Dagur


Dagur - 11.12.1957, Qupperneq 5

Dagur - 11.12.1957, Qupperneq 5
Miðvikudaginn 11. des. 1957 D AG U R 5 Sigurbjörg Jónsdóttir fi*á LITLA-HÓLI Fædd 2. nóv. 1874 - Dáin 24. nóv. 1957 Þegar aldurhnigin sveitakona hverfur yfir landamærin miklu, er nokkuð algengt að menn segi að við fráfall hennar hafi að vísu ekki orðið neinn héraðsbrestur, og er þá vafalaust átt við al- mennan og opinberan vettvang. Oftast nær má þetta orðatiltæki til sannsvegar færa, ef aðeins er miðað við stundina — tímann — þegar atburðurinn skeður. Er þá sú, sem um ræðir, venjulega bú- in að taka ofan baggana, sem hún áður bar í þágu heimilis síns og samfélags. Finna menn þá glöggt að á bak við orðalagið liggur raunar heil ævisaga — saga um athafnir, fórnir og skyldur. Saga um hlekk í festi, sem bar uppi heimilishag og hamingju og mátti ekki bresta, ef vel ætti að fara. Þessi almennu sannindi koma mér í hug við fráfall vinkonu minnar og sveitunga, um mörg ár, Sigurbjargar Jónsdóttur, fyrrverandi húsfgreyju á Litla Hóli. Þræðir margra minninga rakna þá upp og verða ljósari en nokkru sinni fyrr. Helga Sigurbjörg Jónsdóttir er fædd að Kotungsstöðum Fnjóskardas 2. nóvember 1874. Foreldrar hennar voru Jón Guð- laugsson og kona hans Helga Sig urðardóttir, er þá bjuggu á Kot- ungsstöðum. Jörðin var fermur lítil og kosta rýr, en ómegð allmikil. Eignuðust þau hjón 9 börn og náðu sex þeirra fullorðinsaldri, einn sonur og fimm dætur. Það lætur því að h'kum, að á kotinu hefur orðið að vinna hörðum höndum til að sjá afkomu heimilsins sæmilega borgið. Börnin vöndust því snemma mikilli vinnu. Þegar þau höfðu aldur til, smátýndust þau að heiman í vistir. Fimmtán ára gömul fór Sigurbjörg úr föður-1 húsum, og i'éðist vinnukona að Grund í Eyjafirði, síðan að Hóls- húsum. Þar átti hún heimili um nokkur ár, fyrst sem vinnukona, síðar óvistráðin og stundaði saumanám og saumaskap. Kom það henni vel síðar. En vorið 1899 ræðst hún bústýra til Ingimars bónda Hallgrímssonar á Litla- Hóli í Hrafnagilshreppi. Frá þeim tíma má raunar telja að ævistarf hennar hefjist. Ingimar hafði verið kvæntur Sigrúnu Bergvinsdtótur. Hún var kona afburða fríð sínum, gáfuð og glæsileg. Nokkur síðustu árin var hún haldin sjúkleika, sem ekki varð læknaður hérlendis. — Réðist því Ingimar í að koma henni til Kaupmannahafnar til lækninga. Mátti það teljast nær því einstakt á þeim tíma, fyrir fátækan bónda, ehda afar kostn- aðarsamt. En lækningartilraunin bar ekki þann árangur, sem von- ast var eftir og þráður, því að Sigrún lézt í Kaupmannahöfn 18. febr. 1897. Var þá stórt skarð brotið í múr heimilishamingj- unnar, því að auk harms hús- bóndans, við lát eiginkonunnar, syrgðu ástríka móður þrjár ungar dætur Ingimars, og sú elzta mjög heilsutæp. Mátti því segja að heimilið væri í djúpum sárum harms og örbyrgðar, þv íað veik- indakostnaðurinn svarf fast að efnahag Ingimars, sem hann bar einn, að því er bezt verður vitað. Mér hefur þótt óhjákvæmilegt, í þessu sambandi, að bregða upp