Dagur - 11.12.1957, Blaðsíða 1

Dagur - 11.12.1957, Blaðsíða 1
Fylgist með því, sem gerist hér í kringum okkur. Kaupið Dag. — Sími 1166. DAGUR kemur næst út föstudag- inn 13. desember. XXXX. árg. Akureyri, miðvikudaginn 11. desember 1957 61. tbl. Barnaskólinn á Oddeyri seitur með við- Borðið er fagurlega skreytt og nemendur og gestir sjá hvað marg- víslega er hægt að útbúa viðhafnarborð. — (Ljósmynd: S. H.). — Friðrik efstur Friðrik Olafssin var í gær efst- ur á taflmótinu í Dallas og hafði þá unnið Larsen og Szabo í fyrri umferð, en Yanowsky í fyrstu skák sinni í síðari umferð. En um úrslit í gærkvöld var blaðinu ekki kunnugt. Bændaklúbbsfimdiir verður mánudaginn 16. des. n. k. á sama stað og tíma. — Um- ræðuefni: Sauðfé og sauðfjár- rækt. Framsögumaður verður Árni Pétursson kennari á Hól- um í Hjaltadal. Ef einhver álítur að Húsmæðra- skólinn á Akureyri sé autt hús og yfirgefið frá því að fastur skóli hætti þar, verður hann að læra betur. Frá því í haust hafa stöðug námskeið verið í skólan- um og eru þau mjög eftirsótt. Námskeið, bæði í fatasaum alls konar og vefnaði, hófust um miðjan október og voru full- skipuð. Vefnaðarkennari er Ólöf Þór- hallsdóttir frá Ormsstöðum. — Nemendur eru 12—14 í einu. Saumakennari er Sigrún Höskuldsdóttir, Bólstað. Kennd- ur er fatasaumur alls konar og útsaumur á kvöldin. 30 konur hafa notið þeirrar kennslu. Skólaráð hefur staðið fyrir þessum námskeiðum. Formaður þess er frú Gunnhildur Ryel. Matreiðslu- og heimilisstjórn- arnámskeið hefjast aftur 15. jan. og standa til vors, og verður kennarinn Guðrún Sigurðardótt- ir frá Reykjahlíð. Húsmæðraskólafélagið, en for- maður þess er Jóninna Sigurðar- dóttir, hefur undanfarið haft mjög eftirsótt námskeið í skólan- um undir leiðsögn Hjördísar Stefánsdóttur hér í bæ. Þar er kennt sælgætisgerð, kökugerð og borðskreytingar alls konar. Um 130 konur hafa tekið þátt í þeim. Á sunnudaginn gafst fréttamönn- um kostur á að sjá fagurlega skreytt borð, og drekka kaffi og bragða góðgætið. Öll matreiðslukennsla gagn- fræðaskólans fer fram í Hús- mæðraskóla Akureyrar og Iðn ■ skóli Akureyrar er þar til húsa. Þar er því jafnan nokkuð um að vera yfir skólamánuðina. Námskeiðsfyrirkomulagið virð- ist henta mjög vel. En ráða þarf forstöðukonu til að hafa yfirum- sjón með þessu starfi öllu, til að skapa meiri festu í starfræksl- una. 12700 mál í Krossanes Krossanesverksmiðjan hefur tekið á móti 12700 málum síldar, og sýnilega var nokkur veiði í gær. Jarðskjálfti Á Árskógsströnd komu all- snarpir jarðskjálftakippir um helgina. Sá fyrri var á sunnu- dagsnóttina kl. 3.40, en sá síðari á mánudagskvöldið kl. 9.40. Heppileg jólagjöf Láttu þér ekki bregða, lesandi góður, þótt minnzt sé á happ- drætti. í landi félagsskaparins er oft leitað aðstoðar við góð mál- efni. Þessa daga fara skólapiltar um bæinn og selja happdrættis- miða til styrktar lömuðu fólki og kostar 100 krónur hver miði. — Vinningarnir eru tvö fokheld íbúðarhús í Reykjavík, auk smærri vinninga, og dregið verð- ur 20. desember næstkomandi og hefur blaðinu verið tjáð að drætti verði ekki frestað. En eru ekki allir búnir að fá nóg af slíku? Kannski er það. — Það skyldu menn þó athuga, áður en piltarnir eru látnir synjandi fara, að engir þjóðfélagsþegnar eru verr leiknir af hörmungum veikinda en einmitt fatlaðir menn og lamaðir. Keyptur happdrætt- ismiði léttir þeim örlítið lífsbar- áttuna. Happdrættismiðar fást í bóka- verzlunum, bæði Eddu, Bókabúð Rikku og