Dagur - 11.12.1957, Blaðsíða 8

Dagur - 11.12.1957, Blaðsíða 8
8 Baguir Mtðvikudaginn 11. des. 1957 Stjórnarfrumvarp um miklar breylingar w a Á tnánudag var lagt fram á Alþingi stjórnarfrumvarp um breyt- ingar á kosningalögunum. Eysteinn Jónsson fjármálaráðherra fylgdi frumvarpinu úr hlaði á fundi efri deildar í fyrradag og rakti þar tilgang stjórnarvaldanna með írumvarpinu. Miðast breytingar þær, sem gerðar eru á gildandi Iögum við það, að gera kosningarnar friðsamari og virðulegri en verið hefur og koina í veg fyrir það að fulltrúar stjórnmálaflokka geti fylgzt með því hverjir kjósa. Ráðherra benti á það í ræðu sinni, að mörgum þætti orðið nóg um aðganginn á kjördag og full- komin ástæða væri til að reyna að koma því til leiðar, að kjós- endur fengju að vera meira í friði um einkamál sín á kosningadag- inn. Rakti ráðherra ýtarlega lið fyrir lið breytingar þær, sem frumvarpið hefur í för með sér. FLOKKARNIR FYLGIST EKKI MEÐ HVERJIR KJÓSI. Hann benti meðal annars á það að í framkvæmdinni yrði sums staðar óljóst hvenær kjörfundi ætti að ljúka, og reyndin hefði orðið sú, að sums staðar hefðu kjörfundir staðið fram á nótt. Væri mönnum vorkunnarlaust að ljúka kosningu á sjálfan kjördag- inn, án þess að láta kosningar standa fram á næsta dag. í frum- varpinu er gert ráð fyrir að kjör- fundarhúsum verði lokað klukk- an ellefu að kvöldi, og yrði þá öllum kosningum lokið fyrir miðnætti. Þá sagði ráðherra, að það væri óeðlilegt að hafa þann hátt á frjálsum kosningum, að fulltrúar flokkanna hafi full- trúa í sjálfum kjördeildunum og skrifi upp nöfn og núrner þeirra, sem nota kosningarétt sinn. f frumvarpinu væri gert ráð fyrir að tekið yrði fyrir þessa starfsemi. Ennfremur Frá kristniboðsstöðinni í Konsó Eins og kunnugt er, starfa nú 5 íslendingar í hinni íslenzku kristniboðsstöð í Afríku, Konsó í Eþíópíu. — Samkvæmt fréttum, sem borizt hafa þaðan, gengur starfið að mörgu leyti vel. Átrunaður Konsómanna er frumstæður. Þeir trúa á illa anda og kalla hinn æðsta þeirra Satan. Ottast þeir andana og færa þeim fórnir til þess að blíðka þá. Kristniboðarnir segja, að meðal margra Konsóbúa búi sterk löngun til þess að losna undan oki þessarar djöflatrúar. En flesta brestur kjark til þess að segja skilið við hin sterku öfl, þess muni verða hefnt. Það vakti því mikla athygli, þegar einn töframannanna af- neitaði hinni fornu trú, hætti öllu kukli sínu og tók kristna trú. Töframennirnir eru nokkurs konar prestar fólksins og leiðtog- ar í andlegum efnum. Hafa þeir geysimikið vald yfir fólkinu. — Dirfska Barsja, töframannsins, og augljós breyting hefur veitt mörgum djörfung til þess að fara að dæmi hans. Fer kristnum mönnum nú fjölgandi meðal þjóðflokksins. Konsómenn standa að ýmsu leyti framar nágrönnum sínum. Þeir rækta korn og breyta hæð- um og hólum í gróðurstalla, svo að vatnið nýtist. En þeir kunna hvorki að lesa né skrifa, og svo mun vera um flesta þjóðflokka landsins. Kristniboðarnir hófu því skólastarfsemi svo fljótt, sem við varð