Dagur - 24.01.1958, Blaðsíða 5

Dagur - 24.01.1958, Blaðsíða 5
Fösludaginn 24. janúar 1958 D A G U R 5 Fimm Akureyringar meðal norskra skautamanna Um miðjan des. sl. lögðu nokkrir Akureyringar a£ stað í skautaferð til Noregs. Þeir vom þessir: Jón Dalmann Ar- mannsson, fararstjóri, Björn Baldursson, Islandsmeistari í skautahlaupi, Sigfús Erlingsson, M. A., og Kristján Arnason, iðnnemi. Síðan bættist Ingólfur Armannsson, námsmaður í Edinborg, í hópinn. Eerðinni var heitið til Lillehammer og hafði hún verið undirbúin frá því í fyrravor. Þá þegar var sótt um styrk úr utanfararsjóði ÍSÍ, sem veitti þeim 5 þús. kr., en ÍBA tók einnig þátt í kostnaði fararinnar. Piltarnir eru nú komnir heim fyrir nokkm og hafði blaðið tal af fararstjór- anum og fer það hér á eftir. Hvar og hvernig bær er Lille- hammcr? Lillehammer er þekktur ferða- mannabær, á stærð við Akureyri, liggur neðst í Guðbrandsdalnum, og er því tiltölulega skammt frá Osló, en lengra inn í landi. Bær- inn stendur á mjög fögrum stað, við Mjösen-vatnið. Á vetrum eru skíða- og skauta- íþróttir iðkaðar af kappi, en á sumrin hefur bærinn einnig að- dráttarafl sökum náttúrufegurðar eins og fleiri norskir bæir. Mörg fjallahótel eru á nær- Jiggjandi stöðum, þar sem fólk nýtur sólar á sumrin en skíða- ferða á vetrum. í Lillehammer eru mörg gistihús og skemmti- staðir og þar er hið ágætasta svell, sem er eftirsótt af skauta- mönnum víðs vegar að. Skauta- svæðið er í miðjum bænum og búið til á stórum og myndarleg- um íþróttaleikvangi. Er veðráttan hagstæð? Já, þar eru meiri staðviðri en víðast annars staðar, oftast logn og frost, þótt vitanlega geti út af því brugðið. En til dæmis um þetta er þó það, að einn veturinn voru 137 skautadagar í röð. Ef þetta er borið saman við okkar veðráttu, verður vel Ijóst, hve aðstæður hér eru erfiðari til skautaiðkana en þar. Á haustin frýs snemma og þá lætur bærinn gera svellið og heldur því síðan við. ísinn er sprautaður á hverj- um einasta degi, svo að hann er spegilgljáandi á hverjum morgni. Stundum er þó frostið svo mikið, að vatnið hefur naum- ast tíma til að renna út, áður en það frýs. Þennan tíma, sem við vorum þarna, segir Jón, var frostið mjög oft frá 12—18 stig, en logn, og finnur maður þá minna til kuldans, en svellið er auðvitað í liarðasta lagi í mestu frostunum. Hver tók á móti ykkur, þegar þið komuð til Noregs? Norska skautasambandið, og bar það okkur á höndum sér, ef svo má að orði kveða, á meðan við vorum í Noregi, og veitti okkur hina beztu fyrirgreiðslu á allan hátt. Að Lillehammer var okkur séð fyrir gistingu á einu hótel- anna, Bellevue. Þegar þangað kom, var auðvitað ekki hugsað um annað en að komast á skauta. Skautasvæðið er opnað kl. 11 f. h. og lokað kl. 9 að kveldi. Við æfðum venjulega tvisvar á dag', en hvíldum okkur þess á milli. Fenguð þið kennslu í skauta- hlaupi? Við nutum þjálfunar norsks kennara og fengum auk þess góð ráð hjá vallarstjóra og fleiri góð- um mönnum, sem við kynntumst. Svo reyndum við með tilsögn hvers annars að tileinka okkur tilsögnina og þjálfa eftir þessum leiðbeiningum. Svo sem að lík- um lætur, aðhylltumst við norska skautastílinn, enda hefur hann reyndar verið viðurkenndur og Norðmenn hafa verið einna fremstir allra þjóða í skauta- hlaupi. En auðvitað eru fleiri „stílar“ til, sagði fararstjórinn, til dæmis sá rússneski, og er hann allmikið frábrugðinn, en virðist líka geta gefið mikinn árangur. Svo hefur hver skautamaður að einhverju leyti sinn eiginn stíl. Fannst ykkur þið vera dálítið stautfærir meðal hinna þekktu skautagarpa? En veit ekki, hvað segja skal um það. Ef við bárum okkur saman við heimsmeistarann, Knut Johanesen, sem þarna var við æfingar, býst eg við að okkur hafi fundizt við þurfa æfingar við. En þeir voru nú ekki margir hans líkar, sem við sáum, en samt sem áður margir þekktir skauta- menn á heimsmælikvarða, bæði frá Svíþjóð, Englandi, Ástralíu, Iiollandi, auk Norðmannanna sjálfra og okkar íslendinganna. Sumir þessara manna eru gamlir og nýir Olympíukeppendur og engir viðvaningar á skautum. Ilvað viltu segja- um heims- meistarann Knut Johannesen? Hann er mjög myndarlegur maður, líklega 24 ára gamall, kjarklegur og harðvítugur keppnismaður, en mjög viðkunn- anlegur í framkomu. Hann varð Noregsmeistari á skautum núna um síðustu helgi. í febrúar n.k. þarf hann að verja heimsmeist- aratitil sinn í Helsingfors og von- um við að honum takizt það. — Hann er iðnnemi og lýkur prófi innan skamms. Hann er mjög vel