Dagur - 05.06.1957, Blaðsíða 5

Dagur - 05.06.1957, Blaðsíða 5
Miðvikudaspnn 5. júní 1S57 D A G U R 5 II. Niðurlaa GUÐMUNDUR B. ARNASON: En betur má ef duga skal, þótt allmikið liafi verið unnið að því að prýða bæinn, er þó enn mikilla um- bóta þörf. Það hafa líka sumir bæj- arlniar fundið, því að fyrir nokkr- um árurn var hér stofnað félag, er hlaut nafnið „Fegrunarfélag Ak- urevrar". Eg hef ekki fylgzt svo vel með s;<",:íum þess og framkvæntd- um. að ég geti mikið um það sagt. Finnst þ >, að stórhug skorti í fé- laginu. En hugmyndin var góð og bcr að þakka forvígismönnunum fyrir hana. Engin stiirvirki hefur þetta félag unnið enn. Því grasvöllurinn við Eyrarveg — sent mun gerður af því að mestu eða öllu leyti — getur tæplega borið ]>að nafn. Hins vegar mun félagið hafa kvatt ráðamenn bæjarins til ýmissa umbóta og stutt að þeim einkum með blómskrúði og Ijósadýrð. En Iivorugt er varan- legt. Blóntin fölna skjótt — eftir aðeins fáar vikur. Og jólaljósin eru ekki kveikt á réttum tíma og ná þvi ekki þeim tilgangi, sem þeint var ætlaður frá upphaíi: Að gera jóla- hclgina hátíðlegri. Það varri því æskilegt að félagið færðist í aukana og vddi sér verkefni, sem orðið gæti bænum til mikillar prýði og því sjálfu til verulegs cg langvar- andi sóma. Einn cr sá staður hér í bænum, sem mér finrfst að þurfi alveg scr- slaklcgn skjótra og gagngerðra um- bóta við. Það er gilskoran, sem gengur upp i Brekkuna rétt sunn- an við Ráðhústorgið. Gilskora þessi á sér ofurlitla forsögu, og vil ég fyrst víkja lítið eitt að henni. Fyrir nálægt tuttugu árunt hóf- ust skátar bæjarins handa, komu á kvöldin, þegar önnum dagsins var lokið, með skóflur og hjólbörur og hófu ólaunaða vinriu í gilbotnin- urn, undir stjórn J<>ns heitins Norð- fjörðs og Tryggva Þorsteinssonar. Þeir stungu og pældu upp jarðveg- inn og færðu moldina til í hjólbör- unum, gerðu hleðslu þvert yfir gil- ið, fylltu upp með rnold ofan við hana og mynduðu þar sléttan, fall- egan grasflöt. Annan flöt gerðu þeir neðar og hhiðu upp stalla báðum megin í gilinu. Þeir grófu holræsi, afgirtu blettinn og gróðursettu trjá- plöntur meðfram girðingunni og eitthvað á stiillunum. Efni í girð- inguna gTciddu J>eir úr eigin vasa. Trjáplöntur ætlaði bærinn að leggja til. En vanefndir urðu á því, lr- í ' ' ' V Betur má ef duga skal svo að skátarnir urðu einuig að kaupa eitthvað af plöntum. Er öllu Jtessu var lokið, afhentu J>eir bæj- arfélaginu blettinn. Það var mikil prýði að |>essum bletti, j>ó að ekki væri meira að gert, því að Jrarna var áður órækt- armór. Og liefði þó prýðin af blett- inum getað orðið meiri, ef honum hefði verið sónti sýndum. En — því miður — varð annað uppi á ten- ingnum. Ekkert hefur verið gcrt. fyrir ]>ennan blett síðan. Trjá-! plönturnar, sem ekki náðu Jrroska,1 voru ekki endurnýjaðar. Girðing- unni var ekki haldið við, og er hún nú alveg horfin. Og lokræsið er sigið saman, svo að vatnið leitar nú upp á yfirborðið. í stuttu máli: viðurstyggð eyðileggingarinnar hel- ur haldið innreið sína á þennan fallega blett og er nú að gera liið fómfúsa starf skátanna að engu. Síðan girðingin íór hafa börn og unglingar þyrpzt inri á blettinn og eyðilagt grasrótina að nokkru, svo að flög eru farin að myndast þar. ! Níunu ]>au stækka nteð sívaxandi hraða, ef ekkert er gcrt til að hindra ]>að. Vafalaust hafa skátarnir séö, að gilskoran var svo upplagður staður til bæjarprýði, að á betra varð vart kosið. Og Fegrunarfélaginu og ráða- mörinum bæjarins mun einnig hafa verið það ljóst, því að hlerað hefi ég, að framkvæmdir við gilið hafi verið ræddar af þessum aðilum, og