Dagur - 29.03.1958, Blaðsíða 4

Dagur - 29.03.1958, Blaðsíða 4
4 D A G U R Laugardgainn 29. marz 1958 DAGUR Ritstjóri: ERLINGUR DAVÍÐSSON Afgreiðsla, auglýsingar og innheimta: Þorkell Björnsson Skrifstofa í Hafnarstræti 90 — Sími 1166 Árgangurinn kostar kr. 75.00 Blaðið kemur út á miðvikudögum og laugardögum, þegar efni standa til Gjalddagi er 1. júlf Prentverk Odds Björnssonar h.f. Efnahagsmálin EINS OG VANHEILUM verður tíðrætt um líð- an sína og heilsufar, munu tveir menn eða fleiri tæplega hittast svo, að ekki beri á góma hið sjúka efnahagskerfi, sem við búum við. Þetta sígilda umræðuefni ber áhuga manna um stjórnmál fag- urt vitni og ber auðvitað sízt að lasta það, því að efnahagsmálin eru alltaf mál dagsins og eiga að vera það. Hitt er jafnvíst, og er ekki skemmtilegt til frásagnar, að fæstir skilja til neinnar hlítar hið heimagerða, flókna efnahagskerfi, orsakir og afleiðingar hinna ýmsu ráðstafana þings og stjórna í þessum málum, bæði fyrr og síðar. Þess vegna, m. a., er auðvelt, svo sem raun ber vitni, að afflytja og gera fyrirfram tortryggilegar hinar nauðsynlegustu ákvarðanir. í efnahagsmálunum er tvennt mest áberandi um þessar mundir: Annars vegar er taprekstur útflutningsatvinnuveganna, uppbætur, niður- greiðslur, mörg gengi krónunnar og öll röng, fjárfestingaræði, vantrú á söfnun sparifjár og gjaldeyrisskortur, svo að nokkuð sé nefnt. Hins vegar er það staðreynd, að nú um sinn hefur ver- ið mikil atvinna, örar framkvæmdir og almenn hagsæld þegar til heildarinnar er litið. í fljótu bragði virðist þetta þetta tvennt ekki geta farið sanian, en gerir það þó, en getur það alls ekki til lengdar. Stríðsgróði, gjafakorn og erlend lán hafa ýtt undir þá sjálfsblekkingu að setja kröf- urnar hærra en atvinnuvegirnir eru færir um að standa undir. Tapreksturinn og uppbótarkerfið margumtalaða er einkum afleiðing af rangri skrán ingu krónunnar og gjaldeyrisskorturinn er ekki nýtt fyrirbæri. Svo hlýtur jafnan að vera þar sem framleiðsla er fábreytt og hraðfara uppbygging heima fyrir. ÍSLENDINGAR urðu þjóða ríkastir á stríðsár- unum, án þess að sá auður væri grundvallaður á aukinni framleiðslu landsmanna. Stríðið var eins konar hvalreki í efnahagsmálunum og síðan öll þau hundruð milljóna króna, sem kenndar eru við Marshall og síðast varnarliðsframkvæmdir. — Vegna alls þessa var hægt að lifa hærra en at- vinnuvegirnir gáfu tilefni til. Þegar allar þessar lindir þornuðu voru 380 milljónir teknar að láni erlendis og þeim veitt inn í efnahagskerfið. Allt þetta fjármagn hefur gert þjóðinni fært að lifa um efni fram, samhliða því að sjá marga drauma rætast í framkvæmdum til lands og sjávar. Allt er fé þetta þrotið og ekki líklegt að í nánustu framtíð sé auðið að afla lánsfjár í stórum stíl til að við- halda áframhaldandi fjármálaþennslu. Hvort sem mönnum kann að líka það betur eða verr, verður sú staðreynd ekki umflúin, að hver og einn verð- ur að missa spón úr aski sínum. Eyðsla verður að minnka og fjárfestingin einnig, hverjar ráðstaf- anir sem gerðar verða af hinu opinbera, þar til jafnvægi er komið á. Ríkisstjórnin glímir nú við þann vanda að finna efnahagsmálunum viðeigandi lausn. Sé það rétt, að Utflutningssjóð og ríkissjóð vanti 200 milljónir á þessu ári, umfram áætlaðar tekjur, til að geta innt af höndum lögboðnar greiðslur, vegna upp- bótarkerfisins, er auðséð, að við ærinn vanda er að fást. Talað hefur verið um breytta gengisskrán ingu, ennfremur niðurfærsluleið- ina eða þá enn aðrar og e. t. v. hæpnari leiðir til frambúðar- lausnar. Auðvitað er engin sú leið til í efnahagsmálunum, sem sársaukalaus verður. Uppbótar- og niðurgreiðslukerfið er orðið mjög þreytandi og er ófram- kvæmanlegt til