Dagur - 20.11.1957, Side 4

Dagur - 20.11.1957, Side 4
4 D A G U R Miðvikudaginn 20. nóv. 1957 DAGUR Ritstjóri: ERLINGUR DAVÍÐSSON Afgreiðsla, auglýsingar og innheinita: Þorkell Björnsson Skrifstofa í Hafnarstraqti 90 — Sími 1166 Árgangurinn kostar kr. 75.00 Blaðið kemur út á miðvikudögum og laugardögum, þegar efni standa til Gjalddagi er 1. júlí Prentverk Odds Björnssonar h.f. „Fékk KEA undanþágu?44 SÍÐAN VINDINUM var hleypt úr „íslendingi“ í skattamálum KEA hefur hann lítið haft sig í frammi. Hann mænir þó alltaf vonaraugum til KEA, ef þar fyndist eitthvað, sem hægt væri að gera tortryggilegt. Þar kom þó að hann fann sér verðugt viðfangsefni og gefur að líta árangurinn í síðasta tölublaði hans. Þar segir svo, orðrétt: „Hins vegar hefur Dagur ekki flutt neina fregn um það, hvaða sektir Kaupfélag Eyfirðinga hefur hlotið fyrir að breyta íbúð í Hafnarstræti 20 í verzlunarhúsnæði vegna kjörbúðar. Sýnist þó öllu alvarlegra mál að taka húsnæði, sem búið hefur verið í til slíkra nota ,en nýbyggingu. (Hér á hann við braskið og sektardóminn viðvíkjandi Morgunblaðshöllinni.) Ef til vill ná húsnæðislög ekki yfir fyrirtæki KEA, eða fékk það kannski undanþágu hjá félagsmálaráðherra?“ Hverjar eru svo staðreyndirnar í þessu máli? Þær eru þessar: íbúðarhúsnæði, sem hér um ræðir, nánar til- tekið í Hafnarstræti 20, fyrstu hæð, og á sama stað og KEA er að setja upp kjörbúð, var rýmt í apríl 1956 og þá þegar tckið til afnota, sem vörugeymsla fyrir verzlunina, sem þar er. Þetta gerðist um fjórum mánuðum áður en lög um afnot íbúðarhúsa í kaupstöðum tóku gildi. Aðdróttanir „ísl.“ um að KEA hafi gerzt brotlegt við lög þessi, missa því gjör- samlega marks. En þrátt fyrir þessar staðreyndir leyfir blaðið sér að bera fram þá spurningu, hvaða sektir KEA hafi hlotið eða hvort það hafi fengið undanþágu! Greinarhöfundur íslendings er ekki að hafa neitt fyrir því að afla sér upplýsinga um málið. Enda er tilgangurinn sá einn að gera störf samvinnum. tortryggileg í augum borgaranna. Hann gerir sér að góðu að bregða sér í gamla pilsið hennar Gróu á Leiti og fara með slúður. Flíkin er ekki haldgóð, þótt hún sé íslendingi kær. Kom }jó til dyra DAGUR FÓR ÞESS nýlega á leit við stjórnar- formann Útgerðarfélags Akureyringa h.f., að stjórn Ú. A. hefði fund með blaðamönnum bæj- arins, meðal annars til að skýra frá árangri af suðurferð sendinefndar, sem til var kvödd að leita aðstoðar hins opinbera fyrir Ú. A. Stjórnarformaður hefur svarað þessari mála- leitun í fslendingi og segir þar að ritstjóri Dags hafi farið dyravillt, því að það hafi verið sendi- nefnd frá bæjarstjórn Akureyrar, en ekki frá stjórn Ú. A., sem suður fór. Sé því til bæjar- stjórnar að leita en ekki til sín. Þetta cru einu svörin við málaleitan blaðs- ins og gátu tæpast aumari vcrið. Hvort Dagur hefur farið dyravillt, má nokkuð marka af því að stjórnarformaður Ú. A. cr óumdeilanlega hinn rétti aðili að veita umbcðnar upplýsing- ar um mál Ú. A. Hann er cnnfremur í bæj- arráði og bæjarstjórn og ætti því ckki að vcra ókunnugt hvað þar gcrist, að minnsta kosti ckki í málefnum Ú. A. Það cr því vægast sagt einkennilegt að láta í það skína að sér komi málið ekki við og vcrjast þannig fréttam. Og reyndar kom hann nú sjálfur til dyra þegar bankað var (samanber grein- ina í íslandingi), svo að dyra- villan ætti þar með að vera úr sögunni. Dagur hefur fremur ógreiðan aðgang að fréttum frá Ú. A. og hefur nokkurm sinnum rætt það mál við stjórnarnefndarmenn og framkvæmdastjóra félagsins og óskað berytinga á því, fengið góð svör oftast, en lítið meira. Skal enn á það bent, að það virðist næsta hæpin ráðstöfun að snið- ganga fréttamenn, en kvarta svo yfir því að lygasögur um Ú. A. gangi um bæinn og þær heldur af verri „sortinni". Stjórnendum Ú. A. ætti að vera það ljóst, að þeir bjóða ein- mitt slíkum sögum heim, kalla þær yfir sig, á meðan þeir