Dagur - 10.07.1957, Blaðsíða 8

Dagur - 10.07.1957, Blaðsíða 8
8 Baguk Miðvikudaginn 10. júní 1957 Séð hteim að Lauguni í Rcykjadal. Húsmæðraskólinn lengst til hægri; trjág. að baki. (Ljósm.: E. D.). Menntasetur Húsmæðraskólinn stækkaður og fullbyggður Hann hóf starfsemi sína í nómvember 1929. ]>á var búið að reisa honum hús, — fyrsta húsmæðraskólahús landsins í sveit. Hann var staðsettur að Laugum, til þess að njóta jarðhitans, við sama hlað og héraðsskólinn, sem litlu áður hafði verið jeistur. Þar stnda þeir báðir í miðju héraðinu — Þingeyjar- sýslu, spegla sig í sömu tjörninni og hafa samlög um að fegra umhverfið og mennta æskuna. Kristjana Pétursdóttir frá Gautlöndum tók að sér forstöðu húsmæðraskólans, þegar hann hóf starfsemi sína. Gerði hún strax garðinn frægan. Hafði hún forstöðu skólans á hendi, þar til hún andaðist árið 1946. Svo mikils var Kristjana metin, að íbúð hennar í skólanum — eins og hún bjó hana — er við- haldið sem eins konar helgireit,1 — og ákveðið áð svo Skuli verða eftirleiðis. Síðan Kristjana lézt hefur Halldóra Sigurjónsdóttir frá Litlu-LaugUm verið skólastýra og getið sér ágætan orðstír. Hún hafði nUmið í húsmæðrakertnara- skóla í Svíþjóð. Stækkuh skólans. Skólinn var upþhaflega byggð- ur með það fyrir augum, að hartn rúmaði 12 námSmeyjar, auk kennara þeirra. En vegrta mikill- ar aðsóknar voru þar venjulega ekki færi’i 6n 15 nemendui- og oft lágu fyrir að hausti umsóknir er nægja hefðu ihátt til 'tvöfa'ldrar og þréfaidrar fullSkipUhar. ■Þess vegna var ráðist í stSekka skólönn og viðbótarbygg- ing reist, er tekin var til áf»öta haust-ið 1949. Sú viðbótarbyggnig fullbúin er oi-ðin að stofnkostn- aði Urn 1,1 millj. króna. Rúmar nú skólirtn 36 náms- meyjar, auk kennara. Eru íbúðii’ ágætar og námsaðstaða hin bezta. Garhli skólinn ér hús með tveim bu’rstUm, en viðbyggingin í öðrum ög rtýrri stíl. Fer vel á þessu, því að öllu er haganlega fyrir kömið. Skógarholtíð. Bak við byggingar skólans er holt, Sem tilheyrir skólalóðinni. Hefur í holtinu veríð gróðursett- ur skógur, sem þrífst vel og er mikil staðarprýði. Kvenfélag Reykdæla gróðursétti þai- fyrstu hríslumar og hefur á margan hátt vikið góðu að skólanum. Nemendur hlúa að lóð skólans hvert vor og ber hún þeim fagurt vitrii. Jón Rögnvaldssön frá Fífil- gerði skipulagði gróðurskreyt- ingu lóðarinnar. Stofnendur skólans. Kvenfélagasamband Suður- Þingeyjarsýslu beitti sér fyrir stofnun skólans og safnaði fé upp í stofnkostnaðinn í héraðinu. Ríki og sýsla hafa að öðru leyti lagt frám fé til hans, svo sem lög géra ráð fyi'ir. Talið er að fjármal hans hafi jafnan verið í góðu lagi. Kvenfélögin í héraðinu bera alltaf hag hans Og gengi fyrir aS Lðugum brjósti. Það hafa þau á margan hátt sýnt, segja forráðamenn hans. Nágrennið. Forstöðukonan héfur leyft að bera sig fyrir því, að nágrenni skólans sé gott. íbúar sveitarinn ar hafi í alla staði reynst honum vel, og nábýlið við héraðsskólann verið hið ákjósanlegasta. Námsmeyjarnar geta notið sundkennslu í sundlaug héraðs skólans. Skemmtanalíf er fjöl- breyttara vegna samstöðu skól- anna — og ýrniss konar fræðslu- starfsemi. Héraðsskólinn hefur t. d. alloft kvikmyndasýningar, sem húsmæðraskólinn einnig fær að njóta. Helgi Benediktsson, út- gerðarmaður í Vestmannaeyjum, og fóstursystir hans, Kristbjörg Þorbergsdóttir, ráðskona við Landsspítalann, — sem þæði eru Þingeyingar, — gáfu héraðsskól- anum kvikmyndasýningarvélar og nýtur húsmæðraskólinn góðs af þeirri höfðinglegu gjöf. Starfsemin. Skólinn er eins árs skóli og stendur yfir frá 20. sept. til 7. júní, eða 8% rnánuð. (Framhald á 7. síðu.) Dagstofan ber smekkvísi skólans fagurt vitni. (Ljósmynd: É. D.), Saltað á öllum plönum Raufarh'öfn 9. júlí. Hér eru komin á land 6 þús. mál í bræðslu og 1000 tunnur í salt. En í dag efu væntanleg skip með 4 þús. mál og túftnur í bræðslu og salt. Saltað verður á öllum piönum í dag. Fyi-stu skip- in eru komin með síld til nýju söltunarstöðvar inrtar „Borgir h.f.