Dagur - 15.05.1957, Blaðsíða 8

Dagur - 15.05.1957, Blaðsíða 8
Baguk Miðvikudaginn 15. maí 1957 Bandarísk lán^ð iipphæi 118 milljónir ísl. króna lil virkjunar Efra-Sogs og lagningar háspennulínu lil Keflavíkur Vilhjálmur Þór banjkastjóri vann að lántökum og undirritaði samninga fyrír hönd rikissjóðs Vilhjálmur Þór, bankastjóri, undirritaði fyrir nokkru, fyrir hönd Framkvæmdabanka íslands vegna íslenzku ríkisstjórnariiui- ar, samning um lán hjá Export- Impodt Bank, sem bankinn veitir f. h. Efnahagssamvinnustofnun- arinnar (ICA) í Washington. Lánið er jafnvirð iallt að $ 5.000.000 — fimm milljónum dollara og greiðist í dollurum og Evrópugjaldeyri. Lánstími er 20 ár, án afborgana 3 fyrstu árin. Dollarahluti lánsins á að endur- greið,ast í dollurum og vextir verða 3%. Sá hluti lánsins, sem vetrður í Evrópugjaldeyri á að endurgreiðast í dollurum eða ís- lenzkum krónum eftir vali ís- lenzkra stjórnarvalda, verða vextir þá 3%, ef greitt er í doll- urum, en 4%, ef greitt er í ís- lenzkum krónum. Láni þessu verður varið til þess að greiða með erlendan kostnað við virkjun Efra-Sogs svo og erlendan kostnað við lagningu háspennulínu suður á Reykjanes til Keflavíkur. Tveir aðrir samningar. Ennfremur undirritaði Vil- hjálmur Þór hinn 30. apríl sl., f. h. Framkvæmdabanka íslands, samning við stjórnarvöld Banda- ríkjanna um lán að fjárhæð allt að $ 2.280.000 dollara af fé því, sem stjórn Bandaríkjanna eign- ast hér á landi, samkvæmt samn- ingi, undirrituðum 11. apríl sl., um sölu í tilteknum landbúnað- arafurðum í íslenzkum krónum til íslands. Lán þetta er til 20 ára, afborgunarlaust í fyrstu 4 árin og vatalaust fyrstu 3 árin og má endurgreiðast eftir vali íslenzkra stjórnarvalda í dollurum eða ís- lenzkum krónum og eru vextir 3%, ef greitt er í dollurum, en 4%, ef greitt er í íslenzkum krónum. Fé þetta verður nær eingöngu notað til að greiða með innlend- an kostnað við virkjun Efra- Sogs og lagningu háspennulínu suður á Reykjanes og Keflavík. f ræðu, sem Eysteinn Jónsson fjármálaráðherra flutti í útvarp við þetta tækifæri, sagði hann m. a., að undanfarin 2 ár hefði verið deynt að fá erlend lán til þessara framkvæmda, en ekki tekizt fyrr en nú. Mætti það ekki seinna vera, þar sem rafmagnsskortur væri fyrirsjáanlegur árið 1959, að öðrum kosti. Væri þó tími naum- ur til framkvæmda, en vinna mundi hefjast þegar í stað. — Ræðu sinni lauk hann orðrétt á þessa leið: Góð lánskjör. Lán þau, sem nú hafa fengizt í Bandpríkjunum, og eg hef skýrt frá, eru með mjög góðum kjör- um ,eins og allir þeir sjá í hendi sér, seju kunnugir eru lánakjör- um erjendis. Lán þessi, sem íslendingar taka nú í Bandaríkjunum, eru nákvgemlega sams konar og önnur lán, sem Bandaríkja- stjórn veitir mörgum öðrum löndum, og veitt af stofnun, sem við höfum áður fengið lán hjá. Þeim fylgja engin pólitísk skilyrði og þau eru ekki hnýtt1 við samninga um nein önnur efni, fremur en fjárstuðningur Bandaríkjanna á undanförnum árum. Þetta ætti að vísu að vera óþarfi að taka fram, en eg geri það af gefnu tilefni. Þessar lánveitingar Bandaríkj- anna til íslands nú og í