Dagur - 20.11.1957, Side 5

Dagur - 20.11.1957, Side 5
Miðvikudaginn 20. nóv. 1957 D A G U R 5 FRÁ BÓKAMAR Fjórar nýjar bækur frá Bókaíor- lagi Odds Björnssonar á Ákureyri Bækur frá Bókaforlagi Odds Björnssonar á Akureyri vekja jafnan nokkra athygli. Menn eru farnir að treysta því að þar séu góðar bækur að finna. Nú eru nýútkomnar 4 bækur frá þessu forlagi, sem eru allar athyglisverðar, hver á sínu sviði. Jónsmessunætur MARTRÖÐ á Fjallinu helga eftir LOFT GUÐMUNSSON, mun vekja mesta eftirtekt. Þetta er fyrsta stóra verk höfundar, er hann þó enginn viðvaningur á ritvellinum, því að hann er, auk þess að vera blaðamaður, höf- undur margra kvæða, leikrita og hefur auk þess unnið við þýð- ingar og síðast en ekki sízt hefur hann skrifað mikið fyrir æskuna. Martröð á Fjallinu helga er um 300 blaðsíður og vönduð að frá- gangi. Hún skiptist í þrjá aðal- kafla: Lífskvæðið fer á ringul- reið, Skrímslið á torginu og Gengið á vit guðum á Jóns- messunótt. Þetta er fremur óheppilegur lestur á þeim annatíma, sem í hönd fer og auðveldar ekki þreyttum svefn, eins og svo margar haékúi:,-sem gott er að grípa á kvöldin og enn betra að leggja frá sér þegar svefn sígur á brýr. Eða mun ekki mörgum fara eins og mér, að hætta ekki fyrr en lokið er? Þetta er nefnilega mjög skemmtileg bók. Hug- myndaflug, mikil frásagnarlist og kímni höfundar heldur manni við efnið og öll er bókin sérstæð nokkuð, bæði að efni og bygg- ingu.. Með henni hefur höfundur, Loftur Guðmundsson, komið á óvart og skipað sér á bekk með góðskáldum. Flogið um álfiir aliar cftir KRISTINU OG ARTHUR GOOK er önnur ný bók frá Bókaforlagi Odds Björnssonar á Akureyri. Þar segir frá ferð þeirra hjóna kringum hnöttinn. Ber margt við á þeirri ferð og er frásögnin öll hin hógværlegasta, en grunnt þó á gamansemi. Enginn efast um heiðarleika í frásögn þeirra hjóna. En hér sannast sem oftar á ýmsu er fyrir ber á löngu ferðalagi, að hið sanna er þó lýginni líkast í aug- um okkar, scm heima sitjum löngum. í formála segir Arthur Gook, að tilefni ferðarinnar hafi verið dálítil fjárhæð, sem honum féll í skaut og henni vildi hann verja til að heimsækja kristniboðs- stöðvar víðs vegar um heim til að styrkja boðbera kristinnar trúar'í starfi. Bókin er stórfróð- leg ferðasaga, prýdd fjölda mynda, og ber öll mót hins gáf- aða og menntaða Englendings, sem hér dvaldi hálfa öld, lengst af á Akureyri, og var hinn ágæt- asti þegn og mikils virtur. Hann er nú, ásamt Kristínu konu sinni, alfluttur til hcimalandsins. En bókin er eins konar kveðja til landsins, sem hann helgaði hálfr- ar aldar starf sitt. Mamiaferðir og fornar slóðir eftir MAGNÚS BJÖRNSSON á Syðra-Hóli, er þriðja bókin frá Bókaforlagi Odds Björnssonar á Akureyri. — Þetta er fyrsta bók höfundar, en marga sagnaþætti hefur hann áður skráð. Bók þessi eru sagnaþættir af ýmsum kunnum mönnum og auk þess ferðasögur. Lengstur er þáturinn af séra Eggerti Ólafs- syni Brím á Höskuldsstöðum. — Höfundurinn er ættfróður og minnugur og þjóðlífslýsingar hans mjög skýrar og margar per- sónurnar eftirminnilegar og skrifað um þær af samúð og skiln ingi. Við lesíur Mannaferða og fornra slóða er tjaldinu að baki okkar svift til hliðar, svo að við getum gengið á hönd fortíðarinn- ar um stund og höfum við vissu- lega gott af því öðru hvoru og ekki sízt ef við höfum jafngóðan fylgdarmann og bóndann frá Syðra-Hóli. Dresigurimi og hafmærin eftir