Dagur - 15.05.1957, Blaðsíða 4
4
D AGUR
Miðvikudaginn 15. maí 1957
DAGUR
Ritstjóri: ERLINGUR DAVÍÐSSON
Aígreiðsla, auglýsingar, innheimta:
Þorkell Björnsson.
Skrifstofa í Hafnarstræti 90. — Sími 1166.
Árgangurinn kostar kr. 75.00.
Blaðið kemur út á miðvikudögum.
Galddagi er 1. júlí.
Prentverk Odds Björnssonar h.f.
?,SSSÍSSSSSS.SÍSÍSSÍSSS$SSS$SSS$Í«SSSS$SSÍSSSSSSSSS$S-
Stöðvun og síðan róttæk aðgerð
A FJÖLMÖRGUM undanförn-
um árum hafa stjórnarflokkarnir
verið á pólitísku uppboði frammi
fyrir kjósendum. Þeir hafa boðið
af kappi í kjörfylgið og lítt hugs-
að um gjalddaga. Þeim hafa verið
mjög kærkomnar ábendingar um
gylliboð fyrir hverjar kosningar
og ekki er það alveg fráleit
kenning, þótt ljót sé, að loforð
séu sigurvænlegri en efndir. Á
þeim vettvangi.
Hinni hástemdu og uppboðs-
kenndu kröfupólitík þarf að
breyta til samræmis við getu
þjóðarinnar. Fjái'festing og
eyðsla verður að lúta alþjóða-
•reynzlu í því efni, annars 'leiðir-
hún til stöðvunar.
Á meðan núverandi stjórnar-
flokkar undirbyggja áðalatvinnu
vegi landsins og búa í haginn
fyrir framtíðina á þann hátt,
eykst viðnámsþróttur hins sjúka
þjóðárlíkama. Til þess er þó
vinnufriðui'inn höfuðskilyrði. —-
■* _______________________________
I
<3
f
<S>
•1
i
*
©
->•
é
4-
©
■f
GarðyrkjuÞÁTTVr
& <£?
TÆPLEGA MUN ÞAÐ dyljast nokkrum full-
vita manni, að ef okkar litla þjóðfélag ætlar sér í
framtíðinni að lifa öðrum óháð fjárhagslega og
stjórnmálalega, verðui' hún að snúa af þeirri
óheillabraut, sem farin heíur verið mörg undan-
farin ár. Fjárfesting og eyðsla verður áð vera í
samræmi við útflutningsverðmætin. Því miður
hefur margt lagzt á eitt til að valda röskun i
efnahagskerfi okkar. Má þar fyrst nefna stríðs-
gróða nýsköpunaráranna, Það óhemju fjármagn,
sem þjóðin eignaðist þá, án þess að veruleg breyt-
jng atvinnuveganna kæmi til, ruglaði allt efna-
hagskerfið. Síðan hafa aðrir gulllitaðir straumar
fallið í sama farveg og haldið við því jafnvægis-
Jeysi, er auðkennt hefur allt efnahagslífið æ síðan.
Þjóðin hefur treyst á aðra tekjuöflun en þá
einu heilbrigðu, að vinna fyrir sér og sínum
með því að nytja gæði lands og sjávar og gera
kröfur samkvæmt því. Þessi gæði eru þó
sannanlega nægileg til þess að öll landsins
börn geti af þeim lifað blómlegu lífi.
t/tan að komandi fjármagn tók að streyma inn í
landið með komu hersins hingað til lands í stríðs-
'byrjun. Marshallaðstoðin var eins konar framhald
og nú síðast herseta um margra ára skeið. Afleið-
ingar alls þessa er hin óheillavænlega efnahags-
þróun sem blasir við. Hin mikla verðbólgu-
þennsla, sem hófst strax í stríðsbýrjun, rýrði trú
manna á Verðgildi peninga og fjárfestingar og
eyðsluæðið greip um sig eins og illkynjað mein í
þjóðarlíkamanum.
