Dagur - 08.08.1957, Blaðsíða 4

Dagur - 08.08.1957, Blaðsíða 4
4 D A G U R Fimmtudaginn 8. ágúst 1957 íSSSSSSSSJSSSSSSSSSSSSSSSSSSSSSSSSSSSSSSSSSSSSSSSSSÍ D AGUR Ritstjóri: ERLINGUR DAVÍÐSSON Afgreiðsla, auglýsingar, innheiníta: Þorkell Bjömsson. Skrifstofa í Hafnarstræti 90. — Simi 1166. Árgangurinn kostar kr. 75.00. Blaðið kemur út á miðvikudögum. Galddagi er 1. júlí. Prentverk Odds Björnssonar h.f. WSSSSSSSSSSSSSSSSSSSSSSSSSSSSSSSSSSSSSSSSSSSSSSSSS^ Sjálfstæðisflokknum mistókst ! SJÁLFSTÆÐISMENN eru fremur rislágir um þessar mundir. Til þess er sú astæða, að enn ein tilraun þeirra til að koma núverandi ríkis-' stjórn frá völdum, hefur mistekizt. Sjálfstæðis- flokkurinn tók ekki stórmannlega afstöðu í ' stj órnarandstöðunni. En hún einkenndist fyrst og fremst af því að hann gerðist bandamaður erfið- leikanna í efnahags og atvinnumálum lands- manna. Síðasta tilraun hans var sú að egna til langvarandi verkfalls á kaupskipaflota lndsins. Á þessu verkfalli skyldi ríkisstjórnin falla, sögðu Sjálfstæðismenn fullum fetum í viðtölum úti á landsbyggðinni. Verkfallið stóð í 46 daga og hef- ur skaðað þjóðina um milljónatugi .Er það leystist varð síðasta vonin að engu orðin og Morgunblaðið þrætir fyrir þátítöku sína. Innstu koppar í búri Sjálfstæðisflokksins eru farnir að óttast sín eigin verk, og er það að von- um. Útflutningsverzlunin stöðvaðist algerlega og skortur var orðinn á nauðsynjavörum, bæði til neyzlu og framkvæmda og mörg iðnfyrirtæki sögðu upp starfsfólki sínu vegna hráefnaskorts. Sjálfstæðismennirnir finna ofurþunga almenn- | ingsálitsins á þessu verkfallsbrölti, enda skilur almenningur það æ betur, hvert óheillastarf hef- ur verið unnið af stjórnarandstöðunni í þessu máli. Geta þeir menn, sem um sárt hafa að binda ' vegna farmannaverkfallsins, svo og farmennirnir sjálfir, sem létu hafa sig að leiksoppi vikum sam- an og hafa orðið fyrir verulegum tekjumissi, sent i Sjálfstæðisflokknum þakkir sínar og eru þegar farnir að gera það. Sjálfir geta foi-ystumenn þessa ! flokks státað af því að hafa unnið þjóðinni stór- kostlegt tjón í heild. Þeir geta ennfremur verið þess fullvissir, að þeir hafa styrkt ríkisstjórnina | verulega með þessum afskiptum sínum af far- mannadeilunni, þótt slíkt væri ekki tilgangurinn. Það mun lengi verða í minnum haft, og ekki ólíklegt að tækifæri gefist tii að rifja það upp . síðar, hvernig flokksforysta Sjálfstæðisflokksins espaði í upphafi til þessa verkfalls og allra ann- arra verkfalla í tíð núverandi ríkisstjórnar. Hvernig hún hefur vegið úr launsátri að ríkis- stjórninni á þennan hátt og jafnvel hælzt um á milli. Það er og eftirtektarvert að aðalritstjóri .Morgunblaðsins hefur notað aðstöðu sína hjá Eimskip til að spilla samningaviðræðum og sam- ! komulagsleiðum deiluaðila. Allur þessi illræmdi verknaðin: Sjálfstæðismanna vekur ugg hjá i verkamönnum og almennum launþegum, og al- menna fyrirlitningu. Það er eftirtektarvert í sambandi við verkföll og vinnudeilur, að hinar lægst launuðu stéttir þjóðfélagsins hafa hvergi fx-eistazt til almennra verkfalla. Þær standa fast með núverandi ríkis- stjórn og hafa með því sýnt að þær skilja rétti- , lega að verkföll eru neyðarúrræði, sem nota ber í nauðvörn aðeins, þótt pólitískum spekúlöntum ! hafi tekizt að stofna til nokkurra verkfalla vel launaðra manna að þessu sinni. Fjölmennustu vinnustéttirnar hafa lært af dýrkeyptri reynslu að kaup og kjarasamningar eru hagfræðilegs eðlis og verða að leysast samkvæmt því og einnig að kauphækkanii-, sem ei-u meii'i en atvinnufyxúr- tækin geta borgað, eru ekki kjarabætur nema á [ pappíx-num. Þetta viðhorf kemur meðal annars mjög glöggt fram í yfirlýsingu verkalýðssamtakanna á Akureyri fyrir