Dagur - 08.01.1958, Blaðsíða 2

Dagur - 08.01.1958, Blaðsíða 2
2 D A G U R Miðvikudagitm 8. janúar 1958 UM DAGINN OG YEGINN FRÉTTIR í STUTTU MALI Tíðin vanstillt, fólkið stilít. Veðráttan var kvikul mjög og mislynd um jól og nýár að þessu sinni. Á aðfangadag var sunnan hvassviðri og 5 stiga hiti og rigning öðru hvoru. Vatn rann hvarvetna í stríðum straumum um götur bæjarins. Þegar á dag- inn leið kólnaði og um kvöldið var komin ein versta stórhríð, sem menn muna, þótt frostlítð væri. Var vindurinn þvervestan, snjókoman gífurleg og veður- hæðin svo mikil að tæpast var stætt. Komust menn naumlega miili húsa og var lögreglan beð- in aðstoðar víða. i bænum að koma fólki heim til sín. Lágu a. m. k. einu sinni fyrir yfir 30 hjálparbeiðnir á Lögregluvarð- stofunni í einu og gerði hún sitt bezta til aðstoðar. Skemmdir í Krossanesi. í þessu ofsaveðri urðu nokkr- ar minni háttar skemmdir í bænum, cn í Ivrossanesi reif þak af mjölskemmu, þurrldofti og olíugeymi síldarverksmiðjunnai' og reykháfur brotnaði. Unnu flestir smiðir bæjarins að því á jóladag og annan dag jóla, að gera við skemmdirnar og mun tjón ekki hafa orðið á mjöli eða öðrum vörum svo teljandi sé, vegna þess hve skjótt var við brugðið um viðgerðir. Síðustu daga ársins hlóð niður miklum snjó og varð þung færð á bæ og héraði. Á gamlárskvöld var mokhríð og hægur ar.dvari. Brennurnar biðu betri tíma, cn ílugeldnrnir lýstu upp bæinn um miðnætti. Dansleikir voru haldn- 5r að venju og voru vel sóttir en fátt fólk var á götunum og lítils óróa gætti meðal unglinga. Sameiginlegur markaður Evrópuþjóða. - Fyrsta janúar gekk í gildi samn ingur Beneluxlandanna, Vestur- Þýzkalands, ítalíu og Frakklands um sameiginlegan mai'kað. Var þetta tilkynnt fyrir nokkru. Er þetta talið mikilvægt spor til sameir.ingar Evrópu og hefur verið fagnað víða um heim. Ráð- gerð eru miklu víðtækari banda- lög í Evi'ópu, þar sem tollmúrar og hvers konar verzlunarhömlur „Islandsk hotelmamU Sagt cr frá komu farþegaskipsins „Bergensfjord" frá Bandarík jummi. Hreppti skipið hið versta veður á leiðinni, svo að margir farþegar slösuðust. Birt er viðtal við nokkra þeirra. m. a. aldursforsetann, frú Emilie Winther, sem er 89 ára göm- ul og fór nú sína 25. ferð yfir At- lantshafið. Var gamla konan hin hrattasta og lét vel yfir förinni. Hún liafði farið ycstur til ]>ess að heimsaekja dóttur sína, 3 barna- Iiiirn og 2 barnaharnabörn, cn dótt- ir. hennar er gift „med en islandsk liolelmand i Staten Island, N.Y.“ Kannast nokkur við fólkið? skulu afnumdar inn á við og þátt tökuríki standi saman sem ein heild. Verði ísland meðal þátt- tökuríkja, má búast við ger- breyttum sjónarmiðum í fram- leiðslu og viðskiptum og raunar fyrir því, þótt þau vcrði þá með öðru sniði. Með víðtækum tolla- bandalögum má svo búast við að sameiginlegur gjaldmiðill verði upp tekinn og fleiri breytingar gerðar til að auðvelda viðskiptin inn á við. Eignatjónið nær 90 milljónir. í síðasta hefti Samvinnutrygg- inga um öryggis- og trygginga- mál, segir, að tjón manna á eign- um þeirra á síðastliðnu ári, þ. e. 1956, hafi numið 89,6 milljónum króna. Þar af um 38 milljónir vegna bruna og bifreiðatjóns. Sjótjón nema 58.7 millj., flug- vélatjón um 300 