Dagur - 15.05.1957, Blaðsíða 5

Dagur - 15.05.1957, Blaðsíða 5
Miðvikudaginn 15. mai 1957 D A G U R 5 Eiríkur Sigurðssoo: Keimsókn í vinabæ Akureyrar - Álasund i# Nokkrar minningar frá síðastliðnu vori í dag er liðið eitt ár frá því að eg dvaldi nokkra bjarta vordaga í vinábæ Akureyrar — Álasundi. Það ssekja á mig minningar frá þessum dögum. Og einhver innri rödd knýr mig til að taka penna í 'fiönd og rita þær niður. Sund og eyjar — eyjar og sund. Þetta einkennir umhverfi Álasunds og fjöll í fjarska inn til landsins. Skipafjöldinn í höfninni minnir á, að þetta er útvegsbær. Hér er það draumur drengjanna að komast á síldarskip, sem veið- ir á íslandsmiðum — eða ef til vill eitthvað lengra burtu. Héðan finnst mér styttra til ís- lands en frá öðrum stöðum í Noregi. En sennilega er þetta tóm ímyndun. En margt styður að þessari skynvillu. Fjöldi af íbú- um Álasunds þekkja ísland og hafa komið hingað á fiski- eða síldarskipum. Og hér get eg heyrt fréttir frá útvarpinu í Reykjavík. Og börnin í barna- skólunum í Álasundi geta sungið fyrir mig íslenzka þjóðsönginn, þegar eg kem í barnaskólana. — Nei, héðan er ekki langt til ís- lands. I bænum hitti eg tvær íslenzk- ar konur, sem giftar ei-u Norð- mönnum. Þær eru Oddfríður Hákonardóttir frá Reykhólum og Þorgerður Brynjólfsdóttir. frá Krossanesi við Akureyri. — Á heimilum þeirra beggja naut eg íslenzkrar gestrisni, og hvort tveggju þessi alúðlegu hjón óku mér inn fyrir bæinn og sýndu mér umhverfi hans. Það er gott að heimsækja Norðmenn, en ekki lakara að heimsækja íslendinga í Noregi. Eg heimsótti báða barnaskól- ana í bænum. Þeir voru báðir yfirfullir, 1100—1200 börn í hvor- um. En nýr skóli var þar í bygg- ingu. Sennilega tekur hann til starfa í sumar. Flisnes, skóla- stjóri Aspoy-skólans, er bráð- fjörugur og skemmtilegur mað- ur, átti mikinn þátt í að taka á móti Barnakór Akureyrar, þegar hann fór til Álasunds. Honum færði eg þjóðsönginn okkar á nótum, og beið hann ekki með að draga fram fiðluna og leika hann fyrir mig. Tvær hljómsveitir skólabarna voru við skólann, blásturssveit og strengjasveit. Annað kvöldið, sem eg var í Álasundi, var mér boðið á söng- æfingu hjá Karlakór Álasunds. En hann tók á móti Barnakór Akureyrar og greiddi mjög fyrir honum í Noregi. Formaður kórs- ins er Bjarni Korsnes en söng- stjóri er Edvin Solem. Einn af kórfélögunum er Knut Garmes, maður Þorgerðar, afbragðsmaður að mér virtist. Á eftir söngnum sýndi eg þeim félögum íslenzka kvikmynd, sem eg hafði með. Ræddu þeir mikið um ferð til íslands og nú hefur kórinn ákveðið að koma hér sumarið 1958, og mega Akureyr- ingar þá muna drengskap þeirra við bamakórinn okkar. Mér leið vel þetta kvöld með karlakórsfé- lögunum. Eg fann, að eg var þar meðal frænda og vina. Eitt kvöld óku þau mér, Odd- fríður og maður hennar, Paul Sætre, inn fyrir bæinn. Þar hitti eg Eystein Eiríksen, en hann er af íslenzkum ættum. Hefur hann þar mikla gróðurhúsarækt. Hann tók okkur mjög vel og bauð okk- ur heim til sín. Móðir hans var íslenzkt, Margrét Reykdal, systir Jóhannesár Reykdal í Hafnar- firði. Hún fluttist ung til Stav- anger, giftist norskum manni og eignaðist mörg börn, og eru þau dreifð víðs vegar.Eysteinn er mikill framkvæmdamaður og viðfelldinn í framkomu. Skemmtilegasti veitingastaður í Álasundi ef „Fjellstua“. Þangað er farið með flesta gesti, sem koma til bæjarins. Þessi veit- ingastaður stendur uppi á Axlar- núpnum, og sézt þaðan ekki að- eins yfir allan bæinn, heldur einnig vítt um kring. Þarna er fjöidi þjóðfána á afgreiðsluborð- inu, og þar á meðal íslenzki fán inn. Það ’hlýnar manni alltaf um hjartaræturnar að sjá hann með- al fána frændþjóðanna. Þennan veitingastað á Ung- mennastúkan „Symra“ í Ála- sundi. Hún heitir eftir fyrsta norska vorblóminu. En ungu mennirnir í stúkunni hafa byggt þennan stað frá rótum. Og þó að húsið hafi bæði fokið og brunnið, Suðurlandaferðir Ferðaskrifstofu Páls Árasonar í júnímánuði Ferðaskrifstofa Páls Arasonar hefur skipulagt tvær utanlands- ferðir í júnímánuði. Fyrri ferðin er: Lagt af stað frá Reykjavík og flogið til Parísar 5. júní. Hinn 27. júní er heimfarardagur, og eiga þátttakendur um tvennt að velja, annað hvort að fljúga beina leið Atvinna óskast Frá Álasundi. Göngu-Hrólfur. hafa