jafnvel verið byrjað að gera ráð- stafanir með það fyrir augum, að hefja þar róttækar aðgerðir til feg- urðarauka. En um það verður ckki rætt hér að sinni, heldur vil ég bregða mér niður í bæinn og verða samferða ferðalang, sem kemur til bæjarins í fyrsta sinn og bið les- andann að fylgjast með litla stund. Það er fyrstu dagana í maí. Vor- inu hefur sótzt ferðin liingað á norðurhjara veraldar vel. Og sólin er búin að þíða hið þunna klaka- lag vetrarins og byrjuð að klæða jörðina fallega, græna sumarbún- ingnurn. Við göngum að flugstöð- inni. Bíll nemur þar staðar og mið- aldra maður stígur út úr honum. Hann talar nokkur orð við bílstjór- ann. Og bílstjórinn bendir lionum á Hótel K. E. A. og segir um leið, | að það sé talið annað fullkomnasta gistihús landsins. Maðurinn gengur ] þangað og hverfur þar inn. Eftir að hafa fengið þar fyrsta flokks þjón- ustu og fullnægt krölum magans með einhverju lostæti, kemtir hann út og hefur göngu sína um bæinn. HRÍÐ í JÚNÍEYRJUN. Veðurúllit cr ærið Ijótt, alls staðar él á brúnum, það liefir fennt í fjöll í nótt og fölgvað á efstu brúnurn. Á norðurslóðunr er veður valt, og vandgæft með sumarfenginn. Fyrr má nú vera vorið kalt en vetur sé afturgenginn. Hafa nú jarðar-hreyfingar hvarflað frá réttri línu? Eða cru prentvillur einhverjar í almanakinu nrínu? E£ það gerir nú ofsahret, — annað eins hugsast getur — lands-skíðagöngu ég lokið get, mér láðist það hreint í vetur. Ég hefi sól og sumar þráð, nú sezt að mér vetrarkviöinn, til afþreyingar er ekkert ráð annað — en smyrja skíðin. DVERGUR. GuÖmunAnr B. Arnason. Og við fýlgjumst með. Honum verður fyrst reikað út Hafnarstræti að austan og athugar á göngu sinni stærstu og fallegustu húsin við götuna. Er hann kemur út á móts við eyðuna á rnilli húsanna nr. 97 og 101, stanzar hann snögg- lega og virðir fyrir sér stórt, Ijótt og gapandi sár efst í Brekkunni — jarðfall — sem ekki hefur verið grætt. Hafnarstræti er að þessu sinni hið þrifalegasta, sjálfsagt nýbúið að sópa það, svo að umgengnismenn- ingar sælgætisneytenda bæjarins — sem flestir eru af yngri kynslóð- inni — gætir ekki. En oft er um- búða og bréfaruslið á þessari fjöl- förnu götu þeim lítt til sóma og setur leiðinlegan svip á bæinn. Nyrzt í Hafnarstræti dettur ferða- manninum í hug að bregða sér upp á brekkuna og fá útsýn yfir bæinn. Hann gengur upp tröppurnar sunnan við Útvegsbankann. En vart hefur hann klifið þær,fer. hann snarstanzar og hvessir sjónir á forn- an skúr, allmikinn ummáls, lágan og svo lágreistan, að efri brún þaksins, sem er flatt og rautt af ryði, er nál. 1 íc-t til jafnaðar ofar jörðu. Ekki ber þakið — eða skúr- inn yfirleitt — nein merki þess, að málningu hafi nokkurn tíma verið á hann slett. Annar skúr blasir einri- ig við auga ferðamannsins þar rétt sunnan við, einnig ómálaður, en hefur það frarn yfir stallbróður sinn, að þakið er skjöklótt, því að nokkrar af hinum fornu járnplötum hafa verið fjarlægðar og óryðgaðar plötur settar í staðinn. Brekkan, sem lækkar snögglega upp af syðri skúrnum, helir ckki verið klædd, svo að þar er ber, gróðurlaus mclur. Hefir þeim, er verkinu stjórnaði líklega fundizt það vera í litlu sam- ræmi við skúrana að klæða þann litla blett, því að kostnaður hefir ekki getað komið þar til greina. — Ferðamaðurinn heldur göngu sinni áfram upp Brekkuna. En áður en upp er komið, eða neðan við brún- ina, mætir honum rnikil sand- dyngja, scm farið hefir vaxandi ár frá ári. Er upp á Brekkuhornið er komið, fer ferðamaðurinn að litast um. Fyrst verður honum litið til suðurs. Þar er dálítil gróin land- spilda neðan við