Hinn upepldislegi mismunur þesi að sjá pabba vinna og fá að vinna með honum annars vegar, og þess að veifa til hans í kveðju- skyni um leið og hann leggur af stað í vinnuna, er svo mikill, að mikilla átaka er þörf til þess að bæta síðastnefnda barninu upp það sem það fer á mis^ið, ekki aðeins hvað starfsfræðslu heldur allt eðlilegt vinnuuppeldi snertir. Við íslendingar verjum mjög Ðagskrá SKIÐAMOTS ISLANDS 1957 Miðvikudagur 17. apríl: Kl. 17.45 Mótið sett (Hermann Stefánsson). — 18.00 Ganga 15 km., eldri og yngri. Ganga 10 km., 15 og 16 ára. Fimmludagur 18. apríl: Kl. 14.00 Stórsvig. — 15.00 Boðganga 4x10 km. — 16.30 Flokkasvig. Laugardagur 20. apríl: Kl. 14.00 Brun karla. — 15.00 Brun kvenná. — 16.00 Stökk, norræn tvíkeppni. Suimudagur 21. apríl: Kl. 14.00 Svig karla, . — 15.30 30 km. ganga. — 16.00 Svig kvenna. Mánudagur 22. apríl: Kl. 16.00 Stökk, meistarakeppni, 20 ára og eldri. 17—19 ára og 15 ög 16 ára. miklu fé til fræðslumála og sönn um þannig, að við viljum mikið á okkur leggja til þess að tryggja farmtíð barnanna okkar sem allra bezt. Hins vegar höfum við til þessa gert alltof lítið að því að kynna æskunni atvinnulífið á skipulegan og hagnýtan hátt og erum við í því efni eftirbátar frændþjóðanna á Norðurlöndum og margra annarra menningar- þjóða. Hver sá unglingur, sem lendir á réttri hillu í lífinu, að því er starfsval snertir, hefur um leið lagt traustan hornstein að lífs- hamingju sinni. Með starfi ykkar í dag eigið þið vafalaust þátt í því að tryggja lífshamingju ein- hverra ungmenna. Með það sjón- armið í huga, vil eg biðja ykkur að gera svo vel og taka til starfa.“ Skákmóti Ák. lokið Skákmóti Akureyrar er nú lokið, og fóru leikar þannig í meistaraflokki, að efstur varð Kristinn Jónsson og þar með skákmeistari Akureyrar í ár. — Hlaut hann 7 vinninga. Annar varð Júlíus Bogason með 6M; vinning og hinn þriðji Ingimar Jónsson með 6 vinninga. Ráðgert að koma upp sptngar- svæði fyrir landbúnaðarsýningu Búnaðarþing leggur áherzlu á, að glík sýning verði haldin eigi síðar en árið 1960 í lok búnaðarþings var sam- þykkt ályktun varðandi næstu landbúnaðarsýningu, og má gera ráð fyrir, að hún verði haldin í Reykjavík 1960. í ráði er að koma upp fullkomnu og skipu- lögðu sýningarsvæði í Reykjavík og mun Búnaðarfélag Islands beita sér fyrir því ásamt fleiri aðilum. Ályktun búnaðarþings var svohljóðandi: „Búnaðarþing telur eðlilegt og nauðsynulegt að landbúnaðurinn tryggi sér framtíðaraðstöðu til sýningahalds og leggur til, að stjórn B. í. gerist aðili að sam- komulagi, sem fyrirhugað er að gera til að byggja sýningarsvæði í Reykjavík, enda verði eftirfar- andi skilyrðum fullnægt: 1. Að sýningarsvæðið verði talið nægjanlega rúmt til land- búnaðarsýningarhalds og að B. í. hafi íhlutun um skipulag svæðis- ins vegna sérþarfa sinna. 2. Að kostnaðaráætlun við stofnun þessa sýningarsvæðis verði lögð fram. 3. Að stjórn B. í. sjái sér fært að legg'ja fram það fjármagn, sem áskilið verður. Búnaðarþing leggur áherzlu á, að almenn landbúnaðarsýning verði haldin í Reykjavík eigi síð- ar en árið 1960. Verði ekki hægt að halda sýn- ingu á áðurnefndu svæði, felur þingið stjórn B. í. að vinna að nauðsynlegum undirbúningi á öðrum stað.“ Landsmót í bridge á Ak- Um páskana verður haldið hér landsmót í Bridge. Mótið hefst í kvöld kl. 8 í Lóni. Þátttakendur í mótinu verða 4 sveitir frá Reykjavík, 1 frá Húsavík, 1 frá Siglufirði og tvær frá Akureyri. Bridgefélag Akureyrar sér um mótið, en keppnisstjórar verða þeir Halldór Ásgeirsson og Árni Sigurðsson. Aðgangur verður seldur að mótinu og kostar kort yfir allan tímann kr. 40.00, en fyrir hvern einstakan leik kr. 10.00. - Stjórnarfrumvðrp um (Framhald af 1. síðu.) Helztu atriði frumvarpsins eru sem hér segir: 1) Sett verði á stofn HÚSNÆÐ- ISMÁLASTOFNUN RÍKIS- INS, er beiíi sér fyrir umbót- um í byggingamálum, stjórni byggingasjóði ríkisins og hafi yfirumsjón lónsfjáröflunar og lánveitinga til íbúðabygginga. 