skemmstu, þar segir m. a.: ,,Nú um skeið hefur það verið yfix'lýst stefna alþýðusamtakanna að efna ekki til samningaupp- sagna í þeim tilgangi að hækka kaupgjald að krónutölu nema til nauðsynlegra lagfæringa. Þessi stefna er grundvölluð á þeirri vissu, að almennar kauphækkan- ir mundu gei'a að engu þær til- raunii', sem stjórnarvöld landsins, í samvinnu við verkalýðshreyf- inguna, eru að gei'a til að stöðva verðbólguna." Síðan eru víttar hóflitlar launa- kröfur háttlaunaðra manna og lýst yfir að framkoma farmanna sé alþýðusamtökunum og rétt- indum þeirra hættuleg. Þessi yf- irlýsing hefur farið mjög í taug- ai'nar á Morgunblaðsmönnum, svo sem öll samstaða ríkisvalds- ins og fjölmennustu 'dnnustétt- anna í landinu. Aukið ti-aust ríkis stjói’narinnar meðal almennings er mesta hrelíing Sjálfstæðis- manna um þessar" mxmdir. Lystigai'ðui'inn á Syði'i-Brekk- unni og Andapollux'inn í gilinu neðan við sundlaugina, eru þeir staðir á Akureyri, sem einna gleggst vitni bera um það, hve mannshöndinni getur vel tekizt í samvinnu við náttúruna. Lysti- gai'ðurinn veitir blómstóði skjól noi'ðlenzkum andategundum, mega Akureyringar horfa upp á sinn Andapoll í hinni mestu vanhii'ðu. Þar flýtur óþven'i á vatni, illgx'esi dafnar í kjarrinu, grasfletir og kantar brenna af þurrki. Þar eiga í'ottur bú, en fuglarnir eru farnir. Svanur á Andapollinum. (Ljósmynd: E. D.). ÞANKAR KOIEEINS Eg kem úr bænum og er rétt að lauma pakkan- um inn í skrifborð, þegar konan kemur aðvífandi. „Hvað keypturðu nú?“ spyr hún. „Ha?“ segi eg og læsi skrifborðinu. „Hvað var þetta? Hvað keyptirðu?“ spyr hún, ákveðin í rómi. „Hvað eg keypti,“ segi eg. „Ja, eiginlega keypti eg ekkert, a .m. k. ekki neitt að x’áði.“ „Hvað er í pakkanum? Leyfðu mér að sjá það,“ segir hún og er farin að hvessa sig. Eg styn við, opna skrifborðið og rétti henni pakkann. „Átti eg ekki á von!“ hrópar hún og tínir fram 3 spæni, 2 flugur, fjórar sökkur og 10 öngla. „Ertu nú enn tekinn að bruðla peningum'í þennan fjand- ans óþai'fa! Þú áttir nú meira en nóg af slíku drasli fyrir. Það var full skúffa af þessu í vor.“ „Já, en elskan mín,“ segi eg blíðlega, „þú veizt nú hvernig botninn er í Laxá, fullt af steinum og nibbum og....“ „Hvað kostar spónninni?" spyr hún og hvessir á mig augun. „Hver spónn?“ segi eg. „Ja, hann kostar nú engin ósköp, svona eitthvað um 20 krónur.“ „En flugan?“ „Það kostar nú bara engin fluga yfir 20 krónur, það get eg fullvissað þig um, og sökkurnar kosta næi'ri því minna en ekki neitt, því að eg kaupi allt- af litlar sökkur til þess að spara, og öngl.... “ „Hvað kostaði gi'ammið í þessum eina laxi, sem kom á hjá þér í fyrra og þú misstir svo að lokum, má eg spyrja?“ „Graínmið," segi eg. „Maður talar ekki um grömm í sambandi við laxa, heldur pund. Og það vár nú enginn smálax, þori eg að fullyi'ða. Heföi hann farið í reyk, þá hefðirðu ekki þurft að kaupa álegg til heimilisins fyi'stu vikurnar a eftir, það get eg bara sagt þéi\“ Hún hnussar við. „Þarna eyðirðu stórfé í þessar bannsettar veiðigræjur dag eftir dag, en eg fæ eklci einu sinni peninga hjá þér til þess að kaupa mat handa börnunum, og það finnst mér hart.“ og bæjarbúum og ferðamönnum yndis- og hvíldarstundir. Andapollurinn er einstakur í sinni röð, og hafa Akureyringar til þessa með réttmætu stolti sýnt hann gestum og gangandi. Nátt- úran hafði lagt til hinn ákjósan- legasta stað í miðbænum og nokkrir unnendur hennar og fuglavinir, sem, með Jakob heit- inn Karlsson og Kristján Geir- mundsson í broddi fylkingar, fengu því áorkað, þrátt fyrir ríkjandi vantrú á umgengnis- menningu fólks, að Andapollur- inn var gerður. Síðan hefui' hann verið hinn fegursti og fjölsóttasti staður, bæjarbúum til sóma og