Gilsbakkaveginn, tilvalinn staður til mikillar prýði við fjölfarinn veg, ef liann væri af- girtur og fegraður. Eu á blettinum er ekkert að sjá til fegurðarauka. Hins vegar liggur þar talsvert af steypujárni, rautt af ryði eftir að hafa hvílt sig þar í 2 ár. Annað vekur líka eltirtekt þar. Það er grár og ljótur sinuþófi á miðri spildunni er bendir til ]>ess, að bletturinn var ekki sleginn á sl. sumri, enda varla fært nema góðum sláttumauni eins og t. d. Friðriki Skagfirð- ingi, sökum leifa af girðingu er þar hafði verið. Er ferðamaðurinn snýr sér við og lítur ofan í gilið, tekur ekki betra við. í stað þess að ganga meðfram handriðinu upp og ofan Brekkuna, hefir fólkið lagt leið sína eftir gilinu og troðið þar götur í grassvörðinn. Síðan hefir vatnið tekið við og er nú byrjað að grala sig niður í göturnar og flytja aur, sand og möl í skólpræsi bæjar- ins, til lítilla hagsbóta fyrir bæjar- sjóðinn eða þæginda fyrir þá, er vinna það óþrifalega verk að hreinsa skólprörin. Vegbrúnin á Gilsbakkaveginum er einnig mjög óásjáleg, sundurtætt af vatnsrennsli og troðningi. Og. áfram heldur ferðamaðurinn upp að gilsbotn- intxm, stanzar þar litla stund og horfir, að því er virðist, undrandi og vonsvikinn á liinn vanhirta, nið- urnídda blett, hristir höfuðið og lieldur sem skjótast leiðar sinnar. — Enginn vafi er á ]>\y, að Akureyrar- bær eða íbúar hans — hafa fengið stóran „mínwS“ í liuga ferðamanns- ins eftir þessa gönguför hans. — Eg hef hér að framan látið í ljós, að mér fyndist Fegrunarfélagið — og þá fvrst og fremst stjórnendur þess hafa sýnt allt of lítinn stórhug og framtak. Það liefir verið lögð mest stund á að prýða bæinn mcð blómuhi eins og áður er sagt, og er það að vísu þakkarvert. En það er ekki nóg. Blómin fölna skjótt. Og eftir er svört moldin. Vilji félagið vinna verulega hvlli og fylgi bæjar- búa, verður það að lyfta merkiriu hærra; ráðast í framkvæmdir, sem orðið gætu til varanlegrar prýði fyrir bæinn og því til sæmdar. Og þá er urnrædd gilskora, sem liggur í hjarta bæjarins, sjálfkjörinn stað- ur til að byrja með. Hann gæti orðið Akureyringum til álíka sóma og Hellisgerði er Hafnfirðingum, ef rótækar og vel skipulagðar fram- kvæmdir yrðu hafnar þar. Eg býst við, að félagsstjórnin segi, að ]>að sé ekki hægt að ráðast í stór- ar framkvæmdir, sökum þess, að Fegrunaríélagið hafi ekki fé fyrir hendi til þess. Og nmn það rétt. En ]>á vil ég spyrja: Hefir stjórn fclags- ins leitað allra bragða til að afla félaginu fjár, eða annars stuðnings? Því að ]>ar getur fleira komið til greina. Eg hefi ekki orðið þess var. Og ég trúi ekki öðru en að Akureyr- ingar mundu bregðast vel við fjár- söfnun og aðstoð við félaglð, ef þeir vissu, að fénu yrði varið til varan- legra, raunhæfra umbóta. Mér er ljóst, að það eru margar leiðir til að hrinda þessu máli fram, til sigurs. Og ég ætla mér ekki þá dul, gamall og sljór, eins og ég er orðinn, að geta gefið Eegrunarfélag- inu bezta ráðið. En mig larigar þó til að varpa fram einni tillögu: Væri ekki reynandi fyrir stjórnina að fá skáta bæjarins í lið með sér, láta þá fara í hvert einasta hús í bænum á þeirn tíma, ]>egar fólkið er flest við, með tvíþsett skjal. Öðrum meg- in væru skrilaðar stærztu upphæð- irnar, sem menn létu af hendi rakna eða lofuðu að greiða. Hinum megln væri salnað loforðum um ókeypis vinnu. Merki hefðu skát arnir meðferðis handa þeim, sem minna leggðu fram. Eg er viss um, að skátar bæjarins mundu bregðast vel við þcirri málaleitan. Þeir liafa áður, sér til mikils sóma, unnið mðrg störf endurgjaldslaust af mikl um dugnaði og áhuga. Meðal ann- ars það að hefjast