Bókabúð Jónasar. — Nokkrir miðar fást einnig á af- greiðslu blaðsins. Ráðherrar í utanför Hermann Jónasson forsætis- ráðherra og Guðmundur f. Guð- mundsson utani'íkisráðherra ioru utan í gærmorgun áleiðis til Par- ísar, en þar munu þeir sitja ráð- herrafund Atlantshafsbandalags- ins, sem hefst 16. þ. m. höln og lekinn til Skólastjóri er Eiríkur Sigurðsson, fastir kennarar 5, en börnin eru 235 Hinn langþráði barnaskóli á Oddeyri var settur á laugardag- inn var að viðstöddum fjölda gesta. Vígsla fer síðar fram. At- höfnin hófst með sálmasöng und- ir stjórn Jakobs .Tryggvasonar. Þá flutti formaður fræðsluráðs, Brynjólfur Sveinsson mennta- Eiríklir Sigurðsson skólastjóri setur Oddeyrarskólann nýja. — (Ljósmynd: P. G.). skólakennari, ávarp, þar sem hann óskaði stofnuninni velfarn- aðar og ávarpaði börnin sérstak- lega. Síðan flutti Eiríkur Sig- urðsson, hinn nýji skólastjóri, skólasetningarræðu, og að lokum hélt Stefán Jónsson, námsstjóri, ræðu. Einn af kennurum skólans, Theódór Daníelsson, hafði ort ljóð fyrir þetta tækifæri, og var það sungið við lag Björgvins Guðmundssonar tónskálds. Síð- ast var þjóðsöngurinn sunginn. Á eftir skoðuðu menn hinn nýja og mjög vistlega og vandaða skóla. í skólasetningarræðu sinm minnti skólastjórinn á, að Barna- skóli Akureyrar væri nú orðinn 27 ára gamall, og þrátt fyrir þennan nýja skóla væru allir barnaskólar bæjarins fullskipað- ir. Síðan drap hann á nokkur söguleg atriði Oddeyrar, og sagði þá m. a.: , „Talið er að Oddeyri hafi verið Oddeyrarskólinn. gamall þingstaður. Á Oddeyri gerðu Norðlendingar aðför að Álfi úr Krók og ráku af sér er- lendan ójafnað. Þá skein sól norræunnar hetjulundar yfir Oddeyri. En um 250 árum síðar urðu Norðlendingar að lúta of- ríkinu, er þeir kváðu upp hinn nafnfræga dóm um Jón Arason og syni hans, meðan tvö herskip lágu út á Pollinum. Þá var dimmt og dapurlegt yfir Súlna- tindi. En Oddeyri hefur einnig átt sínar björtu og glöðu hátíða- stundir. Hér var haldin þjóðhátíð 2. júlí 1874. Sóttu hana Eyfirð- ingar og Þingeyingar austan megin fjarðarins. Gizkað var á að þjóðhátíðargestir hafi verið full 2 þúsundir manns. Árið 1890 minntust Eyfirðingar þúsund ára byggðar Eyjafjarðar á miðri Oddeyrinni. Frumkvöðull þess- ara hátíðahalda var þjóðskáldið Matthías Jochumsson. Sóttu hana á fjórða þúsund manns. — Þetta var talin önnur mesta há- tíð, sem haldin var hér á landi á öldinni sem leið.... Árið 1874 voru hér aðeins tvö léleg íbúðar- hús.... Þegar fólki fjölgaði á Oddeyri skapaðist vandamál í sambandi við skólagöngu barn- anna. Þá var barnaskóli í Inn- bænum. Gamli Oddeyrarskólinn starfaði frá 1879—1900. Eru því 57 ár liðin síðan barnaskóli hef- urf verið á Oddeyri fyrir börn á ýmsum aldi’i.“ Síðan vék ræðumaður að sjálfu viðfangsefni skólanna, samstarfi skóla og foreldra og beindi síðan orðum sínum til barnanna. Kennslustofur eru aðeins 4 í þessum skóla, en kennarastofan er einnig notuð sem kennslu- stofa í vetur. Byggingin er á einni hæð og byggð í tveim álm- um. Fastir kennai'ar eru 5, auk skólastjóra, og eru þeir þessir: Eiríkur Stefánsson, Theódór Daníelsson, Jón H. Magnússon, Guðmundur Ólafsson og Sigui’ð- ur Flosason, og auk þess stunda- kennarar. Fyi’irhugað er að stækka skól- ann að mun. En bætt er í bráð úr bi’ýnni nauðsyn með þessum áfánga. D A G U R kemur næst út föstudaginn 13. desembcr. Auglýsingum sé skilað fyrir kl. 2 e. h. á , fimmtudag.

x

Dagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.