Dagur - 15.05.1957, Blaðsíða 2

Dagur - 15.05.1957, Blaðsíða 2
2 DAGUR Miðvikudaginn 15. maí 1957 SJOTÍU OG FIMM ARA: Krisfján Skjóldðl á Yfra-Gili SEXTUGUR: r Stefán Ág. Krisfjánsson, forstjóri Laugardaginn 4. þ. m. varð Kristján Skjóldal Pálsson bóndi á Ytra-Gili í Hrafnagilshreppi sjötíu og fimm óra. Faðir Kristjáns var Páll bóndi í Möðrufelli, Hallgrímssonar hreppstjóra á Grund Tómassonar bónda á Steinsstöðum í Öxnadal og konu hans, Rannveigar Hall- grímsdóttur, systur Jónasar skálds Hallgrímssonar. Móðir Kristjáns var Guðný Kristjáns- dóttir hreppstjóra á Litla-Hóli í Hrafnagilshreppi ,Kristj ánssonar. Hjónin á Gili, Kristján og Kristín Gunnarsdóttir, sem er ættuð af Vestfjörðum, hafa skilað þjóðfélaginu átta mannvænlegum börnum. Þau hafa líka búið jörð sína, sem áður var kot, í hendur framtíðarinnar sem vildisjörð. Frú Sigrún Ingólfsdóttir á Hól- um í Hjaltadal á fimmtíu ára af- mæli í dag. Hún er dóttir Ingólfs Bjarnar- sonar alþingismanns í Fjósatungu og konu hans Guðbjargar Guð- mundsdóttur. Þarf þar ekki ætt að rekja. Nú munu liðin nær tuttugu ár síðan Sigrún giftist Kristjáni Karlssyni, sem þá var nýlega orðinn skólastjóri á Hólum. Var hún þá enginn heimalningur, hafði farið víða og kynnst „skap-. lyndi margra manna“, eins og Hómer kvað. Hafði hún m. a. stundað nám í Noregi og 1 Sví- þjóð. En hina næstu vetur áður en hér var komið, stýrði hún Húsmæðraskólanum á Lauga- landi. Það leikur ekki á tveim tung- um, að um tvo tugi ára hefur frú Sigrún skipað húsfreyjusætið á hinum sögufræga stað með prýði og virðuleik. Starfið er þó vissu- lega umfangsmikið og krefur ár- vekni og stjórnsemi í ríkara mæli en ókunnugir munu glöggva sig á í fljótu bragði. Gáfur frú Sigrúnar eru meiri og fjölþættari en svo, að hún láti sér nægja húsmóðurstörfin ein, stjórn á stóru búi og hina dag- legu önn. Hún er mikil bók- menntakona og er gædd óvenju glöggri málkennd, sem nær jafnt til ljóða og hins lausa máls. Kom það glöggt fram þegar á ungl- ingsárum hennar, að hún hafði frábærlega gott vald á kjarnyrtu Ungur fór Kristján til náms er- lendis, fyrst í lýðskóla og síðan nam hann málaraiðn og lauk prófi með góðum vitnisburði. Það átti samt ekki fyrir honum að liggja, að eyða ævi sinni á danskri grund við málaraiðn. — Eyjafjörður kallaði, og hann hlýddi og gekk til samstarfs við gróandi jörð í stað þess að blanda liti og draga upp á danska veggi. En eflaust hefur þó dvölin er- lendis víkkað sjóndeildarhring hans og aukið hið góða veganesti til hins mikla æfistarfs. Þar fann hann að hann átti hvergi heima nema í Eyjaíirði og hann hafði karlmennsku til að takast á við erfiðleika búandmanns og sigra þá. og fögru máli. Meðan eg var á Skriðulandi leitaði eg jafnan til hennar í orðavar.da. Er mér í þekku minni, hver hollvættur hún reyndist mér og benti alltaf á það, sem betur mátti fara. Annan eiginleika frú Sigrúnar greini eg glögglega. Hún er gædd