Dagur - 05.06.1957, Blaðsíða 4

Dagur - 05.06.1957, Blaðsíða 4
4 D A G U R Miðvikudaginn 5. júní 1957 DAGUR Ritstjóri: ERLINGUR DAVÍÐSSON Afgreiðsla, auglýsingar, innheimta: Þorkell Björnsson. Skrifstofa í Hafnarstræti 90. — Sími 1166. Árgangtfrinn kostar kr. 75.00. Blaðið kemur út á miðvikudögúm. Galddagi er 1. júlí. Prenlverk Odds Björnssonar h.f. Þeir féllu á prófinu Eysteinn Jónsson fjármálaráðherra-sýndi glögglega fram á það í nýlega afstöðnum stjórnmálaumræðum, hve Sjálfstæðisflokkurinn er gersamlega á flæðiskeri staddur, málefnalega. Sjálfstæðismenn hafa svo glögg- lega þverbrotið allar fyrri yfirlýsingar í kaupgjalds- málum að þeir vinna nú um land allt bæði leynt og ljóst að verkföllum. Skilur þó á milli þeirra og kommúnista áður, að hinn nýi kaupkröfuflokkur þorir ekki að játa þetta opinberlega, J)ótt sannanir liggi fyrir um verknáðinn og það í sjálfu aðalmál- gagni flokksins, Morgunblaðinu. Og epn fremur er Jjað vitað að Sjálfstæðisflokkurinn neyddi flokks- bræður sína og atvinnurekendur til að hækka kaup í Iðju óumheðið, til að koma af stað verðhækkunar- öldu og hældust um, svo sem Bjarni Benediktsson gerði á fundi á Akureyri fyrir stuttu. Fara hér á eftir tveir stuttir kaflar úr ræðu fjár- niálaráðlierra um Jreua efni: „Þau úrræði í efnahagsmálum, sem ni'iverandi stjórnarmeirihluti beitti sér fyrir á s. 1. vetri, voru byggð á samkomuiagi við þýðingarmesfu heildar- samtök stéttanna í landinu. Einn þáttur í Jjeirri stefnu sem tekin var, var sá, að heiidarsamtökin ákváðu að vinna gegn verð- liækkunum og almennum kauphækkunum fyrst um sinn og reyna þannig að stöðva Jrá óheillajjróun í þessuni efnum, sem við höfum bi'iið við. Fullyrða má, að Jjjóðin fagnaði Jjessu samkomulagi. Þessi samtiik urðu á hinn bóginn einskonar próf- steinn á forystu Sjálfstæðisflokksins. Hér fengu Sjálfstæðismenn stórfellt tækifæri til Jress að sýna manndóm sinn og styðja J>essa stefnu með ráðum og dáð og sýna Jjað í verki, að Jjeir voru málefnalega trúir, Jjótt Jjeir væru ekki við völd. Enginn hefði átt að fagna Jjví meira en Jjeir, sam- kvæmt Jjví, sem þeir höfðu áður haldið fram áratug- um saman, að aljjýðusamtökin voru ráðin í Jjví að vinna gegn Jjví, að ný verðbólguskriða færi af stað. En pvi miður héjur Island orðið fyrir þvi áfalli, að forusta Sjálfstaðisflokksins hefur gjörsamlega fallið á þessu prófi. Forusta flokksins hefur reynzt ábyrgðarlausayi og ófyrirleitnari en verslu óvinir þeirra hafa haldið frarn. Það ótrúlega skeði, að forusta Sjálfstæðisflokksins hóf Jjegar í stað lieiftarbaráttu gegn stöðvunarstefn- unni. Þeir sneru svo gersamlega við blaðinu og ó- merktu sig svo rækilega, að Jjeir hafa æ síðan núver- andi stjórn náði samkomulági við forustu aljjýðusam- takanna um stöðvunarstefnuna, gert allt, sem í þeirra valdi hefur staðið, til Jjcss að koma á kauphækkun- um, sem gætu orðið upphaf að almennri kauphækk- nn í landinu. Þeir hafa látið alla þjóna flokksins vinna að Jjcssu alls staðar, þar sem þeir 'hafa talið að þcir gætu haft áhrif. Þeir hafa látið þá atvinnurekendur, sem Jjeir ráða yfir, bjóða fram kauphækkanir, til Jjess á Jjann liátt að rcyna að sprengja stöðvunina í framkvæmd og til Jjess raeð Jjví að reyna að gera Jieim forustu- mönnum verkalýðsins, sem vilja vinna að stöðvunar- stefnunni, óbærilegt.að lialda þcirri stefnu í fram- kvæmd. Er Jjað eitt glcggsta dæmið úr Iðju, Jiar sem Jjcir létu atvinnurckendur úr flokknum leika þennan leik á sama tíma, scm Jjessir atvinnurekendur linna ekki látum að heimta hærra vcrðlag á vörur sínar. Þeir hafa lálið handlangara sina i verkalýðsfé- lögunum ráðasi á þá menn i fé- lögunum, scm staðiðhafa gegn því að koma af stað nýrri kaup- hrekkunar- og verðheckkunaröidu. Þcir hafa í blöðum sinum stork- að þessum leiðtogum og skorað á fólk að yfirgefa þá, þar sem þeir hafi svikizt