halda uppteknum hætti. Vonandi verð- ur þetta mál tekið til endur- skoðunar hjá viðkomandi aðilum og síðan svarað öðru til en gaspri einu. Brúin milli heims og beljar Smá-þættir úr harmsögu Ungverja XV. ÆSKAN LÆTUR EKKI BUGAST. — IMRÉ GEIGER. Rússum skjátlaðist illa. Borg- arbúar héldu sig inni, meðan á verstu sprengjuhríðinni stóð, og reyndu að forðast kúlnademb- urnar, er hinir hraðskreiðu skrið drekar rásuðu fram og aftur um göturnar. Þrátt fyrir það tókst huguðum frelsissinnum að loka mörgum götum í Pest með varn- arvirkjum, og þar voru einnig smáhópar ungra pilta og stúlkna, sem réðust óðar á hvern skrið- dreka sem hægði á sér. Á einum mikilvægum gatna- mótum við Morics Zsigmond torg í Búda hafði tekið að sér forust- una háskólastúdent einn, sem Rússar höfðu neytt til að nema hernaðarfræði. Hann kallaði nú hátt og snjallt til samherja sinna: „Eg tel vafalaust, að getum við haldið gatnamótunum hérna, þá muni Rússarnir ekki komast lengra í þessa áttina. Við skulum því loka hérna með götuvirkj- um.“ Hann tók svo við stjórninni og lýsti fyrir þeim snilldarlegri varnaráætlun sinni, en áður en verkinu væri lokið, hrópaði drengur einn hátt: — „Hérna koma 5 hermannabílar.“ Stúdentinn skipaði beztu mönnum sínum upp á næstu þökin, og er könnunarbílarnir sveigðu inn á hálflokuð gatna- mótin, gaf stúdentinn mei'ki, og var óðar hafin skothríð á vagn- ana. Þar féllu 67 Rússar, og 3 bílar, sem snúið gátu við, flýðu aftur til Gellerthæðar. Áður en næsta árás Rússa hófst, hafði foringinn látið velta öllum strætisvögnum á þessari leið. Síðan tengdu piltarnir vagnana saman og styrktu þá með timbri og bjuggu síðan um sig inni í vögnunum. Þá fengu þeir einnig óvænta aðstoð, er nokkrir ungverskir hermenn færðu þeim tvo hertekna, rúss- neska skriðdreka, sem nú urðu kjarninn í stórskotaliði varnar- innar. Hefndar Rússa var ekki lengi að bíða. Sjö stórir skriðdrekar komu drynjandi ofan af Gellert- hæð, og á leiðinni beindu þeir skæða vélbyssuhríð að húsunum meðfram götunum. Utan við skotmál varnarliðsins á gatna- mótunum námu skriðdrekarnir snöggvast staðar og króuðu inni 20 unga drengi og skutu þá alla með ægilegri vélbyssuhríð. í varnarvirki gatnamótanna sagði stúdentinn við menn sína: „Hér munum við allir deyja í dag.“ Er skriðdrekarnir sjö höfðu lokið fyrstu hefndarlotu sinni, brunuðu þeir að gatnamóta- virkjunum, en verjendurnir voru svo vel vopnaðir og hugrakkir, að þeim tókst að eyðileggja alla skriðdrekana. Nóvember-sunnu- degi þessum lauk með grimmi- legum bardögum milli sífjölgandi skriðdreka og hinna hraustu og hugprúðu manna innan varnar- virkjanna. Það reyndist, hér gagnvart ungverskri æsku, að Rússum varð brátt ljóst, að hin mikla áætlun þeirra um skjót- unna auðmýkingu Búdapest- borgar næði ekki fram að ganga. Þeir yrðu að vinna á hverjum einstökum Ungverja sér í lagi. Meðal frelsissinna í götuvirk- inu undir stjórn háskólastú- dentsins var tvítugur unglingur, hundseigur náungi og harðvít- ugur og nærri barnalega ákafur eftir að geta orðið þjóðsagna- hetja. Hann hét Imré Geiger. Og aðalandstreymi hans og áhyggjur í allri byltingunni virtist vera það, að hann skyldi aldrei hafa fengið veglegra vopn en riffil- skömmina sína. Hefði hann að- eins náð í vélbyssu, skyldu svei mér hafa orðið önnur leikslok í vopnaviðskiptunum, sagði ungi Geiger. Geiger var snotur náungi, dökkur á brún og brá, gildvax- inn, fallega tenntur og með kol- svart hár, sem hann hirti vel. Hann var í peysu, hafði alltaf vindling dinglandi í vinstra munnviki og reyndi að tala hryssingslega. Þessir ungu verjendur áttu að verjast árás úr öllum áttum: falbyssuhríð frá Gellerthæð og vélbyssuhríð frá skriðdrekunum, sem hringsóluðust um útjaðra torgsins á gatnamótunum, stór- um, hreyfanlegum fallbyssum, sem skipulega moluðu niður húsin umhverfis gatnamótin, og loks frá sprengjuverplum, sem þeyttu