þessari mynd, til að glöggva sig á þeim aðstæðum, sem fyrir hendi voru þegar hin 25 ára gamla bú- stýra tók á sínar herðar þær skyldur, sem henni bar að gera samkvæmt stöðu hennar á heim- ilinu, viðbrögð hennar, og hvern- ig þolgæði hennar, geðró og fórn- arlund hlutu sína fyrstu eldskírn, sem entist óbrotin að aldurtila. Skömmu eftir komu Sigur- bjargar að iLtla-Hóli, ágerðust veiknidi Ingibjargar, elztu dóttur Ingimars, og þar kom að hún andaðist 12. júlí 1899. Hún hafði verið, að dómi kunnugra, „engil- frítt og elskulegt barn“. Það kom að sjálfsögðu í hlut Sigurbjargar að hjúkra þessu barni, sem hún gerði af móðurlegri alúð þar til yfir lauk. Auk þess varð hún að stunda gamla konu, sem var á heimilinu á vegum Ingimars. — Hún dó um sama leyti og Ingi- björg litla. Allir þessir harmar og örbyrgð og margs konar erfiðleikar heim- ilisins, sem Sigurbjörg tók hug- heilan þátt í með húsbóndanum, hefur eðlilega smátt og smátt skapað þá kennd með þeim báð- um, að örlögin ætluðu þeim lengri sambúð en til bráðabirgða. Þetta leiddi til þess að Sigur- björg giftist Ingímar 10. nóv. 1901, þá 27 ára. , En með giftingunni er líklegt að nú hafi skapst ný vandamál, sem heppilega úrlausn þurftu að fá. Dætur Ingimars tvær, sem eftir lifðu, voru enn á ungum aldri, er hann kvæntist annað sinn. Þær voru báðar gáfaðar stúlkur, með heitar tilfinningar og nokkuð ríkar, eins og þær áttu kyn til. Minningin um ástríka og yndislega móður var enn ófölskvuð í huga þeirra ,og sakn- aðarsárið enn ekki gróið. En þær voru dular í skapi og báru ekki harm sinn á torg, fremur en gert hafði faðir þeirra. Það er því ekki ólíklegta til getið, að þær hafi í fyrstu tekið því fálega, er önnur kona settist í sæti móður þeirra. Slíkar tilfinningar eru nokkuð algengar hjá stjúpbörn- um, einkum ef þau hafa enn ekki þroska til að geta litið raunhæft á atburðinn. En sé hér rétt til getið, hefur Sigurbjörg fullkom- lega skilið þessar tilfinningar og mætt þeinm með geðró, glaðværð og hjartahlýju. Og víst er það, að ekki liðu mörg ár þar til dæturn ar virtu og viðurkenndu stjúpu sína og báru til hennar hlýjan hug og þakklæti fyrir allt, er hún fyrir þær gerði. Ingimar Hallgrímsson var að eðlisfari framgjarn og einarður, unni hvers konar framförum og hugsjónamálum og vildi veita þeim lið. En um skeið drógu harmar og örbirgð hann allmjög til baka, svo að ágætir starfs- hæfileikar hans nýttust lítt þágu félagsmála sveitarinnar. En eftir að hin nýja kona hans tók á sig birgðarnar með honum, breyttist viðhorfið til batnaðar. Hún lagði sig alla fram af hag- sýni og dugnaði um að bæta hag heimilisins, svo að brátt varð það eitt af ánægjulegustu heimilum sveitarinnar. Þangað þótti gest- um gott að koma. Húsráðendui' voru veitulir, ræðnir, fróðir og glaðir. Um þessar mundir, eða 1904, tók Ingimar fyrst sæti í sveitar- stjórn, og þar að auki tók hann meiri eða minni þátt í flestöllum félagsmálum sveitarinnar. Var hverju framfaramáli styrkur að þátttöku hins greinda, ötula, en