um i kjarabaráttunni. Því að nú heitir það á máli Morgunblaðsins og þessara pilta kjarabarátla, sem áður var sagt að leiða hlyti bölvun yfir þjóð- ina, og launamenn þá alveg sér- staklega. Strax í sambandi við vísitölu- bindinguna sl. sumar var byrjað á Jjessum áróðri. Þá sagði Morgun- blaðið t. d.: „Járnsmiðir kjósið gegn vísitölubindingunni". Tilrœði við heilbrigt fólk. ENN ERUM við á svo lágu stigi í verklegum efnum, að leitun er á húsakynnum, sem fjöldasamkom- um eru ætluð, að þar sé viðun- andi loftræsting. Á síðasta sam- söng Geysis í Samkomuhúsi bæj- arins, var heitt í veðri og hitinn í húsinu óbærilegur venjulegu fólki. Má það furðulegt heita, að rafmagnsviftur séu ekki notaðar, þar sem þær Jjó eru til. Verður að ætlast til þess að samkomu- gestir séu ekki að óþörfu kvaldir af loftleysi og hita á samkomum og mannamótum, svo sem nú er algengt. Spói skrifar blaðinu eftirfarandi: SINFONÍUHLJÓMSVEIT ÍS- LANDS skrapp hingað norðtu’ á föstudaginn var og hélt hljóm- leika í Matthíasarkirkju á Akur- eyri um kvöldið, undir stjórn Thor Johnson. Aðsókn var mikiL Hljómsveitin mun telja það skyldu sína að gefa landsfólkinu öðru hvoru kost á að sjá og hlýða á hina miklu sinfoníuhljómsveit, þar sem ástæður leyfa. Enda er fyrirtækið ekki lengur kennt við. höfuðborgina, eins og áður var, heldur við ísland. Ekki svo að skilja, að Reykjavík sé hér með að afsala sér nokkru nema þá tapinu af rekstrinum, því að hún getur sér að meinalausu séð af henni dag og dag. Ekki fer það milli mála, að mikill menningarauki er að slíkri hljómsveit. Um það eru tón- menntaðir menn og margir aðrir sammála. Það fer heldur ekki hjá því að venjulegt fólk hafi í æ ríkara mæli og vaxandi, ánægju og nautn af tónleikum slíkra hljómsveita á verkum meistar- anna og vissulega er þess að vænta að lifandi tónlist, þar sem maður heyrir bæði og sér 40 manna hljómsveit, gefi mönnum nýja sýn og nýjan skilning á þessum vettvangi, svo að menn njóti hennar fremur síðar gegn- um útvarp. Er þá vel farið. — Einkum vegna þess að nauðugur, viljugur verður maður að með- taka og það í allstórum skömmt- um frá ríkisútvarpinu, þessa teg- und hljómlistar, hvort sem er. En þi’átt fyrir góðan vilja út- varpsins á að tónmennta alþýðu manna á þennan hátt, er árang- urinn ekki meiri en svo, að allur þorri manna dregur sig í hnút eins og hræddur broddgöltur, svo að broddarnir standa í allar áttir þegar sinfoníur bylja í eyrum manns. í Matthíasarkirkju stóð maður svo augliti til auglits við hinn mikla skelfi, bæði sem áhorf- andi óg áheyrandi. Sem áhorf- andi fékk sá, er þessar línur ritar, nokkuð fyrir sinn snúð. En sem áheyrandi verður útkoman allt önnur, Jjví að ef eg á að segja eins og er, vissi eg ekkert hvað var verið að fara með og naut þess ekki að neinu ráði. Flöfuð mitt var jafn tómt og áður og eitthvað innra með mér gerði jafnvel hálfgerða uppreisn gegn hinu mikla og margbreytilega tónaflóði. En vona einlæglega að eg sé einn um þessi áhrif og eg skal reyna að læra betur, áður en hljómsveitin kemur næst. — Eg mundi verða óumræðilega þakk- látur ef viðfangsefnin væru skýrð fyrirfram í prógrammi eða efni hvers verks sagt fram áður en það er leikið, svo að ekki fari eins og nú, að eg vissi lítið um hvað fjallað var, einkum í síðari hluta hljómleikanna. Mér datt svo sem eitt og annað í hug, en væri það ekki synd að hugsa sér tvær fylkingar gráar fyrir járn- um renna saman með stríðsösk- ir og vopnabraki og kvalaóp limlestra manna í blóðugum valnum, ef höfundur og læri- sveinar hans og boðberar eru að segja okkui' eittlivað allt annað. Mai'kmiðið hlýtur að vera það, að almenningur skilji og njóti æðri tónlistar. Til þess að ná Jjví, þarf meiri fræðslu. Þar á ríkisút- varpið að gera betui' og meira og hjálpa mönnum til skilnings. Spói. Hinn nýi heimsmeistari í skák, Rússinn