fosfor-eldsprengjum um allt bardagasvæðið. Þessir ung- versku æskumenn stóðust allar þessar árásir í fullar tvær klukkustundir og hörfuðu ekki á brott, fyrr en ekkert var eftir til að verja. Þegar Sovétliðið að lokum hélt inn á gatnamótatorgið, voru göt- (Framhald á 7. síðu.) Mænusóttin á undanhaldi Heilbrigðisyfirvöld Bandaríkjanna hafa nýlega tilkynunt, að síðan farið var að nota Salk bóluefni gegn mænusótt, hafi hún rénað þar í landi um 80%. Enda þótt hér kunni að vera að einhverju leyti um tilviljun að ræða, er þetta þó að miklu leyti þakkað bóluefninu. Lömunartilfelli 1955 voru alls 7.886, en það sem af er þessu ári (miður okt.), aðeins 1.576. Af þeim 6 7milljónum manna, sem mest nauðsyn er að bólusetja (fólk innan tvítugsaldurs og þung- aðar konur), hafa 25 milljónir fengið þær þrjár sprautur, sem nauðsynlegt er talið, milljónir hafa fengið tvær og 11 milljónir eina. Af 42 milljónum á aldrinum 20 til 40 ára, eru 28 milljónir, sem enga sprautu hafa fengið, en til eru í birgðum um 23 milljónir sprautur. Ritari Heilbrigðismálastofnun- arinnar (Department of Health, Education of Welfare) lét svo um mælt, að ef fólk vildi notfæra sér það bóluefni, sem fáanlegt er, væri hugsanlegt að hægt yrði að sigrast á lömunarveikinni á næsta ári. Væri hörmulegt að hugsa til þess, ef sljóleiki almennings yrði því valdandi, að bóluefni, sem bjargað gæti frá lömun og jafnvel dauða, lægi óhreyft í hillum lyfjabúða. (Time.) Sjónvarpsfætur Læknar í sjónvarpslöndum hafa nú um skeið borið nokkurn ugg í brjósti um, að þrásetur fyrir framan sjónvarpstæki, mundu ekki vera sem holl- astar fyrir augun. Nú er komið í ljós að þetta er ekki heldur hollt fyrir blóðrásina, eftir því sem bandarískur læknir lét frá sér fara á prenti nýlega. Getur hann þar um þrjá sjúklinga (þar af einn lækni), sem fengu alvarlegar æðastíflur í fætur, og máttu leggjast inn á sjúkrahús til að fá bót meina sinna. Ráð læknisins er, að menn standi á fætur að minnsta kosti á klukkutíma fresti, þegar setið er við sjónvarp, gangi svolítið um gólf og teygi úr sér. Konum ráðleggur hann eindregið að leggja frá sér lífstykki, sokkabandabelti og annað þess háttar, sem hindrað geti blóðrás um lærin. (Þýtt.) Verðlaun fyrir ritgerðir um áfengisnautn og umferðamál Bindindisfélag ísl. kennara eefndi á sl. vetri til samkeppni í barnaskólunum um ritgerðir, er fjalla skyldu um áfengisnautn og umferðamál. Barna- prófs- og fullnaðarprófsbörn víðs vegar um landið tóku þátt í samkeppninni, flest af Austurlandi, nnæst-flest af Norðurlandi. Alls bárust 268 ritgerð- ir, úr sumum skólunum reyndar aðeins úrval. — Nokkrir skólar höfðu sýnilega vandað mjög til þessa starfs og voru margar ritsmíðarnar hinar myndarlegustu, bæði að efni og frágangi. Margir skólar tóku ekki þátt í samkeppninni. Námsstjórum barnafræðslunnar var falin fyrirgreiðsla á verk- efninu. Verðlaunum var heitið fyrir þrjár beztu ritgerðirnar á hverju námsstjórasvæði, 200 kr., 125 kr. og 75 kr. Eftirtalin börn hlutu verölaunin: I. verðlaun: Gerður Steinþórsdóttir, Ljósvalla- götu 8, Reykjavík. — Anna B. Magnúsdóttir, Múla- koti, Lundarreykjadal, Borgarfirði. — Þórir Dan Björnsson, Sauðárkróki. — Þórunn S. Ii. Ingólfs- dóttir, Skjaldþingsstöðum, Vopnafirði. — Guðríður B. Pálmadóttir, Hvolsvelli. II. verðlaun: Hrefna Kristmannsdóttir, Hjarðar- haga 30, Reykjavík. — Ingibjörg Sigurðardóttir, Borgarnesi. — Sigurður Haraldsson, Akureyri. — Hólmfríður S. Sigurðardóttir, Efra-Lóni, Langa- nesi. — Sigurveig Sæmundsdóttir, Framnesvegi 14, Keflavík. III. verðlaun: Bragi Kristjánsson, Melaskóla, Reykjavík. — Kristjana Karlsdóttir, Barðastrand- arskólahverfi. — Guðmundur Kristjánsson, Stein- nýjarstöðum, Skagaströnd. — Magnús Gunnarssorr Ncskaupstað. — Sigríður Halldórsdóttir, Smára. túni-7, Keflavík. (Framhald á 5. síðu.)

x

Dagur

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.