lengdar. Hver önnur leið sem farin verður, hlýtur að miðast við nokkra fram tíð. Núverandi ríkisstjórn má vita það, að þótt hún eigi öruggt og traust fylgi að baki, er það að miklu leyti bundið þeim vonum í efnahagsmálunum, sem enn hafa ekki rætzt. Vonandi ber stjórnin gæfu til róttækra aðgerða, sem þorri landsmanna getur við unað. — Vinstri stjórnin er vissulega fær um það, ef hún er samhent, en tæplega aðrir. Nú þegar hefur íhaldið fordæmt allar hugsanleg- ar leiðir, sem yfirleitt geta komið til mála að núverandi stjórn geri. Þannig vinnur „stærsti stjórn- málaflokkurinn“ að heill þjóðar- innar. Og ekki hefur hann bent á neina færa leið eða neina leið í efnahagsmálum, svo að þaðan er einskis að vænta nema nei- kvæðrar afstöðu til þess er gert verður. Ljóst er því, að efnahags- málin verða torleyst ef vinstri stjórnin ber ekki gæfu til þess. Og ekki mun það ávinningur fyrir þjóðina, né heldur neinn stjórnmálaflokk, sem að ríkis- stjórninni stendur, að enn verði gripið til deyfilyfja, í stað þess að skera meinsemdina burtu — áður en það er of seint. Skíðakennsla og skíðamót á Sauðárkróki Haraldur Pálsson, skíðamaður fr: Reykjavík, var hér við skíða- kennslu frá 3. til 16. marz. Veður var yfirleitt mjög hagstætt til skíðaferða, enda var áhugi mjög mikill og fjöldi barna og unglinga úr skólunum og Ungmennafélag- inu nutu til sagnar hins ágæta kennara í skíðaíþróttinni. Síðustu dagana var haldið skíðamót og keppt í boðgöngu og stórsvigi. Föstudaginn 14. marz var skíðamót innan skólanna, og kepptu bekkirnir innbyrðis í boð göngu og svigi, og var áhugi mikill og keppnin spennandi, þótt keppendur væru ekki allir háir í lofti eða miklir kappar. í Gagnfræðaskólanum náðu þessir beztum árangri í svigi: 1. Ole Anton Bieltved 60 sek. 2. Þráinn Valur Ingólfss. 62.8 sek. 3. Guðm. Þ. Adolfsson 64,9 sek. Barnaskólabörn kepptu í held- ur styttri braut og urðu þar hlut- skarpastir: 1. Páll Ragnarsson 55,5 sek. 2. Reynir nUnsteinsson 57,0 sek. 3. Þorleifur Pálsson 60,3 sek. Skíðamót Sauðárkróks var svo haldið 15. og 16. marz Var keppt í boðgöngu milli skólarina og Ungmennafélagsins. Þrír menn voru í hverri sveit. Bar Iðnskól- inn sigur úr býtum, átti tvær fyrstu sveitirnar. 1 stórsviði urðu úrslit þessi: 1. Ole Anton Beiltvedt 2:18,7 mín. 2. Hreinn Sigurðsson 2:19,8 mín. 3. Sigm. Pálsson 2:21,2 mín. Keppnin fór fram í Skógarhlíð. Brautarlengd var um 1800 m. Fallhæð ca. 250 m. og hlið 35. — Gæri var heldur þungt. Allmargir áhorfendur voru á þessu móti, enda er slíkt nokkur nýlunda hér. Þetta er í rauninni í annað skipti, sem slíkt er borið við hér, því að fyrir nokkrum ár- um var haldið skíðamót hér í fyrsta skipti. Er þess að vænta að áfram verði nú haldið skíðanám- skeið og skíðamót hér í bæ á næstu árum. Guðjón Ingini. Göngukeppni í Mývatnssveit Miðvikudaginn 26. þ. m. fór fram 15 km. skíðaganga að Hellu vaði í Mývatnssveit. Var það sú þriðja í röðinni þar í sveit í vet- ur og lokaþáttur undirbúnings s'kíðamanna að þátttöku í-Skíða- móti íslands um páskana. Úrslit urðu þessi: 1. Jón Kristjánsson 58.10 mín. 2. Steingr. Kristjánss. 61.14 mín. 3. Stefán Þórarinsson 61.44 mín. 4. ívar Stefánsson 61.58 mín. 5. Helgi V. Helgason 62.60 mín. Þátttakendur voru 12. Ofangreindir skíðamenn eru á förum á Skíðamót íslands, og auk þeirra Hreinn Hermannsson, Sig- urður Dagbjartsson og Kristján Sigurðsson. Einnig gengu 10 drengir á barnaskólaaldri 5 km. 1. Björn Georgsson 22.38 mín. 2. Kjartan Sigurðsson 22.44 mín. Tími þessara drengja er dálítið athyglisverður og gefur von um að hinir eldri geti, er tímar liða, setið rólegir heima og hlýtt á fregnir af skíðalandsmóti í trausti þess að merki þeirra verði borið hátt af fullu