Smyslov, lærði skák 6 ára gamall, og er hann vai' orðinn 17 ára, var hann þegar með beztu skákmönnum heims. Smyslov er nú 36 ára. Hann er rauðhærður, grannvaxinn, flug- verkfræðingur að menntun, ágætur sundmaðui', skíðamaður, píanóleikari og bassasöngvari. — Fróðir menn telja, að hann hefði getað skapað sér heimsfrægð sem tónlistarmaðui', a. m. k. er tón- listin Jjað eina, sem togað getur hann frá skákborðinu. Á hinu mikla skákmóti í Am- sterdam, þai' sem gert var út um það, hver rétt hefði til þess að skora á Botvinnik til einvígis, þótti tíðindum sæta, er Smyslov og Petrosjan hespuðu skók af í 10 leikum, sömdu um jafntefli, og þutu út. Þeir höfðu keypt sér að- göngumiða að Mozai'ttónleikum. Það er dálítið skrýtið, en gír- affinn og músin hafa nákvæm- lega jafnmarga hálsliði, munur inn er bara sá, að hálsliðir gír- affans eru Jjó nokkuð lengri. Bretar hafa ekki borðað rúg- brauð til þessa, en nú eru Danir teknir að flytja þangað 1—2 tonn af rúgbrauði mánaðarlega, og hefur salan gengið ágætlega. Nýlega er látin józk húsfreyja, sem fékk lömunarveiki 1943 og varð alla tíð síðan að vera í stál- lunga. * VALD. V. SNÆVARR: I F ÞEGAR ÞYSINN HLJÓÐNAR. Jak. 3. 5—6 og 10: Þannig er einnig tungan % litill limur, en leetur miltið yfir sér. — Sjá, hversu J; ^ lilill neisli getur kveikt í miklum skógi, Tung- % g- an er líka eldur. Tungan er ranglcetis heimur. — 1 & _ Af sama tntinni gengur fram blessun og bölv- ‘i- un, þetta má ekki svo vera, brceður minir. 6> * © -)■ é ■i■ © Eitt orð, eitt kaldrcent kersknisorð, ofl kvöl og gremju vekur. Eitt orð er jajnvel andlegt morð, þóll ettgittn finnist sekur. Það smýgttr Ukt og eitruð ör að innslu hjartarótum, og gelur latnað gleði’ og fjör að grimmum hcetti’ og Ijótum. Eitt orð, eitt hlýlt og ástrikt orð, er undir hjarlans blccða og syrtir að við sorgarborð, — má sárin djúþu grceða. Og þeim, er harm. i hjarta ber og horfinn ástvin grceíur, hið hlýja vinar-orðið er setn unaðshljómur scetur. Eilt orð, sem lofar Ijúfri náð, til Ufs margt.dáið vekur. Þá gleymist tregi, gefast ráð og góðvild eflast tekur. Gitðs helgur andi, tncel iil min . það máilarorð, sem hreki allt hatur burt, en helgi þin i hjarta kcerleik veki! Anders Hovden, norskur skáldaprestur. * <r <3 -)- f t t t <3 r ? f f i’/. jr & ~r I <3 V F <3 -V f <3 f I f <3 -)- ? & F 4- ? <3 -)- f <3 ■k f <3 4- * <■ f f f f ! *(• (Lausleg þýð. Vald. V. Snævarr.) <3 -)- A I Ánægjuleg keppnisför Eg fór í vikunni keppnisför í annað hérað, skyldi eg keppa í skák við meistara þess héraðs um titil— inn: „Mesti skákmaður á norðurslóðum". Það var tekin mynd af mér og fararstjórunum þremur, áður en við stigum upp í flugvélina. Þetta var ógurlega gaman. Þegar við komum á áfangastað, tók eg til við taflið, og eg varð heimaskítsmát í 8. leik. Það varð mikil hrifning í salnum, en Jjar voru 20 manns að horfa á, auk fararstjóranna minna. Það var tek- in mynd af mér og hún birt í blaði bæjarins, og Jjað var birt viðtal þar við alla fararstjórana. Viðtalið og umsögnin um keppnina var mjög vinsamleg, og okkur var hælt á hvert reipi. Þetta varð því mjög ánægjuleg ferð. Það er að vísu heldur verra, að eg skyldi tapa skákinni svona fljótt, en á Jjví má gefa skýringar. Skákborðið, sem eg æfði mig á í hitteðfyrra, en eg hef ekkert teflt síðan, var úr pappa, en nú varð eg að hafa menn mína á marmaraborði, sem er miklu harðara, og andstæðingur minn, sem vanur var sliku borði, hafði Jjví betri aðstöðu. Þar að auki var mjög heitt í salnum. Að öllu samanlögðu má fullyrða, að eg hafi orðið héraði mínu til sóma, um Jjað eru fararstjórarnir alveg sammála mér. Þetta var mikil og góð auglýs- ing fyrir sveit mína og hérað, og eg hef nú öðlazt mjög dýrmæta keppnisreynslu. Brátt mun eg halda í aðra keppnisför. Dufgus.

x

Dagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.