komið, enda hefur keis- ari þjóðarinnar, sem er kristinn, fullan hug á því að mennta fólk sitt. í Konsó hefur verið reist skólahús, og sækja nú margir drengir skóla. Segja kristniboð- arnir að góður efniviður sé í drengjunum. Það hóir kennsl- unni, að skólaskyldu verður ekki við komið, og sækja því piltarnir skólann eftir því sem áhugi og aðhajd leyfir. í skólanum verður að nota „ríkismálið", þ. e. tungu Arpharanna, en þeir eru sá þjóð- flokþurinn, sem ræður ríkjum í landinu. Er einnig bannað að skrifa bækur á mállýzkum ann- arra þjóðflokka. Læknir er enginn til í Konsó. íslenzka hjúkrunarkonan, sem dvelzt þar, Ingunn Gísladóttir, á mjög annríkt. Koma sjúklingar ti.l hennar tugum saman á degi hverjum, og þjást þeir af marg- víslegum sárum og sjúkdómum. Ingunn er einnig ljósmóðir Konsókvenna. í sumar þurfti hún að sauma saman sár á manni, sem ljón hafði ráðizt á. Daginn eftir, sem var sunnudagur, voru eingöngu unglingar, konur og gamalmenni við guðsþjónustuna. Allir vopnfærir karlmenn höfðu farið á ljónaveiðar. Ungur, íslenzkur læknakandí- dat býr sig nú undir að fara til Eþíópíu, áður en langt um líður, að taka þar til starfa. Mun hann brátt vera á förum til útlanda til þess að afla séi1 frekari þekking- ar og reynslu, áður en hann heldur suður ó bóginn. Auk hjúkrunarkonunnar eru tvenn ung hjón í Konsó. Felix Olafsson og kona hans, sem fóru þarrgað fyrst, eru væntanleg heim í hvíldarleyfi í byrjun næsta órs, ásamt drengjunum tveimur, sem þau hafa eignazt suður frá. Ólaf- ‘ ur Ólafsson, kristniboði, dvelur I , þar um þetta leyti. Hann er að | kynna sér starfið og taka myndir. yrði ekki leyft að grúska í kjörskrám að kosningu lokinni til þess að skoða hverjir hefðu kosið og hverjir ekki. FLOKKSMERKI OG GJALL- ARHORN BÖNNUÐ Á BÍLUM. f frumvarpinu væru svo ákvæði um ólögmætan áróður á kjörstað eða í næsta nágrenni hans á sjálfan kjördaginn. Loks eru ákvæði, sem banna allar merkingar á listum og á bílum hvar sem er í kjördæminu á kosningadaginn og jafnframt nótkun gjallarhorna. Sagði Ey- steinn Jónsson ráðherra í fram söguræðu sinni, að flestir ættu að geta verið sammála um að æskilegt væri að slíkuni áróðri sé hætt og í heild miðuðust all- ar þessar breytingar við það, að kosningarnar gætu farið friðsamlegar fram en verið hefur. BORGARSTJÓRI ANDVÍGUR BREYTINGUM. Þegar ráðherra hafði lokið ræðu sinni, reis úr sæti sínu borgar- stjórinn í Reykjavík, Gunnar Thoroddsen. Var hann óánægður með frumvarpið, fann því margt til foráttu, meðal annars það, að það væri illa samið og óná- kvæmt orðalag. Vildi þar að auki láta kosningar standa til mið- nættis og taldi vafasamt að bílar mættu halda númeraspjöldum sínum, ef breytingar yrðu sam- þykktar! Lungnaberklaaukning í Svíþjóð Aðalorsakir: Eggjalivituskortur, æði og eirðar- leysi uútímans og afleiðngar Asíu-flenzunnar í Bóhúsléni í Svíþjóð gaus upp berkla-farsótt síðastl. sumar, og hefur sænskum blöðum orðið tíðrætt um skýrslu þá, sem Erik Forsgren yfirlæknir á Sveins- hvolshæli