AÐ KRÖFU SJÁLFSTÆÐISFLOKKSINS voru
allar hurðir opnaðar í krafti þeirrar kenningar
flokksins, að afnám hvers konar innflutnings og
í'járfestingarhafta væri hin eina og sanna leið til
að jafnvægi skapaðist á ný. Hvers konar brösk-
urum varð hægt um vik að safna of fjár á
skömmum tíma, vinnuaflið hvarf frá atvinnuveg-
unum til Suðvesturlands og ráða varð útlendinga
á veiðiskipin og jafnvel til fiskvinnslustöðvanna.
Sjávarútvegurinn var kominn á heljarþröm og
lá bátaflotinn bundinn við hafnarbakkana um
hver áramót og fjölmennustu verkalýðsstéttirnar
töldu sig eiga í stríði við ríkisstjórnina og beittu
verkfallsréttinum ótæpt.
Þjóðin hefur það nokkurn veginn í hendi sinni
að snúa þessari óheillaþróun við. Sú ríkisstjórn,
sem tók við völdum í fyrrasumar, studdist við
íjölmennustu vinnustéttirnar. Gerð skyldi til-
raun til breyttra stjórnarhátta. Kaupgjald og
verðlag var lögfest og hefur verið haldið í skefj-
um. Ákveðið var að kaupa ný atvinnutæki, svo
sem 15 togara og allmörg stálskip, útvega fé til að
unnt væri að halda áfram rafvæðingunni í land-
inu, byggingu sementsverksmiðju, fiskiðju-
vera o. s. frv.
Stöðvun kaupgjalds og verðlags er slíkt
átak að lengi verður í minnum haft. Um slíka
stöðvun hafði ekki einu sinni verið rætt áður
og þaðan af síður reynt að framkvæma. Hún
var líka óframkvæmanleg nema í samvinnu
og samráði við hagsmunasamtök vinnandi
fólks. Öllum er Ijóst, að meinsemd verð-
þennslunnar var stöðvuð að mestu leyti. Sú
stöðvun ætti að verða undirbúningur undir
varanlega aðgerð.
Tíminn liðúr, störfin kalla
Búið er að plægja mestan hluta
bæjargarðanna og þeir eru víðast
orðnir sæmilega vel þurrir. Þeir
sem eiga vel spírað útsæði ættu
að setja það niður sem fyrst. Ef
landið stendur lengi opið áður en
sett er niður, verður arfinn á
undan kartöflugrösunum og
veldur garðeigendum margra
mæðustunda. Á hverja 100 fer-
metra er hæfilegt að nota 18—20
kg. af garðaáburði. Ef óblandaður
áburður er notaður mættu hlut-
föllin vera: 6 kg. kalí, 6 kg. þrí-
fosfat og 6—8 kg. Kjarni.
Um niðui’setninguna er það að
segja, að aðfei'ðirnar ei’u næstum
því eins margar og kartöflurækt-
armennirnir. Enda tæplega nein
séi’stök regla til, sem skari fram
úr að öllu leyti. Víðast er þó
réttast, sérstaklega í þurrum og
gömlum göi’ðum, að setja slétt
(ekki í hi’yggi). Það auðveldar
hirðingu til muna. Og hversu sem
að er farið ættu menn að foi’ðast
óþarfa traðk í garðlöndum. Hent-
ugra er að setja í raðir en í beð.
Bil milli raða 50—60 sm. og 25—
30 sm. milli kartaflanna í röðun-
um. Raðii’nar eiga að vera þráð-
beinar og er snúran gott hjálpar-
tæki til þess. Skyldu menn vera
minnugir þess við niðursetning-
una, að „augað heimtar sitt“, og
of seint er að iðrast þegar nýju
kartöflugrösin segja eftir um
hroðvirknina. Lítill kartöflugax’ð-
ur getur verið fallegur og gefið
ánægjustundir auk uppskerunn-
ar.
Nú er beztur tími að flytja tx’é
og runna, áður en þau laufgast.
Stór ti’é má flytja úr stað, jafnvel
langar leiðir og gróðursetja með
góðum árangri. En það er dýrt að
flytja þau og mikið vandavei’k.