þús. Þessar miklu upphæðir hafa 9 trygg- ingafélög bætt. Eignatjónið mun þó áreiðanlega vera langt um meira í þessum sömu greinum. Kemur þá hin mikla spurning: Hvérriig má draga úr þessu gíf- urlega tjóni? Fyrir litla þjóð ev þetta mikil blóðtaka, sem freista verður að ráða einhverja bót á. Kertaljós á Alþingi. Stuttu fyrir jól urðu lítilshátt- ar truflanir á störfum Alþingis vegna rafmagnstruflana. Þá varð að gi'ípa til kertaljósa og hrað- ritarar fengu aftur lítilsháttar þjálfun í sölum Alþingis, því ekki var hægt að taka ræður þing- manna á segulband eins og nú er orðin venja. Fjárlög afgreidd. Rétt fyrir jólin voru fjárlögin afgreidd tekjuhallalaus. Hafði meiri hluti fjárveitinganefndar lagt til að tekinn yrði verulegur hluti af dýrtíðargreiðslu út af fjárlögunum, eða um 90 milljónir. Sá þáttur efnahagsmálanna, sem þessi fjárhæð var ætluð til, verð- ur framhaldsþingið ao leysa ásamt öðrum þáttum efnahags- málanna. Það hefur vakið þjóð- arathygli að Sjálfstæðismenn hafa ekkert lagt til málanna, í umræðum um fjárlögin, annað en brigslyrði og nokkrar tillögur til hækkana á útgjöldum, sem nema um 25 milljónum króna. Happdrætti Flugfélags íslands. Flugfélagið á við mikla fjár- hagsörðugleika að etja vegna flugvélakaupa og mikillar fjár- festingar. Leitar það til þjóðar- innar allrar í þessu efni með happdrætti, samkvæmt leyfi hins opinbera. Félagið efnir nú til sölu á happdrættisskuldabréf- um að upphæð 10 milljónir kr. Verða þau endurgreidd að 6 ár- um liðnum með 5% vöxtum og vaxtavöxtum. Hvert skuldabréf kostar 100 krónur en verður endurgreitt með 134 krónum eftir 6 ár. Hvert skuldabréf gild- ir auk þess sem happdrættismiði og' nemur upphæð vinninganna samtals á ári 300 þús. kr. Happ- drættisskuldabréfin verða til sölu hjá Flugfélaginu og í bönk- um og sparisjóðum. Fjárhagsáætlun Reykjavíkur. Rétt fyrir jólin lagði bæjar- stjórn Reykjavíkur fram fjárhags áætlun fyrir árið 1958. í heild bækkar fjái'hagsáætlunin um 20 milljónir. Útsvörin eiga að hækka um 18 milljónir. Hæpið er talið að þessi áætlun standist, þótt ekki sé hún sem glæsileg- ust. Enda eru kosningai' fram- undan en ekki verður gengið endanlega frá þessari áætlun fyrr en eftir kosningar. Nú þegar eru útsvörin í Reykjavík hærri en nokkurs staðai' annars staðar á landinu. Hver reykvískur borg- ari verður að greiða í bæjarsjóð að meðaltali yfir 3 þúsund krón- ur. Til samanburðar má geta þess, að hér á Akureyri eru út- svörin rúmar 2 þúsund krónur á mann til jafnaðar. Síðan Dagur benti á þessar staðreyndir liefur engin ,,pokamynd“ um útsvörin í Reykjavík og öðrum bæjum landsins verið birt í blöðum Sjálf stæðismanna. Nokkrir Akureyr- ingar, sem clvalizt hafa við nám í Reykjavík, hafa komið á skrif- stofu Dags og sýnt útsvarsseðla frá bæjaryfirvöldum Reykjavík- ur. Námsfólk utan af landi hefur lent í ræningjaklóm í höfuðstaðn um og verið beitt furðulegri og dæmalausri harðýðgi á þessu sviði. Eetið nyrr rar bókar SKRUDDA. Sögur, sagnir og kveðskapur. — Skráð hefur Ragnar Asgeirsson. Búnaðar- félag íslands gaf út 1957. Ragnar Asgeirsson er fyrir löngu þjóðkunnur maður. Hann hefur um fjölda ára verið garðyrk juráðu- nautur B. í.j ferðazt um allt land margsinnis, mætt