umfram allt bjartsýna manns. — Húsfreyjan kynnti heimilisarin- inn og gerði þar sem bjartast og hlýjast. Aðstæðurnar, sem sköpuðust fyrir ötular hendur og hlýhug hennar gerðu það að verkum, að ágætir starfskraftar húsbóndans fengu fyllilega notið sín í þágu sveitarinnar. Ingimar var einn af stofnendum Kaupfé- lags Eyfirðinga, 1886, og síðar deildarstjóri þess í Hrafnagils- hreppi um mörg ár. Litli-Hóll varð því miðstöð samvinnufélags- skaparins í hreppnum, þar var oddviti hans og þar voru deildar- fundir haldnir. Það var því oft gestkvæmt á Litla-Hóli og þétt- setið við gestaborðið, þar sem húsfreyjan bar fram beina, bros- hýr og hlý. Það fór því ekki hjá því að Sigurbjörg eignaðist vin- áttu og virðingu gesta og gisti- vina sinna, og ekki sízt þeirra, er lengra voru aðkomnir og þágu náttstað á Litla-Hóli og nutu al- úðlegrar aðhlynningar. Á Litla- Hóli vildi það löngum við loða, að þar væri á vegum húsbænd- anna gamalmenni, sem fáa eða enga áttu að. Þar var um mörg ár gamall maður ,blindur og ör vasa, sem mikillai' hjálpar þurfti við. Öllum þessum olnbogaböi'n um var Sigurbjörg hinn fórnfúsi og hjartahlýi verndari. Þeim hjónum varð fjögurra barna auðið, sem öll komust til fullorðinsár, og nú eru á lífi. — Þau bjuggu á Litla-Hóli til árs- ins 1931. Létu þá af búskap, en við tók Júlíus sonur þeirra og síðan Margrétt dóttir Ingimars og maður hennar. Á Litla-Hóli dvöldu þau svo til 1937, en Ingi- mar lézt 26. jan. það ár. Vorið 1937 flytzt svo Sigurbjörg til Akureyrar og var þar á vegum Birnu dóttur sinnar. Á Akureyri stundaði hún saumaskap um mörg ár. Efti rþað dvaldi hún oft tíma og tíma í sveitinni að ósk vina og frændfólks og var hvar- vetna aufúsugestur. Annars hafði hún fast aðsetur hjá Birnu dóttur sinni ,og þa rlézt hún þann 24. nóv. s.l., 83 ára. Hún var jarðsett að Grund 30. nóv. s.l. að við- stöddu fjölmenni. Vinir hennar og samferðamenn minntust hennar með hlýhug og þakklæti fyrir þann góða skerf, sem hún, beint og óbeint, lagði til fram- gangs góðra málefna. Sigurbjörg Jónsdóttir var greind kona, fróð um margt og minnug. Var ánægjulegt að eiga viðræðu við hana. Eðliseinkunnir hennar, glaðværð, fórnfýsi og hjartahlýja, fylgdu henni óskert- ar til æviolka. Gangan var orðin nokkuð löng yfir land ævinnar, frá austur- ströndinni — sólaruppkomunni — og til vesturstrandarinnar sólarlagsins. — Stundum ' var bratt og grýtt fyrir fæti, en aldr ei æði'ast. Markmiðið var að ljúka dagsverðinu með sóma, án hlífi- semi við sjálfa sig, og til hinztu stundar að fórna sér fyrir minnstu bræðurnar — minnug orð aKrists um þá. Fagnandi og trúarörugg tók hún í hönd ferju- mannsins, sem flutti hana yfir móðuna miklu, þar sem hún í anda eygði strönd eilífa landsins. Hólmgeir Þorsteinsson. Magnús H. Gíslason, Frostastöðum: Unglingafræðsla Ólafs Ihors (Framhald.) V. Lögin um landnám, nýbyggðir og endurbyggingar í sveitum þakkar Ólafur íhaldinu. Þó það nú væri! Hvernig væri að athuga það örlítið nánar. Alla getur svo misminnt, meira að segja sjálfan Ólaf. Á Alþingi 1925 bar Jónas Jóns- son fram frv. um Byggingar- og landnámssjóð. íhaldinu leizt ekki á blikuna. Jón Þorláksson sagði: . Eg fyrir mitt leyti hef enga trú á stofnun nýbýla í sveitum fyrst um sinn.