2) Stofnaður verði BYGGINGA- SJÓÐUR RÍKISINS og hon- um t ryggt 118,2 milljóna stofnfé. Er gert ráð fyrir, að hann hafi á næstu árum um 40 milljónir á óri til útlána. 3) Tekinn verði upp ÍBÚÐA- SPARNAÐUR ungs fólks, 16 —25 ára, og s-kal það leggja 6% af launum sínum til hlið- ar — vísitölutryggt. — Viíj giftingu eða 25 ára aldur fæst féð útborgað, og viðkomandi gengur fyrir lánum til íbúðar byggingar, allt að 25% hærri en aímennt gerist. Þetta eru þrjú höfuðatriði þess nýja skipulags íbúðarbygginga, sem ríkisstjórnin befur undirbúið síðustu vikur og nú liggur fyrir Alþingi. Hefur þetta kerfi þann höfuðkost, að tryggt er langt fram í tímann lánsfé til bygginga, en ekki byggt á aðstæðum eða duttlungum bankanna, eins og það veðlánakerfi, er fyrrverandi stjórn kom á fót og strandaði gersámlega á síðastliðnu ári. Samhliða þessu frumvarpi, sem miðað er við næstu ár og framtíðina, haía verið gerðar ráðstafanir til að útvega fé til lána þeim 3000 húsbyggjend- um, sem enn hafa engin eða mjög lítil lán fengið. Segir í greinargerð frumvarpsins, að ríkisstjórnin muni sjá um, að húsnæðismálastjórn fái til út- hlutunar á þessu ári, auk bygg ingasjóðs, eigi minna en 44 milijónir króna. Auk þess renna í ár 12 milljónir til verkamannabústaða( 2 millj. í fyrra). HÚSNÆÐISMÁLASTOFNUN. Samkvæmt fyrirmyndum, sem gefizt hafa mjög vel á hinum Norðurlöndunum, verður yfir- stjórn íbúðabyggingamála sett í hendur einni stofnun, húsnæðis- málastofnun ríkisins. — Henni stjórna 5 menn, 3 kosnir af AI- þingi, einn tilnefndur af Lands- bankanum og einn af félagsmóla- ráðherra. Hún á að fylgjast með byggingaþörf og byggingakostn- aði, halda uppi víðtæku tilrauna- og leiðbeiningastarfi og stuðla á fjölmargan hátt að heilbrigðari byggingaháttum. Hún má einnig beita sér fyrir byggingu heilla íbúðarhúsahverfa. BYGGINGASJÓÐUR RÍKISINS. Allt þetta kerfi byggist að sjálfsögðu á fjáröflun og er bygg- ingasjóður ríkisins settur á fót til að tryggja það. Stofnfé hans er sem hér segir: Millj. 1. Varasjóður hins almenna veðlánakerfis ......... 20,9 2. Lón ríkisins til Lánadeild- ar smáíbúða ........... 32,8 3. A-flokksbr. ríkisins keypt fyrir tekjuafgang ríkisins 1955 ................. 11,3 4. 2/s hlutar af væntanlegum stóreignaskatti ......... 53,2 Samtals milljón kr.: 118,2 Árlegar tekjur sjóðsins 1958 ættu að nema 23 millj., en auk þess er í frumvarpinu gert ráð fyrir 7—8 milljóna tekjuöflun ár- lega og um 15 milljón króna sparnaði unga fólksins. Saman- lagt má gera róð fyrir, að eigin fé sjóðsins til útlána verði á næstu árum um 40 millj. árlega. Eign sjóðsins í árslok 1966 er áætluð um 300 millj. kr. ÍBÚÐASPARNAÐUR. Það er athyglisverð nýjung, sem frumvarpið felur í sér, að 16 25 ára fólk verður skyldað til íbúðasparnaðar, 6% af launum sinum. Eru þó undanþágur fyrir giít fólk, skólafólk og hægt að fá undanþágur fyrir fleiri, ef að- stæður krefjast. Þessi sparnaður verður framkvæmdur með spari- tekjum eins og orlofsfé, og verð- ur skatta- og útsvarsfrjáls, svo og vísitölutryggður. Fjölmörg önnur ákvæði eru í hinu nýja frumvarpi, um útrým- ingu heilsupspillandi íbúða, breytingu á verkamannabústaða- lögunum o. f 1., enda er þetta mikill lagabálkur.

x

Dagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.