hefur sent heilbrigðis- málastjórninni, og telur yfirvof- andi hættu almennt á ferðum af þessum sjúkdómi, sem þó mun hafa verið allt að því upprættur í Svíþjóð. Biður læknirinn stéttar- bræður sína að hafa nánar gætur á vágesti þessum, sem ef til vill geti nú breiðst út og orðið jafn- ægilegur og þá er hann varð læknir fyrir 30 árum. Telur yfirlæknirinn, að nú sé meiri hætta á ferðum en venju- lega, sökum þess, að nú sé allt að milljón manna móttækilegri eftir nýafstaðna Asíu-inflúenzu, og geti það kveikt í öllu í skyndi, þar sem viðnám gegn berklum sé nú svo lítið sökum lifnaðarhátta nútímamanna. Helztu orsakir þessa telur yfirlæknirinn m. a. eftirfarandi atriði: Skort á eggjahvítu í mataræði manna, og æði og eirðarleysi nú- tímans. Telur hann að á Sveins- hvolshæli hafi afleiðingar flenz- unnar komið glöggt í ljós. Sæl- gætisát barna sé einnig áberandi orsök smitunar. Börn seðja sig á ssælgæti og spilla með því eðli- Edda og Kalevala í hinni merku ritgerð Jþrgen Bukdahls í Askov-bókinni um Ha ndritn m/íli-ð og Norðurlönd, cr getið hefur verið áður í Degi, birtir hiifundurinn að lokum dálítinn innskotskáfla um þjóðernisátiikin í Finnlandi á öldinni sent lcið — á milli sænsk-Finna og finnsk-Finna. Segir ]>ar m. a. á þcssa leið: „Reynt hefur verið að rekja upp- tök mismunar þessara tveggja þjóð- ernisgreina aftur til goðsagna-skáld- skapar beggja ættstofnanna, ]). e. a. s. til Eddu og Kalevaln. Var þessti þegar hreyft í ljóði Wecksels: Óð- inn og Vainiimöinen. ... En mönn- um nmn tæplega hafa verið ljóst, hve náskyldar voru þessar tvennar goðsagnir og hin náuu tengsl ís- lands við Finnland á þessum vetl- vangi. í sínum annarlega búningi er Kalevala í raun og veru ofin þéttu Eddu-ívafi. í iiðrum ]>ætti (Siing) er lýst eik nokkurri, sem sprettur upp og vex á dularfullan hátt og fyllir allan himingeiminn. Hér cr það askr YggdrasilS í frásögn F.ddu, sem að lokum sameinar Para- dísartréð og Krosstréð. í eistneskum tilbrigðum af söng þessuni er askur í eikar stað. Dauði Lemmikáinens og fiir móð- ur hans lil Ileljar til ]>ess að cndur- heimta son sinn er nákvæmlega samsvarandi frásiign Snorra um dauða Baldurs. Að baki» beggja þessara frásagna er hugmyndin uin för Krists til Helar og svo hin æva- forna frásögn um Demeter og Per- sefone. í norrænu goðsögninni cr ]>að Hermóður, sent Frigg sendir eftir Baldri. í hinrti finnsku fer móðirin sjálf, og í hinni grisku á Hermes að telja um fyrir hiifðingja undirheima að láta laust herfang sitt. Boðflennu-heimsókn Lemmikái- nens í veizlu eina samsvarar ná- kvæmlega frásögn Snorra um Ægi (27. söngur). I-Iinn frægi 20. söng- ur um ölhruggunina samsvarar því atriði í Hávamálum, er Óðinn verð- ur ölvaður að Gunnlöðu. Þannig mætti Icngi telja. Jafnvel Kalevala- nafnið má rekja til Eddu, í Hyndlu- ljóðum, þar sem nefndir eru Skilf- ingarnir, og til Kylfinganna í Egils sögu, þar sem sagt er frá bardaga Þórólfs við þá: hér eru þeir nefnd- ir Kirjálar. Þessir bardagar eru sögttleg uppistaða ntikils