þeirri .móðurlegu nærgætni, sem á víðara svið en almennt gerist. Frú Sigrún hyggur í þeim efnum lengra en til eigin bai na og náins sifjaliðs. Hún vill jafnan verma veikan gróður og koma þeim til liðs, sém áveðra eru í svalviðrum mannlegs lífs. Til. þeirra skólastjórahjóna þótti mér jafnan gott að koma. Þar var gott andrúmsloft. Þaðan fór eg alltaf ríkari en eg kom þangað hverju sinni. Ekki vakti það fyrir mér, er eg setlist • niður til að. hripa þessar línur, að skrifa hér ævisögu eða mannlýsingu. Eg kann því aldrei vel að búta lifandi menn eða konur sundur í smámunalegum lýsingum. Þó má það ekki ósagt látið, að mér fer svo jafnan er eg hugleiði lýsingu höfundar Grettis sögu á húsfreyju Þorfinns Kárs- sonar, að þá kemur mér frú Sig- rún í hug. Engum getur leynzt rausn, tíguleikur og orðsnilld húsfx-eyjunnar sunn-mærsku, er hún ávarpar Gretti eftir að hann hafði fellt ránsmennina: „Skal þér allt sjálfboðið innan bæjar, það sem hæfir að veita, en þér er sæmd í að þiggja.“ Þetta þarf engra skýringa. Hefði höfundur Grettis sögu verið samtímamaður Sigrúnar Ingólfsdóttur mundi eg hafa talið víst, að haft hefði hann hana í huga, er hann lagði húsfreyjunni sunn-mærsku þessi orð í munn. Eg og konan mín sendum skóla- stjói-ahjónunum á Hólum hug- heilar kveðjur og árnaðaróskir á þessum tímamótum. Við þökkum þeim jafnframt sannreynda vináttu, örvun, dygð- ir og dáð. 14. maí 1957. Kolbeinn Kristinsson. I Á yngri árum og langt fram leftir ævi var Kristján mikill gleðimaður og hrókur alls fagn- aðar, þar sem fleiri menn voru saman komnir. Söngmaður var hann ágætur, svo sem hann á kyn til og skágekk ekki broslega hluti. Hann var hófsmaður hinn mesti, svo sem kallað er, dug- mikill til allra starfa og hinn traustasti og mætasti maður í hvívetna. Dagur sendir honum hugheilar árnaðaróskir í tilefni afmælisins. íbúð til sölu Tilboð óskast í neðri hæð hússins Hólabraut 20, Ak- ureyri. Til sýnis eftir kl. 5, daglega. ATnjulegur réttur áskilinn. Grím ur Stejánsson. RÆNDUR! Unglingsstúlku vantar kaupavinnu í suniar. Sími 1605 ld. 4-5. Þeir, sem pantað hafa Veggja- clúk hjá okkur, gjöri svo vel að endurnýiá pantanir sínar fyrir 20. þ. m. Akureyri, 14. maí 1957. Byggirigavörudeild KEA. HARMONIKA, Serenelle, til sölu. — Hag- kvæmt verð. í dag á Stefán Ág. Kristjánsson setxugsafmæli. Verða þessara tímamóta í ævi hans minnzt hér með nokkrum orðum. Hann er fæddur að Glæsibæ i Eyjafirði 14 .maí 1897. Foreldrar hans voru hjónin Kristján Jóns- son og Guðrún Oddsdóttir. Var faðir hans einn af brautryðjend- um bindindishreyfingai'innar í Eyjafirði um aldamótin síðustu. Stefán Ágúst gekk ungur í bémaðai'skólann á Hólum, en hefur lengst stundað skrifstofu- og verlunarstörf. Hann hefur verið forstjóri Sjúkrasamlags Akureyrar frá því, að það tók til starfa samkvæmt nýju lögunum 1936. En auk þess hefur hann starfað að ýmsum félagsmálum. Hann er starfsmaður mikill, enda