harðfengi og dreng- skap. Skíðamót íslands Skíðamót íslands hest á mið- vikudaginn og fer fram í Hvera- dölum. Héðan fer 15 manna hóp- ur undir fararstjórn Hermanns Sigtryggssonar. Vortízkan 1958 Khöfn í marz. Um þessar mundir er verið að kynna fyrir kven- þjóðinni nýja tízku — það sem koma skal — og ekki fer hjá því, að víða er beðið í ofvæni eftir því, hvernig hinum háu herrum — en meginið af sköp- urum kventízkunnar eru karlar, sem kunnugt er — þóknast, að við skulum líta út á þessu ári. Það er París, eins og fyrri daginn, sem hefur forgöngu í málinu, en ýmsar aðrar heimsborgir reyna allt hvað af tekur að feta í fótspor hinnar glöðu París- arborgar hvað þetta snertir. Hér í borg fara sýningarnar að hefjast hvað úr hverju og gaman verður að sjá, hvernig þeim dönsku hefur tekizt að skapa hentugar og smekk- legar flíkur, eftir að hafa sótt hugmyndir og inn- blástur suður á bóginn. Kvennablöð og ýmis önnur blöð, m. a. dagblöðin, birta stöðugt myndir af nýj- ungunum, sömuleiðis sjónvarpið, sem hefur rutt sér mjög til rúms hér í borginni á sl. ári. En það verð- ur ekki fyrr en eftir sýningar hinna stærri verzl- ana, sem hægt verður að mynda sér skoðun á tízk- unni, eins og hún verður hér á næsta surnri. Samt sem áður er hægt að slá því föstu, að flíkurnar verða mun styttri en verið hefur undanfarin ár, og sumir hinna frönsku tízkufrömuða hafa kippt pils- unum alveg upp undir hnén. Eg hef ekki talað við nokkra konu, sem ekki óskar þess heitt og innilega, að þessi stutta tízka verði kveðin í kútinn, en nú las eg í blaði í gær, að Margaret Rose of England hafi kastað sér í fangið á fyrirbærinu og mætt op- inberlega í hnéstuttum kjól, svo að ekki er við góðu að búast. En við getum víst allar orðið sam- mála um ,að pils í hnésbótinni misklæðir mikinn þorra kvenna, bæði ungra og gamalla. Hinar nýju línur. Sú lína, sem mest er skrifað um, heitir „trapez- línan“ og samkvæmt henni eigum við að líkjast sykurtoppi einna helzt, mjóar að ofan og breikka eftir því sem neðar dregur!! Þá er og sekkurinn í algleymingi í ýmsum til- brigðum, mittislínan, ef einhver er, færist niður á mjaðmir, og fellt eða slétt, örstutt pils þar fyrir neðan. Þeir, sem muna tízkuna frá því um 1928 munu kannast við stílinn. Onnur lína, sem mikið er sýnd er P-línan eða pokalínan, sem að mínum dómi gæti alveg eins heitið pokalega línan! Blússan er þá síð og mjög efnismikil í baki, en rykkist fyrir neðan sitjandann og þar myndast nokkurs konar hólkur, þ. e. mjög þröngt pils, svo að erfitt er að sjá, hvernig hægt er að hreyfa sig í slíkri „múnder- ingu“. Ensk og þýzk tízka. Þótt ekki sé langt á milli Parísar og Lundúna í bókstaflegum skilningi, þá er það samt nógu langt til þess, að mikið virðist dregið úr hinum frönsku öfgum, þegar yfir sundið kemur. Sama er að segja um þýzka tízku, en í alveg nýjum tízkublöðum þaðan eru línurnar allar fallegri og betur við hæfi venjulegs fólks, heldur en franska kátínan, eða „galskabet" eins og sagt hefur verið hér. Bandskór og síðar festar. Margar nýjungar koma einnig fram í kvenskó- fatnaði þessa dagana, og bandskórnir ryðja sér mjög til rúms, en þeir munu einnig hafa þekkzt fyrir 1930. Böndin eru oft í laginu eins og stórt T og liggja yfir ristina. Efnin eru af ýmsum gerðum og töluvert er af tvílitum skóm. Lakk- og rúskinn er notað saman, t. d. er á brúnum rúskinnsskóm svört lakktá og hæll, svo að eitthvað sé nefnt. — Önnur nýjung, sem mikið á eftir að sjást og víða á þessu sumri eru síðu festarnar, bæði perlubönd og ýmis konar málmfestar, sem nú langt niður fyrií mitti. Margt fleira mætti nefna, en þetta læt eg nægja að sinni. — Puella.

x

Dagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.