SYNNÖVE G. DAHL í þýðingu Sigurðar Gunnarssonar skólastjóra er fjórða bók forlagsins, sem kom í bókabúðir þessa dagana og er þetta barna- og unglingabók. í henni eru sögurnar: Drengur- inn og hafmærin, Flekkur, Bú- kolla og Stjarna, Fía frænka, Froskurinn óánægði ,Rauðbryst- ingurinn og gauksunginn og María litla barnfóstra. Teikning- ar.eru eftir Arne Johnson. Bók þessi er hollur lestur og góður íyrir yngri kynslóðina. HEIMA ER BEZT Tvö hefti þessa vinsæla tíma- rits eru nýkomin út. í septem- berheftinu skrifar ritstj., Stein- dór Steindórsson um Magnús Björnsson á Syðra-Hóli, Magnús Björnsson skrifar Bunkaþátt, Bergsveinn Skúlason ritar fram- hald af ferðaþáttum, ritstjórinn skrifar enn Úr vesturvegi og Stefán Jónsson námsstjóri Hvað ungur nemur gamall temur. Þá er þýdd saga, Fía frænka, fram- haldssagan og sitthvað fleira. Októberheftið hefst á grein um Loft Guðmundsson, höfund hinnar nýju bókar — Jóns- messunæturmartröð á Fjallinu Helga — eftir Stefán Júlí- usson, J. M. Eggertsson skrif- ar: Skipum hennar hlekktist aldrei á og Jóh. Ásgeirsson Gamlir kunningjar, Bergsveinn Skúlason heldur sig enn við ferðalögin og ritstjórinn við vesturveg, Stefán Jónsson skrifar grein um Grettisbæli við Fagra- skógarfjall, Friðrik Ólafsson skákþátt, þá er framhaldssagan o. fl. Margt mynda prýða þessi hefti bæði. — E. D. Hrekkvísi örlaganna BRAGI SIGURJÓNSSON: Sögur. — Akureyri 1957. Bragi Sigurjónsson hefur áður gefið út þrjár ljóðabækur og kynnt sig sem gott ljóðskáld. Nú sendir hann út 12 smásögur, og munu aðeins 2—3 þeirra hafa birzt áðui' undir gervinafni. Höf- undur er íslenzkumaður góður og ritar kjarnort mál og hreint. En stílblær hans er hvikull og fjöl- breyttur, og bregður helzt til of oft fyrir tiltækjum þeim og kenjum, sem nú virðast í hátízku, en eru þó tíðast til lýta, jafnvel hjá frumhöfundi þeirra (H. K. L.) enn í dag. — Virðist sem höfundur sé að leita að sjálfum sér — sínum eigin, persónulega stíl. Og hann er óefað á næstu grösum. Bregður honum fyrir öðru hvoru, þegar bezt lætur, og er þá athyglisverður. En eins konar nöturlegur kaldranagjóst- ur virðist leika um súmar sög- urnar, og tel eg það til lýta. Sögur höfundar eru fjölbreytt- ar og athyglisverðar, og flestar skemmtilegai' aflestrar. En sums staðar virðist mér stíllinn falla miður vel að efninu. Höfundur er bæði hugkvæmur og hugmynda- ríkur, og hér eru ýmsar prýði- legar sögur, sem eflaust væru enn prýðilegri, að minni hyggju, ef stíll félli betur að efni. — Eg drep hér lauslega á flestar sögur þessar og smávægilegar athuga- semdir mínar: Misskilningur er Ijóti skilning- urinn. Nafngiftin er fremur óþjál og langsótt. Annars er þetta smá- spaugileg saga, þótt stíllinn sé dálítið gleiðgosalegur. — Og skýring Þorbjargar, þessarar glæsilegu prýðisstúlku, á barn- eign sinni, er með ólíkindum, ekki sízt í samanburði við djörf- ung hennar og drengskap í sögu- lokin. Vcrndari smælingjanna í Suð- urdöluni er gömul saga, ljót og nöturleg og með nokkrum ólík- indum, þótt dæmi muni því mið- ur hafa fundizt um slíkt kaldrifj- að mannúðarleysi. Sælir eru hjartahrcinir. Þetta hefði getað verið bráðsmellin gamansaga, hefði hún verið skráð í glettnum og græzkulausum tón. En hér verður sagan algerlega hjáróma. Kalahæðnin er of mein leg og — of ber. Ólíkindin of áberandi: að ailt fj'rirfóik cyrar- innar skuli vera svona samdauna í ímyndunarveikri