Það ættu menn alveg sérstaklega
að hafa í huga þegar þeir gróður-
setja litlar trjáplöntur. Því miður
er þessa ekki gætt sem skyldi og
trén vei’ða til vandræða þegar
þau stækka. Fer þá oft svo, að
eigandinn tímir ekki að höggva
þau upp eða flytja þau burtu, en
lætur þau taka frá sér birtu og
útsýni árum saman.
Runnana er auðveldara að flytja
en stóru trén. í báðum tilfellum
er það fyrsta boðorð garðyrkju-
manna að ræturnar skemmist
sem minnst, ásamt því að búa
plöntunum sem heppilegastan
vaxtai-beð á nýja staðnum. Oft er
nauðsynlegt að vökva jai’ðveginn
rækilega áður en þlönturnar eru
fluttar og láta vatnið jafnast vel
í jarðveginum áður en flutningur
hefst ,því að þun’ mold hrynur
annars auðveldlega og allt of
mikið af í’ótunum.
'—>
Nú eru hæg heimatökin að fá
trjáplöntur til gróðui’setningar
hjá uppeldisstöð skógræktarfé-
lagsins í Kjai’nalandi. Vei’r geng-
ur að fá runna til gróðursetning-
ai’. Má segja að á þeim sé mikill
hörgull og raunar á fjölærum
plöntum yfirleitt. Runnar eiga
vaxandi vinsældum að fagna í
skrúðgörðunum, og svo virðist að
fjöldi afbrigða geti þrifist hér
prýðilega. Þá kemur mjög til at-
hugunar að hafa runna í stað
girðinga, þar sem slíkt getur átt
við. Má þar nefna rauðblaðarós,
ísl. gulvíði, þingvíði, alparibs og
fleiri tegundii’.
Á hverju ári þurfa margir að
skipuleggja nýja garða og aðrir
að gera breytingar á eldri göi’ð-
um. Venjulega liggur gagngstétt
frá vegi heim að hxlsinu. Algeng-
ast er að hafa blómabeð, runna
eða ti’é meðfram gangstéttinni. —
Mjög orkar tvímælis, hvort
blómabeð séu heppilega staðsett
þarna. Athugandi er að mestan
hluta ái’sins eru beð þessi aðeins
ljótt moldarflag og mjög til
óþrifnaðar. Runnar fara mun
betui*, ef þeir eru vel hirtir, og
tré eiga ef til vill bezt við beggja
megin upphleypts vegar. Hér er
þessu þó aðeins slegið fram til
athugunar.
Grasfletirnir í görðunum eru
oft mesta prýði þeii’ra, og enginn
garður er fallegui’, ef þar eru
ekki vel hirtir grasfletir. Fólk
ætti að hugsa sig vel um áður en
það skemmir þá eða rýrir fegurð
þeirra með prjálL
Að síðustu nokkur oi’ð um njól-
ann. Hann er nú farinn að skjóta
upp kollinum hér og þar á hin-
um óheppilegustu -stöðum eins og
hans er vandi. Mannvonzka, ef
hún er einhver til, fengi mjög
heppilega útrás ef hún snei’ist
gegn njóla. Hann skal upp
höggva og í eld kasta. Gott að
ræturnar fylgi með.
Barnaskóla Akureyrar slitið
Barnaskóla Akureyi’ar var slitið laugardaginn 11.
maí að viðstöddum mörgum gestum. Skólastjóri,
Hannes J. Magnússon, flutti skýrslu um störf skól-
ans á skólaárinu og ávai-paði síðan hina braut-
skráðu nemendur.
Heilsufar hafði vei’ið slæmt fyrri hluta vetrar, en
með afbi’igðum gott síðai’i hluta skólaársins. Ljós-
böð fengu 262 börn og öllum börnum var gefið A
og D vitamin í töflum allan vetui’inn. Tann-
skemmdir voru miklar að vanda ,og aðeins 139 börn
höfðu allar tennur heilar. Tannlækningastofa skól-
ans er opin 4 stundir á dag.