vetur, er ekki fyrsti stuðningur þeirra við framfaramál íslands. Það er því eðlilegt að minnast þess við þetta tækifæri, að Bandaríkjamenn hafa með stór- felldum fjárstuðningi sínum samkv. Marshalllögunum við sum helztu framfaramál íslend- inga og nú lánveitingum í fram- haldi af því, veitt íslenzku þjóð- inni mjög mikilsverðan, fjár- hagslegan stuðning. Mörg fjárfestingarmál óleyst. Við þetta tækifæri þykir mér ástæða til þess að minna á, að þótt með þessum mikilsverðu lánasamningum sé bjargað frá því stóráfalli, að Sogsvirkjunin komist ekki á stað nú á elleftu stundu, þá eru mörg fjárfesting- ar- og fjáröflunarverkefni óleyst. Eg nefni togaramálið, sem verið er að vinna að'. Til sementsverksmiðjunnar vantar 60—70 milljónir.TiI þess að geta haldið áfram þeim verkum, sem verið er með á milli handanna svo að segja, innan raforkuáætlunar dreif- býlisins, vantar um 50 milljónir á þessu ári. Þetta eru aðeins dæmi og þá nefnt það eitt, sem ríkisstjómin sjálf er með á prjónunum og stöðvast, ef ekki tekst að leysa fjáröflunar- vandann. Reynt er að afla erlendra Iána. En okkur er öllum holl- ast að gera okkur það ljóst, að við getum ekki byggt stór- framkvæmdir okkar allar á er- lcndum lánum, og takist ekki að auka sparnaðinn, þ. e. a. s. fjárhagnsmyndunina í landinu sjálfu og minnka eyðsluna, þá hlýtur að draga hér úr fram- kvæmdum á næstu árum, þótt framar vonum tækist með er- lendar Iántökur.“ Vilhjálmur Þór. Ýmis tíðindi úr nágrannabyggðum Bóið að reka geldfé Stóru-Tungu 14. maí. Það má segja að vorað hafi vel að þessu sinni, þó að marga nótt- ina sé frost og einnig um daga. Snjórinn hjaðnaði niður án þess vart yrði af vöxtum vatna, enda þeir helzt, er leysa fer á fjöllum. Gróður er að byrja. Búið er að reka geldfé á afrétt og sauðburð- ur er að byrja. Vegir eru slæmir — eins og oft eftir veturinn. Flutningur mjólk- ur til Húsavíkur verður með sama hætti eins og undanfarin sumur, tvær ferðir í viku, þriðju daga og föstudaga. Tvö hross gengu í vetur til 10. apríl í Litlutungu, sem er milli Skjálfandafljóts og Mjóadalsár, gömul eyðijörð, en nú heimaland frá Mýri. Hrossin voru í góðum holdum og gengin úr hárum. Heimavistarbarnaskóli og félagsheimili. í sumar verðúr hafinn úndir- búningur að byggingu heimavist- r arbarnaskóla fyrir Bárðdæla- hrepp, einnig félagsheimili sám- hliða skólanum, þegar fé fæst til þess, en til skólans hefur verið veitt fé á fjárlögum 1957. Mann- virki þessi verða reist á landi, sem eigendur Stóruvaila hafa gefið til þeirra nota, 10 ha. að stærð. Á fjárlögum 1957 er veitt fé til brúar á Grjótá hjá Víðikeri. — Væntanlega verður hún byggð í sumar. Grjótá er hinn versti far- artálmi og hefur verið sum ár ófær svo að vikum skipti, þegar vegir eru að öðru leyti færir. Ungir bændur hugsa gott til aðstoðar þeirrar, er hafin verð- ur, samkv. hinum væntanlegu lögum um landnám og nýbyggð- Mörg og erfíð viSfðn mmm á s r Rætt við Armann Dalmannsson formann r Iþróttabandalags Akureyrar Blaðið Ieitaði frétta hjá Ármanni Dalmannssyni, form. t. B. A., um hvað væri efst á baugi í íþróttamálum á þessum slóðum