yfirborðs- mennsku og uppskafningshætti. Ádeila sögunnai' geigar því al- gerlega. Og hláturinn þagnar í hálsi lesanda. Bjarni stórhríð er góð saga og vel sögð, þótt lokamálsgreinin sé bæði óþörf og spilli sögunni. Sjóhetjan er smáspaugileg gamansaga um fáráðlings rytju- ræfil, sem bætir sér upp skakka- föll lífs síns með sögum af ímynduðum afrekum. Gamlir rcfir og ungir er smell- in saga, vel gerð og launfyndin, — og dálítið krydduð. Galdrakarlinn Mike segir m. a. Verðlaun fyrir ritgerðir um. . (Framhald af 4. síðu.) Aukavcrðlaun (bækur) fyrir mjög góðar ritgerðir hlutu: Þórunn Stefánsdótitr, Berunesi við Reyðarfjörð. — Ragna Ólafs- dóttir, Neskaupstað. — Sigrún Á.ndtgard, Sauðárkróki. — Björn Björnsson, Syðra-Laugalandi, Eyjafirði. — Jón H. Jóhannsson, Víðiholti, Reykjahverfi, S.-Þing. F. h. stjórnar B. í. K. Jóhanncs ÓIi Sæmundsson ritari. Eldri-dansa klúbburinn heldur dansleik í Alþýðuhúsinu laugardaginn 23. nóv., kl. 9 e. li. Húsið opnað kl. 8.30. Nokkrir miðar seldir við innganginn. magnaða draugasögu og spán- nýja. Endurlausn hcfndarinnar er einkennileg saga og ævintýra- kennd. En þó allsannfærandi. Óveðursboðinn á Ófæruhiílu er forneskjuleg saga að efni og mál- fari. En mjög er ólíkleg lýsingin á fundi líks Ásmundar með svein inn unga í örmum sér. Sú lýsing hefði verið sennileg og hugstæð, hefðu þeir orðið úti, en fjarstæð mjög, þar sem þeir hröpuðu fram af hengiflugi í sjó niður. Móði söngur virðist hafa átt betri spjarir skilið en frásögn sögunnar, sem er fremur hjá- róma, sé tilgáta höfundar rétt, eins og gefið er í skyn: ....að með söng sínum og gamanbrögð- um væri Móði í Gröf að reyna að syngja sig frá fátækt sinni og umkomuleysi, sorgum sínum og vonbrigðum, hann væri að hlæja með grátinn í hjartanu?“ Sagan af Sunnefu fögru er at- hyglisverð að efni til og góð saga, þrátt fyrir nokkrar stílkenjar. — Niðurlag hennar er þó fremur ólíklegt, þ. e. a. s. játning Tóna sérvitra fyrir drengnum. Hrekkvísi örlaganna er bráð- smellin örlagaflækja, sem einna helzt minnir á góðan leynilög- reglureyfara, en gefur þó þegar í upphafi í skyn — allt of snemma — allsterkan grun um rétta lausn gátunnar í öllum atriðum að einu undanskildu. Þar er lesanda vik- ið úr götu með nokkrum ólík- indum (viðhorfi frú Guðrúnar til meistarans svarthærða, með pét- urssporið). Verður afleiðing þessa sú, að sögumaðurinn sjálfur verður að lokum að fletta ofan af sjálfum sér, — en þess hefði hann ekki átt að þurfa. Hér virð- ist því í rauninni vanta einn hlekkinn í örlagakeðjuna, sé hún rétt rakin. Og' hefði þá lesandi sjálfur átt að finna lokalausnina! Nýlcga fannst gömul eldavél af algengri gerð í gömlu húsi í Kaupmannahöfn. Að vísu er þetta gamalt skrifli, en þó talinn hinn merkilegasti minjagripur og það svo, að blaðið segir, að allir sannir föðurlandsvinir hljóti að líta á hann með andagt. Vél þessi ku nefnilega hafa verið í eigu Jacobsens nokkurs, sem fyrstur tók upp á því að brugga Carls- berg öl, og á hann að hafa brugg- að fyrsta ölið á þessari vél. Þetta er sem sé andleg vél. Er sagt, að forstöðukona fyrirtækis þess, sem nú telzt eiga vélina, muni í lotningarfullum skilningi á menningarsögluegu gildi vélar- innar afhenda hana Carlsberg öl- gerðinni. S t j ó r n i n. Áti§lfSíiigar þurfa aS hafa borizt blaðinu fyrir kS. 2 á þriðjudögum Hclgi Valtýsson.

x

Dagur

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.