Skráð voru í skólann 973 börn, er skiptust í 37
deildir. Leigja vai’ð húsnæði utan skólans fyrir 5
deildir og alla handavinnu stúlkna, vegna þrengsla
í skólanum. En verið er nú að byggja nýjan skóla
á Oddeyrinni, og standa vonir til, að hann geti tek-
ið til stai’fa í haust. í smábarnaskóla þeim, er
Hreiðar Stefánsson veiti í’foi’stöðu, voru 123 böi’n.
í skólanum innrituðust í vor tæp 200 böi-n, en um
það bil 140 fara, verður því fjölgun á þessu ári um
60 börn.
Ei-indi fluttu í skólanum Ólafur Ólafsson, kristni-
boði, Vilhjálmur Einarsson, erindreki, og Ólafur
Gunnai’sson, sálfræðingur.
Mei’kjasala á vegum sparifjársöfnunarinnar varð
að þessu sinni 47 þúsund krónur.
Mikið var um íþróttakappleiki innan skólans á
vetrinum. 14. okt. fór fram sundkeppni um Snorra-
bikai’, og tóku þótt í henni 112 böi’n í 14 sveitum. í
febrúar var keppt bæði í skíðaboðgöngu og svigi,
og var þar einnig keppt um fai’andbikara. Og tók
fjöldi bax-na þátt, í þessari keppni. í marz fór svo
fram keppni í fimleikum drengja og stúlkna, og var
keppt um farandbikara. íþróttakennarar skólans
sáu um öll þessi mót.
Noi’rænn dagur var haldinn í skólanum 30. okt.
og var Norðurlandanna allra minnst þar með all-
mikilli dagskrá.
Þann 1. febrúar voru liðin 100 ár frá fæðingu
Páls J. Árdals kennara og skálds. í tilefni þessa af-
rnælis hafði skólinn boð inni og var Páls minnst
þar á margan hátt með ræðum, söng, upplestri og
leikþætti. Nikkur hluti þessarar dagskrár var svo
fluttur í barnatíma útvax’psins á annan páskadag.
Lestrai’stofu skólans, sem opin er 6 stundir í
vilcu, sóttu um 2300 böi’n.
Hæstu einkunnir á ársprófi hlutu Snjólaug
Bragadóttii’, 9,08, Guðrún Þórhallsdóttir, 9,06, Álf-
hildur Pálsdóttir, 9,03, og Guðrún Árnadóttir, 9,03.
142 böi-n þx-eyttu barnapi’óf og fengu 13 böi’n
ágætiseinkunn og 90 börn 1. einkunn.
Hæsta einkunn á barnaprófi hlutu þessi börn:
Einar Pálmason, 9,38, Guðrún Kii’stjánsdóttii’, 9,36,
og Sigríður Whitt, 9,26.
Nálega öll böx-nin höfðu nú lokið sundprófi. Örfá
höfðu læknisvottorð, sem leysti þau frá sundnámi
og 2 eiga ólokið sundprófinu. Þessi góði árangur er
að þakka hinni nýju sundhöll, en þar hefur nú farið
fram sundkennsla í allan vetur.
Bókaverðlaun fyrir beztu ritgerðir við barnapróf,
er Bókafoi’lag Odds Bjöi’nssonar veitir á hvei’ju
voru, hlutu þessi börn:
Bergþóra Einarsdóttir, Brynjólfur Bjarkan og
Sigx’íður Whitt.
Eins og áður segir ávai’paði skólastjóri braut-
skráða nemendur að lokum og lauk máli sínu með
þessum orðum :
í Orðskviðum Salómons segir: Vai’ðveit hjarta
þitt framar Öllu, því að þar er uppspretta lífsins.
Það er í raun og veru þetta, sem eg hef verið að
x-eyna að segja ykkui’. Vondir menn með spillt.
hjarta og hugarfai’, geta aldi’ei oi’ðið hamingju-
samir, þótt þeim gangi annars allt að óskum að
ytra útliti. Að vera góður maður er bezta einkunn-
in, sem nokkur getur fengið .Eg vona, að þá eink-
unn eigið þið öll skilið, bæði nú og ætíð, hvað sem
þeim einkunum líðui’, er þið hljótið nú við bai’na-
próf. Að lokum þakka eg ykkur langa og góða sam-
vinnu og bið guð að blessa ykkur allar stundir. |f