Dagur - 08.01.1958, Blaðsíða 7

Dagur - 08.01.1958, Blaðsíða 7
Miðvikudaginn 8. janúar 1958 D A G U R 7 FRÁ BÓKAMARKAÐINUM (Framhald af 2. síðu.). sjálfs, og tileinkuð íslenzkum vélstjórum með þakklæti og virð ingu sögumanns. Jessen skólastjóri er danskur og segir bókin fyrst frá uppvaxt- arárum hans í Danmörku, mörg- um ævintýrum og og baráttu og uppeldi á danskri grund. En síð- an verða þáttaskil. íslendingar báðu um duglegan og fæi-an vél- stjóra til að vera leiðbeinandi hér á landi í byrjun vélaaldarinn ar. Jessen varð fyrir valinu og Daninn dugði vel og settist hér að. Með 40 ára starfi hefur Jess- en unnið íslenzkum atvinnuveg- um ómetanlegt gagn og honum er það fyrst og fremst að þakka hve íslenzkir vélstjórar þykja framúrskarandi færir í sinni grein. Hin nýja bók er skemmti- lestur og hún er líka hin merk- asta heimild fyrstu 40 áranna á vélaöld þjóðarinnar og síðast en ekki sízt er hún ágætlega rituð ævisaga um einn af mætustu þegnum landsins á þessari öld, og er höfundi og útgefanda til sóma. NÝ BÓK: Frá Kotá til Kaiiada eftir JÓNAS STEFANSSON Akureyri 1957. Þetta er fróðleg bók og skemmtileg, og þá sérstaklega fyrir Akureyrarbúa og Eyfirð- inga. Hér er það „Eyfirzkur Jónas Stefánsson. Vestur-íslendingur“ sem sögurn- ar segir, og þær eru margar og býsna fjölbreyttar. Hér er ekki aðeins sagt frá tuttugu ára dvöl vestan hafs, aðallega í Kanada, en einnig í Bandaríkjunum, held ur er fullur helmingur bókarinn- ar, 112 bls., aðallega saga Akur- eyrar á þriðja tug ára beggja megin við aldamótin. Er hér margvíslegur fróðleikur, og ssgir höfundur látlaust og létt frá, en einnig all ýtarlega og skýrt frá mönnum og málefnum og kemur víða við. Eru hér jafnvel frásagn- ir sem telja má nauðsynlegar leiðréttingar á skráðum atriðum í sögu Akureyrar o. fl. (Sbr. bls. 81—83 og 84—85). Síðari helmingur bókarinnar er frásögn af dvölinni vestan hafs, og kennir þar margra grasa. Eru margir kafla þessara afar fjöl- breyttir og skemmtilegir og býsna víðtækur fróðleikur um ýmsa Vestur-íslendinga, kunna og ókunna, og eru hér m. a. marg ar ágætar mannlýsingar í stuttu máli. Inn á milli eru víða skarp- legar athugasemdir til skýringar og frekari fyllingar, þótt ekki heyri beinlínis söguþræðinum til. — Yfirleitt er hér geysimikill fróðleikur og nýstárlegur, og frá sögn víða bráðskemmtileg, og stórskopleg inn á milli, og er þvi hreinn skemmtilestur. — Jónast Stefánsson fluttist heim aftur með Vestmannahópnum, sem heimsótti „gamla landið" á Alþingishátíðinni 1930, og hefur síðan átt heima á Akureyri. Helgi Valtýsson. Eldri-dansa klúbburinn heldur dansleik í Alþýðulnísinu laugardaginn 11. janúar, kl. 9 síðdegis. Aðgöngumiðasala ler fram í Alþýðuhúsinu fimmtu- dags- og föstudagskvöld, frá kl. 8 —10 e. h. — Eldri félagar sæki miða sína fyrra kvöldið. Eiga annars á hættu að tapa þeirn. S t j ó r n i n. ORLON-DYNEL LOÐKÁPUR Sterkar og fallegar- 3 litir. VERZL. R. LAXDAL Sýjar kvenkápur um helgina. VERZL. R. LAXDAL Kvenstúdent óskar eftir atvinnu liálfan eða allan daginn. Góð málakunnátta. Margt kernur til greina. Afgr. vísar á. Rarnanærföt og barnaútibuxur tek ég að mér að prjóna. Antonia Erlendsdóttir Lækjarg. 