handa — eins og áður er sagt, við fegrun gilsins. Og þeir munu áreiðanlega styðja að því, að það verk verði fullkonmað sem fyrst á sómasamlegan hátt. Nei, það er ekki fé, sem fyrst og fremst vantar til framkvæmdanna við gilið, heldur miklu fremur áhuga og fórnfýsi. Konur á Akur- eyri voru margfalt færri en nú fyrir 55 áruiri, þegar Lystigarðurinn var gerður. Og siimuleiðis yfirleitt miklu fátækari. Aldamóta-kynslóðin sem vann mikið og gott starf með því að taka heita vatnið upp í Gler- árgili norðan við ána og leiða það í Sundlaug bæjarins á erfiðustu ár- um þessarar aldar — kreppuárun- um — liafði ekki yfir miklum fjár- munum að ráða. Og fleira mætti telja. En úr því rætt er um fjárskort Fegrunarfélagsins, finnst mér ekki úr vegi að minnast lítillega á einn útgjaldalið þess, sem að vísu num ekki stxír, en er að mér virðist þannig vaxinn, að eg álít að hann ætti að hverfa. Það eru verðlaunin ijTÍr íegursta skrúðgarð bæjarins. Fyrst og fremst munu þau oftast orka mjög tvímælis. Ekki auðvelt að gera upp á milli garðanna. í öðru lagi eru fjárhæðirnar, sent veittar erti ekki svo stórar, að þær hvetji menn til að leggja sig veru- lega fram víð ræktun skrúðgarð- anna. Þar mun einkum ráða feg- urðarþrá livers og eins. Enda garð- arnir að mestu gerðir fyrir eigend- urna sjálfa. Ef til vill getur metn- áður átt nokkurn þátt í að menn kappkosti að eiga fegurstan garð. En þeirri kennd mætti íullnægja alveg eins með því að athuga garð- ana, fella dóm urn þá og birta úr- slitin í blöðum bæjarins, eins og gert hefur verið. Aður cn eg lýk máli nrinu vildi eg með nokkrum orðum minnast á þann flokk manna hér á Akureyri, sem er á aldrinum 16—30 ára. Á því skeiði ævinnar er fjörið og ork- an mest. Það hlýtur því að vekja athygli og undrun margra og verða þessu " fólki til álitshnekkis að reynsla undanfarinna ára hefur leitt í ljós, að það hefur tekið til- tölulega langminnstan þátt í gróð- ursetningu trjáplantna í landi Ak- ureyrar og nágrennis bæjarins. Það eru aðeins örfáir menn á þeinr aldri, sem hafa verið við það. Eldra fólk og börn um og innan við fermingu, liafa borið hitann og þungann af því starfi. Þessi stað- reynd er til mikillar óvirðingar fyrir þetta unga fólk. En það getur bætt fyrir þessa vanrækslu sína með tvennu móti: Með því að fara hér eftir í eina skógræktarför á hverju sumri. Og að vinna citt dagsverk árlega ókeypls við fegrim bæjarins — fyrst gilsins. Eða leggja fram fé, sem því svarar til þess. Hvort tveggja væri næsta auövelt, cf ekki skorti vilja. Flestir munu hafa 16 stunclir á hverjum sólar- hring sér til hvíldar og eigin af- nota. Það þyrfti því hver og einn ekki nema 2 kvöldstundir til að inna af höndum eitt dagsverk. Og andvirði dagsverksins gæti fólkið auðveldlega sparað, sér að skað- lausu. Annað hvort mcð því að fara ekki í nokkur kvöld í sælgætis- og tóbaksholurnar, sem bæjarstjórn Akureyrar hefur miðlað bæjarbúum af mikilli rausn og veitt eigendum þeirra þau sérréttindi fram yfir aðrar verzlanir, að mega hafa þess- ar kompur opnar fram á nætur, rétt eins og það sé hið mesta vel- ferðarmál fyrir bæjarfélagið, að börn og unglingar geti daglega átt sem lengst kost á því að losa sig við peninga sína og venja sig á ýmsar ntiður hollar nautnir. Eða í öðru lagi með því að neita sér um iað horfa á nokkrar lélegar og lítt siðbætandi kvikmyndir. Eg skora á Fegrunarfélagið að taka þetta mál — fegrun gilsins — til rækilegrar athugunar og fram- kvæmda. Og eg hciti á alla Afcur- eyringa tið bregðast vel við, cf fé- (Framhald á 7. síðu.)

x

Dagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.