þjálfaður, svo sem að líkum lætur, og vakti það furðu okkar, hvað hann var mjúkur og virtist ekki hafa mik- ið fyrir því að spretta úr spori. Hann skrefar alveg hljóðlaust og maður áttar sig ekki á því, hvað hann fer hart, nema hafa klukk- una til hliðsjónar eða renna sér á eftir honum! Tókuð þið þátt í skautamótum? Milli jóla og nýárs var æfinga- mót fyrir alla skáutamenn á Lillehammer. Tókum við þátt í öllum hlaupunum. En keppt var í þessum vegalengdum: 500 m., 1500 m. og 3000 Keppendur voru 20. Þar hljóp Björn Baldursson á betri tíma en íslendingur hefur náð til þessa, bæði í 500 og 3000 m. Kom hann mjög á óvart með því að ná öðru sæti af um 20 keppendum í 500 met-ra hlaupinu á 46,6 sek. Tími hans var 5,27,8 mín. í 3000 metra hlaupinu. Á þessu móti hljóp Sigfús Erlingsson 500 m. á 49,9 sek., og hafa aðeins 3 íslendingar farið ofan fyrir 50 sek. á þessari vega- lengd. Hann og Kristján Árna- son, sem voru yngstu menn ferð- arinnar, tóku feikna miklum framförum þennan stutta tíma. Kepptuð þið á opinberu skauta- móti? Björn Baldursson og Ingólfur Ármannsson kepptu í Þránd- heimi 4. og 5. jan. Keppt var í 4 vegalengdum, 500, 1500, 3000 og 5000 m. — Frost var 20 Skautasvæðið í Lillehamnter. stig, ísinn mjög harður og tölu- verður stormur. Björn varð 5. stighæsti keppandinn og hlaut verðlaun fyrir frammistöðu sína, og verður því ekki sagt, að til einskis hafi verið farið til Þránd- heims þessa daga. Ingólfur náði þarna sínum bezta tíma. Þriðja mótið, sem íslending- arnir tóku þátt í ,var haldið 8. jan. að Lillehammer. Þar vann Björn 1500 metra hlaupið og hin- ir stóðu sig mjög vel. Er fólkið í Lillehammer áhuga- samt fyrir skautaíþróttinni? Já, það má með sanni segja. — Allir tala um skautahlaup og skautamenn. Það er algengt á götum úti að heyra smástráka karpa um skautamennina,. og.þeir eldri eru þar sízt eftirbátar. Ungir og gamlir virðast þekkja hvern skautamann og vita um keppnisgetu hans og spáð er fram í tímann. Það var ekki laust við að við værum hissa á því, að þúsundir virtust þekkja okkur íslendingana með nöfnum og hvöttu okkur óspart á mótunum. Góðir skautamenn eru stjörnur fólksins á þessum stað. Norð- menn hafa líka mikinn skauta- metnað og munu ekki láta það fram hjá sér fara, þegar landi þeirra ver heimsmeistaratitil sinn í næsta mánuði. Voru margir áhorfendur? Skautamót eru sérstaklega vel sótt. Eg held að um 15000 manns hafi sótt síðastnefnda mótið að Heimsmeistarinn Knut Johannesen. Lillehammer. Og þar var nú fylgzt með keppendunum! Til gamans skal eg geta þess, að eg heyrði þá sögu sagða, að forsætisráðherra Noregs, sem er mikill aðdáandi skautaíþróttar- innar, fylgist nákvæmlega með öllum mótum og afrekum skauta manna, gegnum útvarpið oftast, en oft er hann viðstaddur, þegar hann kemur því við. Sé hann upptekinn þegar fréttir eru sagð- ar í útvarpinu af skautamótun- um, biður hann konu sína að skrifa niður tímana. Þið hafið vænti eg fengið lút- fisk á jólum? Fleiri Noregsfarar vildu nú gjai-nan leggja orð í belg og kom þeim saman um, að enginn þeirra hafði áður borðað fisk, svonefnd- an lútfisk, á aðfangadagskvöld og soðinn þorsk á jóladag. En ann- ars var fæðið mjög gott. En sinn er siður í landi hverju, og tóku þeir því með jafnaðargeði, þótt hangikjöt og laufabrauð vantaði á jólaborðið. Ilafði þið nokkur ævintýri á samvizkunni? Allir eru sammála um, að margt skemmtilegt hafi skeð, og nú rigndi gamansögum og frá- sögnum. Verða hér endursagðar tvær þeirra. Á hótelinu var margt manna og af ýmsum þjóðernum. Meðal annars frá Afríku, Ástralíu, Ind- landi og Bretlandi, auk Norður- landabúa. Var þetta eins og eitt stórt heimili. Brátt urðu þó við- sjár milli Dana og íslendinga. í liði íslendinganna voru fyrr- nefndir skautamenn, en Danalið var skipað öldruðum konum að mestnu. Viðsjár þessar voru af tveimur rótum runnar. Þannig stóð á, að í dagstofunni var einn mikill hornsófi harla góður og höfðu landar lagt hann undir sig til að hvílast á eftir máltíðir. En er Danir komu fundu þeir brátt að hornsófinn fullnægði betur þeirra kröfum en aðrir staðii'. Urðu smávegis ýfingar út af þessu, en ekki hlutust þó vand- ræði af. Svipað kapphlaup varð líka út af ábæti og höfðu ýmsir betur. Einu sinni gengu piltarnir fram hjá blómabúð og sáu fallega stúlku við afgreiðsluborðið. — Gengu þeir þegar inn til að geta séð hana betur. Báðu þeir þegar um blóm handa þeim, sem heima (Framhald á 7. síðu.)

x

Dagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.