ánægju. Ekki hefur heyrzt að drápgirni eða skemmdarfýsn fá- ráðlinga hafi nokkru sinni fengið útrás á þessum stað og hraksspár allar um að endurnar yrðu skotnar eða barðar grjóti, ui'ðu sér til minkunnar. Kristján Geirmundsson á Ak- ureyri ól á sínum tíma upp flest- ar íslenzkar andategundir og krafðist ekki annarrar þóknunaí, en að þeim væri landvist leyfð við Andapollinn. Nú hefur hann tvö sumur alið upp nokkrar teg- undir sundfugla fyrir Reykjavík- urbæ, Akureyri varð Reykjavík fyrirmyndin í þessu efni. En hvers vegna er þetta rifjað upp nú? Á meðan Reykvíkingar kosta allmiklu fé og fyrirhöfn til að koma upp sínum fuglagarði með Bæjaryfirvöldin eða þeirra um- boðsmenn hafa hraklega brotið af sér við þennan fagra stað, með fádæma hirðuleysi, sem almenn- ingur sættir sig ekki við og á ekki að sætta sig við. En hvers vegna týndust fugl- arnir af Andapollinum? Girðingin umhverfis hann er hin vandaðasta. En sums staðar hefur jörð sigið lítils háttar, án þess við það væri gert. Afleiðing- in varð sú, að endurnar, þótt vængstýfðar væru, fundu sér kærkomna leið út í heiminn og lögðu land undir fót. Hefur orðið vart nokkurra þeirra hingað og þangað. Þær andategundir, sem eru al- gerlega horfnar af pollinum, eru m. a. þessar: Grafönd, rauðhöfða- önd, gráönd, skúfönd, ui'tönd og skeiðönd. Eftir eru: svanir, gæs- ir, 3 duggendur og nokkrar stokkendur. Það er minsta krafa, sem gera verður til ráðamanna bæjarins, að girðinjgin verði trygg, svæð- inu innari hennar haldið þrifa- legu, 'tyg að síðustu þarf að end- urnýja stofninn og ala upp þær andategundir, sem tapazt hafa. Þá þarf einnig að endurbæta vatnsrennslið í tjarnirnar. Nú er aðeins um tvær leiðir að velja: Bæta fyrir það sem aflaga hefur farið eða gera Andapollinn að óþverrabæli. Vonandi kýs bæjarstjórnin þá fyrrnefndu, þegar hún hefur kynnt sér málið. „Mat handa börnunum! Eg held að þau séu nú nógu feit. — Hvað gerðirðu við tíkallinn, sem'eg fékk þér í fyrradag til þess að kaupa fyrir?'1 Hún einhendir einum spæninum af afli út í horn- og strunsar fram. Hann skemmist ekkert, til allrar hamingju. Nei, konur hafa aldrei vit á veiðiskap manna sinna sinna og meta ekki dugnaðinn að verðleikum. En við eiginmenn tökum öllu slíku með þolinmæði, það megum við eiga. En það er auðvitað satt, að það fara dálitlir pen- ingar í flugur, spæni, sökkur og allt þar í kring- um, en þetta eru nauðsynlegir hlutir. Þetta eru veiðarfæri. Og eru þaS ekki framleiðslustörf að veiða fisk? Hvenær mætum við stangveiðimenn nokkrum skilningi í starfi okkar, sem er bókstaf- lega allt unnið sem þegnskylduvinna? Hvenær hef- ur þing og stjórn gert þá sjálfsögðu skyldu sína að veita okkur styrk, gefa okkur gjaldeyrisfríðindi eða lækka tolla á veiðarfærunum? Eg kýs ekki næst. Eg skal.... Nei, eg má ekki hleypa mér í æsingu,. taugarnar þola það ekki. Eg byrja venjulega að skoða dótið mitt í febrúar. Eg strýk stengurnar og þukla á þeim, stel nagla- lakki frá konunni og rýð á vafningana, ber sauma- vélarolíu á hjólin og sný þeim til þess að heyra hljóðið og kasta tölu á flugur, spæni og sökkur. Svo fer eg að kaupa til vertíðarinnar. Einn daginn kaupi eg flugu, annan spón, þriðja sökku og lauma £ veiðikassann. Það er asnaskapur að kaupa margt í einu, því að þá kemst konan að því. Og svo hugsa eg ekki um annað en lax og silung það sem eftir er ársins. Rétt í því að eg sofna á kvöldin stekkur lax í hugskoti mínu og eg heyri hvin í hjóli, stórar bleikjur bylta sér í hyljum drauma minna, og þegar eg er syfjaður á morgnana, sýnist mér stundum eg sjá urriða, er eg lít í spegil. Það hlýtur að hafa verið góð veiðiá hjá Adam f Paradís. Kolbeinn grön.

x

Dagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.