hluta Ka- levala-ljóðsins, sem þannig er hér tengt Egils siigu. Hinir 12 synir Ka- levala benda og til goðsagnarinn- ar norrænu um hina 12 Æsi, sem cinmitt voru synir Óðins. Auk ]>ess segir Snorri í Eddti sinni, að Skilf- ingur sé eitt nafn Óðins. Já, handritin í Árnasafni geta einnig hinna eldgömlu tengsla á milli lslands og Finnlands og Eddtt- áhrifanna í Kalevala, þótt hér sé það frekar goðsagnalegs eðlis hekl- ur en raunveruleg gömul norræn goðatrú. Kalcvala er einnig stigulegt (joðsagnalóð, sem að lokum hefur einnig méttazt á hinum kaþólsku miðöldum." Elelgi Valtýsson. legri og nauðsynlegri matarlyst. Einnig sé þetta áþekkt með full- orðna. En eggjahvítan byggir upp hvítu blóðkornin, sem eru mikil- vægasta vörnin gegn berklasmit- un. Sumir berklasjúklingar, sem koma til okkar, segir yfirlæknir- inn, eru í góðum holdum, en þeir hafa nærzt um of á kaffi og vín- arbrauði og mjúku hveitibrauði (smurðbrauði). Æði og eirðarleysi fólks nú á dögum er hinn illi andi lífsins. Fólk ann sér ekki hvíldar. Það er á sífelldu spani, eins og ætti það líf sitt að leysa, stritar við að koma sér upp sumarbústöðum og eignast bíl. Allur frítími þess fer í frístundavinnu. Enginn má vera að því að fleygja sér á bakið til hvíldar og safna kröftum. Og nú er orðið öfugstreymi á þessum vettvangi. Áður urðu helzt konur berklaevikar ,en nú eru það lið- lega helmingi fleiri karlmenn sem smitast. Yfirlæknirinn helgar skóla- börnunum sérstakan kafla í skýrslu sinni. Um 1930 var stöð- ugt mikið um berkla í skólabörn- um, og stafaði það af vanhær- ingu. En með betra matarhæfi, bólusetningu og skólamáltíðum var þessu algerlega útrýmt, svo að fyrir skemmstu birtist ekki eitt einasta tilfelli. En nú er þetta að spretta upp á ný. Mætti helzt nefna þetta lexíu-berkla. Börn og unglingar sitja kengbogin yfir lexíum sínum kvöld eftir kvöld og fá að lokum berkla í lungna- broddana sökum þess, að nægi- leg blóðrás berst ekki óhindruð til lungnanna. M. a. segir hann: Látið krakka lesa lexíurnar sínar liggjandi. Karlakór Akur eyrar Eins og getið var um í síðasta blaði verða hljómleikar Karla- kórs Akureyrar og Lucíuhátíð í Akureyrarkirkju nú í vikunni — þ. e. á föstudag og laugardag kl. 9 bæði kvöldin. Fyrra kvöldið er aðallega ætlað fyrir styrktarfé- laga og gesti og svo almenning, eftir því sem húsrúm leyfir. Að- göngumiðar verða seldir í Rikku búð báða dagana. Lucíu-þáttur- inn er Akureyringum áður kunnur og vel metinn jafnan. f þeim þætti kemur þó alltaf eitt- hvað nýtt. Má í því sambandi minna á, að í þetta skipti koma fram tvær ungar listakonur héð- an úr bæ við hljóðfærin: Gígja Jóhannsdóttir með fiðlu og Guð- rún Kristinsdóttir sem undirleik- ari. Einsöngvarar eru, svo sem áð- ur getur: Björg Baldvinsdóttir, Jóhann Konráðsson og Jósteinn Konráðsson. Þess má vænta að bæjarbúar og nágrannar fjölmenni í kirkj- una þessi kvöld til þess að hlýða á þessa fjölbreyttu efnisskrá og I sjá dýrðina.

x

Dagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.