á bændanámskeið- um og flutt þar fyrirlcstra um garð- yrkju. Þá hefur hann og oftsinnis flutt ræður um önnur cfni, þar sem hann hefur verið staddur á sam- komum út um, sveitir. Og jafnan hafa crindi hans vakið athvgli. Er h.ann því víðkunnur og góðkunnur sem ræðumaður. En Ragnar hefur gert mcira. Hann Jtefur jafnan lieitt næmri at- hygli að öllu því, er hann hefur séð og heyrt. Hann hcfur safnað sögum og vísum, kjarnyrðum og kjarnstök- um, draumsögum og reimleikasög- um víðs vegar um land. Safn þetta liefur liann skrifað í bók, sem hann nefnir Skruddu og getið þar iteim- ildarmanna og greint tildrög sagna og vísna. Mun liann ekki liafa ætl- að sér að láta safn þctta koma fyrir augu ahnennings, hcklur liefur hann viljað bjarga undan stórasjó tímans sögulegum verðmætum, og einkum þeim, er fcla í sér lýsingar sérkennilégra manna. Margar eru siigur Ragnars með ósviknum kímnibiæ, því að lionum er sú gáfa gefin í ríkimi mæli að fella liðna atburði í farvcg léttrar og kímilegr- ar friisagnar, þar scni það á við. Mun öllum þeim, cr kynnzt hafa Ragnari á ferðum lians, vera í Ijósu minni, hve vel hann segir frá og hve ívaf sagna hans er gætt litrík um blæ. Nú er þctta sagnasafn komið út í áðurnefndri bók. Og ]>i>kk sé for- manni B. í. fyrir að hafa átt þar frumkvæði. Auk formálsorða Iiiif- undar, skrifar búnaðarmálastjóri aðfaraorð. Segist hiifunditr fyrst og fremst liafa skrifað Skruddu fyrir sjálfan sig, án ]>ess nð hafa haft í híiga útgáftt og forðazt langar ætt- færslur, vitnaleiðslur, ártöl og dag- setningar eins og heitan eldinn, ]>\ í að hér sé ekki um „vísindamennsku að ræða“. Er af þessu sýnt, að Ragn- ar hefur sneitt hjá allri „kronolog- íu“, eins og Griindal komst að orði, og lengra nokkru en ég hefði kosið mín vegna. Lengsti kafli bókarinnar, og mér hugstæðastur að efni, er þáttur Sig- urðar Helgasonar í Jörfa. Meðan ég var strákur, kynntist ég rosknuni manni, er verið hafði ungur á vist með séra Tómasi Þorstcinssyni á Brúarlandi. Hafði þá sr. Tómas sagt ýmsar siigur af hinum sérkenni- lega Jörfabónda. Hefur sr. Tómas vnfalaust kynnzt Sigurði á Hítar- dalsárum sínúm og meðan hann var á Staðarstað. Var mér því hugleikið að kynnast Sigurði Helgasyni nokk- uru nánar. í þætti þessum cr cevi- rima Sigurðar, ort af honum sjálf- um í elli. Er sú ríma hin merkasta lieimild um ævi hans. Auk ]>ess, sem hann rekur sögu sína að ytra fari, er í henni furðulega glögg lýsing á manngerð Sigurðar, styrk hans og veikleika. Þar gengur höfundur rímunnar lengra miklu en hann hefur ællað sér: Hann kcmur þar „upp um sig“, alveg óvitandi og óvart. Ymsar fleiri vísur Sigurðar cru birtar í ]>ætti þessum, og hcfur Ragnar sótt þar drjúgt til fanga um Mýrar og víðar. Virðist mér sem þær heimildir séu sterkum rökum studdar og hinar merkustu. Sigurð- ur á Jörfa var faðir sr. Helga, síðast prests á Melum, ]>ess er málaði mynd Jónasar skálds Hallgrímsson- ar. Þá vil ég næst ncfna þátt smá- sagna frá Asgrími Ilellnapresti. Er þar brugðið upp annarri og geð- þekkari mynd af hipum sérkepni- lega presti cn hinn dómgjarni s<slu- maður, Jón Espólín, heldur á íoft í siigu sinni. Skrudda geymir ýmiss konar sagn- ir dulrænna fyrirbrigða, og eru margar ]>eirra prýðilega sagðar og hinar athyglisverðustu. Vil ég að- eins nefna Sporin við Skaftárós, Svarta kindin og Nú cr hann að koma á norðan. Er alkunnur á- gætismaður, Guðmundur Loftsson, fyrr bankagjaldkcri, heimildarmað- ur Ragnars að tvcim hinum síðast- töldu. Nýtur Svarta kindin sín prýðilega frá penna Ragnars, svo er hún vel gædd lífi og lit. Þá gcymir Skrudda dulrænar sagnir af Sólborgu þeirri, cr mestum beyg olli Einari skáldi Benediktssyni og síðar tók sér aðsetur á Stóra-Ilofi. Ilélt ég lengi, að Sólborgarsögur væru að mestu hcilaspuni eða skáldskapur, cn liér birtast ]>.xr mér í gleggri mynd cn áður. Er síðasti þáttur þeirra sagna ]>ó beztur, því að banii greinir frá því, hversu hin ógæfu- sama sál sncri af villugötum og komst í sátt við örlög sin. Ég má ckki eyða rúmi til að tclja miklu fleiri þætti bókarinnar, ekki heldur ]>örf. Þar er margt vísna og sitthvað sagt frá reimleikum, jafn- vel höggum og hávaða, sem allar líkur mæla mcð að stafað hafi frá ósýnilegum verum. Af því að ég nefni rcimleikasögur, vil ég, í sam- l>andi við Þorgeirsbolaþátt og i mót- mælaskyni, þoka Skagafirði frií þeitn heiðri, að nautkind sú hafi orðið þar fyrst til eða verið Skag- firðingum nokkru sinni ánetjuð sérstáklega. í bókinni cr margt vísnaog sumar cftir snjalla liöfunda, m. a. eftir Pál Olafsson — og eru suiriar þeirra vel mergjaðar. Hvgg ég, að skiptar séu skoðanir manna að því er tckur til römmustu vísna lians, hvort birta líafi átt ]>ær eða ekki. Og víst er um það, að varasamt getur verið að fara um fornar elclstöðvar. Letjgi lifir í gömlum glæðurn og Icngi getur lcynzt eldur í ösku, sem valda má skrámum og' sviða. Eins get ég ætlað, að áliti manna sé farið um sitma smæstu þættina í lausu máli, ]>á sem höfundur hefttr lagt minnsta rækt við. Má vera, að sumum þyki þcir þynna út þær sögur, sem inn- taksmeiri cru. Ég legg þar á engan dóm. Hitt er þó víst, að allar eru sögurnar hressilega sagðar og skír- getin afkvæmi Ragnars Asgeirs- sonar. Eru ]>ær gæddar svo glögg- um hiifundar-einkenmim, að mér finnst, þegar ég les þær, scm ég greini nálægð Ragnars og njóti sagnanna af vörum hans sjálfs. Með því að ég vil forða misskiln- ingi, niá eg'geta þess, að ég tók mér ekki penna í hönd til þess að skrifa ritdóm, heldtir til að vekja athygli á nýkominni, sérstæðri bók, sem er einkum vel valin til lestrar í skamm- dcgi. Sá cr máttur mergjaðra reim- leikasagna. Y'msar sagnir voru til um Rauð- skinnu Gottskálks Nikulássonar, galdraskrudduna alræmdu. Var það auðvitað í fullu samræmi við al- mchningsálitið að telja hinn „grimma biskup" hafa lekið þessa bók með sér í gröfina, svo að engir mættu hafa liennar not. Fulla á- stæðu hef ég til að hakla um Ragn- ar Ásgeirsson, að sjálfráður hefði hann ákvcðið Skruddu sinni að fara sömu leið. En Þorsteinn á Vatnsleysu og vafalaust fleiri góðir nienn hafa forðað því, að svo mætti verða, og er þáð vel. Kolbeinn Kristinsson. í kili skal kjörviður Guðm. Gíslason Hagalín skráði. Norðri gaf út. „í kili skal kjörviður11 er ævi- saga Mariniusar Eskild Jessens fyrrverandi vélskólastjóra, skráð af Guðm. Hagalín eftir sögn hans (Framhald á 7. síðu.)

x

Dagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.