22. Sími 2154. RRAGGI eða geymsluskiir óskast keyptur eða leigður. — Afgr. visar ti. KJÓLFÖT, lítið notuð, á háán og grannan mann, lil sölu. Tækifærisverð. Jón M. Jónsson klæðskeri — Sími 1599. Nilfisk-ryksuga Scandia-barnavagn, hægindastóll, stoppaður, allt sem nýtt, til sölu með tækifærisverði. Afgr. vfsar á. r „Islendingur“ og Allamalla í síðasta tölublaði Islendings eru taldir upp hinir ágætu fram- bjóðendur Sjálfstæðisflokksins við bæjarstjórnarkosningarnar hér, en ekki er það látið nægja, heldur er smáklausa um hvern þeirra fyrstu, og er þ>ar talið upp gjörsamlega allt það, sem þeir hafa sér til ágætis unnið og ým- islegt gott sagt um persónur þeirra, svo að kjósendum öllum megi vera það fullljóst, að hvorki séu þetta smámenni né illmenni. Mér finnst ekkei't athugavert við það, þó að flokksblaðið taki þetta skýrt fram kjósendum til öryggis, svo að þeir grípi síður til hins mjög tiltæka blýants og striki út að venju sinni. En vinur minn einn var hneykslaður á þessu og sagði, að ef varan væri þekkt af öllum kaupendum, og væri hún góð, þyrfti ekki að grípa til svo mik- illa 'og ákafra auglýsinga, slíkur manngildis- og afrekasparðatín- ingui' væri óþekktur meðal ann- arra þjóða. Það vildi svo vel til, að eg gat rekið þetta ofan í hann. Eg hafði nefnilega hjá mér blaðið Alia- malla, sem gefið er út í kjördæm- inu Bombomba í hinu nýja ríki Ghana í Vestur-Afríku. Þetta er kosningablað, og í því stendur í lauslegri þýðingu: „I cfsta sæti listans er Aghana- boro, hinn mikli galdramaður, sem hefur vald á tungli, sól og stjörnum. Það var hann, sem lét rigna á þurrktímanum í fyrra“, o. s. frv. o. s. frv. „f 2. sæti listans er Jojapoja, hinn einarði og dugmikli veiði- maður, sem þekkir frumskóginn betur en nokkur annar. Það var hann, sem drap ljónið í fyrra og beit krókódílinn til bana í hitteð- fyrra“, o. s. frv. o. s. frv. „í 3. sæti er vinur vor allra Hullumhæjanna, sem borinn er og barnfæddur í öllum kjörklef- unum, þar sem kosið verður. Það var hann, sem át tvo soðna kristniboða og einn hráan“, o. s. frv. o. s. frv. Svo er tekið fram í greininni um tvo þá næstu á listanum, að þeir hafi manna stærsta og feg- ursta hringi í miðsnesinu og séu þar að auki úrvalsmenn hinir mestu. Eg benti vini mínum á grein þessa, og þá sljákkaði nú heldur í karli. Nei, þetta er gott hjá íslend- ingi. Haldi hann bara áfram í sama dúr, og þá mun eg lesa hann mér til ánægju og gagns. Kosninga-Jón. Framboðslisti Aljiýðu- bandalagsins á Ak. Efstu menn listans eru þessir: Björn Jónsson Jón B. Rögnvaldsson Jón Ingimarsson Þorsteinn Jónatansson Tryggvi Helgason Guðrún Guðvarðardóttir I. O. O. F. Rb. 2 — 107188V2 Kirkjan. Messað í Akureyrar- kirkju á sunnudaginn kemui' kl. 2 e. h. Sálmar: 4 — 201 — 105 — 59 — 584. — P. S. — Messað í Lögmannshlíðarkirkju n.k. sunnu dag kl. 2 e. h. — K. R. Fundur í drengja- deild kl. 10.30 f. h. á sunnudaginn. — Silf- urhnappa- og Ljós- berasveitir sjá um fundinn. 