“, 700 tunnúr. Söltunarstöðv- arnar éru 8 talsins. Úm 1000 manns, konur og karlar eru kom- jn hingáð í vinnu. Hér er sunn- gngola og hlýtt. Allir bátar fullfermdir Dálvík 9. júlí. Dalvíkurbátarnir: Hannes Haf- Stein, Júlíus Björnsson, Bjarmi, Baldvin Þorvaldsson og Baldur, hafa fengið góðan síldarafla. Þeir eru nú á leið til lands fullfermd- ir, sagði fréttaritari blaðsins um hádegi í gær. —- Saltað var hér fyrst 7. júlí, 360 uppsaltaðar tunnur, og í dag er Hannes Haf- stein á leið hingað með 500 tunn- Ur í salt, ef síldin reynist góð. — Hér eru 3 söltunarstöðvar: Sölt- unarfélag Dalvíkur, Múli og Höfn. Hjalteyri 9. júlí. Komin eru til verksmiðjunnar 12190 mál síldar og búið að salta 160 tunrtur. — Ingvar Guðjóns- son kom í nótt með 1950 mál í bræðslu. Hrísey 9. júlí. 'Hér 6r búið að salta 274 tunnur ' (uppsaltaðar) og 140 tunnur fryStar. Fréttir úr Vestur- Húnavatnssýslu Hvammstanga, 24. júní. Undanfarna daga hefur verið hér sérstök veðurblíða, og tún og úthagi sprottið mjög. Nokkrir bændur hér í sýslu hófu túnaslátt upp úr 20. þ. m., en almennt mua túnasláttur ekki hefjast fyrr en um næstu mánaðamót. Sauð- burður gekk hér mjög vel sl. vor og mun í sumar verða fleira saúð fé á fjalli en áður um langt ára- bil. Aðalfundur Kaupfélags Vest- ur-Húnvetninga var haldinn á Hvammstanga 14. og 15. þ. m. — Fundarstjóri var Skúli Guð mundsson, alþingismaður, sem er formaður kaupfélagsins. Fram- kyaemdastjóri lagði fram reikn inga félagsins fyrir sl. ár og gerði grein fyrir helztu framkvæmdum frá sl. ári. Vörusala félagsins hafði aukizt mjög og aldrpi verið meiri. Alls var salan í aðkeyptum vörum og afurðum fullar 22 millj. kr. Rekstrarafkoma félags- ins s. ár varð hagstæð. Var út- hlutað til félagsmanna alls 360 þúsund krónum, aðallega í stofn- sjóð, sem afslætti af keyptum vörum 1956. Innstæður félags- manna höfðu vaxið um liðlega 1 milljón í viðskiþtareikningum og innlánsdeid. Vegna mikilla fram- kvæmda sl. ár. minkaði innstæða féiagsins nokkuð hjá Sambandi jsl. samvinnufélaga og bönkum. Á sl. ári stækkaði kaupfélagið sláturhús sitt og frystihús, ög á dagsslátrtm nú að géta verið 1200 kindur á dag og hægt að frýsta og geyma í frýstihúsinu um 400 tonn ■ af kjöti og inrtmat., Hafin var bygging vörugeýmsiu- ög ' ver-zlunafhúss, sem væntahlega verður fokhellt fyi'ir næstá haust. Kaupfélagið hefur fengið fjár- festingarleyfi fyrir byggingu' mjólkurvinnslustöðvar, er hafin byggi verður að koma næsta haust. Úr stjórn áttu að ganga Skúli Guðmundsson, alþingismaður, og Björn Kr. Guðmuhdssoh, verk- stjóri, en voru báðir éndurkosnir. Endurskoðandi til tveggja ára var kosinn Ólafur Þórhallsson, bóndi, Ánastöðum. í fundarlok bauð kaupfélagið fundarmönnum og gestum að sjá kvikmynd, sem það er að láta gera af Vestur- Húnavatnssýslu, og Vigfús Guð- mundsson, ljósmyndari, er að vinna að. Hafin var í vor hér á Hvamms- tanga bygging hjúkrunarheimilis, sem verður allmikil bygging. Er til þess ætlast að hún verði fok- held fyrir næsta vetur. Yfirsmið- ur við hana er Páll Lárusson, húsabyggingameistari frá Kefla- vík. Atvinna er hér nú meiri en oft áður. Vegaframkvæmdir og brú- argerðir með meira móti. Frétaritari. Héraðsmot U.M.S.E. Héraðsmót UMSE fór fram á íþróttavellinum á Akureyri 22. og 23. júní sl. Fyrri daginn fóru fram undanrásir í íþróttum. — Seinni daginn hófst mótið kl. 2 e. h. Hörður Zóphoníasson setti mótið, Magnús Jónsson alþm. flutti ræðu, Jóhann Ögmundsson fór með gamanþátt og níu lúðra- sveitir léku, þar það um 130 fnanna flokkur. Næst á eftir fqru fram úrslit í íþróttum. Stighæsta félagið úr keppninni varð UMF Svarfdæla, annað UMF Reynir Og þriðja UMF Möðruvallasókn- ar. Stighæstur einstaklinga varð Stefán Árhaosn UMF Svarfdæla. Bezta afrék mótsins var kúlu- vai'þ G'eáts Guðmundssonar UMF Þorst. Svörfuður, kostaði 13.11 m. Keppendur voru margir ög áhorfendur einnig, Mótsstjóri var Einar Helgason. Állur flotinn að veiðum Síðustu fregrtii' hermdu í gær- kveldi að veður væri hið bezta á •miðunum og vöru mörg skip með góða og sum ágæta veiði á vest- svæðinu.

x

Dagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.