þeir jafnan byggt það upp aftur veglegra en áður. Gengið er upp margar tröppur úi' bænum til að komast upp í „Fjellstua". Eg gekk þarna fyrst upp einn og naut þaðan yndislegs útsýnis yfir eyjar og sund. Síðar sýndi eg ís- lenzku kvikmyndina á fundi í „Symru“ og bauð stjórnin mér þá upp í „Fjellstua“ daginn eftir. Þar sögðu þessir ungu menn mér sögu veitingastaðarins. Eg átti þar ánægjulega stund. Annars er starfsemi Góðtemplarareglunnar með miklum blóma í Álasundi og engin áfengissala í bænum. Nýlega er fullgerður ágætur íþróttavöllur í Álasundi. Er hann talinn með glæsilegustu leikvöng um í Noi'egi. Sýnir það menningu bæjarins. Til gamans skal þess getið, að í lystigarði Álasunds er veglegt líkneski af Göngu-Hrólfi. Sam kvæmt gömlum sögnum var hann sonur Rögnvaldar Mærajarls, en flutti til Frakklands. Var hann því ættaður úr nágrenni Ála- sunds. í þessum lystigarði sá eg mjög sérkennilegt, stórt, suðrænt tré sem flutt hafði verið til Noregs frá Suður-Ameríku. Þess munu ekki dæmi, að það hafi vaxið svo norðarlega. Tré þetta heitir Aurikaria (tréð, sem hræðir ap- ana) og er með geysilega þykk blöð og sígrænt árið um kring. En fyrst eg er farinn að minn- ast á tré, kemur mér í hug, að Álasundsbær hefur sent Akur eyri jólatré að gjöf mörg undan- farin ár. Eflaust hafa bæjaryfir völdin þakkað þetta, svo sem verðugt er. En vinátubönd Ála- sunds og Akureyrar eru gömul og traust og mega ekki rofna. Þegar eg nú að ári liðnu renni huganum yfir þessa daga í ÁTa sundi, þá minnist eg þeirra með gleði og þakklæti. Margt er hér ósagt, en þetta greinarkorn átti aðeins að vera um fá atriði, en þó fyrst og fremst að minna Akur- eyringa á það, að við megum aldrei gleyma því, að við eigum marga góða vini í Álasundi vinabænum okkar. Akureyri 3. maí 1957. gagníræða- STÚLKA með menntun óskar eftir at- vinnu. \rist kemur ekki til Afgr. vísar á. Vauxhall 12 til sölu Nýuppgerð vél og bíllinn að öðru leyti í mjög góðu lagi. Lítið keyrður og vel með farinn. Afgr. visar á. Kvenhjól til sölu. Uppl. i sima 1980. til Reykjavíkur, og myndi þá ferðin taka 23 daga hjá þeim, sem lað gerðu, eða taka skip frá Kaupmannahöfn, og yrði þá við- koma á eftirtöldum stöðum: Gautaborg, Kristiansand og Þórs höfn, og yrði komið til Reykja- víkur 3. júlí. Fyrrnefnd ferð er til eftirtalinna landa: Englands, Frakklands, Þýzkalands, Sviss, ítalíu, Austurríkis og Danmerk- ur. Síðari ferðin er 16 daga ferð til Bretlands, Frakklands, ítalíu, Monaco og Þýzkalands. Lagt af stað frá Reykjavík laugardaginn 15. júní og væi'i heimfarardagur 1. júlí fyrir þá, er hefðu bundið ferðalag sitt við flugvél, en hin- um yrði útveguð skipsferð frá Kaupmannahöfn. Ferðalög þessi eru miðuð við að þátttakendur geti fengið sem gleggsta innsýn í líferni og háttu þeirra staða, sem komið verður til og kynnzt lífi þeirra af eigin raun. Allar máltíðir verða snæddar sameiginlega. — Ferða- skrifstofa P. A. hefur umboð víða erlendis og skipuleggur ferðir í samráði við þau og ferðir ein- staklinga um víða vei'öld. Vil seljí 4 vetra hryssu af góðu kyni Einnig reiðhjól í góðu lagi Einar S. Óskarsson, Kálfagerði. Saurbæjarhreppi. Barnavagn Lítið notaður barnavagn til sölu í Eyrarvegi 33. SÍMI 2130. íbúð óskast :í leigu í 5-6 Óska eftir að taka júlí og ágúst í sumar herbergi og eldhús. Upplýsingar gefur Sigmundur Björnsson, Sími 1056 eftir kl. 7 á kvöídin. Húsgögn til sölu næstu daga kl. 7—9 í Varð- borg (niðri). Til sölu Fjögra arma ljósakróna til sölu, með tækifærisverði. Uppl. i sima 1911. Góðan heýskaparmann vantar á gott sveitaheimili í Þingeyjarsýslu .3—4 vikur í júlíbyrjun í sumar. Uppl. d afgr. blaðsins. Grænn páfagaukur fundinn og geymdur á Eyr arlandsv. 26. Eigandi gjöri svo vel að vitja lians gegn greiðslu þessarar auglýs- ingar. Fjármark mitt er: Tvístýft aftan hægra og stýft og fjöður aftan vinstra. Brennimark: SHS. Sverrir Hermannsson, Ráðhússtíg 2. Akureyri. Ford-fólksbifreið er til sölu. Smíðaár 1946. Upp-1. eftir hádegi á laugar- dag í Gránufélagsgötu 18. íbúð óskast sem fyrst Uppl. i sima 2284. NYKOMIÐ: Khaki, 6 litir Verð kr. 15.75 Poplin, hvítt og rautt Sokkahandabelti og brjósathöld, þýzk, i miklu urvali. Verzlun Þóru Eggerts Sínti 1030.

x

Dagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.