14 og 15 ára drengir velkomnir. — Fundur í stúlknadeild í kapell- unni n.k. sunnudag kl. 5 e. h. — Eyrarróasveitin sér um fundar- efni. Fermingarbörn. Börn, sem eiga að fermast í Akureyrarkirkju á komandi vori, eru beðin að koma til viðtals í karkjukapellunni sem hér segir: Til séra Kristjáns Ró- bertssonar þriðjudaginn 14. jan. kl. 5 e. h. Til séra Péturs Sigur- geirssonar miðvikudaginn 15. jan. kl. 5 e. h. Kosningaskrifstofa Framsókn- arflokksins er í Hafnarstræti 95. Sími 1443. — Opið til 10 á hverju kvöldi. Þeir, sem fjar- verandi verða á kosningadag- inn, 26. þ. m., eru vinsamlegast niinntir á að kjósa utan kjör- fundar. Kosið er hjá sýslu- mönnum, bæjarfógetum (borg- arfógcta í Rvík) og hrepp- stjórum. — Listi Framsóknar- flokksins er B-LISTINN. Hjúskapur. Á laugardaginn voru gefin saman í hjónaband brúðhjónin ungfrú Heiða Þórð- ardóttir og Jón Geir Ágústsson, byggingafulltrúi. Heimili þeirra er að Möðruvallastræti 1, Akur- eyi'i. — 21. des. sl. voru gefin saman í hjónaband ungfrú Halla Kristmunda Siguroardóttir frá Siglufirði og Gústaf Adolf Njáls- son, Hvoli, Glerárþorpi. Heimili þeirra verður að Hvoli. — 26. des. voru gefin saman í hjóna- band í Akureyrarkirkju ungfrú Guðbjörg Benedikta Kristins- dóttir frá Ólafsfirði og Gylfi Jó- hannsson, Munkaþverársti'æti 18, Akureyri. Heimili þeirra verður Munkaþverórstræti 18. — Enn- fremur ungfrú Þórdís Árnadóttir frá Ólafsfirði og Trausti Aðal- steinsson frá Hrísey. Heimili þeirra verður að Krabbastíg 4, Akureyri. — 31. des. voru gefin saman í hjónaband á Akureyri ungfrú Sesselja Kristjana Guð- bjartsdóttir og Hreinn Ófeigsson, vélvirki. Heimili þeirra verður að Oddeyrargötu 26, Akureyri. Utankjörstaðaatkvæða. Fram til bæjarstjórnarkosninganna, 26. þ. m., verður skrifstofa bæjarfógeta opin alla virka daga til kl. 18.30 og kl. 20—22 og á sunnudögum kl. 13—15.30. Karlakór Akureyrar fer með samsöng sinn og Luciuhátíð að Freyvangi n.k. laugardag, ef veð- ur og færi leyfa. Skemmtiskróin mun óbi'eytt frá því sem var hér á Akureyri fyrir jólin. Má vænta þess að héraðsbúar sæti færi og njóti góðrar skemmtunar. Söng- skemmtunin mun byi'ja kl. 9.0, en dansleikurinn síðan um kl. 11. Atvinna! 