“ Ennfremur: „Fé sjóðsins á að veita mönnum að láni vaxtarlaust. Þetta er gjöf Fátækrastyrk eða sveitarstyrk mætti líka kalla það.“ Og enn: ,,Eg kem ekki með neina uppá- stungú af því að eg á ekki sæti í þessari háttv. deild. En hitt dreg eg engar dulur á, að það teldi eg bezt farið, að frv. þetta ætti sér sem skemmstan aldur.“ Ekki var nú byrjun amaleg. Fjórir íhalds- þingmenn greiddu atkv. gegn því að frv. færi til annarrar umr. Á þingi 19 6 endurflutti Jónas frv Meiri hluti fjárhagsn., 3 .íhalds- þingm., lögðu til að málið væri fellt. Og það dagaði uppi. Á þingi 1927 var bert, að málið olli geig í röðum íhaldsins. Það var vinsælt meðal bænda. Kosningar voru framundan. Þar við bættist, að fyrir lá, að málið yrði ekki af- greitt á þinginu, heldui' vísað til milliþinganefndar í landbúnaðar- málum. Það er von að Ólafur sé búinn að gleyma því, hvernig fór um skipun þeirrar nefndai’, þetta er svo langt síðan. En hún var bara aldrei skipuð af íhalds- stjórninni. Það fórst fyrir þar til ráðuneyti Tryggva Þórhallssonar var tekið við stjórnartaumunum. Á þessum árum átti íhaldið sér eitt frægt sveitamálgagn, sem hét Vörður. Ekki átti Byggingar- og landssjóðui' neinni ástúð að mæta á því heimili. í 37. tbl. Varðar 1926 segir svo: „Aldrei hefur nokkur maður auglýst vantrú sína á íslenzkum land- búnaði jafn átakanlega og J. J. í umræðum um þetta mál. Aldrei hefur verið sýnt meira metnað- arleysi fyrir bændanna hönd. Aldrei gerð jafn hamröm tilraun til þess að gera ísl. bændur að ómögum og ölmusulýð. Sannleik- urinn er sá, að þetta frv. er eitt- hvert versta og vanhugsaðasta mál, sem nokkurn tíma hefur verið fram borið á íslandi. Með betli og ölmusugjöfum er sorgin metnaður og þróttur úr bændum. Hugsjónin virðist vera metnaðar- og ábyrgðarlaus ölmusulýður í sveitum, ti'úlaus á atvinnuveg sinn og afkomu, berjandi lóminn og nauðandi um styrk frá öðr- um.“ — Líklega hefur gleymzt að lesa upp úr Verði á „bændaráð- stefnunni“. (Framhald.) Fjölbreytt úrval af rósóttum og doppóttum LÉREFTUM og einlitum POPLINEFNUM. Tilvalið í JÓLASVUNTUNA. ANNA&FREYJA Ódýrt TIL JÓLANNA: Kvennærföt frá kr. 38.50 Kvenbuxur frá kr. 15.00 Mittispils frá kr. 54.00 Náttkjólar frá kr. 38.50 ANNA & FREYJA 14 farþega bifreið hefi ég til leigu í lengri og skemmri ferðir. Bifreiðin er rneð drifi á öllum hjól- um og hentug til vetra- ferða. Vernharð Sigursteinsson. Sími 2141. Skagfirzk Ijóð eru komin. Bókabúð Jónasar. DOMUPEYSUR í mjög fallegu lita- osí o'erða-rirvali, O O 7 nýkomnar. Falleg PEYSA er kærkomin jólagjöf. VERZL. DRÍFA Sími 1521. Lanolin Plus GJAFAKASSARNIR komnir aftur. Lanolin Plus SNYRTIVÖRUR væntanlegar næstu daga. r Verzlunin Asbyrgi

x

Dagur

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.