vel gefinn og starfhæfur í bezta lagi. Hann er ekki aðeins ágætur skrifstofumaður, heldur harð- duglegux' að hvei'ju, sem hann gengur. Hann er kvikur í hreyf- ingum og léttur í spori og ber1 það ekki með sér, að hann eigi sextíu ór að baki. Hann er hug- sjónamaðui' og hefur skilið eftir sig glögg spor í þeim félögum, sem hann hefur helgað krafta sína. Stefán Ágúst er listhneigður Rraggi til sölu Upplýsingar á SólvöIIum, Akureyri, eftir kl. 5. íbúð óskast og skóldmæltur vel, þótt lítt hafi hann lialdið því á lofti. Hann er og söngmaður góður og hefur stai-fað mikið að söng- og tónlist- armálum hér í bænum. Fyrst var hann lengi í karlakórnum „Geysi“ og formaður Sambands norðlenzkra karlakóra, „Heklu“, um skeið. Hin síðai'i ár hefur hann verið formaður Tónlistar- félags Akureyrar. Má af þessu sjá, að hann hefur lagt tónlistar- málum bæjarins di'júgt lið. Önnur félagssamtök, sem Stef- án Ágúst hefur tekið mikinn þátt í er Góðtemplarareglan. Hann tók upp merki föður síns og hef- ur unnið ötullega fyrir bindind- ismálið. Ekki er það alltaf vin- sælt á tímum drykkjutízku, og stundum hefur Stefán orðið að gjalda þess, að hann átti ekki samleið með Bakkusarvinum. En hann hefur ávallt verið trúr þessu hugsjónamáli sínu. Hann hefur starfað mikið fyrir stúkuna Brynju og Umdæmis- stúkuna nr. 5. Var hann um skeið formaður Umdæmisstúkunnar, en á nú sæti í framkvæmdanefnd Stórstúkunnar. En síðast, en ekki sízt, vil eg nefna störf hans fyrir Borgarbíó, áður Skjaldborgai'bíó. Hann hef- ur stjói-nað þessai'i stofnun í 11 ár af sínum alkunna dugnaði. — Þetta starf hefur þó verið auka- starf — unnið í tómstundum. En þarna hafa hæíileikar Stefáns notið sín vel, bæði skipulags- hæfileikar hans og smekkvísi á myndir og tónlist. Góðtemplara- í'eglan er í mikilli þakkarskuld við Stefán fyrir stjórn Borgarbí- ós og önnur störf hans fyrir fyr- irtæki Reglunnar í bænum. Stefán Ágúst er glaðlyndur og hrókur alls fagnaðar í vinahópi. Hann er kvæntur Sigx'íði Frið- riksdóttur, sem styður mann sinn í öllum störfum hans og hefur búið honum smekklegt og fagurt heimili. Þau eiga tvö uppkomin börn. Eg vil með þessum fátæklegu orðum flytja Stefáni Ágúst heilla óskir og þakkir frá Góðtemplara- reglunni á Akureyri. í þessu greinarkoi'ni hefur verið stiklað á stóru. En eg veit að langar af- mælisgi'einar eru sjaldan lesnar og skal því staðar numið. Akui'eyri, 14. maí 1957. Eiríkur Sigurðsson. Uppl. í sima 1393. sem allra Eýrst. Uppl. í sima 1393. FRJONAKjOLAR KVENRLÚSSUR „DACRON44 KVENSUNDROLIR MíTTISPILS, rauð KVENBUXUR, rauðar, hvítar. Ódýrar. VEFNAÐARVÖRUDEILD o Vegna síaukins tilkostnaðar, sjáum við okkur ekki leng- ur fært að halda uppi brauðsölu í sveitunum og leggjast því ferðir bílsins niður frá og með 20. maí n. k. Þökkum góð viðskipti á liðnum árum. Virðingarfyllst, Brauðgerð Kr. Jónssonar & Co.

x

Dagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.