1—2 stúlkur geta fengið atvinnu. DÚKAVERKSMIÐJAN H.F. Hjónaefni. Nýlega opinberuðu trúlofun sína ungfrú Soffxa Otte- sen, Sólvangi, Akureyri, og Benedikt Bi-agi Pálmason frá Hvassafelli, Eyjafirði. — Á að- íangadagskvöll opinberuðu trú- lofun sína ungfrú Lilja Árelíus- dóttir, Geldingsá, Svalbarðs- strönd, og Þoi'lákur Jónasson, Vogum, Mývatnssveit. Leiðrétting. í síðasta blaði var það ranghermt að Árni Jóhann- esson á Þverá hafi vei'ið aðal- hvatamaður að stofnun Ári'oðans í Öngulsstaðahreppi. Það var Árni Jóhannsson í Kaupangi, síð- ar aðalgjaldkeri hjá KEA á Ak- ureyri. Athugið! í þessu tölublaði Dags hefst nýr greinaflokkut' er nefnist „Verðlagning landbúnað- arvara“. Á hann að veita hlutl. fi-æðslu um þann þótt verðlags- mála, sem nafn hans bendir til. Ekkert annað blað hefur, enn sem komið er, lagt þessi mál fyrir á þennan hátt, þótt þau beri oft á góma. Hins vegar er nokkur fi'æðsla alveg nauðsynleg, og hef- ur blaðið verið svo heppið að fá Garðar Halldórsson bónda á Rif- kelsstöðum til að draga saman nokki-ar staði'eyndir til fróðleiks fyrir lesendur blaðsins. Leiðrétting. í grein minni: „Mai'gur hyggur auð í annars gai-ði“, í síðasta tbl. Dags, hafa oi'ðið nokkrar meinlegar prent- villui'. í 1. dálki, ofan til við miðjan dálk, stendur: „ruglar því samt“. Á að vera: „Neitar því samt.“ — Litlu neðar stendur: „boi’ið úr vörugeymslu“, á að vera: „beint úr vörugeymslu.“ — í öðrum dálki, ofarlega, stendur: „hlaða upp rökstudda dóma“, á að vera: „kveða upp rökstudda dóma.“ — Neðarlega í sama dálki stendur: „Kjötframleiðslan, sem hann nefnir", á að vera „Kjöt- magnstalan, sem hann nefnir." — Litlu neðar, þar sem talað er um sauðfjái'eign landsmanna, stend- ur: „Það er“, í stað: „Það ár“. — Og enn í næstu málsgi'ein: „vei'ki til hækkaðs framleiðsluverðs“, í stað: „lækkaðs framleiðsluvei'ðs.“ Innanfélagsskemmt- un verður í Lands- bankasalnum föstu- daginn 10. jan. kl. 8.30 e. h. — Félags- vist og dans. Frá Austfirðingafélaginu. — Austfirðingamótið verður vænt- anlega haldið 1. marz næstk. — Nánar auglýst síðar. Verkakvennafél. Eining hefur félagsvist í Verkalýðshúsinu laugardaginn 11. jan. kl. 8 e. h. — Konur eru beðnar að hafa með sér kaffi og spil. — Nefndin. Kvenfél. Hlíf heldur fund mánud. 13. jan. n.k. kl. 9 e. h. í Varðborg. — Dagskrá: Kosning nefnda. Önnur mál. Skemmti- atriði. Konur taki með sér kaffi. Stjórnin. St. Ísafold-Fjallkonan nr. 1 og st. Brynja nr. 99 halda sameigin- legan fund í Landsbankahúsinu fimmtudaginn 9 .jan. kl. 8.30 e. h. Fundarefni: 1. Vígsla nýliða. — 2. Hagnefnd skemmtir og fi'eeðir. — 3. Dans. — Félagar, fjölmenn- ið á fundinn. Æðsutemplarar. RYKSUGA til sölu, sem ný. Upplýs. á Saumastofu Gefjunar. Skautaskerpingar Skipagötu 4, 2. hæð. Happdrætti S. U. F. Vegna þess live dregizt liefur að full lokauppgjör bærust utan af landinu hefur dráttur orðið á birtingu vinningsnúmeranna. Nú er sýnt, að full skil verði komin í hendur happdrættisnefndar fvrir 15. þ. m. og verður þá innsiglið á vinningsnúmerum rofið. — Vinn- ingsnúmerin verða auglýst í blöð, Lögbirtingi og útvarpinu.

x

Dagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.