og hvað framundan af mótum og heimsóknum og lagði fyrir hann nokkrar spurningar, sem hann góðfúslega svaraði á eftirfarand ihátt: Ársþing íþróttabandalags Akureyrar fór fram um mánaðamótin marz —apríl sl. Árssskýrslur stjórnar bandalagsins og sérráða þess báru vott um fjölbreytta íþrótta- starfsemi á síðastliðnu ári og það sem af er þessu ári hefur verið mikið kapp í æfingum í ýmsum íþróttagreinum. Mótaskrá ársins, sem prentuð er á öðrum stað í blaðinu, ber það með sér að gert er ráð fyrir viðburðaríku íþrótta- starfi á árinu, og nokkrum mót- um er þegar lokið. Skíðalands- gangaú var nýr og merkur íþróttaviðburður og greip mjög um sig um allt land. Skíðamót ís- lands fór fram hér á Akureyri um páskana og mun þátttaka hafa verið meiri en nokkru sinni áður. Skákkeppni um „Friðriks- bikarinn“ fór fram í vetur í Menntaskólanum á Akureyri, og sá í. M. A. um það mót. Er það fyrsta skákmót, sem fram fer á vegum í. B. A. Fjögur íþróttafé- lög tóku þátt í mótinu: K. A., í. M. R., Þór og Róðrarfélag Æ. F. A. K. Keppt var í fjögurri manna sveitum og vann K. A. bikarinn að þessu sinni. Sveit K. A. skip- uðu: Ingimar J ónsson, Snorri Rögnvaldsson, Halldór Helgason og Jóhann Helgason. Bikarinn var gefinn af Friðrik Olafssyni, skákmeistara, til þess að koma af stað skákkeppni inn- an . B. A. Stighæsta félag hlýtur bikarinn hverju sinni, og það fé- lag, sem vinnur hann þrisvar í röð eða 5 sinnum alls vinnur hann til eignar. Helztu viðfangsefnin, ,sem framundan eru. Eins og þegar er kunnugt, taka Akureyringar þátt í Knattspyrnu móti íslands I. deild. Verður fyrsti leikur þeirra við Hafnfirð- inga föstud .17. þ .m. og annar við Akurnesinga sunnud. 19. þ. m. — Hafa knattspyrnumennirnir þjálf að af kappi undanfarið og virðast nú öruggari á vellinum en í fyrstu leikjum síðastliðið sumar. Færeyingar vætanlegir. Flokkur frá Golfklúbb Akur- eyrar mun taka þátt í Golfmóti íslands í sumar í Reykjavík. — Einnig er í leiksflokkur íslandsmóti ráði, að handknatt- kvenna taki þátt í í þeirri grein. Þær hafa æft mjög vel í vetur og stóðu sig einnig með prýði I Fær- eyjaför sinni síðastliðið sumar. Drengjaflokkur frá Róðrarfé- lagi Æ. F. A. K. mun taV:a þátt í Róðrarmóti íslands, er væntan- lega verður í Rvík og frjáls- íþróttamenn munu fara til Kefla- víkur seinni hluta sumars til þátttaöku í stigakeppr.i milli bandalaga eins og fram fór á Ak- ureyri síðastliðið sumar. f. B. A. gaf í fyrra verðlaunagrip til þeirrar keppni og vei'ður keppt um hann í sumar. Þess má einnig geta, að von er á handknattleiksflokki kvenna frá Fæi-eyjum í ágúst í sumar og e. t. v. einnig handknattleiksfl. karla. — Koma þessir flokkar til að endui-gjalda heimsókn Akur- eyi-ax'stúlknanna til Fæi-eyja síð- astliðið sumar. Norðurlandsmót í sundi. Sundi-áðið er nú að undirbúa Noi-ðurlandsmót í sundi og Sam- norræna sundkeppnin hefst í dag eins og kunnugt er orðið. Er þess að vænta að Akureyringax- liggi nú ekki á liði sínu í þeirri (Framhald á 7. síðu.) Knattspymumennirnir frá Kcflavík. — (Ljósmynd.: T. H.).

x

Dagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.